Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 82
82 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Á móti mér kom þessi glaðlega kona með opinn faðminn, þétt handtak og brosið sem náði yfir allt andlitið. Dillandi hláturinn fylgdi í kjölfarið enda var tilefnið gleðilegt þar sem Sigríður Munda systir mín var að vígjast sem prestur í Ólafsfjarð- arprestakall. Í prestvígslunni í Dómkirkjunni hittumst við Júl- íanna í fyrsta sinn, en hún var gjaldkeri sóknarnefndar Ólafs- fjarðarprestakalls. Þessi fyrstu kynni af Júlíönnu voru upphafið að dýrmætri samfylgd sem ein- kenndist af hlýju og trausti. Júlíanna og Óskar maður henn- ar reyndust okkur fjölskyldunni einstaklega vel og það var stórfjöl- skyldu Mundu ákaflega dýrmætt að vita af vináttu þeirra og trygg- lyndi, þar sem enginn nákominn ættingi var í nágrenninu. Heimili þeirra var ávallt opið og þau alltaf tilbúin að veita aðstoð og bjarga málum. Júlíanna var góðhjörtuð og gjafmild. Hún gaukaði alls kyns gjöfum að stelpunum mínum og sussaði svo og harðbannaði að það yrði rætt meira. Það gladdi hana að gefa þeim gott að borða og hún gerði heimsins bestu fiskibollur að þeirra mati. Júlíanna hafði gaman af fólki og skipti þá aldurinn engu máli. Hún gaf sig á tal við stelp- urnar, ræddi við þær um allt sem þær höfðu hug á og hafði jafnan húmorinn með í spjallinu enda var hún mikill húmoristi, hafði gaman af léttum sögum og undirstrikaði það með sínum smitandi hlátri. Það var því oft líf og fjör þar sem Júlíanna var. Lífið og fjörið birtist líka í vinnusemi Júlíönnu, sem Júlíanna Ingvadóttir ✝ JúlíannaIngvadóttir fæddist 11. janúar 1949. Hún lést 21. nóvember 2017. Útför Júlíönnu fór fram 1. desem- ber 2017. kunni ekki iðjuleysi og of mikla afslöpp- un. Hún var algjör dugnaðarforkur og einstaklega greið- vikin. Það var mikil gæfa að kynnast Júlíönnu enda ekk- ert dýrmætara en gott fólk og samvist- ir við það. Um leið og ég og fjölskylda mín sendum Óskari og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur þökk- um við glöðu og góðu Júlíönnu okkar fyrir ánægjulega samfylgd. Jóney Jónsdóttir. Kær vinkona og samstarfskona í meira en 20 ár er mjög skyndi- lega fallin frá eftir stutta og snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Júlíanna, sem alltaf var svo sterk og vatt sér í alla hluti af miklum krafti, er farin í Sumar- landið eftir tveggja mánaða bar- áttu. En það er svo sem líkt henni, sem alltaf var að drífa sig. Ég hóf störf í Sparisjóði Ólafs- fjarðar 1991, og þá var hún búin að vinna þar í mörg ár. Suma daga reyndist mér þetta ekki auðvelt starf en alltaf gat hún séð eitthvað gott við það og hvatti mig til dáða endalaust. Fyrstu jólin mín í Sparisjóðnum sendi hún mér jóla- kort sem hún hafði saumað út í og skrifaði með sinni fallegu rithönd hvetjandi orð til mín. Þetta kort mun ég ætíð geyma. Undanfarna daga hef ég hugs- að mikið um árin okkar saman í vinnu. Hún hafði skoðanir á flestu og margar hefðir. T.d setti hún út- varpið alltaf á rás 1 á föstudags- morgnum, og við skyldum hlusta á óskastundina hvort sem okkur lík- aði betur eða ver. Eitt sinn þegar nýr sparisjóðs- stjóri hafði hafið störf hjá okkur kom hann hlaupandi niður og skildi ekkert í hvað gekk á þegar „Hærra minn Guð til þín“ hljóm- aði um allan bankann. Við gátum stundum alveg gengið fram af henni með einhverjum bröndur- um og svo pirruðu hana alveg rosalega bandýmótin sem við tók- um þátt í, en hún var samt alltaf með í að sauma búninga og spila smá og gaf ekkert eftir. Við unnum líka saman að slysa- varnarmálum, en