Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 110

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 110
110 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegur 76 • Kópavogur • Sími 414 1000 • Baldursnes 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Stækkunarspegill, 12 cm 10.900 kr. Verð áður: 13.500 kr. SIMPLE HUMAN Sturtusett með sturtu 44.90 Verð áður: 5 MORA CER Handsturtuhaus 1.090 kr. Verð áður: 1.592 kr. SKINNY tæki 0 kr. 9.783 kr. A GILDIRTIL22.12 Við hverju býst maður þegarmaður fær ævisögu Jó-hönnu Sigurðardóttur íhendurnar? Hún er einn áhrifamesti stjórnmálamaður sam- tímans, þingmaðurinn og síðar ráð- herrann sem kom velferðarmálunum rækilega á dagskrá og breytti þannig viðfangsefnum stjórnmálanna til framtíðar. Hún er konan sem steytti hnefann ítrekað framan í feðra- veldið, fyrsta konan (og sú eina þangað til í síðustu viku) til að verða for- sætisráðherra Íslands. Já, og fyrsti opinber- lega samkyn- hneigði forsætisráðherra heims. Maður býst við bók þar sem stjórn- málastörf Jóhönnu eru rakin, krydd- að með sögum af þeim litríku stjórn- málamönnum sem hún starfaði með. En maður býst ekki síður við því að fá innsýn inn í persónulegt líf Jóhönnu – hver hún er þessi kona sem birtist á sjónvarpsskjánum og á síðum blað- anna ár eftir ár. Í ævisögu Jóhönnu, Minn tími eftir Pál Valsson, er áherslan fyrst og fremst á stjórnmálastörf hennar. Þetta er afar yfirgripsmikil bók, enda er meginviðfangsefnið stjórnmála- ferill sem hefst formlega í prófkjöri fyrir Alþýðuflokkinn árið 1977 og lýk- ur vorið 2013 með rósum prýddri kveðjustund við Stjórnarráðið. Augljóst er af lestri bókarinnar að Jó- hanna var aldrei í stjórnmálum til þess eins að hljóta vegtyllur eða ein- hver embætti heldur til þess að þjóna almenningi. Vel er greint frá því í bókinni hvernig hún mótaðist og efld- ist sem þessi tegund stjórnmála- manns og hvernig henni tókst að halda í þessi viðhorf sín til starfsins. Ferill Jóhönnu er rakinn býsna ítarlega og verður ekki endursagður hér, en í bókinni er talsverð áhersla lögð á hversu mikill frumkvöðull hún var. T.d. lagði hún fram frumvarp árið 1981 um svo- kallaðan tímabundinn framgang kvenna í störf, sem er í grunninn kynjakvóti. Þetta þótti mörgum ein- kennilegt, enda var það mat flestra þingmanna að ástandið væri bara í besta lagi (þá sátu þrjár konur á þingi) og hlaut Jóhanna nokkrar ákúrur fyrir að standa í þessari vit- leysu. „Var það rétt sem karlarnir héldu fram, að ég væri með frekju og yfirgang?“ spyr Jóhanna sjálfa sig og lesandann þegar hún lítur til baka. (115) Það sem einkenndi feril Jóhönnu framan af var áhersla hennar á vel- ferðarmálin, en hún var ráðherra þess málaflokks samtals í 9-10 ár. Eins einkennilega og það kann að hljóma nú þóttu velferðarmálin vart vera alvöru viðfangsefni stjórnmál- anna fyrr en Jóhanna tók þennan málaflokk að sér.„Velferðar- og fjöl- skyldumál (...) eru metin sem „út- gjöld“, „lúxus“ sem ekki sé hægt að leyfa sér á þrengingatímum. (...) Tímarnir hafa nú breyst talsvert hvað þetta snertir,“ segir Jóhanna.(135) Jóhanna og Jón Baldvin Ítrekað kemur fram í bókinni að Jó- hanna átti á brattann að sækja innan eigin flokks. Um þetta hefur margoft verið fjallað í ræðu og riti; hún sagði af sér varaformennsku í Alþýðu- flokknum sumarið 1993 og sagði það tengjast fyrst og fremst vinnubrögð- um og starfsháttum formannsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Í kjöl- farið hófst stríð á milli þeirra tveggja sem eru gerð talsverð skil í bókinni. Jóhanna bauð sig síðan fram til for- mennsku gegn Jóni Baldvini á lands- þingi flokksins 1994, eins og frægt er. Hún tapaði, og í kjölfarið féllu hin fleygu orð: Minn tími mun koma. Jóhanna