Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 46

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 46
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í háum stálhillum eru tölvur, lyklar að húsum og bílum, símar, seðla- veski, töskur og gervitennur. Þarna eru líka skartgripir. Og drónar. Þetta og margt annað er að finna í geymslu óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Geymslan er í húsnæði lögreglu- stöðvar 4 við Vínlandsleið í Grafar- holtinu í Reykjavík og eitt af verk- efnum lögreglumanna stöðvarinnar er utanumhald óskilamunanna og að leita leiða til að koma þeim til skila. Í þeim hópi eru Hilmar Gíslason vörslumaður og Ásgerður Þóra Ás- geirsdóttir, hópstjóri munavörslu. Áður var talsvert um að gervi- tennur bærust á borð deildarinnar en það er nú orðið fremur sjaldgæft, þar sem talsvert hefur dregið úr notkun slíkra gripa. „Við fengum þó eitt par fyrr í vikunni,“ segir Hilm- ar. „Það fannst á borði á veit- ingastað, matargestur hafði tekið þær út úr sér og gleymt að setja þær aftur upp í sig. Við vonumst til að viðkomandi gefi sig fljótlega fram þannig að hann geti nú gætt sér á jólamatnum um hátíðarnar.“ Spurð hvort og hvernig upp- gangsins í samfélaginu gæti í starf- semi deildarinnar segir Ásgerður að fólk sé ekkert kærulausara með eig- ur sínar nú en áður, en munirnir sem berist séu dýrari en áður. „Það eru t.d. greinilega fleiri með mjög dýra síma,“ segir hún. Þá er það tímanna tákn að drónar eru farnir að sjást í hillum óskilamunadeild- arinnar, en núna eru þar þrír slíkir sem eigendur hafa ekki fundist að. Þess má geta að fleiri óskilamuna- deildir eru á höfuðborgarsvæðinu en þessi, því að Strætó er einnig með slíka deild þar sem munum í óskilum úr strætisvögnum er safnað saman. Sanna þarf eignarhald Fyrir um þremur árum tók lög- reglan samskiptasíðuna Pinterest í þjónustu sína. Þar eru birtar myndir af mununum og stutt lýsing á þeim og að sögn Hilmars er mikið hag- ræði af því. Þess er þó gætt að segja ekki frá öllum sérkennum munanna, eins og t.d. rispum eða öðru slíku, þannig að eigandinn geti sannað eignarhald sitt, gerist þess þörf. Er eitthvað um að fólk komi hing- að og reyni að fá hluti sem það á ekki? „Það er alltaf eitthvað um það, en það var algengara áður fyrr,“ segir Ásgerður. „Fólk þarf að sanna að það eigi hlutinn. T.d. varðandi síma; það þarf að sýna IMEI-númer hans, eða kunna lykilorðið inn í hann. Þá koma margir með greiðslu- kvittanir eða ljósmyndir af hlutum. Þegar um er að ræða tösku þarf fólk að geta sagt hvað er í henni.“ Hvað er gert við munina sem eng- inn sækir? „Þeim er flestum fargað eftir eitt ár og einn dag. Við geym- um skartgripi reyndar lengur. Þessu er öðruvísi farið með reið- hjólin, kerrurnar og barnavagnana; við höldum uppboð á þeim,“ segir Hilmar. Full taska af hjálpartækjum „Við leggjum mjög mikið á okkur til að koma hlutum út og það er einn skemmtilegasti hluti starfsins þegar það tekst, segir Ásgerður. Símarnir eru næstum því undantekningar- laust læstir og því þarf að beita ýms- um brögðum og brellum til að hafa uppi á eigendunum. Þess er gætt að símarnir séu hlaðnir og sé hringt í þá er því að sjálfsögðu svarað og þannig reynt að komast að því hver eigandinn er. „Svo eru sumir með símana sína þannig stillta að á skjáinn koma alls kyns áminningar. Til dæmis kom á skjá eins símans, sem var hjá okkur, tilkynning um staðsetningu og stund á fundi. Ég hringdi á staðinn og þannig komst síminn í réttar hendur,“ segir Ásgerður, sem segir þetta vera einn skemmtilegasta hluta starfsins. Þó að lögreglumenn óskilamunadeildarinnar telji vissu- lega ekki eftir sér að leita allra leiða til að hafa uppi á eigendum týndra síma vill hún benda símaeigendum á að auðveldlega sé hægt að skrá nafn eiganda og símanúmer aðstandanda á skjáinn þannig að auðveldlega megi hafa upp á eigandanum. Ýmislegt áhugavert hefur rekið á fjörur deildarinnar. Þau Ásgerður og Hilmar rifja upp að nokkrum sinnum hafi hjálpartæki ástarlífsins af ýmsum toga verið í hópi óskila- munanna. „Svo kom hingað einu sinni taska sneisafull af slíkum hlut- um og ýmsum búningum og búnaði sem tilheyrði. Eigandinn gaf sig aldrei fram,“ segir Ásgerður. Hve stór hluti kemst í réttar hendur? „Við komum nánast öllum símum til eigenda sinna. Það er mis- munandi með aðra muni, en meiri- hluti þeirra komist í réttar hendur,“ segir Hilmar. Peningar enn í veskjum Ásgerður segir að útlendingar sem fái týnda muni sína til baka séu yfirleitt afar undrandi á því. „Þeir eiga ekki orð yfir því að fá dýru sím- ana sína aftur eða peningaveskin með öllu í – bæði skilríkjum, pen- ingum og kortum. Margir segja að þetta myndi aldrei gerast í heima- löndum þeirra,“ segir hún Eru Íslendingar upp til hópa heiðarlegir og skila því sem þeir finna? „Já, það er tilfinning okkar. Og fólk hefur oft talsvert fyrir því að koma hlutum til okkar og oftast eru allir peningar í veskjunum. Ég held að flestallir geti sett sig í annarra spor þegar kemur að því að týna hlutum sem manni eru kærir,“ segir Hilmar. Óskilamunir Í óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kennir margra grasa. Hilmar Gíslason vörslumaður deildarinnar vonast til þess að eigandi tannanna gefi sig fram fyrir jól Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Að störfum Þau Ásgerður Þóra Ásgeirsdóttir hópstjóri munavörslu og Hilmar Gíslason vörslumaður segja erlenda ferðamenn, sem endurheimta muni sína fyrir tilstilli óskilamunadeildarinnar, undrandi á heiðarleika Íslendinga. Tölvur, tennur, töskur og drónar  Margt berst óskilamunadeild lög- reglu  Segja Íslendinga heiðarlega Í hillum Flestir óskilamunirnir eru geymdir í eitt ár og einn dag. Lyklar Nokkuð algengt er að lyklar að húsum og bílum berist deildinni. 46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is Sendum frítt Skoðaðu úrvalið á www.th.is Jólagjafir Íþróttartaska 34.900 kr. ADAX ullartrefill 8.900 kr. Dömuhanskar Herrahanskar 7.900- 14.500 kr. 14.500 kr. ADAX handtaska 34.900 kr. ADAX ferðaveski 8.900 kr. ADAX tölvutaska 29.900 kr. ADAX hliðartaska 26.100 kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.