Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 90

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 90
90 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 ✝ Hlöðver Odds-son fæddist í Reykjavík 16. september 1943. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 25. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sól- veig Sigurðar- dóttir, keramik- málari og verslunarmaður, f. 26. sept- ember 1921, d. 11. apríl 2002, og Oddur Guðfinnur Guð- mundsson trésmiður, f. 8. des- ember 1911, d. 11. september 1946. Fósturfaðir hans var Kristján Einarsson mat- reiðslumaður f. 13. júní 1920, dáinn 20. apríl 1963. Systir Hlöðvers er Margrét Odds- dóttir fulltrúi, f. 11. júní 1945, og hálfbróðir hans var Guð- mundur Egill Oddsson Jacob- sen, forstjóri bílaverslunar í Seattle í Bandaríkjunum, f. 8. október 1935, d. 10. október 2013. Birna og c) Rebekka Rut. Fjöl- skyldan lést í snjóflóði á Flat- eyri 26. október 1995. 3) Ingi- björg Sólveig, f. 29. ágúst 1967, dáin 16. september 1978. 4) Guðríður leikskólakennari, fædd 13. janúar 1973. Maður hennar er Magnús Guðjónsson, rafeindavirkjameistari, fæddur 22. febrúar 1968. Börn þeirra eru: a) Hilmar Freyr, b) Svan- hildur Birna og c) Birkir Óli. Hlöðver hóf nám í offset- prentun 1964, tók sveinspróf árið 1968 og fékk meistarabréf fjórum árum seinna. Hann starfaði við Kassagerð Reykja- víkur til 1992, lengst af sem verkstjóri. Á árunum 1992-1998 rak hann prentsmiðjuna Solna- prent hf ásamt öðrum. Árin 1998-2010 vann hann sem tæknimaður hjá Marel. Hann var gjaldkeri Offsetprent- arafélags Íslands 1971-1972. Hlöðver söng lengi með Pólýfónkórnum, Borg- arkórnum og Korpusystkinum í Grafarvogi. Árið 1971 byggðu Hlöðver og Birna sumarbústað við Þingvallavatn. Útför Hlöðvers fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 7. des- ember 2017, klukkan 13. Hinn 2. júní 1962 kvæntist Hlöðver Birnu Júlíusdóttur, verslunarmanni og húsmóður, f. 11. október 1941 í Reykjavík. For- eldrar Birnu voru Guðríður Hans- dóttir, f. 15. ágúst 1903, d. 15. júlí 1971, og Júlíus Ágúst Jónsson, f. 19. júlí 1908, d. 13. september 1982. Börn þeirra eru: 1) Krist- ján, sjúkraliði, f. 26. október 1963. Kona hans er Þórdís Ív- arsdóttir grunnskólakennari, f. 14. febrúar 1966. Börn þeirra eru: a) Hjalti, sambýliskona Hjördís Birna Einarsdóttir, dætur hans eru Birna Snædís og Anna Bára, b) Kristján Þór, d. 3. október 1997, og c) Hildur Björg. 2) Svanhildur, prent- smiður, f. 23. mars 1965. Sam- býlismaður hennar var Har- aldur Eggertsson skipstjóri, f. 18. janúar 1965. Börn þeirra voru: a) Haraldur Jón, b) Ástrós Komið er að kveðjustund. Þegar Hlöðvers tengdaföður míns, eða Hlölla eins og hann var ævinlega kallaður, er minnst kemur þakklæti fyrst og fremst upp í huga minn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Hlölla og vera sam- ferða honum í lífinu öll þessi ár. Ég minnist glaðværðar Hlölla. Hann var hrókur alls fagnaðar og átti afar auðvelt með að spjalla við fólk. Hlýja hans og náungakærleikur var líka mikill og nærvera hans var góð. Hon- um féll aldrei verk úr hendi, hann var laginn í höndunum og duglegur. Sannkallað hörkutól. Það eru rétt tæp 30 ár síðan ég hitti Hlölla fyrst, þegar við Kristján fórum að draga okkur saman og ég fór að venja komur mínar á Laugateiginn. Hlölli og Birna tóku afskaplega vel á móti mér og brátt varð ég hluti