hún hafði verið ritari í slysavarnadeild kvenna í mörg ár og varð svo seinna for- maður. Síðar var ég beðin um að taka að mér formennsku í þessu félagi og spurði þá Júlíönnu hvort hún vildi hjálpa mér ef ég gerði það, hún hélt það nú og mikið var gott að leita til hennar og fá álit ef þurfti. Síðustu ár höfum við sung- ið saman í kirkjukórnum og okkar síðasta samvera var einmitt í kirkjunni á Grenivík, en þar söng kórinn okkar við messu. Elsku vinkona. hafðu þökk fyrir allt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Ég votta Óskari, strákunum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Jónína Kristjánsdóttir. Það var árið 1997 að ég flutti til Ólafsfjarðar til starfa í Sparisjóði Ólafsfjarðar og þar hitti ég Júl- íönnu í fyrsta skipti. Ég átti eftir að vinna með henni næstu átta ár- in og var það mín gæfa. Júlíanna var strax mikill stuðn- ingur við mig í mínu nýja starfi og gat ég alltaf leitað til hennar, sama hvað var. Hún þekkti náttúrlega allt og alla í Ólafsfirði enda mikill Ólafsfirðingur sjálf og mjög stolt af sínu sveitarfélagi. Ef ég bað hana um að fara í verkefni þá var ég varla búinn að sleppa orðinu þegar Júlíanna var komin á fullt í verkefnið og fljót að leysa það sem henni var falið að leysa. Eftir að ég flutti frá Ólafsfirði og hitti brottflutta Ólafsfirðinga þá barst sparisjóðurinn yfirleitt fljótt í tal. Það sögðu allir að þeir hefðu enga ástæðu til að flytja bankaviðskipti sín frá Ólafsfirði því þeir hringdu bara í Júlíönnu og hún leysti úr þeirra málum. Við Júlíanna vorum ekki sam- mála í pólitíkinni, hún til vinstri og ég til hægri. Við höfðum bæði gaman af að ræða um pólitíkina og það var Júlíönnu mjög mikilvægt að allir landsmenn væru jafnir og þoldi hún ekki ójöfnuð. Margir kaffitímarnir fóru í þessar skemmtilegu umræður og var hún mjög rökföst en sanngjörn. Ég eignaðist ekki bara góðan samstarfsfélaga heldur góðan og traustan vin. Júlíanna sýndi mér og minni fjölskyldu mikinn áhuga og var umhugað um að okkur liði vel á nýjum stað. Ógleymanleg eru þau skipti sem Júlíanna og Óskar buðu mér í saltað hrossa- kjöt sem ég var búinn að koma að að mér þætti mjög gott. Í þau skipti fór ég með Júlíönnu í hádeg- ismat í stað þess að fara heim. Einnig er mér minnisstætt hvað Júlíanna var þolinmóð við mig þegar við stigum dans saman á dansleikjum. Þá tók hún stjórnina þar sem hún sá að ekki voru dans- hæfileikarnir mínir miklir. Við svifum um gólfið og lét hún mig líta þannig út á gólfinu eins ég hefði hæfileika. Ekki datt mér í hug þegar ég kíkti í heimsókn til Júlíönnu og Óskars núna í sumar að það yrði í síðasta skipti sem ég hitti vinkonu mína enda var hún hress og kát. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og er fráfall Júlíönnu eitt þessara skipta sem manni finnst lífið ekki sanngjarnt. Ég mun sakna Júl- íönnu um leið og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Ég er viss um að núna eru þær vinkonurnar, Júlíanna og Inga, svífandi um á dansgólfi á góðum stað. Í sparisjóðnum á sínum tíma var kveikt á Rás 1 á föstudags- morgnum og réð Júlíanna því. Þar var oft sunginn sálmur sem ég hef og mun hugsa til Júlíönnu þegar ég heyri hann sunginn. Votta ég Óskari, sonum og öðr- um ættingjum mínar dýpstu sam- úð. Missir ykkar er mikill en minning um góða og yndislega konu lifir. Magnús D. Brandsson. Böggi með gítar- inn. Þannig á ég allt- af eftir að muna eftir honum, annað hvort að æfa sig, pikka upp lög sem hann var ótrúlega fljótur að gera eða að spila undir fjöldasöng í partíum. Þó gítarinn virtist vera eðlileg