sagði af sér ráðherradómi, gekk síðan úr flokknum og stofnaði Þjóðvaka. Þessi atburðarás er að mestu leyti rakin með því að vitna í fjölmiðla og annað sem hefur áður komið fram. Þarna hefði verið fengur í því að fá sýn Jóhönnu sjálfrar á þessa atburði núna, tæpum aldar- fjórðungi síðar. Í bókinni eru samskipti við ýmsa stjórnmálamenn rakin. Einn þeirra er Ólafur Ragnar Grímsson, sem samkvæmt frásögn Jóhönnu gekk ítrekað framhjá henni við ýmsar ákvarðanir sem heyrðu beint undir hennar ráðuneyti þegar hann var fjármálaráðherra í sömu stjórn. Reyndar kemur margoft fram hversu slæm samskipti þeirra voru og er sú skýring nefnd að það hafi verið vegna ólíkra persónuleika þeirra; Jóhanna hafi verið vinnuþjarkur en Ólafur Ragnar hafi verið ólíkindatól og fram- an af ráðherraferli sínum talið sig þurfa að sanna tilvist sína í ráðherra- stóli. „(Hún) hnyklar brýrnar þegar Ólaf Ragnar ber á góma,“ segir ævi- söguritarinn Páll Valsson. (205) „Eins og kóngur“ Ekki bötnuðu samskiptin þegar Jó- hanna var orðin forsætisráðherra og forsetinn Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir Icesave-samning hinn síðari. „Þar tók hann fram fyrir hend- urnar á Alþingi í stóralvarlegu, flóknu og viðkvæmu máli, á hæpnum for- sendum,“ segir Jóhanna. (299) Um ríkisráðsfundi segir Jóhanna: „Forsetinn virtist njóta þess að sitja eins og kóngur við borðsendann og meta þar með haukfránum og pírðum augum hvort allir væru ekki í viðeig- andi klæðnaði.“ (303) Meira en fjórðungur bókarinnar er lagður undir aðdraganda Hrunsins og forsætisráðherratíð Jóhönnu. Megin- markmið ríkisstjórnar hennar var að verja velferðarkerfið, taka á skulda- málum heimilanna, endurreisa bank- ana og breyta stjórnarskránni og Jó- hanna ýjar að því að hugsanlega hafi stjórnin ætlað sér um of. „Þetta voru yfirþyrmandi verkefni. (...) Þetta tók mjög á mig.“ (268-269) Icesave-málin endalausu Eitt þessara verkefna var Icesave- samningarnir og Jóhanna viðurkennir í bókinni að ríkisstjórn hennar hafi gert ýmis mistök við vinnu að lausn á þessu stóra alþjóðlega deilumáli. Á sig hafi komið hik þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að ráða Svavar Gestsson til að stýra samninga- viðræðum vegna Icesave fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Eftir á að hyggja þá viðurkenni ég hins vegar að betur hefði farið á að við hefðum strax feng- ið hlutlausan erlendan sérfræðing að málinu eins og Lee Buchheit.“ (290) „(Það) má kalla það afdrifarík mistök hjá Steingrími að ráða pólitískan fóstra sinn, Svavar Gestsson, sem aðalsamningamann. Þar með fékk samninganefndin á sig flokks- pólitískan blæ, sem var einmitt það sem hefði átt að forðast.“ (293) Ekki er annað hægt en að velta fyr- ir sér hvers vegna forsætisráðherra lét mann sem hún efaðist um vera í forsvari í svo mikilvægu máli. Engin haldbær skýring er gefin á því. Átök innan og utan stjórnar Annað fyrirferðarmikið mál var Landsdómsmálið, þar sem Geir H. Haarde var ákærður fyrir embættis- færslur sínar í aðdraganda Hrunsins. Þingflokkur Samfylkingarinnar klofnaði í afstöðu sinni og Jóhanna fullyrðir í bókinni að málið hafi verið ríkisstjórninni einna dýrkeyptast af mörgum erfiðum málum. „Affarasæl- ast hefði verið að stöðva það strax í upphafi,“ segir Jóhanna. (311) Mikil óeining var innan ríkis- stjórnar VG og Samfylkingarinnar þegar leið á. Átökunum við Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra VG, er ítarlega lýst og Jóhanna segir ráð- herrann í raun hafa verið andstæðing ríkisstjórnarinnar, (319) sem hafi staðið í vegi fyrir nauðsynlegri vinnu vegna samninga við ESB og því hafi hann þurft að víkja. Vegna sam- komulags um skiptingu ráðuneyta þurfti Árni Páll Árnason, ráðherra