Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 87

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 87
trúi þessu ekki.“ Það þurfti lítið til að gleðja hana. Ég fór oft til hennar og í hvert skipti vildi hún vita hvað væri að frétta í kvenna- málum hjá mér. Ég sagði henni allt um það og hún fékk að lifa í gegnum mig. Síðan tók ég gít- arinn og spilaði fyrir hana öll lög sem ég kann og söng fyrir hana. Hún söng með og raddaði alltaf fullkomlega. Ég hef aldrei hitt manneskju með jafn gott tón- eyra. Við vorum bestu vinir og ég hlakka til að spila með henni golf á himnum. Ég sakna þín, elsku amma mín, og elska þig inn í bein. SALT! Við hrópum! Guðjón Ragnarsson. Margrét Árnadóttir, amma mín, er nú fallin frá á nítugasta aldursári. Amma var ávallt mjög ung í anda, einstaklega jákvæð og með yndislega nærveru. Henni þótti sérstaklega gaman að vera með unga fólkinu því þá var svo mikið fjör. Amma elskaði að spila á gítar og syngja og fór létt með að halda fjörinu uppi. Þegar ég var lítil gisti ég oft hjá henni með Möggu og Röggu, frænkum mínum. Þá var amma vön að tjalda öllu til og leyfði okkur að ganga í fötin hennar og skartið, sem var mikið ævintýri. Amma hafði mikið dálæti á Hawaii og hún átti nokkur strá- pils og blómakransa sem ég man eftir að við notuðum óspart. Hún var ekki lengi að setja á sig steppskóna og taka nokkur spor, okkur til mikillar gleði. Amma var harðdugleg og allt- af skapandi, enda fatahönnuður af lífi og sál. Það var sko ekki leiðinlegt að eiga svona flotta ömmu sem leyfði manni að fylgja sér á milli verksmiðja og búða þar sem hún hoppaði inn og út með vörurnar. Amma brýndi fyr- ir okkur að það gerðist ekkert af sjálfu sér og þetta væri bara spurning um að nenna. Amma var mjög ástríðufull þegar kom að því að fylgjast með íþróttum. Hún fylgdist með golf- keppnum og fótboltaleikjum og átti það til að hrópa og láta öllum illum látum þegar að spennan stóð sem hæst. Oft varð hún mjög hissa ef ég var ekki með puttann á púlsinum varðandi stöðu leikja eða leikmanna. Hún fylgdist vel með fréttum og allri þjóðfélagsumræðu og lá ekki á skoðunum sínum. Skemmtilegt fannst henni einnig að fylgjast með tísku og fræga fólkinu. Amma mín var ótrúlega glað- sinna og áhugasöm um það sem var að gerast í lífi barnabarna sinna. Eitt mjög eftirminnilegt atvik var þegar útskriftarhópur- inn minn úr FG var að dimmitera árið 2004. Þá gerði amma sér lítið fyrir og mætti á staðinn til að taka þátt í gleðinni og sló eft- irminnilega í gegn hjá hópnum. Amma var mjög stolt af af- komendum sínum og nefndi oft að ef hún væri ekki til værum við ekki til. Hún var alltaf svo barn- góð og mínir krakkar, Saga Björk og Oddur Logi, dýrkuðu hana. Þau töluðu oft um hana og hlökkuðu alltaf til að koma í heimsókn til hennar í Kópavog- inn, þar sem hún tók gjarnan á móti öllum með dýrindis heitu súkkulaði og vöfflum. Það eru forréttindi fyrir okkur að hafa átt svona ömmu og lang- ömmu. Hún var frábær fyrir- mynd og mun halda áfram að lifa með okkur í anda og við munum halda í jákvæðni hennar og hefð- ir eftir bestu getu. Blessuð sé minning Margrétar Árnadóttur. Edda Björk Pétursdóttir. Amma Magga var stórkostleg kona. Betri manneskju hef ég ekki kynnst og húmorinn sem hún hafði var með ólíkindum. Hún setti bastkörfu eða ávaxta- skál á hausinn á sér og þóttist ekki taka eftir henni. Þegar ég var lítil leyfði hún mér að máta föt, setja á mig skartgripina hennar og vefja um mig slæðum. Það voru hirslur fullar af allskon- ar fjársjóði og ég man hvað okk- ur barnabörnunum þótti gaman að leika okkur í alls konar hlut- verkaleikjum. Ég vildi stundum vera prinsessa eða hefðarfrú og einu sinni heimilislaus kona með kryppu. Þá tróð amma púða innan á mig og ég fór fram á gang í blokkinni til að leita að áhorfend- um. Við gátum hlegið endalaust saman og það var alltaf gaman hjá okkur. Amma Magga var ullardrottn- ing. Hún hafði gott auga fyrir sniðugum hlutum og bjó til alls- konar sjöl, peysur og slæður. Við unnum í nokkur ár saman í M- Design og það var skemmtilegt. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á hönnun og við eyddum miklum tíma í að gera prufur og skella svo í framleiðslu því sem okkur fannst smellið, eins og amma orð- aði það. Við vorum bestu vinkonur og þegar ég hugsa til baka, þá er fátt sem ég hef gert í lífinu án þess að hún væri viðstödd. Alltaf þegar mér hefur gengið vel hef ég haft hana á línunni. Þegar ég gekk inn á Ólympíuleikvanginn í Aþenu 2004 var keppendum bannað að vera í símanum. Ég braut þessa reglu og sá ekki eftir því. Ég þurfti að hringja í ömmu mína. Amma sat heima og horfði og grét þegar hún sagðist sjá mig í sjónvarpinu. Hún trúði því ekki að ég væri í símanum fyrir fram- an alheiminn að tala við hana. Hún var mikil stjörnusleikja að eigin sögn. Þegar ég sagði henni að ég ætlaði að verða leik- kona þá varð hún feimin við mig. „Ég ætla að sjá þig í bíó,“ sagði hún og kallaði mig „Big Star“. Hún sagðist varla trúa því að það væri alheimsleikkona í fjölskyld- unni. Það var varla hægt að segja henni að ég væri nú bara rétt að byrja í þessari starfsgrein. Nei, alheimsleikkona var ég orðin í hennar augum þrátt fyrir að vera nýskriðin út úr leiklistarnámi. Þegar ég svo byrjaði að vinna eitthvað af viti þá vildi amma allt- af fá fréttir af því hvaða stór- stjörnum ég væri nú að vinna með. Henni þótti það stórmerki- legt. Mér fannst ótrúlega gaman að gera ömmu stolta af mér og það mun reynast erfitt að geta ekki hringt í hana þegar hlutir gerast í framtíðinni. Ég mun lík- lega bara hvísla í vindinn og vita að hún er einhvers staðar að hlusta. Amma Magga elskaði að fá okkur í heimsókn. Hún og Breki sonur minn voru miklir vinir frá því að hann fæddist. Hún hafði mikið orð á því hversu ljúfur og góður hann er, því hann knúsaði langömmu sína alltaf svo mikið. Við keyrðum aldrei í gegnum Kópavog án þess að hann bæði um að fá að fara í heimsókn til ömmu Möggu Dommendæ. Hann vissi að hún ætti örugglega til smá súkkulaði sem hann mætti fá. Ég er ótrúlega heppin að hafa fengið öll þau ár og allar þær góðu minningar með þessari fal- legu, skemmtilegu og hjartahlýju konu. Elsku amma, „love you inn í bein með ást í poka sem aldrei má loka“ eins og þú sagðir alltaf. Ragnheiður Ragnarsdóttir. Það er til gömul nótnabók, Ís- lenskt söngvasafn, oftast nefnt Fjárlögin, sem var í eigu Árna afa og Guðrúnar ömmu á Háeyri. Bókin er slitin og greinilega mik- ið notuð enda var heimilisfaðir- inn músíkalskur og liðtækur á heimaorgelið. Á saurblöð þessa heftis hafa Háeyrarkrakkarnir krotað talsvert enda kannski lítið um pappír á kreppuárunum. Þar má líta merkilegar skissur af kvenfólki í brúðarskarti af marg- víslegri gerð. Sumar eru með blómakrans og slör, aðrar bara með slör, sumir kjólar með renni- lás, aðrir hnepptir, sumir með vösum og enn aðrir með blóma- mynstri. Og undir teikninguna skrifar heimasætan Margrét Árnadóttir föðursystir okkar. Teikningarnar bera með sér greinileg merki tískunnar á ár- unum fyrir síðari heimsstyrjöld en þá var hún aðeins barn að aldri. Snemma beygist krókur segir máltækið og það á sannarlega við í þessu tilfelli. Þannig var Magga frænka alla tíð; að skapa eitthvað fallegt og klæðilegt og ekki hvað síst eitt- hvað skemmtilegt. Sífellt með eitthvað á prjón- unum og henni fylgdi alltaf hlát- ur og gleði, kraftur og hlýja. Hún var eins og seyðfirskur lækur sem steypist áfram í eilífum vor- leysingum. Hún vann mörg þrekvirki um dagana. Var frumbyggi í Smá- íbúðahverfinu, ól upp glæsilegan barnahóp, stofnaði Sportver í bíl- skúrnum, hannaði flíkur sem birtust m.a. í heimsþekktum tímaritum, lét sér detta í hug að nota sauðalitina í ullarflíkur, rak bensínstöð á Ísafirði, tók þar þátt í að stofna eitt stykki golfklúbb og á því æviskeiði sem flestir setjast í helgan stein stofnaði hún aftur sitt eigið fyrirtæki sem byggði alfarið á hennar eigin hönnun. Pabbi sagði stundum: „Ef hún Magga hefði búið og starfað í Ameríku væri hún milljónamær- ingur.