framlenging af honum þá átti hann ekki einu sinni gítar þeg- ar ég kynntist honum og þegar hann spilaði í hljómsveitinni Blá- klukkum í söngleiknum Ósjálfráð- ir fjörkippir með Leikfélagi Ís- lendinga í Kaupmannahöfn þurftum við að fá lánaðan gítar fyrir hann. Hann var kallaður Unglingur- inn því hann var nokkru yngri en við hin en hann gaf okkur ekkert eftir, fantagóður rytmagítarleik- ari, skemmtilegur og frumlegur raddari, samdi prýðisgóð lög og hafði óbrigðult tóneyra og þegar ég spilaði á saxófón með Kamar- orghestunum fór ég aldrei á svið án þess að bera stillinguna undir Bögga. Ég kynntist Björgúlfi Egilssyni þegar ég flutti til Kaupmanna- hafnar árið 1977 og samstarf okk- ar á tónlistarsviðinu hófst fljótlega Björgúlfur Egilsson ✝ Björgúlfur Eg-ilsson fæddist 28. mars 1957. Hann lést 20. nóvember 2017. Hann var jarð- sunginn 1. desem- ber 2017. eftir það, í Bláklukk- um, Sódóódóunum og Kamarorghest- unum. Ári síðar fórum við heim til Íslands yfir jól og áramót og þegar við vorum búnir að boltast um bæinn í einhverju bölvuðu rugli um hríð ákváðum við að við nenntum þessu ekki lengur, þó skemmtilegri drykkjufélagi en Böggi væri vand- fundinn, en hristum saman söng- leikinn Skeifu Ingibjargar ásamt fleira góðu fólki og sýndum í Fé- lagsstofnun stúdenta. Böggi var alltaf til í einhverja skemmtilega vitleysu og þegar við komum aftur heim til Hafnar varð Kaupmanna- hafnarútgáfa Kamarorghestanna til og Böggi færði sig yfir á bass- ann. Böggi bjó hjá mér um hríð á Hessensgötunni í kulda og blank- heitum og þar varð til bóhema- tríóið Þrír á dýnu en þar var Einar Vilberg þriðji maðurinn. Ég hætti í Kamarorghestunum 1980 en þó leiðir hafi skilið á tón- listarsviðinu hélst vinátta okkar alla tíð og reyndar áttum við eftir að spila síðar saman í hljómsveit- inni Freistingu Gillettes auk þess sem þau Lísa settu upp Skeifuna með leikfélaginu Peðinu. Ég á eftir að sakna Bögga þó samskipti okkar hafi ekki verið mikil hin síðustu ár og ég votta Lísu og fjölskyldu hans mína inni- legustu samúð. En ég sé hann fyr- ir mér í einhverju skemmtilegu partíi á astralplaninu með bros á vör. Með gítarinn. Benóný Ægisson. Manstu: Það var ausandi rign- ing, mið nótt við hraðbrautar- slaufuna inn við Lund í Svíþjóð. Við vorum á leið til Gautaborgar að tékka á vinkonum okkar og mögulega leita að vinnu. Þú vildir leggja af stað gangandi eftir hrað- brautinni, ég vildi bíða á slaufunni eftir fari. Við rifumst hástöfum, svo grimmt að við töluðumst ekki við í tvo tíma. Í rigningunni og nóttinni. Stóðum bara þarna gegnblautir og pössuðum vand- lega að glotta ekki framaní hvorn annan. En við héngum á slaufunni og fengum að endingu far norður- úr. Manstu: Ég var að koma vestan af Framnesvegi, þú varst að koma neðan úr bæ með Hóa á leið til að hitta mann í kjallara á Túngöt- unni. Við mættumst fyrir framan Landakotsspítalann, þú í býflug- unni, röndóttri prjónapeysu í öll- um regnbogans litum. Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrún- arskáld, Frank og Jói, Moran og Ballantine, Batman og Robin, Blu- esbræður, Holmes og dr. Watson, Lennon og McCartney, Mick og Keith, Beavis og Butthead. Manstu: Sagan um ljóðið, mað- ur ríðandi á hesti. Fyrir ofan hann er smáfugl á flótta undan fálka. Fuglinn leitar skjóls undir kvið hestsins og hesturinn treður hann til dauða. Andvarpið sem leið frá brjósti mannsins var hið fyrsta ljóð. Manstu: Promised land, þetta undurfallega lag sem þú spilaðir og söngst af ótrúlegri innlifun, minning úr bílferð með fjölskyld- unni vestur á Patreksfjörð. Hvað