Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 72

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 72
Fyrsta íslenska hjálpartækið er á leið á markað eftir áramót. Gerður Huld Arinbjarnar, sem á og rekur Blush.is, ákvað sjálf að hanna sitt eigið draumatæki. Hún framleiðir vöruna í Kína og segir hún framleiðsluna, leyfin og allt umstangið miklu meira en hún bjóst við. Mynd/úr einkasafni Fyrsta íslenska hjálpar- tæki ástarlífsins artæki ástarlífsins og ýmsar unaðsvörur, eins og segir á heima- síðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var stofnað 2011 og í fyrra opnaði hún einnig Blush-verslunina, sem er til húsa í Hamraborg. Gerður hefur nú ákveðið að hanna og framleiða fyrsta íslenska hjálpartæki ástarlífsins. Framleiðslan tæknilega flókin Eftir áramót mun Gerður kynna afurðina fyrir Íslendingum, en hún ákvað að hanna tækið sjálf og út- búa þannig sitt eigið draumatæki. „Ég fór til Kína í apríl á þessu ári og síðan höfum við unnið mark- visst í að framleiða fyrsta íslenska hjálpartæki ástarlífsins.“ Hún segir þetta mun flóknara en hún bjóst við. „Þetta er nátt- úrulega rafmagnstæki. Ég er ekk- ert bara að láta framleiða eða sauma einhvern bol. Ég er að láta framleiða rafmagnstæki, sem þýðir að maður þarf alls kyns vottanir og leyfi. Þannig að þetta varð miklu erfiðara en ég bjóst við,“ segir Gerður í þættinum Magasíninu á K100. Þrjú tæki saman í einu Og spurð um hugmyndaferlið, vöruþróunina og hönnunina segist hún hafa haft eigin hugmyndir að leiðarljósi. „Það er til nóg af öllum vörum. En það sem ég gerði var í raun að taka allar mínar uppá- haldsvörur og setja þær inn í eitt tæki.“ Þannig segist hún hafa þró- að sitt eigið uppáhaldstæki. „Það er ekkert ólíkt öðrum kyn- lífstækjum í útliti, það er engin ný tækni. Þetta er bara venjulegt egg.“ En það sem það hefur er að það hefur eiginleika þriggja ólíkra eggja og þannig segist Gerður hafa tekið það besta úr þremur tækjum, bæði í útliti, viðkomu og krafti enda skipti þetta allt miklu máli. Spurð út í það helsta í þróun hjálpartækja segir hún. „Allt núna er orðið wi-fi, blue- tooth og þráðlaus egg sem þú stjórnar úr símanum þínum. Við erum samt ekki að fara út í þann pakka. Það er orðið svolítið mikið. Hulda Bjarnadóttir hulda@mbl.is Kópavogsmærin Gerður Huld Arinbjarnardóttir er aðeins 28 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur átt og rekið nokkur fyr- irtæki. Um tíma rak hún sam- skiptasíðuna Sambandsmiðlun en í dag rekur hún hina vinsælu net- síðu Blush.is sem selur hjálp- En þróunin hefur farið frá því að fara úr klístruðu cyber-skinni yfir í það að vera þetta svokallaða „medical silicon“, sem er ofnæm- isprófað og mjúkt. Og er allt svona betra í viðkomu.“ Gerður segir rafmagnsfræðina í kringum vöruþróunina kapítula út af sig enda skipti titringurinn miklu máli. „Það er mismunandi hversu hratt mótorinn snýst á hverri sekúndu í raun og veru. Eðlilegt er kannski í kringum 1.700 rið en við erum að leita eftir tæki sem er að snúast í kringum 2.200-3.000. Þannig að þetta eru alls konar mælingar og maður þurfti að læra helling enda er ég ekki verkfræðimenntuð.“ Yoni verður alþjóðleg vara Hún segir vörumerkjavitund og vernd ekki síður mikilvæga í öllu ferlinu og það hafi komið hvað mest á óvart hversu þungt í vöfum það hafi verið. „Við erum ekki bara að fara að kaupa tæki á AliExpress og setja í íslenskar pakkningar. Þannig að við þurftum að láta framleiða okk- ar eigið mót og finna verksmiðjur sem voru tilbúnar að búa til mótin. Það má enginn annar nota mitt mót, af því að ég ætla ekki að lenda í því að varan mín verði svo komin á AliExpress í fjöldafram- leiðslu frá öðrum.“ Vottanir og samskipti við Kín- verjana segir Gerður kapítula út af fyrir sig. „Til dæmis að láta CE- merkja. Ég þurfti að finna verk- fræðing í Kína til að fara í gegnum CE-vottanir.“ Hún segir sam- skiptin ekki síður hafa verið áskor- un. „Ég að tala ensku og þeir að reyna að tala ensku, google- translate-kínversku við mig!“ Það er komið nafn á draumatæki Gerðar, en það segir hún hafa ráð- ist af því að hún ætli sér með vör- una á erlendan markað. „Ég valdi nafnið Yoni. Og Yoni er fornt orð yfir kvenkyns kyn- færi,“ segir Gerður og bætir við. „Þetta er fallegt gamalt orð og það er ekkert kynlífstæki á mark- aðnum með þessu nafni.“ Frumkvöðull Gerður Arinbjarnardóttir hefur hannað og framleitt nýja íslenska unaðsvöru. Í viðtali Gerður í Magasíninu á K100. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Pantaðu tímanlega fyrir jólin Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind Modus Hár - Glerártorg Tímapantanir í síma 527 2829 | harvorur.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.