af fjölskyldunni. Glatt var á hjalla þegar Hjalti okkar fæddist, fyrsta barnabarnið var komið. Hjalti var alla tíð mjög hændur að afa sínum og þær eru ótelj- andi ferðirnar sem hann fór með afa og ömmu í bústaðinn. Þar var alltaf nóg að gera við smíðar og annað og afi og amma höfðu alltaf tíma fyrir strákinn sinn. Sömu sögu var að segja þegar Hildur Björg kom inn í líf fjöl- skyldunnar, henni mætti ástúð og umhyggja. Afi Hlölli var dyggur stuðningsmaður Hildar Bjargar í fótboltanum, enda var hann alinn upp í Vesturbænum og KR-ingur inn við beinið. Birna Snædís og Anna Bára nutu umhyggju og góðra sam- verustunda með langafa sínum, hvort sem það var í sumarbú- staðnum eða annars staðar. Ég minnist líka ferðalaganna okkar innanlands og utan og góðu samverustundanna sem við áttum þar. Hlölli sá til þess að hver dagur var vel nýttur svo að nýir og skemmtilegir staðir færu nú örugglega ekki framhjá okkur. Þannig varð til nýtt æv- intýri á hverjum degi. Þessar góðu minningar geymum við í hjörtum okkar. Ég bið lifandi Guð um að vernda og styrkja Birnu og fjöl- skylduna alla. Minning Hlöð- vers er ljós í lífi okkar. Þórdís Ívarsdóttir. Við kveðjum nú Hlöðver Oddsson tengdaföður minn. Hlöðver var félagslyndur maður sem hafði sterka nær- veru. Líf hans var ekki án skugga og þegar ég kynntist fjölskyldunni hafði hann nýlega misst elstu dóttur sína ásamt allri fjölskyldu í snjóflóðinu mikla á Flateyri. Áður hafði hann misst miðdóttur sína í bíl- slysi. Þrátt fyrir þessi áföll var Hlöðver ávallt hress í viðmóti og það var stutt í húmorinn. En þegar ég kynntist honum betur sá ég að undir niðri bjó sorg sem hann reyndi að vinna úr. Líf og yndi Hlöðvers og Birnu konu hans var sumarbú- staðurinn við Þingvallavatn sem hann byggði sjálfur smám sam- an. Hlöðver var ótrúlega hand- laginn og smíðar voru stórt áhugamál hjá honum. Hann var mjög vinnusamur og alltaf með bústaðinn og framkvæmdir tengdar honum ofarlega í huga. Nú seinast fyrir fáeinum dögum þegar heilsan var verulega farin að gefa sig var hann að ræða við mig um næstu framkvæmdir. Fyrir rúmlega tíu árum byggði hann við bústaðinn og stækkaði hann verulega. Þarna lærði ég mikið af Hlöðver, sér- staklega í skipulagningu fram- kvæmda en Hlöðver var skipu- legasti maður sem ég hef kynnst og það var gott að vinna með honum. Hann skráði allt viðhald og framkvæmdir í dagbækur og þá meina ég allt. Hlöðver naut þess að umgangast barnabörnin og hann hlífði sér hvergi við að gera sumarbústaðinn að sælu- reit fyrir þau. Smíðaði krakka- hús, setti upp trampólín, heitan pott og fleira og fleira. Barna- börnin búa nú að ótal minning- um um dvölina í sveitinni hjá afa og ömmu. Um páskana var fast- ur liður að fjölskyldan færi fyrstu ferð ársins í bústaðinn. Hlöðver lagði oft mikið á sig til að það gengi upp því stund- um þurfti að moka sig í gegnum skafla og brjóta ís til að komast í húsið eftir harðan vetur. Á eft- ir var svo grillað gómsætt lambalæri á pallinum. Elsku Hlölli, ég vona að þú hafir nú fundið hvíldina og frið- inn. Þinn tengdasonur, Magnús Guðjónsson. Það er bara einn afi Hlölli. Duglegri, hæfileikaríkari og góðhjartaðri mann er erfitt að finna. Hann hafði áhuga á ótal- mörgu og var alla sína tíð virkur í félagslífinu, hvort sem það voru íþróttir á yngri árum eða kórsöngur á þeim efri. Framar öllu var hann mikill fjölskyldu- maður og vildi