leynist bak við fjöllin, taktu mig með þér, fljúgum til fyrirheitna landsins, kannski ertu kominn þangað núna og kannski hittumst við þar þegar yfir lýkur. Manstu: Allar sögurnar sem ég á eftir að rukka þig um, allt sem þú átt eftir að semja og spila, og öll tónlistin sem hverfur með þér út í buskann. Manstu: Tilvistarstefnuleysið í Mjóstrætinu, Fram og aftur blind- götuna, brennivín í kranavatni, lifrarpylsu, gráðost og marineraða síld. Við ritskoðuðum veggmál- verkin vegna myrkfælni. Manstu: Stikuð stræti Reykja- víkur, þú svo stórstígur að ég þurfti að hlaupa til að halda í við þig. Biðröð við Tjarnarbúð. Manstu: Hjólatúrar út í Stínu, við stoppuðum á hverjum gatna- mótum og kváðumst á, köstuðum fram fyrriparti og botnuðum á næstu ljósum. Manstu: Lesendabréfið til að kvarta undan lélegum kínversk- um eldspýtum en var aldrei sent: Af hverju get ég ekki fengið eld- spýtur eins og litla stúlkan með eldspýturnar var með? Þarna fæddist ný bókmenntastefna; þvaðrismi, rubbishism á erlend- um. Manstu: Vetrarvertíð á Breiða- firði, við netaborðið í brjáluðu veðri gegnt Sverri Ibrahim með bút úr sönglagi á heilanum: Þjónn- inn hann segir mér sögur að norð- an, um sjóreknu hræin sem drýgðu forðann. Einn hann var mári en þau mátt’ekki borð’ann því múhameðstrúar var fólið. Manstu: Flóttinn úr Hólmin- um, í tómri rútu uppi í Kerling- arskarði í kolvitlausu veðri að rifja upp allt sem við kunnum eftir Bólu-Hjálmar. Hvað ætli rútubíl- stjórinn hafi haldið? Manstu: Porterinn á Andy’s Bar á Gothersgade með djúkbox- inu sem geymdi lögin með Ellu og Louis; Dream a Little Dream of Me aftur og aftur. Manstu: Fyrsta apríl ár hvert. Héðan af kemur aldrei aftur fyrsti apríl. Björgvin. Bögga sá ég fyrst í hinu maka- lausa verki Skeifu Ingibjargar eft- ir Benóný Ægisson, sem flutt var fyrir margt löngu í Félagsstofnun stúdenta. Dásamlega rokkuðu pönkaraverki sem fær mig enn til að hlæja. Þar átti Böggi upphafs- lagið. Hann þekkti ég ekki baun í bala. Næst sá ég mynd af mjög leddaralegu og kúlu pari sem komið var til Íslands, frá drottn- ingarinnar Köben, Bögga og Lísu. Þau ætluðu að túra landið, rokk- andi og rólandi. Síðan voru það ætíð Böggi & Lísa og Lísa & Böggi – þannig kynntist ég þeim. Böggi – djúpþenkjandi á köfl- um, ærslafullur á milli, hafsjór af fróðleik – á við þokkalega góðan leksíkon. Félagi á barnum og utan barsins. Böggi & Lísa og Lísa & Böggi – ég minnist góðs félaga. Birna Þórðardóttir. Björgólfur vinur minn er dáinn. Alveg síðan ég fékk þessa frétt hefur heimurinn verið einhvern veginn öðruvísi. Böggi er dáinn. Það er erfitt að skilja lífið. Erfitt að skilja tilveruna, en svona er hún, „og enginn fær gert við því“. Við kynntumst fyrir allnokkr- um árum, en þó svo undrafáum. Ég segi undrafáum, því árum saman reikuðum við stefnulitlir á svipuðum slóðum. Um leið og fundum okkar bar saman fann ég strax fyrir sterkri tengingu. Kannski er til eitthvað sem róm- antíkerar kalla vináttu við fyrstu sýn. Ég veit það ekki, en ég hef ekki oft orðið fyrir þessari reynslu. Reyndar held ég að „sök- in“ hafi verið Bögga. Hann átti svo stóran faðm og sá var alltaf opinn. Saman eyddum við mörgum og stundum löngum stundum. Til að vinátta endist þurfa menn að eiga eitthvað sameigin- legt og það áttum við. Þar bar áreiðanlega hæst vínhneigð, sem lítt tengdist hófsemi, og einhverja óútskýrða hryggð. „Hryggð yfir einhverri erindisleysu á óskiljan- legri jörð.