Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Blaðsíða 18
Í MYNDUM
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017
Inn á milli Esjunnar og Skálafells liggjaMóskarðshnjúkarnir. Þar sitja þeir oft átíðum alveg gleymdir en henta Reykvík-
ingum og nærsveitarmönnum alveg sérlega
vel til útivistar svona rétt í bæjarstæðinu.
Það þarf þó sæmilega búinn bíl til að komast
inn úr Mosfellsdalnum á kaldasta tímanum
en þegar þangað er komið eru hnjúkarnir
tilvaldir til að koma fersku lofti í meng-
unarmettuð lungu borgarbúa. Hvort sem er
að sumri eða vetri.
Á veturna hefur þar helst verið stunduð
fjallaskíðamennska sem og auðvitað al-
mennt fjallaklifur. En það jaðrar nátt-
úrulega við sturlun að hafa fyrir því að erf-
iða upp á fjöll og gera ekkert skemmtilegra
á bakaleiðinni en að labba bara í rólegheit-
um aftur heim. Þá er geggjað, þegar veð-
urguðirnir bjóða ekki alveg upp á að binda á
sig fjallaskíðin, að draga fram hjólhestinn í
staðinn. Ískaldar tær gleymast strax og
dekkin byrja að vísa niður enda fátt
skemmtilegra en að fara á fullu gasi niður
snæviþakktar brekkurnar á vel búnu fjalla-
hjólinu. Hálfa leiðina á hlið og hinn helming-
inn á andlitinu – brosandi andlitinu.
Móskarðshnjúkarnir rísa hæst í rétt rúmum 800 metrum og til að klöngr-
ast þar upp á topp þarf stundum að bera hjólið yfir bratta og grófa kafla.
Hafa ber í huga, sérstaklega þegar hjólið er með í för, að stundum er
skynsamlegt að reyna alls ekki við toppinn vegna snjólaga og ísingar.
Á fjallahjólhesti
á fjallstoppum
Ljósmyndir
og texti
HARALDUR
JÓNASSON
Línurnar milli sumar- og vetraríþrótta svo gott sem þurrkast út þegar
fjallahjólið er grafið fram úr geymslunni, sett á grófustu dekk hússins
og steðjað upp á snæviþakta fjallatoppa landsins í smá snjóhjól.
Til að komast að rótum Móskarðshnjúka að vetri borgar sig að vera á sæmi-
lega búnum bíl og ekki sakar að koma fyrir nokkrum auka hjólum á pallinum.