öllum vel. Frá því ég var smápjakkur hefur afi Hlölli verið hetjan mín. Ég leit upp til hans, hann kveikti áhuga minn á svo mörgu, enda lét afi sig flest varða. Viðhorf hans til lífsins er það sem mér þykir vænst um að hafa fengið að læra af honum. Fátt var honum ómögulegt og aldrei sat hann auðum höndum, ef ég næ að framkvæma helm- inginn af því sem hann áorkaði fer ég sáttur frá borði. Yfirleitt kom okkur vel saman og ef við urðum ósáttir var það afgreitt á svipstundu. Ég erfði marga hans kosti og mögulega ein- hverja galla líka, við gerðum okkur báðir grein fyrir því og bárum virðingu hvor fyrir öðr- um. Eins og við höfðum gjarnan á orði; allir hafa gott af því að fá að heyra það öðru hvoru! Í lífsins ólgusjó bognaði hann en brotnaði ekki, alltaf gerði hann sitt besta með því sem hann hafði í hendi. Þær eru ekki margar minningarnar um afa niðurlútan, ég man hve sárt mér fannst að sjá hetjuna mína bogna en á sama tíma þótti mér vænt um það, því ég sá að við vorum eins. Anna Bára og Birna Snædís héldu upp á langafa sinn, þegar þær voru yngri báðu þær reglu- lega um að fara í heimsókn til „afa sumarbústaðar og ömmu pönnuköku“. Hjördísi tók afi sérstaklega vel og var duglegur að rukka okkur um brúðkaup. Afi var með einstakt skopskyn og var stríðinn, hló manna mest að eig- in bröndurum og ómögulegt annað en að hlæja með. Það var erfitt að fylgjast með afa síðustu ár, þó svo að hann hafi borið sig lygilega vel miðað við aðstæður gat hann ekki framkvæmt eins mikið og áður. Fyrir hálf-ofvirkan afa var það erfitt hlutskipti. Það hafa verið forréttindi að alast upp með afa, margar af mínum bestu minningum eru með honum og ömmu, hvort sem það var í bústaðnum, ferða- lögunum fjölmörgu eða allt hitt. Það sem ég svo ekki man er til á filmu, flokkað og raðað eins og honum einum var lagið. Afi Hlölli sýndi mér hvað mig langar að verða þegar ég er orð- inn stór. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness) Hjalti Kristjánsson. Látinn er á besta aldri eftir heilsubrest um tíma kær frændi og fjölskylduvinur Hlöðver Oddsson, offsetprentari. Það er skammt högga á milli í frændhópnum, en Örn Ingólfs- son lést fyrir skömmu á besta aldri. Hlöðver var léttur í lund, ávallt broshýr og gerði gjarnan góðlátlegt grín að samumhverf- inu. Það var drifkraftur í Hlöðver til verka t.d. þegar hann gekk fram af krafti og fagmennsku við að koma saman niðjatali ætt- arinnar sem var mikið og þarft verk. Hafi hann þökk fyrir sem og þeir sem komu þar að verki. Hlöðver/fjölskyldan urðu fyr- ir miklum áföllum í lífinu þegar ung dóttir þeirra hjóna lést í umferðarslysi og síðan dóttir, tengdasonur og barnabörn í átakanlegu snjóflóðaslysi á Flateyri. Megi Guð vernda þau og minningu þeirra. Þessi miklu áföll tóku mjög á Hlöðver og fjölskylduna og áföllin væntanlega haft áhrif á heilsu hans, en æðruleysi og bæn væntanlega hjálpað þeim að ganga áfram veginn. Hlöðver átti unaðsreit við Þingvallavatn sem hann dvaldi löngum í ásamt eiginkonu og fjölskyldu. Þar naut hann þess að horfa á kvöldroðann speglast í tær- bláma vatnsins, tignarlegan fjallahringinn umhverfis vatnið og upplýst vetrarkvöld í boði norðurljósa og himintungla með margbrotnum litbrigðum yfir Þingvallasvæðinu. Hlöðver dvaldi fyrrum hjá frændfjölskyldunni á Nesjavöll- um og hafði þá gaman af að fara til veiða í ljósaskiptunum á kvöldin þar sem falleg