“ Baráttuna gegn þess- um vágestum háðum við stundum saman, en oftar en ekki snerist hún upp í skefjalausan flótta. Flótta sem þó gat orðið ansi skemmtilegur. Það verður að ját- ast. Böggi minn, ég veit að líf okkar er ekki bara fjötur í kjötstykki. Ég veit það auðvitað ekki en ég trúi því og þar sem þekkinguna þrýtur tekur trúin við. Ég veit ekki hvar þú ert núna, og þó. Ég veit að þú lifir innra með mér, innra með fjöl- skyldu þinni og ástvinum. Ég veit líka, af því ég trúi, að þú lifir ein- hvers staðar annars staðar. Ég veit ekki hvar eða hvernig en ég veit að sé endurgjaldið í hlutfalli við framlagið er það gott líf. Ég bið almættið að vernda og styðja Lísu, börnin ykkar þrjú og barnabarnið. Hafsteinn Einarsson. Jón var af höfð- ingjaættum. Hann var sonur Þor- steins Jónssonar, kaupfélagsstjóra héraðsbúa á Reyðarfirði, og því bróðursonur þeirra Egilsstaðabræðra Pét- urs og Sveins. Þorsteinn var því nær einvaldur á verslunar- svæði sínu og þorðu fáir að ganga í hjónaband nema að hafa fyrst leitað ráða hjá Þor- steini og hlotið samþykki hans fyrir ráðahagnum. Jón Þor- steinsson var líka mikill verk- stjóri og umsýslumaður. Hann var strangur og kröfuharður yfirlæknir og sást ekki alltaf fyrir. Hann var nefndur Jón fóstri, því að hann tók að sér uppeldi stúdenta og unglækna í góðum siðum og réttum fræð- um. Fyrstur til að gefa Jóni við- urnefnið var Guðjón Jóhannes- son geðlæknir, aðstoðarlæknir Jóns. Guðjón var gáfaður og heimspekingur í lund og því dá- lítið annars hugar en auk þess heyrnarlaus á öðru eyra. Jóni fannst ekki einleikið, hve ótryggt var, að Guðjón fram- kvæmdi fyrirmæli sín, en skýr- ingin var sú, að helmingur fyr- irmælanna lenti á daufa eyranu. Þótt Jón færi einstöku sinn- um offari í kappseminni, var hann líka húmanisti, sérfræð- ingur um Íslendingasögur og Sturlungu og hestamaður góð- ur. Minnisstæð er för í Skaga- fjörð undir forystu Magnúsar Péturssonar, forstjóra Land- spítala. Í kirkjunni á Flugumýri var Jón spurður um tilurð þess ör- nefnis. Jón svaraði undirbún- ingslaust með löngum orðrétt- Jón Þorsteinsson ✝ Jón Þor-steinsson fæddist 31. júlí 1924. Hann lést 15. nóvember 2017. Útför Jóns fór fram 23. nóvember 2017. um kafla úr Landnámu: „Þórir dúfunef var leys- ingi Yxna-Þóris; hann kom skipi sínu í Göngu- skarðsárós …“ o.s.frv. Jón hóf gigt- lækningar til virð- ingar á Landspítal- anum og var úthlutað heilum sjúkragangi 3-D, síðar 13-D, þar sem hann réð lögum og lof- um, þótt nýrnalækningar hefðu þar einnig innhlaup. Jóni var auðvitað ljóst, að vandamál gigtsjúkra yrðu ekki öll leyst á spítala. Hann stofnaði göngudeild gigtsjúkdóma og gekkst fyrir stofnun Gigtarfélags Íslands og Gigtsjúkdómafélags íslenskra lækna. Hann náði ágætum ár- angri í vísindastörfum og var frábær kennari á klíníska vísu. Lyflækningadeild Landspít- ala er og var á sokkabands- árum Jóns höfuðmiðstöð vís- inda og fræða í hérlendri læknisfræði. Jón Þorsteinsson var þar meðal helstu frum- kvöðla. Skemmtileg voru velviljuð skoðanaskipti hans og Þóris Helgasonar yfirlæknis á 8. ára- tugnum. Jón taldi að sjálfsagt væri að framkvæma ítarlegar skoðanir á sjúklingum sínum til að öðlast sem heillegasta mynd af kvill- um þeirra. Þórir taldi hins veg- ar, að einungis væri réttlæt- anlegt að gera þær rannsóknir, sem gætu haft áhrif á val með- ferðarúrræða. Hvorugur fór með óskoraðan sigur af hólmi. Jón Þorsteinsson var óvíl- gjarn og engin mélkisa, en hann var drengur góður, hlýr og raungóður svo að af bar. Fáa menn munaði meira um, þar sem hann gekk í flokk. Þótt allir menn eigi á endanum skapadag skoraðan, er hans nú sárt saknað. Þórður Harðarson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.