Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 17
einu þekkti Kristín karakterinn betur en höf-
undurinn og þá vorum við komnar á frábær-
an stað. Skömmu fyrir tökur er að svo miklu
að huga og þá er svo þægilegt þegar leikar-
arnir eru með allt sitt á hreinu. Sama var
með Babetidu, hún stóð sig frábærlega, hafði
sama metnað og Kristín Þóra og þær tengdu
vel saman.“
Ísold er búin að rannsaka aðstæður hælis-
leitenda í nokkur ár og hafði oft heimsótt Fit
hostel sem var þá húsnæði fyrir hælisleitend-
ur. Hún vildi taka myndina upp á Suður-
nesjum, ekki bara þess vegna heldur fannst
henni umhverfið á Reykjanesinu spennandi
sjónrænt séð.
Smá samviskubit að baki
Gefur myndin trúverðuga mynd af aðstöðu
hælisleitenda hér á landi?
Ísold: „Það sem við sjáum í myndinni er
ferlið eins og það var þegar handritið var í
vinnslu og er mjög nálægt því eins og það er
núna. Það var áskorun fyrir mig að uppfæra
handritið á hverju ári ef eitthvað breyttist í
kerfinu. Allt sem þú sérð í þessari mynd er
eitthvað sem hefur raunverulega gerst.
Hvernig fólk er handtekið fyrir það að eitt að
eiga kannski ekki fullnægjandi pappíra.
Pappíra sem það hefur kannski glatað á
flótta sínum um heiminn. Hvernig því er
refsað fyrir það eitt að vera í ómögulegri
stöðu.
Þetta er að vissu leyti alþjóðleg mynd því
þetta gæti gerst hvar sem er, alls staðar er
það þannig að við fæst fáum rétta og sanna
mynd af hugarheimi einstaklinga í þessari
stöðu. Einstaklingum sem er gert að sitja og
bíða og komast ekkert, eru í geymslu þangað
til einhver yfirvöld einhvers staðar hafa tekið
ákvörðun um örlög þeirra. Fólk getur til
dæmis horft á myndina í Þýskalandi og hugs-
að með sér að þetta sé svolítið svipað og hjá
þeim. Hjá okkur er þetta auðvitað smærra í
sniðum og kannski meira „naív“.
Viltu að myndirnar þínar séu hreyfiafl?
Ísold: „Já, líklega verð ég að viðurkenna að
ég laðast að sögum sem hafa þýðingu. Það er
kannski ákveðið samviskubit þarna að baki
því stundum finnst mér ég bara vera að leika
mér. Er ekki læknir eða lögfræðingur að
vinna hjálparstörf í útlöndum, ég geri bara
bíómyndir. Þannig að ef ég ætla bara að gera
bíómyndir er eins gott þær hafi eitthvað að
segja. Það eru mörg ár síðan ég fann fyrir
þessum tilfinningum, að ég gæti ekki gert
mynd sem skipti engu máli. En svo er mis-
munandi hvað það þýðir að skipta máli
hverju sinni.
Það virðist reyndar vera hjá mér, það að
ég er alltaf að gera myndir um hvernig stolt-
ið þvælist fyrir okkur. Við erum öll alltaf að
reyna að halda andliti í hvaða aðstæðum sem
er og það á við um persónurnar núna.“
Til að velja í hlutverk voru haldnar leik-
araprufur, bæði í Belgíu og hér heima en
Tinna Hrafnsdóttir sá um leikaraval á Íslandi
og Guðrún Daníelsdóttir um að ráða m.a. í
hlutverk flóttafólks. Af hverju varð Kristín
Þóra fyrir valinu?
Ísold: „Í meðförum Kristínar lifnaði kar-
akterinn við. Sem höfundur er maður oft orð-
inn ónæmur fyrir eigin skrifum. En hún tók
ákveðna senu þannig að ég var hreinlega
ónýt eftir að horfa á hana leika hana, snerti
mig svo djúpt. Þá vissi ég að það var eitthvað
sérstakt sem Kristín hefði. Og sama var með
Babetidu, ég sá strax að hún hefði eitthvað
einstakt.“
Hver var mesta áskorunin við að gera
myndina?
