Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 2. tölublað 106. árgangur
ÞORRAMATURINN
ER KOMINN Í SÚR
FYRIR LÖNGU SÁLMAR Á NÝRRI ÖLD
ÍSLANDSMEISTARI
RANNSAKAR
JAFNRÉTTIÐ
SCHOLA CANTORUM 74 BJARNI MÁR 16JÓI Í MÚLAKAFFI 4
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tvö alvarleg flugeldaslys urðu um
áramótin af völdum flugeldatertu
sem ber heitið Top Gun. Slysin urðu
þegar terturnar féllu á hliðina eftir
að kveikt var í þeim.
Þannig varð Egill Arnarsson fyrir
vöðva- og æðaskemmdum þegar
hann fékk skot úr Top Gun flugelda-
tertu í fótinn og á höfuðborgarsvæð-
inu marðist maður sömuleiðis illilega
eftir skot úr Top Gun, að því er fram
kemur á fésbókarsíðu Teits Guð-
mundssonar læknis.
„Ég tel að það hafi verið galli í
tertunni. Það eina sem ég hugsaði
þegar ég sá í hvað stefndi var að
koma börnunum fjórum sem ég var
með, á aldrinum tveggja til átta ára, í
skjól bak við bíl. Ég er þakklátur fyr-
ir að börnin sluppu,“ segir Egill.
Smári Sigurðsson, formaður
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
segir eitt slys einu slysi of mikið.
Hann segir að vandlega sé farið yfir
allar ábendingar sem berast og úr-
bætur gerðar ef þurfa þyki.
Jón Magnús Kristjánsson, yfir-
læknir bráðadeildar Landspítalans,
segir að það stefni í sama fjölda flug-
eldaslysa og í fyrra eða 19. Hann seg-
ir að þau hafi verið 45 fyrir 10 árum.
Tvö alvarleg flugeldaslys
Vinsæl flugeldaterta olli tveimur alvarlegum slysum nú á gamlárskvöld
Skotkraftur Top Gun gríðarlegur Flugeldaslys færri en fyrir 10 árum
MHættulegir flugeldar »4Flugeldar Top Gun olli áverkum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Félag í eigu Péturs Stefánssonar,
fjárfestis í Lúxemborg, hefur keypt
heilt fjölbýlishús í Jaðarleiti. Það er
ný gata sunnan við Útvarpshúsið í
Efstaleiti í Reykjavík. Félagið borg-
aði um 800 milljónir fyrir húsið. Þar
verða samtals 18 lúxusíbúðir.
Kaup félagsins, C4 ehf., eiga þátt í
að seldar hafa verið 47 af 71 íbúð í
Jaðarleiti 2-8. Verð óseldra íbúða er
allt að 100 milljónir.
Félagið Skuggi byggir íbúðirnar í
Jaðarleiti. Þær eru í fjórum fimm
hæða fjölbýlishúsum. Fram hefur
komið að Skuggi keypti lóðir undir
alls 361 íbúð á svæði RÚV á 2,2
milljarða, eða um sex milljónir á
íbúð.
Nýr reitur fer í sölu í vor
Hilmar Ágústsson, framkvæmda-
stjóri Skugga, segir það til marks
um áhuga á verkefninu að svo marg-
ar íbúðir séu seldar nokkru áður en
húsin eru tilbúin. Síðustu íbúðirnar
verði afhentar í júní. Skuggi muni í
vor hefja sölu íbúða á A-reit, norðan
við Útvarpshúsið. »6
Kaupir
heila
blokk
Morgunblaðið/RAX
Við Útvarpshúsið Blokk sem félag
Péturs keypti, númer 8, er til hægri.
Fjárfestir kaupir
íbúðir í Jaðarleitinu
Um nokkurra vikna skeið hefur Tjörnina í
Reykjavík lagt. Mannlífið í miðbænum tekur þá
breytingum og fólk sækir út á ísinn til göngu og
leiks. Þessar stúlkur eru þar engin undantekn-
ing en þær virtust skemmta sér konunglega á
ísnum í kuldanum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þótt frostið bíti
má bregða á leik
„Ég heyri á kollegum mínum að
mönnum stórblæðir núna um hver
einustu mánaðamót þegar þeir
þurfa að borga tugi milljóna í veiði-
gjöld, á sama tíma og afkoman er
ekki í neinum takti við gjöldin,“ seg-
ir framkvæmdastjóri útgerðar á
Patreksfirði í samtali við Morg-
unblaðið í dag. Vísar hann þar til
þeirra áforma ríkisstjórnarinnar að
taka veiðigjöld í sjávarútvegi til end-
urskoðunar. „Við stöndum hreinlega
ekki undir þessari skattbyrði.“
Ekki fer vel saman að veiðigjald
hækki þegar tekjur dragist saman
og afkoman verði þar með lakari,
segir Ásta Björk Sigurðardóttir,
hagfræðingur SFS. »4, 40
„Stórblæðir um
hver mánaðamót“
Ef fullt tungl kemur upp á fyrstu
11 dögum janúarmánaðar má
ganga út frá því að tunglið fyllist
13 sinnum það árið. Þetta bendir
Sævar Helgi Bragason, ritstjóri
Stjörnufræðivefsins, á. Þessi staða
kemur þó ósjaldan upp eða á
tveggja til þriggja ára fresti. Það
sem gerir stöðu tunglsins sérstaka
í ár er hins vegar sú staðreynd að
ekkert fullt tungl verður í febrúar.
„Það er sjaldgæfara að maður hafi
ekkert fullt tungl í febrúar. Það
gerðist síðast 1999 og mun gerast
næst árið 2037,“ segir Sævar
Helgi.
Ofurmáninn sem sást á himni
síðastliðna nótt mun birtast að nýju
þann 31. janúar næstkomandi. »10
Tunglið mun fyllast
þrettán sinnum á þessu ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mánaskin Tunglið skín skært í ár.
Fjölgun ferðamanna sem koma til
landsins hefur leitt af sér breytingar
í sölu á eldsneyti á bíla. Hjá N1 var
viðmiðið lengi að 70% af sölunni
voru á höfuðborgarsvæðinu og þar í
kring en er nú ekki nema liðlega
helmingur. Eggert Þór Krist-
ófersson, forstjóri N1, segir að þetta
sé hluti af stærri breytingum á
markaðnum. Þjónustustöðvar fyr-
irtækisins inni í íbúðarhverfum, eins
og til dæmis við Ægisíðu og Stóra-
gerði í Reykjavík, leggist af. Áfram
verða stórar stöðvar við helstu
stofnbrautir og þær þurfa líka að
vera fjölfarnar svo rekstur beri sig
enda er mikil fjárfesting undir.
„Einkabíllinn verður áfram ráð-
andi á Íslandi,
skipulag, að-
stæður og veðr-
átta ráða því. Að
miða samgöng-
urnar við borg-
arlínu, hjólreiðar
eða að fólk fari
erinda sinna
gangandi gengur
ekki upp nema
allir búi þá í
blokkum í 101 Reykjavík. Í frjálsu
samfélagi lætur fólk heldur engan
segja sér fyrir verkum um sam-
göngur,“ segir Eggert um áherslur
og framtíðarmyndir í starfsemi fyr-
irtækisins. »22
Meira selt af bensíni úti á landi en einka-
bíllinn verður áfram ráðandi í borginni
Eggert Þór
Kristófersson