Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ráðist var á eldri konu á heimili sínu á Sléttuvegi síð- degis þann fyrsta janúar. Árásarmaðurinn var ungur maður í annarlegu ástandi sem réðst inn í íbúð kon- unnar og veitti henni áverka. Maður úr næstu íbúð reyndi að skerast í leikinn en fékk sjálfur áverka í and- lit. Gestum í húsinu tókst að halda árásarmanninum þar til lögreglan mætti á svæðið. Árásarmaðurinn er nú í fangageymslu lögreglunnar en fólkið sem varð fyrir árásinni var flutt á bráðamóttöku Landspítalans. „Sem betur fer eru mjög fáar svona árásir á eldri borgara,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Upp til hópa eru hús eins og á Sléttuvegi mjög vel varin. Oft á tíðum eru myndavélar við dyrnar. Það að óvelkomnir komist inn er ekki algengt. Helst gerist það þegar einhver annar hleypir þeim inn. Við hörmum það þegar eldra fólk verður fyrir árásum af þessum toga vegna þess að það skapar óöryggi hjá öðrum eldri borgurum. Við erum alltaf á tánum yfir öryggi í heimahúsum. Það verða miklu fleiri slys í heimahúsum en fólk gerir sér grein fyrir. Það er verið að leita leiða til að draga úr því. Mörg af þeim slysum eru ekki bara árásir heldur varða þau öryggismál eldri borgara.“ Fjárglæpir algengari Þórunn segist eiga von á því að fjárglæpir gegn eldra fólki aukist á næstu árum og hþeir afi þegar færst nokkuð í vöxt á Norðurlöndum. „Bankar eru í auknum mæli að loka á allt annað en rafræna þjónustu,“ segir Þórunn. „Fólk sem ekki hefur netaðgang verður að leita hjálpar hjá fólki sem það treystir, sem er stundum ekki traustsins vert. Það er töluverður hópur ennþá sem er ekkert inni á netinu og líður fyrir það þegar frétta- miðlar segja að framhald fréttar í blöðum eða sjónvarpi sé á ruv.is eða einhverri annarri netsíðu.“ Ráðist var á eldri konu í heimahúsi á nýársdag  „Fáar svona árásir á eldri borgara,“ segir formaður LEB Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar er búið að selja 47 af 71 íbúð í nýjum fjölbýlishúsum í Jaðarleiti sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Áformað er að afhenda fyrstu íbúðir í apríl en þær síðustu í júní. Samkvæmt fasteignavef mbl.is er verð óseldra íbúða 43,4 til 99,9 millj- ónir. Það bendir til að verð seldra íbúða hlaupi á milljörðum. Meðal kaupenda er Pétur Stefáns- son, fjárfestir í Lúxemborg. Sam- kvæmt fasteignaskrá á félagið C4 ehf. allar íbúðir í Jaðarleiti 8. Það er skráð í eigu Péturs hjá Creditinfo. Fram kom í kaupsamningi í október að C4 greiddi 778,86 milljónir fyrir 18 íbúðir í húsinu. Meðalverð var því 43,27 milljónir. Afhenda skal íbúð- irnar eigi síðar en í lok október í ár. Alls 390 milljónir skulu greiddar af kaupverðinu er húsin eru fokheld. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar í Jaðarleiti 2-8. Þær eru í fjórum fimm hæða fjölbýlishúsum. Margar íbúð- anna eru með góðu útsýni. Í takt við væntingar Hilmar Ágústsson, framkvæmda- stjóri Skugga, segir söluna í takt við væntingar. Margir hafi komið milli jóla og nýárs að skoða íbúðirnar. Hann segir aðspurður það til marks um áhuga á verkefninu að svo margar íbúðir séu seldar nokkru áður en húsin eru tilbúin. Margir séu tilbúnir að kaupa íbúðir af Skugga út frá teikningum. Íbúðirnar séu óðum að taka á sig mynd. Því megi gera ráð fyrir að kaupendur sem kjósa að kaupa íbúðirnar meira tilbúnar muni skila sér eftir hátíðar og fram á vor. Hilmar segir búið að selja íbúðir af mörgum stærðum og gerðum. Þær séu að meðaltali um 90 fermetrar og flestar íbúðir 2. til 3. herbergja. Hluti kaupenda komi úr sérbýli. „Almennt dregur úr eftirspurn á markaðnum þegar verð íbúða er komið í 45-50 milljónir. Fasteigna- markaðurinn er ein keðja. Sala á sér- býli hangir stundum saman við kaup á stærri íbúðum. Við höfum engu að síður fengið þó nokkuð marga fyrstu kaupendur í Jaðarleiti.“ Íbúðir í Efstaleitinu seljast hratt  Skuggi hefur selt 47 af 71 íbúð í fjórum turnum  Ætla má að söluverðið hlaupi á milljörðum króna  Pétur Stefánsson, fjárfestir í Lúxemborg, keypti einn turninn  Borgaði tæpar 800 milljónir fyrir Morgunblaðið/RAX Jaðarleiti 2-8 Byrjað er að klæða turnana. Framkvæmdum lýkur í sumar. „Ég er nú ekki alveg tilbúin til þess strax að gefa upp við hvað ég er að fara að vinna, en það má segja að ég sé að fara að einbeita mér að öðru,“ segir Jóna Sólveig Elínar- dóttir, fyrrver- andi þingmaður Viðreisnar og varaformaður flokksins, í sam- tali við Morgun- blaðið, en hún til- kynnti í gær að hún hygðist láta af embætti sem varaformaður Viðreisnar. „Með þessu er ég þó ekki að hætta afskiptum af stjórn- málum. Það er bara að hefjast nýr kafli með nýjum viðfangsefnum,“ segir Jóna Sólveig. Í facebookfærslu segir hún ákvörðunina hafa verið vel ígrund- aða. „[O]g í ljósi þess að nú er nýr áfangi í lífi mínu að hefjast tel ég mig ekki geta gefið mig af fullum krafti í embættið.“ Að endingu þakkar Jóna Sólveig stjórn flokks- ins, trúnaðarmönnum og stuðnings- mönnum fyrir gott samstarf. Nýr varaformaður Viðreisnar verður kosinn á landsþingi flokksins sem haldið verður aðra helgina í mars. Ekki er búist við að einhver annar taki við embættinu tímabund- ið, en Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir er formaður Viðreisnar. Snýr sér að öðrum málum Jóna Sólveig Elínardóttir Fyrsti formlegi starfsdagur hins nýja Landsréttar var í gær. Það mun skýrast eftir rúmar tvær vikur hvaða mál verður fyrst flutt fyrir rétt- inum. Rétturinn mun hins vegar taka strax fyrir kærur ef berast vegna úrskurða í héraðsdómi, t.d. um gæsluvarðhald eða farbann. Landsréttur mun taka við sakamálum sem voru ódæmd í Hæstarétti um áramótin. Um er að ræða 75 sakamál sem munu fara til Lands- réttar, þar af voru 28 þeirra tilbúin til flutnings fyrir Hæstarétti, sam- kvæmt upplýsingum Þorsteins A. Jónssonar skrifstofustjóra Hæsta- réttar. Alls var áfrýjað 24 málum til Hæstaréttar á milli jóla og áramóta. Þessi fjöldi er með mesta móti að sögn Þorsteins. Um áramót voru 270 einkamál ódæmd sem Hæstiréttur mun ljúka. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Landsréttur fær 75 sakamál frá Hæstarétti Nýtt dómstig er nú formlega tekið til starfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.