Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 80

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 80
MIÐBORGIN80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 TOPPLYKLASETT BORVÉL M12 VERKFÆRASKÁPUR 3/8” 12stk BPD-202c 2x2Ah 7 skúffu Toppar: 10, 12, 13, 14, 15, 17, 18 og 19mm. Nett borvél, tveggja hraða með höggi. Sterkur verkfæraskápur með góðum brautum. MW 48229001 MW 4933441940 TJ TBR3007B-X 7.900 kr. 25.900 kr. 39.900 kr. Verkfærasalan Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilinn er réttur til breytinga. Tilboð gildir til 30.nóv - 24.des 2017. Morgunblaðið/Árni Sæberg Arfurinn Íslenska tónlistin er greinilega eitthvað sem margir ferðamenn vilja bæta í safnið. Þegar geisladiskurinn hélt innreið sína á tónlistarmarkaðinn á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar töldu nærfellt allir daga vínylplöt- unnar talda. Þegar stafræna bylt- ingin braust út um aldamótin síðustu vildu flestir meina að geisladiskurinn væri alveg jafn bráðfeigur. Fréttir af andláti þessara formföstu tónlistar- miðla eru þó stórlega ýktar, ef marka má Kristján Kristjánsson sem stend- ur vaktina í plötubúðinni Smekkleysu við Laugaveginn. Og Kristján er með þeim marktækari í bransanum, segja mér kunnugir menn. Aldrei misst trúna á tónlistina „Á þessum stað erum við búin að vera í ein átta ár og svo vorum við á smá hreyfingu hér í grenndinni þar á undan,“ segir Kristján þegar ég spyr hann um aldur verslunarinnar. „Svo í nærumhverfinu hérna eru þetta ein 12-15 ár sem við höfum verið starf- andi í miðbænum.“ Þegar talið berst að því hvort hann hafi einhvern tíma verið við það að gefast upp á versl- unarrekstri með tónlist – í kjölfar þess að fólk tók að deila stafrænum tónlistarskrám og fyrir bragðið borga síður fyrir tónlist – svarar hann því til að hann hafi aldrei misst trúna á mús- íkina. „Þetta er búið að ganga í gegn- um alls konar dýfur, upp og niður gegnum árin, og ég er búinn að vera í þessu í þrjátíu ár, og það er því ekk- ert nýtt fyrir mér í þessum efnum. En það komu alveg tímar þar sem maður hélt að þetta væri kannski að verða of rólegt í sölunni til að standa undir sér. Einhvern veginn helst þetta nú samt alltaf í gangi því það er alltaf til fólk sem vill kaupa músík og við getum með sanni sagt að vín- ylbyltingin upp á síðkastið hafi hjálp- að mikið til, og þá litlu búðunum sér- staklega. Útgáfan á tónlist er líka alltaf mjög mikil.“ Vínyll og geisladiskar í bland Við Kristján gleymum okkur um stund í nördalegu spjalli um endur- komu vínylplötunnar og þann skrið- þunga sem er í útgáfu á tónlist á vínyl um þessar mundir. „Fyrir tíu til fimmtán árum kom engum til hugar að platan ætti endilega afturkvæmt og margir losuðu sig við plötusafnið sitt – og dauðsjá eftir því núna,“ bæt- ir hann við og kímir.“ Engu að síður er það svo að ennþá selst meira í Smekkleysu af geisladiskum en hljómplötum og ástæðuna telur Kristján vera þá að búðin er ein fárra sem ennþá leggja áherslu á að bjóða gott úrval geisladiska. „Við erum enn með býsna gott úrval diska og erum að flytja inn eldri útgáfur í tals- verðum mæli. Við erum semsé ennþá að sinna cd-fólkinu og diskasalan er þar af leiðandi meiri hjá okkur en vín- ylsalan. Ætli plöturnar séu ekki 35- 40% af heildarsölunni, ég gæti trúað því. Engu að síður hefur vínylsalan hjálpað öllu því hún hefur aftur sett fókusinn á plötuna sem heild. Á vín- ylplötu mynda lögin heild, á a-hlið og b-hlið, í stað þess að vera stök lög á spilunarlista í engri sérstakri röð.