Kristín: „Ég myndi næstum segja allt! Við
vorum í kapphlaupi við tímann, það var
hræðilega kalt og veðrið brjálað. Meira að
segja þegar við vorum að taka upp innanhúss
var stundum kaldara inni en úti því við gát-
um ekki kynt húsnæðið. Ég fór stundum út
til að hlýja mér!“
Ísold: „Stundum var eins og ekkert ynni
með okkur. Ég ákvað að velja rosalega lítinn
bíl sem bíl persónunnar því mér fannst það
sjónrænt flott. En það var algjör martröð að
troða leikara, leikstjóra, tökumanni, ketti og
hljóðmanni þarna inn. Ég hugsaði stundum
með mér hvað ég hefði eiginlega verið að spá.
Þegar ég sá útkomuna var ég samt mjög feg-
in að ég valdi ekki það auðveldasta.“
Kristín: „Þetta var allt þess virði og ég
myndi í alvörunni gera þetta aftur en ef ég
hugsa um þennan tíma verður mér ískalt.“
Það er óhjákvæmilegt annað en að minnast
á mál málanna hjá konum í sviðslistum og
kvikmyndagerð, byltinguna sem kennd er við
#metoo. Finnið þið einhverja breytingu á
landslaginu í ykkar geira eftir umræðuna?
Ísold: „Já, það eru ótrúlegir hlutir að ger-
ast. Allt í einu er eins og við eigum okkur all-
ar bandamenn. Ég get ímyndað mér að það
sé til dæmis allt öðruvísi að vera nýgræðing-
ur í bransanum í dag. Vera kannski um tví-
tugt og vita ekki alveg hvað er eðlilegt og
hvar línan er dregin, þá ertu allt einu komin
með stuðning þúsund kvenna sem þú getur
spurt hvað sé eðlilegt og allar eru tilbúnar að
sýna stuðning.
Fyrir mig, sem er að leikstýra og í fram-
leiðslu, er þetta líka ákveðin vakning fyrir
mann að vera meira á varðbergi, vera með
sterkari meðvitund um hvað er að gerast í
kringum mann og vera tilbúinn að stökkva
inn og skerast í leikinn ef maður verður vitni
að einhverju.“
Kristín: „Við finnum til hugrekkis og
ábyrgðar gagnvart því að vilja breyta þessu
og það sama gildir örugglega um karlana.
Ástandið hefur verið miklu, miklu verra en
ég hélt og maður er sleginn að átta sig á því.
En það er einstakt tækifæri núna til að
breyta þessu, ekki bara tala. Vinnan í þessum
geira er þannig að þú ert í mikilli nánd og
opnar hjarta þitt upp á gátt. Því er svo mik-
ilvægt að það sé traust til staðar, það hefur
verið magnað að skynja þessa samstöðu.“
Ísold: „Það er líka búið að normalísera
þetta í svo mörg ár og maður var held ég
hættur að taka eftir ákveðnum athugasemd-
um, leiddi það bara hjá sér.“
Hver eru næstu skref eftir Sundance í jan-
úar og Íslandsfrumsýningu í febrúar?
Kristín: „Ég er sjálf núna að undirbúa
frumsýningu á grískum harmleik, Medea, í
Borgarleikhúsinu 29. desember. Svo er
spennandi að vita hvað Andið eðlilega leiðir
af sér.“
Ísold: „Við höldum áfram að flakka með
myndina um allan heim. Við erum komin með
margar fyrirspurnir hef ég heyrt frá umboðs-
aðilum okkar og Kvikmyndamiðstöð og við
hlökkum til að sýna fólki afraksturinn.“
Kristín Þóra þykir
sýna magnaða tilburði
í hlutverki sínu.
„Í meðförum Kristínar lifnaði karakter-
inn við. Sem höfundur er maður oft
orðinn ónæmur fyrir eigin skrifum. En
hún tók ákveðna senu þannig að ég var
hreinlega ónýt eftir að horfa á hana
leika hana, snerti mig svo djúpt. Þá vissi
ég að það var eitthvað sérstakt sem
Kristín hefði,“ segir Ísold Uggadóttir.
Morgunblaðið/Hari
17.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Hópurinn á setti;
Patrik Nökkvi,
Kristín Þóra, Ísold
og Babetida.
Babetida og Patrik
Nökkvi Pétursson í
hlutverkum sínum.