Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Veitingamaðurinn Jóhannes Stef- ánsson, betur þekktur sem Jói í Múlakaffi, segir að allt sé að verða klárt fyrir þorramatinn í ár. „Nú er þetta bara allt að fara í gang og komið nýtt ár. Undirbúningurinn er löngu búinn og nú er niðurtalningin hafin. Það eru svona 11 dagar þar til við byrjum,“ segir Jói léttur í bragði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Undirbúningur fyrir þorramat- inn í Múlakaffi hófst í haust og er afraksturinn að verða klár að sögn Jóa. „Við byrjum á að laga hrúts- punga, sviðasultu og allan þennan klassíska þorramat um miðjan sept- ember. Þá komum við honum í mysu og súrsum hann allan upp, græjum og gerum. Þetta tekur allt saman um fjóra mánuði.“ Undir ströngu eftirliti Maturinn hefur þar til nú verið geymdur í sérstakri geymslu í Múlakaffi undir reglulegu eftirliti og segir Jói að einungis fáir starfs- menn hafi aðgang að matnum. „Það fer enginn inn í kompuna nema tveir menn í svona fimm mánuði. Svo er bara skipt um mysu á þessu mörgum sinnum,“ segir Jói, sem ætlar að taka forskot á sæluna. „Bóndadagurinn er 19. janúar og við byrjum að selja viku fyrr.“ Þorramaturinn er nú þegar kominn úr geymslunni og verið að leggja lokahönd á það síðasta fyrir veisl- una. „Við erum búin að taka þetta allt út. Nú er bara verið að laga sviðasultu, gera hangikjötið klárt, panta harðfisk og hákarl, ganga frá öllu þessu nýmeti og salta salt- kjötið.“ Þjóðin bíður eftir þorranum Jói segir marga bíða eftir að þorramaturinn fari í sölu hjá hon- um. „Nú bíður þjóðin bara með önd- ina í hálsinum eftir að ég gefi grænt ljós og byrji að selja.“ Hann segir að búið sé að smakka þorramatinn í ár og hann lofi „fjandi góðu“ og bætir við að eftirvænting við- skiptavina sinna sé mikil og nú þeg- ar sé búið að panta mikið af þorra- mat hjá Múlakaffi. Niðurtalning að þorra er nú hafin Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorrinn Múlakaffi byrjar að selja þorramatinn viku fyrir þorrann í ár.  Hófu súrsunina um miðjan september Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Niðurfellanleg hliðarborð •Afl 10,5 KW Grillbúðin 56.175 Verð áður 74.900 25% afsláttur Grill - Húsgögn Eldstæði - Útiljós Jólaljós - Aukahlutir Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð Yfirbreiðsla fylgirÚTSA LA Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á þessu fiskveiðiári er áætlað að veiðigjald nemi um 11 milljörðum króna, en byggt er á tveggja ára gömlum grunni. Veiðigjald á útgerð- arfyrirtæki nam um fimm milljörð- um króna á fiskveiðiárinu 2016/17, en það var síðasta árið sem veittur var tímabundinn afsláttur af veiði- gjaldi og nam hann um 900 millj- ónum króna. Ef litið er á almanaksárið þá er reiknað með að í ár nemi veiðigjald- ið 10 milljörðum króna, en það er áætlað sex milljarðar á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum frá Ástu Björk Sigurðardóttur, hagfræðingi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fyrirtækin smá í alþjóð- legum samanburði Hún bendir á að gengið hafi styrkst frá viðmiðunarárinu fyrir tveimur árum og þar með hafi tekjur sjávarútvegsfyrirtækja minnkað. Það fari augljóslega ekki vel saman að veiðigjald hækki þegar tekjur dragist saman og afkoman verði þar með lakari. Samkvæmt áætlun SFS verður tekjuskattur að viðbættu veiðigjaldi um 58-60% af hagnaði 2018 miðað við óbreytt veiðigjald. Eðlilega líti útflutningsfyrirtæki til samkeppnishæfni og hvernig staðan sé í nágrannalöndum, t.d. í Noregi, og þar sé ólíku saman að jafna. Hún bendir á að stærstu ís- lensku fyrirtækin séu smá í alþjóð- legum samanburði. Afkomutenging og gjöld gætu hækkað á stærri útgerðum Fram kom í Morgunblaðinu í gær að ríkisstjórnin ætlaði að taka veiði- gjaldið til endurskoðunar á árinu með það að markmiði að lækka gjöldin á lítil og meðalstór sjávarút- vegsfyrirtæki og afkomutengja þau. „Við erum að horfa til litlu og með- alstóru fyrirtækjanna sem ráða ekki við þá miklu hækkun sem varð á veiðigjaldinu 1. september á síðasta ári. Sú hækkun var mjög mikil, frá 200 prósentum og yfir 300 prósenta hækkun hjá sumum. Það er farin af stað vinna í ráðuneytinu við að skoða þetta. Sú vinna á að ganga hratt fyrir sig,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnu- veganefndar, í samtali við blaðið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði í samtali við RÚV í gær- morgun að ekki væri búið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalda á litlar og meðalstórar útgerðir og ekki væri hægt að útiloka að veiði- gjöld yrðu hækkuð á stóru útgerð- irnar. „Það sem er fram undan í því er að endurskoða lögin fyrir nýtt fiskveiðiár 2018 og 19. Þannig að sú vinna fer fram á vormánuðum og markmið hennar er að afkomu- tengja gjöldin í ríkara mæli. Og það mun væntanlega verða til lækkunar á minni fyrirtækin. Ég útiloka ekki að það geti orðið til hækkunar á þau stærri,“ sagði Katrín meðal annars. Veiðigjaldið nálægt 60% af hagnaðinum  Ekki gott að veiðigjald hækki á sama tíma og tekjur minnka Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Börkur NK Uppsjávarskipin halda væntanlega næstu daga til loðnuleitar og veiða, en þeim er ekki heimilt að stunda veiðar á kolmunna við Færeyjar. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að tvö alvarleg flugeldaslys hafi orðið um áramótin. Egill Arnarsson, sem búsettur er á Selfossi, fékk skot úr Top Gun flug- eldatertu í fótinn. „Það eru miklar vöðvaskemmdir í æðum og fóturinn mikið bólginn. Ég má ekkert stíga í hann næstu vikuna og er mikið kvalinn,“ segir Egill sem bætir við að allar líkur séu á því að hann nái sér að fullu. Egill áttaði sig ekki á meiðslunum fyrr allt var yfirstaðið og hann var ekki fær um að standa upp. „Það var mikil heppni að skotið fór ekki í krakkana sem ég var með, held- ur mig. Tertan sprakk ekki á mér heldur hélt áfram og beindist að öðru fólki. En hún kveikti líka í öðrum tert- um og kom af stað óvæntri flugelda- sýningu,“ segir Egill og bætir við að sumir af eigendum flugeldanna hafi misst af sýningunni. Egill ber engan kala til Landsbjargar sem seldi hon- um tertuna sem sprakk. „Maður fer ekki í mál við björgunarsveitina en ég velti því fyrir mér hvort gæðaeftirlitið sé nægjanlegt.“ Tökum öll slys alvarlega Smári Sigurðsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, segir að allir vöruflokkar sem Landsbjörg selur uppfylli öll þau skilyrði sem sett eru við sölu á flugeldum. „Við tökum öll slys af völdum galla í flugeldum mjög alvarlega. Eitt slys er einu slysi og mikið og það er sárt að heyra af þeim. Hvað varðar Top Gun þá voru gerðar breytingar á henni og settir undir hana flipar til þess að gera hana stöðugri, segir Smári og hann bætir við að eftir hvert sölu- tímabil sé farið vel yfir allar ábend- ingar. Gerum nauðsynlegar úrbætur „Við hittum viðskiptavini okkar í kringum þrettándann og fáum þá upplýsingar um það sem miður hefur farið. Þær upplýsingar nýtast okkur þegar við ræðum við framleiðendur flugeldanna sem framleiða þá sér- staklega fyrir okkur.Við förum yfir þær úrbætur og lagfæringar sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja öryggi kaupenda okkar.“ Smári segir að heilbrigðiskerfið haldi slysaskráningum vel til haga en Landsbjörg hafi bent á leiðir til þess að bæta úr upplýsingaflæði til ann- arra aðila. Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðadeildar Landspítalans segir að heilbrigðisstofnanir hafi til- kynningarskyldu vegna flugelda- slysa. „Á hverju ári skráum við flug- eldaslys sérstaklega á sölutímabili flugelda frá 27. desember til 6. janúar og skilum um þau skýrslu. Við látum ekki vita af slysum fyrr en að loknu sölutímabili nema það sé óvenjumikið um slys af völdum ákveðinnar teg- undar,“ segir Jón. Hann segir að slys- um af völdum flugelda hafi fækkað. „Við erum ekki komin með lokatöl- ur fyrir þetta sölutímabil en það lítur út fyrir að slysin verði jafnmörg og í fyrra eða 19. Fyrir 10 árum voru þau 45,“ segir Jón og bætir við að alvar- legum augnslysum og slysum sem tengjast fikti með flugelda hafi fækk- að. Top Gun flugelda- kökur ollu slysum  Tertan kveikti í fleiri flugeldum  Top Gun ein af sölu- hæstu tertunum í mörg ár  Flugeldaslysum fækkað sl. 10 ár Flugeldamar Mynd af sjúklingi sem Teitur Guðmundsson meðhöndlaði. Vöðvaskemmdir Bólginn fótur Eg- ils Arnarssonar eftir Top Gun árás. Rauði krossinn opnaði undir kvöld í gær fjöldahjálparmiðstöð í Vík í Mýrdal að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi. Barst beiðnin vegna veðurskilyrða á svæðinu en þjóð- vegur 1 undir Eyjafjöllum og yfir Reynisfjall lokaðist vegna óveðurs. Fram kom í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum að mjög vont veð- ur hefði verið á svæðinu og að öll gistiúrræði væru orðin full á þess- um slóðum. Fyrir vikið hefði íþróttahúsið í Vík verið opnað fyrir ferðalanga sem orðnir voru strandaglópar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í miðstöðinni en þegar Morgunblaðið fór í prentun var ekki ljóst hversu lengi ástandið myndi vara. Fjöldahjálparmiðstöð opnuð í Vík í Mýrdal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.