Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 58

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Auðvitað er ferlega dýrt að vera Íslending- ur. Við erum aðeins 330 þúsund manns í rosa- lega stóru og fallegu eldfjallalandi sem allar kynslóðir okkar Íslend- inga hafa fengið að nýta og njóta. Við búum að elsta þingræði í heimi, sem á öllum tímum hef- ur reynt að sýna okkur mátt sinn og megin og fullyrða við okk- ur, verkanna menn og konur, að með svita, blóði og tárum okkar og þeirra, væri hægt að tryggja nauðsynlega inn- viði svo okkar fv. hornrekna nýlendu- þjóð gæti einhvern tíma eignast mátt og frelsi ásamt verkfærum og vitn- eskju um hvað þurfi til að virkja okkar verðmætu náttúru. Það tókst og við njótum að eiga tæknilega fullkomin at- vinnutæki, orkukerfi, samgöngukerfi, menningu og menntun með sinfóníu- hljómsveitum og átta háskólum og heilbrigðiskerfi í heimsklassa og leik- húsið Hörpu. Ég held að í mörgu séum við sólarmegin við frændur okkar og þeirra áhyggjur svartari en okkar. Við erum ekkert langt frá því að framleiðni okkar dugi og við náum þeim lífsskilyrðum sem ríkja hjá frændum okkar á í öðrum ríkjum Norðurlandanna. Ekki þarf að efast um getu okkar til þess, því víða er hægt að bæta meðhöndlun fjármuna til að ofangreindum takmarki verði náð, viðvarandi. M.a. mætti athuga vel, hversvegna sumar stofnanir eru að dunda við að koma fyrir allskonar tálmum, með ærnum tilkostnaði, sem hafa svo sann- arlega ekki brotið björgin í vegi okkar eða atvinnulífsins. Það vakti ekki upp hneykslun hjá mér þegar alltsjáandi fv. ritstjóri Morgunblaðsins kvað upp þann dóm að samfélagið okkar væri ógeðslegt og eitthvað fleira svipað. Minn dómur um samfélagið er að um- sýsla öldrunarmála sé svo sannarlega hörmung og jafnvel „ógeðsleg“. Allt er í molum, sama hvað er, eftirlaun, vist- unar og hjúkrunar aðstaða og fjöl- margir tryggingasjóðir sem aldraðir hafa greitt iðgjöld til eru tómir, gleggst er að Byggingarsjóður aldr- aðra er látinn greiða 30%-40% af rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila. Kjörnir fulltrúar okkar virða sjáanlega ekki að þeir öldruðu sem nú eru ofar moldu þarfnast kjara og líknar sem þeir hafa þegar greitt fyrir og eiga inni í sjóðum sem ætlað var að geymdu krónur okkar. Fyrir nokkrum árum spurði ég mjög reyndan borgarfulltrúa hvers vegna dáðir og dugnað- ur Páls Gíslasonar borg- arfulltrúa og læknis væru ekki til eftirbreytni fyrir núver- andi pólitíska eldhuga, var svarið að það hefði enginn áhuga á öldrunar- málum, hvorki á Alþingi né í borgar- stjórn. Í frétt í Morgunblaðinu 21. maí 2012 segir frá fundi um lífeyrismál. Þar sagði Ásmundur Stefánsson, fyrrver- andi forseti ASÍ, m.a. að það væri því ekki óeðlilegt að fólk varpaði fram þeim spurningum, hvers vegna það hefði verið að greiða í lífeyrissjóð. Hann hefði á sínum tíma hvatt fólk til að greiða í lífeyrissjóð og sýna þannig fyrirhyggju í fjármálum. Hann sagðist hafa „samviskubit gagnvart þessu fólki“. Hann gagnrýndi þáverandi rík- isstjórn harðlega fyrir að reyna að taka til sín fjármuni lífeyrissjóðanna. Þetta væru fjármunir sem hefðu verið ætlaðir í að borga lífeyri og það ætti ekki að nota peningana í önnur verk- efni. Hann minnti á söguna um Litlu gulu hænuna. Enginn hefði viljað hjálpa henni fyrr en hún var búin að baka brauðið. Ásmundur brýndi for- svarsmenn lífeyrissjóðanna að láta ekki undan kröfum stjórnvalda um að taka á sig útgjöld vegna verkefna sem ekki tengdust megintilgangi sjóðanna, sem er að greiða lífeyri. Hann kynnti á fundinum útreikninga á því hvað sam- félagið væri að greiða mikið fyrir þjón- ustu við aldraða og hvað aldraðir væru að greiða mikið til þess með sköttum sínum og gjöldum. Niðurstaða hans var að aldraðir hefðu sjálfir fjármagn- að