“ Vandaðri plötur nú til dags Það rifjast upp fyrir okkur að þeg- ar geisladiskurinn var að verða ráð- andi miðill á markaðnum, á árunum kringum 1990, voru diskarnir alla jafna dýrari en vínylplötur. Nú hefur dæmið snúist við og hljómplatan er talsvert dýrari en sambærilegur geisladiskur. Það finnst Kristjáni í alla staði eðlilegt enda er platan efn- ismeiri gripur í alla staði. „Vínyl- plötur eru almennt dýrari en eitt er við plöturnar miðað við hvernig áður var, og það er að platan er orðin miklu vandaðri framleiðsla í dag. Plöturnar eru þykkari, músíkin er sér-masteruð fyrir vínylinn, en í gamla daga var þetta allt dálítið mikil fjöldaframleiðsla og gæðin öll minni enda oft mikil handvömm við fram- leiðsluna á mörgum titlum hér áður. Nú er þetta allt sérhæfðara og plöt- urnar miklu betri vara en var hér áð- ur fyrr. Þess vegna er hún skiljanlega aðeins dýrari.“ Túristar í leit að íslensku efni Það kemur upp úr dúrnum að margir erlendir ferðamenn sækja Smekkleysu heim í leit að góðum tón- um og þá fyrst og fremst innlendu efni. Íslendingurinn sem kemur í búð- ina er ekki alveg jafn fyrirsjáanlegur, bendir Kristján á. „Heimamenn koma í leit að gömlum uppáhalds- plötum sem og einhverju nýju,“ út- skýrir hann. „Við reynum að bjóða upp á alla breiddina hvað gamalt og nýtt varðar.“ Við stöldrum við og virðum fyrir okkur uppsetningu á einum vegg búðarinnar þar sem vín- ylplötur með ýmsum þekktum flytj- endum þekja vegginn. Þar getur að líta safnplötu með Bláskjá gamla, Frank Sinatra, hina geysivinsælu Rumours með Fleetwood Mac, síð- ustu skífuna með Ásgeiri Trausta, nýjustu plötu hljómsveitarinnar Goldfrapp og sólóplötu Robert Plant, söngvara Led Zeppelin. Talsvert er um þungarokk enda segir Kristján mikið líf í þungarokkinu akkúrat núna. Hann er sýnilega við öllu búinn. Þó vel gangi að selja músík þá hef- ur neyslumynstrið breyst nokkuð, að sögn Kristjáns. „Fjöldasala sem var, á plötu Ásgeirs Trausta til að mynda, þar sem plata seldist í 30.000 eintök- um, eða Mugison sem seldist í 25.000, það er eiginlega úr sögunni. Það er engin plata að seljast núorðið nema kannski í nokkrum þúsundum ein- taka.“ Margar plötubúðir í miðbænum Kristján tekur sérstaklega fram í kjölfarið að sér þyki það satt að segja aðdáunarvert hvað íslenska tónlist- arsenan er aktíf. Tónlistarlífið líti ágætlega út. „Bara hér í miðbænum eru fimm plötubúðir starfandi, sem segir sitt um stöðuna,“ og telur hann í fram- haldinu upp 12 tóna, Reykjavík Re- cord Store, Geisladiskabúð Valda, Lucky Records, að ógleymdri Smekkleysu. „Allar búðirnar virðast hafa grund- völl til starfsemi og hver þeirra hefur sinn sérstaka stíl. Við búum því alveg ágætlega hvað þetta varðar.“ jonagnar@mbl.is Alltaf til fólk sem kaupir músík Uppgötvun Gaman er að grúska í rekkunum og meira gefandi en Spotify. Framboð Kristján segir fimm plötubúðir starfandi í miðbænum í dag. Ferðamenn sem koma í plötubúðina eru oft að leita að íslenskri tónlist, en heimamenn vilja finna eitt- hvað nýtt, ellegar gamalt og gott. Enn seljast geisladiskarnir vel, þrátt fyrir streymið, en tæpur helmingur af sölunni hjá Smekkleysu við Laugaveg eru vínylplötur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.