Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Skúli Halldórsson sh@mbl.is Umrætt ákvæði, í lögum um vernd- un sjávarspendýra, hefur valdið mikilli óvissu hjá fiskútflytjendum hér á Íslandi og í Evrópu. „Það eru allir eitt spurningarmerki,“ segir Brynhildur Benediktsdóttir, sér- fræðingur atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins á sviði auðlinda- nýtingar. Ákvæðinu var bætt í lögin á síð- asta ári, en í því felst að uppruna- lönd sjávarafurða sem fluttar eru til landsins verða að vera með sömu eða sambærilegar reglur og Banda- ríkin um verndun sjávarspendýra við veiðar eða fiskeldi, til að fá að- gang að Bandaríkjamarkaði. Bæta þarf skráningu meðafla eftir rafrænu aflabækurnar Brynhildur segir það brýnt að fá greinargóðar upplýsingar um hvað þetta orðalag hafi í för með sér, þó að ákvæðið taki ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022. „Spurningin er „sömu eða sam- bærilegar“ – hvað felst í þessu?“ segir Brynhildur og bætir við að hingað til hafi ekki fengist greinar- góð svör um hvað átt sé við. „Við vitum náttúrulega fyrir fram að það þarf að bæta skrán- ingu hér á landi um meðafla sjáv- arspendýra, því hún er ekki góð eftir að rafrænu aflabókunum var komið á fót. Þá mun þurfa auknar hafrannsóknir til að meta stofn- stærðir þessara sjávarspendýra sem koma hér í net eða önnur veið- arfæri, því að þetta hlýtur auðvitað að byggja á því hvort meðaflinn sé lítill eða mikill miðað við stofn- stærðina,“ segir Brynhildur. Stærstur hluti veiðist í net „Síðan er spurning hvort breyta þurfi veiðarfærum eða hvort taka þurfi upp einhvers konar fælur eða svæðislokanir, til að draga úr þessu. Það vitum við ekki fyrr en við erum komin með betri upplýs- ingar.“ Þá væri enn fremur hægt að þetta mun hafa fyrir okkur á end- anum veit ég ekki.“ „Rennum dálítið blint í sjóinn hvað þetta varðar“ Í þokkabót segir hún Bandaríkja- menn sjálfa ekki endilega vita hvað skuli gera. „Þeir hafa einungis útfært reglu- verkið fyrir sitt ríki og þá hafa þeir aðeins krafið sinn sjávarútveg um að fara eftir þeim reglum. En hvernig þeir ætla að takmarka inn- flutning frá öðrum ríkjum, byggt á einhverju mati, hafa þeir ekki viljað gefa upp. Og þeir fást ekki til að svara því hvort það verður þá bundið við afla frá ákveðnum veið- arfærum eða hvort þeir munu meta sjávarútveginn sem eina heild,“ segir Brynhildur. „Við rennum því dálítið blint í sjóinn hvað þetta varðar. En mínir skandinavísku kollegar sem ég hef hitt á fundum nýlega vita alveg jafn lítið. Það eru allir eitt spurningar- merki. Satt að segja vitum við frek- ar mikið um þetta í samanburði við margar aðrar þjóðir, miðað við það sem ég hef séð.“ Óvissa vegna nýrra takmarkana Nýtt ákvæði í banda- rískri löggjöf, og vænt- anleg framkvæmd þess, veldur mönnum heila- brotum víða um heim. Ákvæðið gæti haft áhrif á netaveiðar hér á landi og jafnvel lokað á út- flutning fiskafurða til Bandaríkjanna. Fátt er um svör þegar eftir þeim er leitað. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Netaveiðar Handagangur í öskjunni þegar sjómenn greiða fiskinn úr netunum. Meðafli sjávarspendýra hér við land hefur reynst mestur í netaveiðum. Til Bandaríkjanna fóru um 8% af útflutnings- verðmæti útfluttra sjáv- arafurða á árinu 2016, en aukin ásókn hefur verið í markaðinn vest- anhafs undanfarin ár. Aðeins þrjú lönd eru ofar á lista yfir útflutn- ingsverðmæti, eða Bret- land, Frakkland og Spánn. Við þetta má bæta að Bandaríkin eru sem fyrr stærsti mark- aðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir, en 25% af heildarverðmæti þeirra voru flutt þangað, auk þess sem héðan fer hvergi meira af síld og kolmunna en til Bandaríkjanna. Mikilvægur markaður Fyrir aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í október lágu tólf tillögur jafnmargra svæðisfélaga, þar sem þau lýstu afstöðu sinni til veiða í þorskanet hjá krókaaflamarksbátum. Alls mæltu þrjú svæðisfélaganna fyrir því að slíkar veiðar yrðu heimilaðar, en níu voru því andvíg. Þeir sem andmæltu netaveiðunum vísuðu ekki síst til þessa nýja ákvæðis í regluverki Bandaríkjanna, enda geti tilkoma þess haft veruleg áhrif á netaveiðar hér á landi. Lauk umræðunum með samkomulagi um að fundurinn skyldi greiða atkvæði um tillögu, þar sem fullyrt var „að vegna erfiðleika sem steðja að útgerð krókaaflamarksbáta sé óhjákvæmilegt að auk línu og handfæra verði þeim heimilt að nota þorskanet við veiðar.“ Við fyrstu atkvæðagreiðslu dreifðust fjörutíu atkvæði jafnt á báða bóga, en við endurtekningu féll tillagan með tveggja atkvæða mun. Felldu tillögu um þorskanet á aðalfundi leggja mat á það hvort meðaflinn er bundinn við einhver svæði eða til- tekinn árstíma. „Við vitum þegar til að mynda að stærstur hluti þess meðafla sem Hafrannsóknastofnun áætlar veiðist í net. En það svar mun ekki duga gagnvart Bandaríkjamönnum. Við vitum að þeir munu krefja okkur um frekari upplýsingar.“ Hafa þurft að veikja línur Varðandi þær aðgerðir sem Bandaríkjamenn hafa sjálfir ráðist í bendir Brynhildur á að þeir hafi hrint af stað átaki sem varðar línu- veiðar við Havaí-eyjaklasann. „Þar lögðust þeir í umfangs- miklar veiðarfærarannsóknir og hönnuðu nýja gerð öngla, auk þess sem menn hafa í vissum tilvikum þurft að veikja línurnar þannig að þær slitni ef eitthvað fer í þær,“ segir Brynhildur og bætir við að aðeins sé um að ræða eitt dæmi af fjölmörgum vestanhafs. „Við erum með þessar takmark- anir í augsýn núna og það er ljóst að mjög umfangsmikil vinna er fram undan. En hvaða þýðingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.