Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 104

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 104
104 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Á fjórða áratug 20. aldar var sér- staklega mikill skortur á augnlækn- um, skurðlæknum og sérfræðingum af svipuðum toga á Íslandi, sér í lagi þó tannlæknum. Töluvert margir gyðingar eða menn af gyðingaættum sem sóttu hér um landvist bjuggu yf- ir sérþekkingu og starfsreynslu á þeim sviðum en komu engu að síður að lokuðum dyrum á Íslandi. … Svipaðar for- sendur komu einnig fram í svari Vilmundar við umsókn berklasérfræð- ings af gyðinga- ættum sem var staddur í Reykja- vík í febrúar 1938 en dómsmála- ráðuneytið óskaði eftir umsögn land- læknis um hann. Í umsókn mannsins segir: Ég, undirritaður, dr. med. Otto Leo Glogauer, þýzkur ríkisborgari, fæddur 29. október 1900, leyfi mér hérmeð virðingarfyllst að fara þess á leit við hið háa atvinnumálaráðu- neyti, að það veiti mér leyfi til þess að starfa sem praktiserandi læknir á Íslandi. Eins og ég hefi skýrt hæst- virtum atvinnumálaráðherra og þeim prófessor Guðmundi Thorodd- sen, prófessor Níels Dungal, land- lækni Vilmundi Jónssyni og form. Læknafélags Reykjavíkur, Magnúsi héraðslækni Péturssyni frá, er mér sem gyðingi ókleift samkvæmt hin- um nýjustu lögum í Þýzkalandi, að stunda starf mitt sem læknir, en ég var embættislæknir í Berlin, berkla- læknir, og leyfi ég hérmeð að leggja fram vottorð um starf mitt til þessa, svo og lista yfir vísindarit mín. Otto Leo Glogauer fæddist í Kattowitz (Katowice) í Efri-Slésíu, austast í Þýska keisaradæminu, í október 1900. Heimaborg hans féll undir Pólland í stríðslok eftir mikil átök og atkvæðagreiðslur, svo að margar þýskumælandi fjölskyldur fluttu sig um set yfir til Þýskalands. Glogauer-fjölskyldan virðist hafa verið í þeim hópi. Otto Leo nam læknisfræði og lauk prófi 1923. Hann starfaði í Breslau, Vínarborg, Berlín og víðar. Á fjórða áratug var hann einnig skipslæknir á litlu far- þega- og flutningaskipi, Ilsenstein, í ferðum milli Antwerpen í Belgíu og New York. Samkvæmt skrá yfir störf, meðmæli og vísindarit má ætla að hann hafi verið að minnsta kosti jafnhæfur og íslenskir berklalækn- ar, ef ekki hæfari. Við bættist að á þessum tíma var mikil þörf á sér- fróðum berklalæknum á Íslandi. Ár- ið 1938 hófu þrjár berklarannsókn- arstöðvar starfsemi á landsbyggð- inni, á Akureyri, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum, til viðbótar við aðalstöðina í Reykjavík og berkla- spítalann á Vífilsstöðum. Tvær stöðvar risu síðan 1939, önnur á heimavelli landlæknis á Ísafirði og hin á Siglufirði. Berklar voru þá einn mesti vágestur í heilbrigðismálum á Íslandi og því hefði koma Glogauers, virts sérfræðings í berklasjúkdóm- um, átt að vera mikill fengur fyrir tiltölulega fámenna læknastétt á strjálbýlu Íslandi. Engu að síður neitaði Vilmundur landlæknir þess- ari beiðni „þýsks ríkisborgara og Gyðings“ vegna þess að ástæða væri til „að óttast vandræði af of miklum læknafjölda hér á landi“. Hér væri þegar nægt framboð af innlendum læknum. Dómsmálaráðuneytið neit- aði í kjölfarið beiðni Glogauers um að fá að starfa á Íslandi með vísun í álit landlæknis. Þótt landlæknir Íslands teldi sig ekki hafa þörf fyrir sérfróðan berklalækni af gyðingaættum tóku Svíar við honum. Otto Leo Glogauer fékk að starfa í bænum Höör, inni í miðju landi í austurátt frá Hels- ingjaborg. Þangað kom eiginkonan til hans, frú Ilse Franziska Emelie, fædd Mosgau í Berlín árið 1908. Hún var myndarkona með brúnt hár og jarplit augu, að því að segir í op- inberri skýrslu um hagi hennar, 163 sentimetrar að hæð og um 70 kíló að þyngd. Otto Leo var hins vegar í meðallagi myndarlegur samkvæmt sömu heimildum, grannvaxinn með brúnleitt hár og brún augu, 173 sentimetrar að hæð og undir kjör- þyngd. Þau hjónin fengu þó ekki að setj- ast að í Höör til frambúðar enda litu Svíar svo á að júðarnir væru aðeins gestir í landinu um stundarsakir, uns tekist hefði að finna hæli fyrir þá í fjarlægum löndum. Um haustið 1940 voru sænsk stjórnvöld enn upp- tekin við að reyna að koma aðkomu- júðum af höndum sér til Bandaríkj- anna. Það gekk misjafnlega en tókst í tilviki Glogauer-hjónanna, trúlega vegna