“ En það var einmitt það sem hún var, milljónamæringur, í auðlegð gleðinnar og sköpunar- innar. Og af þessum auði gaf hún ríkulega í allar áttir. Við systk- inin nutum þess eins og aðrir sem fengu að kynnast henni. Persónur eins og Magga frænka verða aldrei gamlar, geta aldrei orðið saddar lífdaga en endalokin getur víst enginn flúið. Hún hafði víst sagt undir lokin þegar hún var komin á spítalann „ég bara kann ekki að deyja“ og það var henni líkt að orða það þannig. Kæru Valli, Guðrún Arna og Sigga. Við sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkar innilegar samúð- arkveðjur. Guðrún, Árni, Guðbjörg, Arinbjörn og Þórhallur Vilhjálmsbörn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Magga Árna var einn af stofn- félögum Soroptimistaklúbbs Kópavogs sem stofnaður var fyr- ir röskum 43 árum. Fyrir nokkrum árum var hún svo gerð að heiðursfélaga í klúbbnum okkar. Magga var alla tíð ötul í starfi klúbbsins ásamt því að sækja við- burði og taka þátt í starfi lands- sambands soroptimista. Magga var okkur klúbbsystrum hennar sem og systrum í öðrum klúbb- um mikill gleðigjafi. Þegar soroptimistasystur minnast hennar koma upp orð eins og litrík, skemmtileg, hug- myndarík og minnisstæð og við minnumst og þökkum allar góðu stundirnar þar sem hún var með okkur. Magga var hönnuður og ís- lenska ullin var eftirlæti hennar. Hún framleiddi ullarvörur undir merkinu M Design og við í klúbbnum nutum oft góðs af vörum hennar þegar við vorum í fjáröflun fyrir hin ýmsu verkefni klúbbsins til styrktar góðum málefnum. Það er margs að minnast og í hugann koma sumarbústaðaferð- ir, ferðir á haust- og landssam- bandsfundi að ógleymdum Mannamótunum, sem hún stjórnaði í mörg ár. Sjaldan lét hún sig vanta og var alltaf hrókur alls fagnaðar. Magga hefur barist í nokkur ár við veikindi og því lítið getað mætt á fundi undanfarið en til hinstu stundar var hún hlý og gefandi. Eftir sitjum við með sorg og söknuð í hjarta. En við eigum góðar minningar um Margréti Árnadóttur sem enginn getur tekið frá okkur. Minningarnar um hana eru perlur sem við geymum í hjörtum okkar. Við þökkum yndislegar samveru- stundir með henni og biðjum Guð að styrkja börnin hennar og fjöl- skyldur þeirra. Fyrir hönd systra í Soroptim- istaklúbbi Kópavogs, Margrét Kjartansdóttir. Lífsgöngu minnar yndislegu vinkonu Margrétar Árnadóttur er nú lokið. Eftir standa góðar minningar um kærleiksríka, hjálpsama og litríka dugnaðar- konu sem ávallt var til staðar þegar á þurfti að halda. Við vor- um rúmlega tvítugar þegar við kynntumst og tengdumst fjöl- skylduböndum og hefur aldrei borið skugga á þá vináttu. Margrét fæddist 1. október 1928 á Hánefsstöðum í Seyðis- firði og átti þrjá eldri bræður. Faðir hennar var sjávarútvegs- bóndi en móðirin sinnti heimilinu og ræktaði grænmeti. Magga var mikil „strákastelpa“ að eðlisfari og spilaði fótbolta með bræðrum sínum. Áhugi fyrir íþróttum fylgdi henni alla ævi og hún fylgdist með öllum boltakeppn- um í sjónvarpinu fram til hinstu stundar. Magga gekk í grunnskóla á Eyrunum, fór í framhaldsnám á Eiðum og lauk þaðan landsprófi. Hún sótti um skólavist í Íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni og fékk inngöngu. En þá neitaði faðir hennar á þeim forsendum að einkadóttir hans ætti ekki að verða strákur og sendi hana í húsmæðraskóla á Ísafirði. Magga spilaði handbolta og stundaði sund og varð Austur- landsmeistari í sundi 15 ára. Hún var fæddur dansari og mjög mús- íkölsk, lærði að spila á gítar og stofnaði sönghópinn Fjalla- Freyjur, þegar hún var 15 ára, sem skemmti víða á Aust- fjörðum. Magga flutti til Reykjavíkur 1948, fékk vinnu í Mjólkursam- sölunni, kynntist manni sínum Guðjóni Valgeirssyni, þau giftust 1951 og eignuðust þrjú börn sem hún var mjög stolt