útgjöld vegna lífeyris og hjúkrunar- heimila. Samfélagið greiddi ekkert til þessara verkefna. Ásmundur gagn- rýndi samtök aldraðra fyrir að standa ekki upp í hárinu á stjórnvöldum í þessu máli. Ég trúi ekki að stjórnsýsla okkar fljóti að feigðarósi af skilningsskorti heldur þvert á móti, hún hefur lært það af fyrirrennurum sínum að auð- veldast væri að hirða fjármagn úr sjóðum aldraðra, gleggst var ránið 1. júlí 2009, ránsfengurinn þá, tugir milljarða króna. Það er nauðsynlegt fyrir aldraða að hafa uppi öfluga vakt um sína lög- bundnu og hefðbundnu hagsmuni, já alvöru vaktmenn með reynslu úr stjórnsýslu því reynslan hefur sýnt að stjórnvöld búa í mjög leku og glugga- lausu rými með skýklappa á augum þegar þeir færa krónurnar úr einni skúffu í aðra. Þolinmæði er að verða ómöguleiki fyrir ritstjórann „það er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt“. Við þurfum að byggja hér hvetjandi samfélag. Þar sem fólk finnur stuðn- ing frá stjórnvöldum þegar það leggur sig fram um að bæta líf sitt og ann- arra. Lög og reglur mega ekki ganga gegn heilbrigðri skynsemi fólks því ella dvínar öll virðing fyrir þeim og það grefur undan samfélagssáttmál- anum, sagði Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, á Face- book-síðu sinni í maí 2012, í tilefni umæla Ásmundar. Já, kæru Íslendingar, þarna mæla menn sem vita hvað þarf að gera og hvað hægt er að gera. Nú er að sjá hvort þetta verði efnt og kosningalof- orðin líka. Það er dýrt að vera Íslendingur Eftir Erling Garðar Jónasson » Við þurfum að byggja hér hvetj- andi samfélag þar sem fólk finnur stuðning frá stjórnvöldum þegar það leggur sig fram um að bæta líf sitt og annarra. Erling Garðar Jónasson Höfundur er fv. formaður Samtaka aldraðra. erlgarjon@gmail,com Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson - Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Láttu þér líða vel um jólin Verndarenglarnir hittust allir í kaffihúsinu það er allt að fara í steik á Íslandi við verðum að tala við Guð Þeir eru hrokafullir sagði einn Guð vill það ekki ég skal tala við Guð sagði þá englabarnið karlinn í sjónvarpinu var alveg að fara að gráta. „Láttu aldrei hugfallast á hverju sem gengur, þótt allt sýnist andstætt þér – þangað til þar kemur, að þér finnst fokið í öll skjól. Því að frá þeirri stundu snýst hamingjan þér í vil.“ Þessi orð voru höfð eftir Harriet Beecher Stowe í gamalli heilræðabók sem heitir Áfram. Þau koma mér ávallt í hug í hvert sinn sem sjónvarpið sýnir Geir Haarde flytja síðustu orðin í frægu ávarpi til þjóðarinnar, Guð blessi Ís- land. Sjónvarpið sýnir þetta alltaf í neikvæðu samhengi og jafnvel háði. Hvert leitar fólk þeg- ar því finnst í öll skjólin fokið? Sumir eru svo sjálfsöruggir að þeir yppta öxlum og virðast engrar hjálpar þurfi. Ég vil samt ekki trúa því að fólk hafni alveg æðri mætti sem styður, leiðir og verndar. Mér þykir vænt um þessi lokaorð Geirs í ávarpinu og met hann mikils fyrir þau. Þarna var svo komið fyrir þjóð- inni að kraftaverk þurfti til að hún næði sér aftur og jafnvel héldi sjálf- stæði sínu. Og fari nú hver fyrir sig yfir atvikasöguna eftir að þetta fræga ávarp var flutt. Hvernig að- stæðum virtist óvænt breytt landinu í hag og þjóðin leidd aftur til hag- sældar En þjóðin dæmdi Geir Haarde og dæmdi hann einan, manninn sem átti til auðmýkt og kjark til að við- urkenna vanmátt sinn og okkar allra. Og það sem meira var. Hann afneitaði ekki trú sinni en fól vanda- málin af auðmýkt guði vors lands. Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson »Mér þykir vænt um þessi lokaorð Geirs í ávarpinu og met hann mikils fyrir þau. Höfundur býr í Ólafsvík. sandholt7@gmail.com Guð blessar ÍslandAllt um sjávarútveg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.