sérfræðiþekkingar læknisins. Vesturleiðin yfir Atlantshaf var þá að mestu lokuð vegna stríðsátaka en austurleiðin ekki. Glogauer-hjónin ferðuðust því með Síberíulestinni yf- ir endilöng Ráðstjórnarríkin og áfram til Japans um Vladívostok. Þau komust til Yokohama í desem- ber 1940 og fengu klefa um borð í frægu japönsku millilandaskipi, Tat- uta Maru. Þau komu til San Franc- isco á nýársdag 1941 og settust að á Langasandi (Long Beach) þar sem Otto Leo Glogauer var í kjölfarið skráður bæði læknir og skurðlæknir í læknaskýrslum. Hann starfaði við lækningar þar í borg uns hann lést 1966 en þá hafði hann skömmu áður gifst mun yngri konu. Ekki verður annað séð af heimildum en hann hafi verið virtur læknir á Langasandi og skilað góðu starfi þau 25 ár sem hann dvaldi þar en jafnframt sinnti hann margvíslegum trúnaðar- störfum í samfélaginu. Mörg fleiri dæmi mætti taka um að velmennt- uðum gyðingalæknum væri snúið fram, enda sóttu hlutfallslega marg- ir þeirra um dvalarleyfi á Íslandi ár- in fyrir stríð. Í febrúar 1940 var læknaskort- urinn orðið það alvarlegur á lands- byggðinni að Vilmundur Jónsson landlæknir og þingmaður lagði fram drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 47 frá 1932 um „lækn- ingaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækningaleyfi hafa og um skottulækna“ til að þvinga unglækna til að starfa fyrst um sinn á landsbyggðinni að loknu námi, í stað þess að fara beint í sam- keppni við eldri lækna í Reykjavík. Þetta væri „neyðarráðstöfun“ vegna alvarlegs læknaskorts á landsbyggð- inni og því væri réttlætanlegt að gera þetta til hagsmuna fyrir fólkið í landinu, þó að hér væri „teflt á tæp- asta vað“ að því er varðaði stjórn- arskrárvarið atvinnufrelsi lækna. Hæstiréttur sendi þó tillögur land- læknis til baka með þeim skila- boðum að þær væru í andstöðu við stjórnarskrá Íslands. Stefna ráðamanna í málefnum þessa fólks var tæpast í samræmi við anda laganna um eftirlit með út- lendingum og atvinnuréttindi út- lendinga, þar sem erlendir sérfræð- ingar „við allskonar iðju“ voru velkomnir til starfa væri þeirra þörf, eins og raunin hefði átt að vera með erlenda lækna. Þeir voru hins vegar óvelkomnir af ástæðum sem komu ekkert við menntun þeirra, reynslu og nytsemi. Gyðingalæknar máttu ekki líkna íslenskum sjúklingum af norrænu ætterni, rétt eins og gyð- ingalæknar máttu ekki sinna „arí- um“ í Þýskalandi. Í báðum tilvikum var læknum mismunað eftir kyn- þætti og hugmyndafræði ráðamanna gert hærra undir höfði en hags- munum fólksins. Í einu bréfi Vilmundar Jónssonar landlæknis til stjórnvalda ræddi hann beiðni Sesselju Sigmunds- dóttir, forstöðukonu að Sólheimum í Grímsnesi, um að mega ráða til „fá- vitahælisins á Sólheimum“ þrjá út- lendinga, „þar af að minnsta kosti 2 gyðinga“. Vilmundur viðurkenndi að erfitt hefði reynst að fá innlent starfsfólk að Sólheimum og taldi „út af fyrir sig réttlætanlegt að leita þess til útlanda“. Landlæknir minnti á og ítrekaði fyrri ummæli að „landsvistarleyfi til gyðinga og ann- arra, sem ef til vill eiga ekki borg- ararétt í neinu ríki, getur verið al- varlegt mál fyrir landið“. Erfitt gæti reynst að „losna við slíkt fólk aftur, hversu aðkallandi sem það væri“. Vilmundur taldi því réttast að marka almenna stefnu í garð útlendinga af þessum toga áður en þessari um- sókn yrði svarað. Ráðuneytið neitaði því viðkomandi umsókn um „heimild til að ráða 2 Gyðinga í þjónustu fá- vitahælisins Sólheimar í Grímsnesi“. Hugmyndafræði ráðamanna æðri hagsmunum fólksins Í bókinni Erlendur landshornalýður? skrifar sagnfræðingurinn Snorri G. Bergsson um erlenda gesti hingað til lands, ímynd þeirra og hlutverk og viðhorf Íslendinga til þeirra frá miðri nítjándu öld fram til hernámsins 1940. Ljósmynd/Úr einkasafni Pauls Rottberger Flóttafólk Rottberger hjónin með tvö ung börn sín voru rekin úr landi með lögregluvaldi og sett um borð í skip á leið til Þýskalands. Þau komust í land í Danmörku og áfram til Svíþjóðar þar sem þessi mynd var tekin. Paul Rott- berger, bróðir Felix, lagði myndina til fyrir milligöngu Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Andúð Vilmundur Jónsson land- læknir og alþingismaður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.