Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Mosfellsheiði Það var vetrarlegt á heiðinni í gær, hálka og á köflum skafrenningur og blint. Þar við bætist skammdegið. Vegfarendur þurfa að gæta varúðar til að komast heilu og höldnu heim. RAX Sala á lóðum undir atvinnustarfsemi í Hafnarfirði hefur tvö- faldast á milli áranna 2016 og 2017. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir okkur Hafnfirðinga enda er uppbygging atvinnulífs ein af for- sendum öflugs bæj- arfélags. Afar jákvætt er einnig fyrir bæjar- félagið að vera komið í þá stöðu að vera einn ákjósanlegasti kosturinn á höfuðborgarsvæðinu fyrir fyr- irtæki sem vilja byggja upp sína aðstöðu eða hefja starfsemi. Í ljósi hinnar miklu eftirspurnar eftir fyrirtækjalóðum í Hafnarfirði var ný- lega ákveðið að aug- lýsa nýtt hverfi, Hellnahraun III. Þar er fjöldi iðnaðar- og atvinnulóða til sölu en lóðirnar henta flestar vel til dæmis undir matvælaiðnað. Af stórum fyrirtækjum sem eru að byggja upp starfsemi í Hafn- arfirði má nefna Ice- landair sem er enn að auka umsvif sín í bænum, m.a. með fjölgun flugherma, og Haf- rannsóknastofnun sem mun flytja starfsemina í nýbyggingu á hafn- arsvæðinu. Glæsilegt hótel í mið- bænum er á teikniborðinu og má vænta þess að framkvæmdir við það hefjist fyrr en síðar. Vegna þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í kringum flugvöllinn í Keflavík og þeirrar góðu hafnaraðstöðu sem er í bæn- um er staðsetning þessara lóða af- ar góð. Þá munu framkvæmdir við Ásvallabraut, sem verður ráðist í nú af fullum krafti sem og ný mis- læg gatnamót, bæta mjög aðkomu að svæðinu og auka umferðarör- yggi. Fasteignaskattar lækka mest í Hafnarfirði Meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði leggur mikla áherslu á gott og aðlaðandi starfsumhverfi og hefur samþykkt að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnufyrirtæki úr 1,650% í 1,570% eða um 0,08% Aðeins þrjú af stærstu sveitarfélögum landsins hafa tilkynnt um lækkun þessa skatts á næsta ári og lækkar hann áberandi mest í Hafnarfirði. Þetta er gert til að mæta miklum hækk- unum á fasteignamati sem vita- skuld er íþyngjandi fyrir fyrir- tækin og þeim því sýnd sama sanngirni og íbúum sveitarfé- lagsins, jafnt fyrirtækjunum sem fyrir eru í bænum sem og þeim sem líta til Hafnarfjarðar með framtíðarstaðsetningu í huga. Sala á lóðum undir atvinnu- starfsemi skilar bæjarfélaginu miklum tekjum. Þær eru og verða nýttar til að greiða niður skuldir og uppbyggingu innviða. Eins og rekstri bæjarins er nú háttað heyra lántökur vegna fram- kvæmda liðinni tíð. Allar fram- kvæmdir eru nú fjármagnaðar með tekjum sveitarfélagsins. Það eru því bjartir tímar framundan í Hafnarfirði. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur »Eins og rekstri bæj- arins er nú háttað heyra lántökur vegna framkvæmda liðinni tíð. Allar framkvæmdir eru nú fjármagnaðar með tekjum sveitarfélagsins. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Fyrirtækin velja Hafnarfjörð Ekki ætla ég að draga í efa það mat forystu Sjálfstæð- isflokksins að miklu þyrfti að fórna til að atlaga þríeykisins, sem sé RÚV, Samfylk- ingar og dreggja Pí- rata, tækist ekki. Og Viðreisn mun líða und- ir lok fyrir vikið. Það er synd að gott fólk skyldi láta véla sig þangað. Engin skynsemi bjó að baki, einungis meintir fjárhagslegir hagsmunir ör- fárra manna sem engu skeyttu um Ísland, auk, að mér virðist, hefndar eins manns. Ég ætla að spara mér og öðrum ummæli um Loga og þetta líka einstaka fólk sem fer fyrir Píröt- um. En það er ýmislegt að því sem lagt er upp með af nýrri ríkisstjórn. Umhverfismál Ekki ætla ég að tjá mig um loftslagsbreyt- ingar af manna völdum. Ég væri þá kominn í hóp hinna fjölmörgu sem allt um það vita án þess svo mikið sem að hafa aflað sér minnstu þekkingar. Á það bæði við um þá sem eru með og á móti. Hitt veit ég að umhverfismál verða ekki leyst í einu landi, allra síst á Íslandi. Ein- hvern veginn hittir ekki í mark í mínum huga að framleiða rafmagn með kolum á rafmagnsbíla. En ef aðrar þjóðir hefðu áorkað því að halda hitastigi í híbýlum sínum við- unandi með svipuðum aðferðum og við Íslendingar væri vandinn kannski ekki svo mikill. Og ekki fer milli mála að mengun hafanna og plastmengun þróunarlandanna er brýnt viðfangsefni. Það dylst engum sem vaðið hafa plasthauga landa á borð við Indland. Svona gerast hlutirnir á eyrinni Nú um stundir eru þjóðirnar, hver í sínu lagi, að „kolefnisjafna“. Það væri fyndið, ef það væri ekki svona sorglega dýrt fyrir lífskjör hinna lakast settu. Í Hollandi var tveimur risastórum orkuverum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti lokað. Þau voru seld til niðurrifs. Eitt af þeim fjölþjóðlegu fyrirtækjum sem best ganga keypti verin (og heitir enda „Svartsteinn“). Þau hafa nú verið flutt til Afríku og eru starfrækt þar. Verkfræðifyrirtækið græddi formúu, Holland dró úr útblæstr- inum og Afríka nýtir samnings- bundið svigrúm til aukinnar meng- unar. Allt er þetta harla gott ef tekið er mið af sáttmálum samtímans. Hvernig verða svona samningar til, kynni einhver að spyrja? Í hinni hnignandi Vestur-Evrópu er málið ekki flókið. Hefur einhver neyðst til að lesa „undirbúningsfundargerðir“ nefnda á vegum Evrópusambands- ins? – Ég vona ekki. Einhvern veg- inn svona hljóðar dæmigerð upp- hafsmálsgrein margra kafla: „Hópurinn kom saman til vinnu- fundar (hina eða þessa helgina) í Berlín, París, Róm eða Feneyjum,“ allt eftir árstíðinni. – Já, það var nefnilega það. Að mínu mati er þörf á heilbrigðri skynsemi í stjórnmálin að nýju. Hvers vegna eru ekki liðir á fjár- lögum sem nefnast „framlög til mengunarvarna“? Einn liðurinn gæti nefnst „framlag til þróunar jarðvarmavirkjana í Afríku“ ... „til endurnýtingar á plasti í þróunar- löndunum“ o.s.frv. Hversu marg- földum árangri skyldi hver króna skila miðað við kostnað af elds- neytisframleiðslu á Íslandi svo dæmi sé tekið? En nei, ekki hugsa frjóa hugsun; ekki í stjórnmálin. Ýmsu öðru er síðan áfátt við stjórnarsáttmálann, en það bíður betri tíma. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Viðreisn mun líða undir lok. Það er synd að gott fólk skyldi láta véla sig þangað. Engin skynsemi bjó að baki, einungir fjárhags- munir örfárra manna. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Er nýr stjórnarsáttmáli ásættanlegur fyrir sjálfstæðismenn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.