af. Magga hafði ríka sköpunarþrá og var með öflugt hugmyndaflug. Hún hætti hjá MS og fór að búa til hluti og selja. Stofnaði og stjórnaði saumaverkstæði Sport- vers 1963 í samstarfi við bræður sína, þar sem 35 konur unnu. Fyrirtækið framleiddi tísku- og íþróttafatnað. Síðar hóf hún framleiðslu á ullarvörum sem seldar voru í þúsundavís hér heima og erlendis. Hún var sú fyrsta sem lét framleiða ullarvoð í tískufatnað. Seinna dró hún sig út úr fyrirtækinu. Magga var mjög iðin, og í frítíma sínum var hún skotfljót að sauma út stór veggteppi, sem skreyttu veggi heimilisins. Allt lék í höndunum á henni. Árum saman snerist líf Möggu meira eða minna um að framleiða flíkur úr íslenskri ull undir vöru- merkinu „M-Design“ og fékk hún endalaust nýjar hugmyndir. Hún stundaði golf í meira en 40 ár af mikilli ástríðu. Síðustu árin fylgdist hún með öllum golf- keppnum sem hún gat fundið í sjónvarpinu. Við Magga vorum meðal nítján stofnfélaga þegar Soropt- imistaklúbbur Kópavogs var vígður í júní 1975. Öldrunarmál urðu aðalverkefni klúbbsins. Í samstarfi við átta önnur félaga- samtök í Kópavogi reis Hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð 1982. Magga var leiðbeinandi við dag- vist Sunnuhlíðar í níu ár og sagði að sú vinna hefði verið með því skemmtilegasta sem hún hefði gert um ævina. Ljúft viðmót, glaðlyndi og hlýja til allra sem hún umgekkst voru ríkir þættir í fari Möggu. Þegar leiðir skiljast nú um sinn og tómleiki og söknuður fylla hugann minnist ég hennar með þakklæti fyrir vináttu og kær- leiksríka samfylgd. Algóður Guð styrki og blessi ástvini Möggu á þessari kveðjustundu. Hildur Hálfdanardóttir. Margrét Árnadóttir var ein- stök manneskja. Sífellt stráði hún blómum í kringum sig og hvar sem hún kom hafði hún á takteinum já- kvæðni, hrós og hamingjutal. Það var bjart í kringum Mar- gréti, hún hafði bros sigurvegar- ans og þótt hún hafi ekki unnið allar orrusturnar gleymdi hún aldrei brosinu. Þegar lítil hljómsveit, Spilverk þjóðanna, var í burðarliðnum áttu meðlimirnir það meðal ann- ars sameiginlegt að mæður allra í sveitinni báru þetta sama nafn: Margrét. Það þótti okkur mikið gæfumerki, enda voru þær allar hvetjandi og gefandi. Hver á sinn einstaka hátt. Á fyrstu tónleikum hljómsveit- arinnar sat Margrét Árnadóttir á fremsta bekk og brosti sigur- brosinu góða. Það var ungum merkjum, sem stigu í fyrsta sinn á hála og skreipa braut listarinn- ar, mikil hvatning. Upp frá því átti hún eftir að verða tíður gest- ur á tónleikum og allrahanda uppákomum og ævinlega og ávallt fylgdi nærveru hennar mikil umfaðmandi orka og gleði. Blessuð sé minning góðrar konu. Sendi hugheilar samúðar- kveðjur til barna Margrétar, þeirra Valgeirs, Sigríðar og Guð- rúnar, sem og annarra aðstand- enda og vina. Egill Ólafsson. MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Útför systur okkar, RÚNU BÍNU SIGTRYGGSDÓTTUR, fer fram föstudaginn 8. desember frá Háteigskirkju klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningasjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans (sími 543-1000). Fyrir hönd aðstandenda, Anna Ingibjörg Sigtryggsdóttir Unnur Sigtryggsdóttir Jakobína Sigtryggsdóttir Jóhanna Sigtryggsdóttir Sigríður Sigtryggsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ELÍS GUNNAR ÞORSTEINSSON afi Elli, f. 5. júlí 1929, Gullsmára 9, Kópavogi, fyrrum bóndi á Hrappsstöðum í Dalasýslu og verkstjóri Vegagerðarinnar í Búðardal, lést sunnudaginn 3. desember. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir Leifur Steinn Bjarnheiður Alvilda Þóra Gilbert Hrappur Guðrún Vala Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNLAUGS SKÚLASONAR dýralæknis. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Vinaminni á Selfossi og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir góða umönnun og hlýhug. Renata Vilhjálmsdóttir og aðrir aðstandendur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.