Þing- vallableikja tók stundum á færi. Ég minnist þess t.d. þegar Hlöðver aðstoðaði Sigurð frænda sinn, þeir þá ungir að árum við að gera við og mála Farmal Cub traktor fyrir tún- slátt og hversu hlegið var dátt og margt skrafað við þá vinnu. Skemmtilegar minningar og ljúfar með kærum frænda sem hægt væri að skrifa um langa grein. Á síðari árum var oft rennt við á Nesjavallabæ í kaffi og pönnukökur hjá mömmu þegar farið var í sumarbústaðinn og/ eða hringt í ættingja og vini og spjallað um lífið og tilveruna. Það tekur á þegar vinir falla frá og við því bregst maður með því að minnast góðra samveru- stunda og af virðingu þökk fyrir samstarfið fyrr og síðar. Hafi Hlöðver þökk fyrir þær samverustundir. Við fjallavötnin fagurblá er friður, tign og ró. Í flötinn mæna fjöllin há með fannir, klappir, skóg. Þar líða álftir langt í geim með ljúfum söngva klið, og lindir ótal ljóða glatt í ljósrar nætur frið. (Hulda) Megi Guð vernda Hlöðver og minningu hans og gefa fjöl- skyldunni styrk og ljós til fram- tíðar. Sendum eiginkonu, börnum, barna- og barnabörnum, fjöl- skyldu og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Nágrannar eru sérstakur hópur samferðamanna og Hlöð- ver var einn þeirra í mínu lífi. Og nú hefur hann kvatt þetta jarðneska líf þar sem við hin höldum áfram. Og hvernig sem nú allt er eft- ir dauðann, lifa þeir dánu áfram: inni í okkur – utanum – og allt um kring. Hlöðver varð ná- granni minn á Laugateignum þegar hann flutti þangað með Birnu sinni og fjórum börnum í gamla bernskuhúsið hennar. Stutt var milli húsanna okkar, bara rétt á ská yfir götuna. Og eftir að dætur okkar jafn- aldra kynntust, mynduðust tengsl sem héldust alla þeirra æskudaga. Það var góð vinátta sem skapaði nánari samskipti en alla jafna gerist milli ná- granna. Skipst var á næturgist- ingum og sumarbústaðaferðum sem eru minningaperlur! Í kjöl- far stórra áfalla í lífi Hlöðvers og Birnu, dýpkuðu þessi tengsl í þá veru að þau eiga alveg sér- stakan stað í hjarta mínu. Kveð nú minn kæra ná- granna, hann Hlölla, með miklu þakklæti fyrir samfylgdina. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur, elsku Birna, Guðríður, Kristján og þið öll sem saknið hans. Bára. Hlöðver Oddsson ✝ Óskar Haralds-son fæddist 12. júlí 1920 í Reykja- vík. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 31. október 2017. Foreldrar hans voru Guðfinna Jós- efsdóttir og Har- aldur Ólafsson. Systkini Óskars voru 10 og eru þrjú þeirra á lífi; Sigurður, Haukur og Hrefna. Óskar ólst upp í Landeyjum en fór ungur til sjós. Lengst af starfaði hann sem bílstjóri hjá Kaup- félaginu Þór á Hellu. Hinn 20. maí 1950 kvæntist hann Þóru Þorsteins- dóttur frá Rifs- halakoti, sem lést 30. maí 2017. Börn þeirra eru 1. Kol- brún 2. Hugrún 3. Sævar 4. Áslaug 5. andvana fæddur drengur. Barnabörnin eru níu og langafabörnin eru níu. Útför Óskars fór fram í kyrr- þey. Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Það er bæði sárt að sjá á eftir þér og einnig að sam- gleðjast þér að vera kominn á betri stað eins og þú þráðir, sér- staklega eftir að mamma féll frá fimm mánuðum á undan þér. Þér hrakaði mikið eftir fráfall mömmu, sem kom mjög óvænt. Allir héldu að þú mundir kveðja á undan en enginn veit sína ævi. Ég trúi að nú séuð þið saman ekki í okkar mynd heldur í orku og ljósi. Við systkinin áttum góða æsku með ykkur, það var ekki ríkidæmi á heimilinu en alltaf nægur matur og kærleik- ur. Þú ólst ekki upp við gott at- læti, það var ekki gott að fæðast í þennan heim fyrir 97 árum og sérstaklega ef þú varst ekki hjónabandsbarn. Þú áttir góðan fóstra sem þótti vænt um þig og þér um hann en það voru ekki allir á bænum sama sinnis. Þú varst trúlega mótaður úr þínu uppeldi gagnvart okkur systk- inum því þú varst svo natinn við okkur og hækkaðir aldrei róm- inn. Stundum fórum við yfir strikið en aldrei hækkaðir þú rödd þína, settir bara í brýrnar og ef það gerðist vissi maður að nú hefði verið gengið of langt. Pabbi var fyrst á sjó og síðan bílstjóri megnið af starfsævi sinni og vinnudagarnir voru oft langir og strembnir. Ekki voru til lyftarar eða aðrar græjur til að ferma eða afferma bíla í þá daga eins og er nú í dag; allt var borið í höndum enda var pabbi minn sterkur allt til dauðadags eins og hann hefði verið í rækt- inni alla daga. Ég minnist margra góðra daga þegar við vorum ung, pabbi og mamma að leika við okkur úti í garði, við ól- umst upp áhyggjulaus með ömmur og afa í næsta húsi, sem var dýrmætt veganesti. Pabbi var vel lesinn og minnugur, hann átti ógrynni ljóðabóka ásamt öðrum bókum og las mikið og fletti oft í ljóðabókunum sínum allt þar til í fyrra að sjóninni og heilsu hrakaði. Ef pabbi hefði fæðst á okkar tímum hefði hann sennilega verið langskóla- genginn. Ég vil þakka henni Erlu frænku og Margréti mágkonu minni fyrir hlýju og kærleik í garð foreldra minna. Mig langar að kveðja pabba minn með er- indi eftir Hugrúnu nöfnu mína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þín dóttir Hugrún. Minn kæri tengdapabbi og traustur vinur til 40 ára er fall- inn frá. Hann kom gjarnan við hjá okkur á leiðinni heim til sín og sagði er hann kom í dyrnar: „Að- eins að kíkja á mannskapinn.“ Þegar við hjónin vorum að inn- rétta húsið okkar var hann mættur með pensil, hamar eða önnur verkfæri sem við átti, og þegar maður maldaði í móinn sagðist hann reyna að verða ekki fyrir, alltaf boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd, einnig við kartöfluniðursetningu eða upptöku. Barngóður var hann svo eftir var tekið, börn sóttust eftir nær- veru hans.Okkar börn héldu mikið upp á Óskar afa og ósjald- an sofnuðu þau í fangi hans, ekki alltaf á æskilegum tímum. Þá var gjarnan sagt í gríni að það væri út af því að afi væri svo heitur og feitur. Óskar var ekki allra en fyrir innan þykkan skráp var maður sem var glettinn, gaf af sér og hafði góða nærveru. Okkar sam- eiginlega áhugamál var að grúska í gömlum orðum og orða- tiltækjum. Þegar við sátum sam- an yfir kaffibolla sagði hann kannski eitthvað orð sem ég skildi ekki; þá varð hann sposk- ur á svip og brosti út í annað, þá var gripið í orðabókina og lausn- in fannst. Maður gat alltaf treyst að það sem sagt var við hann fór aldrei lengra. Fyrir fimm mánuðum missti Óskar hana Þóru, eiginkonu sína til 67 ára, var mikið frá honum tekið því að þau voru alveg sér- staklega samrýnd hjón og fal- legt samband, og bar Óskar mikla virðingu fyrir henni. Erlu frænku erum við óend- anlega þakklát fyrir hennar hlut að stytta þeim stundir nær á hverjum degi. Ég sendi kærum mágkonum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur, minning um góðan og hjarta- hlýjan mann lifir með okkur. Margrét. Óskar Haraldsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.