Samfylkingarinnar, þá einnig að víkja og í kjölfarið blossaði upp mikil óánægja innan Samfylkingarinnar. „Finnst mér sem hvörf hafi orðið í desember 2011,“ segir Jóhanna, (329) en um þetta leyti versnuðu samskipti innan forystusveitar flokksins veru- lega og eru þau Árni Páll, Össur Skarphéðinsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir aðallega nefnd sem sökudólgar. Stjórnarskrármálið, eitt aðalmál Jóhönnustjórnarinnar, er rakið í bók- inni, en samstaða um málið rofnaði og það komst aldrei í gegn og er sú skýr- ing m.a. gefin að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benedikts- son hafi leikið á Árna Pál. (345) Í skápnum í mörg ár Jóhanna stóð framan af í ströngu á tvennum vígstöðvum. Annars vegar í stjórnmálunum, hins vegar í einkalíf- inu þar sem hún var í leynilegu sam- bandi við Jónínu Leósdóttur, rithöf- und og blaðamann, sem síðar varð eiginkona hennar. Í Minn tími segir Jóhanna að hún hafi ákveðið að opinbera ekki sam- bandið vegna þess að hún taldi að það myndi skaða stjórnmálaferil hennar, jafnvel binda enda á hann „Það er auðvitað aldrei hægt að fullyrða um hvaða pólitísku afleiðingar það hefði haft ef við Jónína hefðum opinberað samband okkar fyrr.“ (367) „Ég frestaði því sífellt að koma hreint fram,“ segir Jóhanna í bókinni. (120) „(Ég) þreytist ekki á að vara fólk við því að loka sig inni í blessuðum skápnum, eins og ég gerði alltof lengi. Það er svolítið kaldhæðnislegt að hafa verið í hálfan annan áratug í leynilegu ástarsambandi með konu en enda svo á efri árum sem fyrsti op- inberlega samkynhneigði forsætis- ráðherrann í heiminum.“ (251-252) Bókin er sett upp á aðgengilegan hátt. Greint er frá atburðum nokkuð skilmerkilega, inni á milli eru texta- rammar sem innihalda persónulegar vangaveltur höfundarins Páls, eink- um um það hvernig Jóhanna kemur honum fyrir sjónir. Af og til koma skáletraðir kaflar og þar talar Jó- hanna sjálf. Þetta er snjöll uppsetn- ing sem brýtur bókina upp og gerir hana léttari, en Jóhönnukaflarnir hefðu mátt vera fleiri og lengri. Það olli undirritaðri, sem vonaðist til að kynnast henni betur við lestur bókar- innar, satt best að segja nokkrum vonbrigðum hversu lítið Jóhanna er á persónulegu nótunum í ævisögu sinni. Það gerist helst þegar hún talar um samband þeirra Jónínu. Einnig hefði verið áhugavert að fá að vita meira um æsku- og unglingsár hennar, en þau eru afgreidd í stuttu máli og hún er orðin fullorðin og farin að vinna sem flugfreyja strax á bls. 36. Kannski er þessi nálgun, sem væntanlega er tekin í samráði við Jó- hönnu, í takt við viðfangsefnið, sem hefur ekki verið mikið fyrir að flagga persónulegum málefnum sínum í gegnum tíðina, heldur talaði hún ein- att um að láta verkin tala. Í heildina er þetta sérlega vel unn- in ævisaga og áhugaverð lesning fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hvernig margar af mikilvægustu ákvörðunum síðari tíma voru teknar. En þessi ævi- saga er auðvitað ekki, frekar en aðrar slíkar, annað en sjónarhorn þess sem segir söguna og verður því að lesast sem slík. Svo er þetta ekki síður feng- ur fyrir þá sem hafa áhuga á að fá innsýn í hvernig afburðastjórn- málamaður verður til. Hvernig stjórnmálamaður mótast og eflist Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hugsjónafólk Jóhanna Sigurðardóttir sat á þingi í 35 ár, frá árinu 1978 til 2013. Hér gengur hún inn í þinghúsið í lok júlí 1978 með Vilmundi Gylfasyni, en í alþingiskosningunum 27. júní það ár vann Alþýðuflokkurinn stórsigur. Ævisaga Minn tími. Saga Jóhönnu Sigurðardóttur.  Eftir Pál Valsson. Mál og menning 2017. 384 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Páll Valsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.