Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 10
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þrettán full tungl verða á árinu, það fyrsta aðfaranótt þriðjudags 2. jan- úar, þegar ofurmáni birtist á himni kl. 02:24. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, vakti athygli á þessu í gær en hann segir að þrett- án tungla ár koma á nokkurra ára fresti. „Þetta gerist á svona tveggja til þriggja ára fresti. Þetta gerist alltaf ef fyrsta fulla tunglið verður á fyrstu 11 dögum janúarmánaðar. Þá verða alltaf þrettán full tungl í einu ári.“ Hann segir það hins vegar afar sjaldgæft að ekkert fullt tungl verði í febrúar, eins og á þessu ári. „Það er sjaldgæfara að maður hafi ekk- ert fullt tungl í febrúar. Það gerðist síðast 1999 og mun gerast næst árið 2037.“ Tveir ofurmánar í mánuðinum Tunglið 2. janúar er svokallaður ofurmáni, en þeir eru skilgreindir eftir nálægð tunglsins við jörðu. „Ofurmánar gerast nánast á hverju einasta ári og yfirleitt koma þeir nokkrir í röð. Næsta fulla tungl, þann 31. janúar, verður líka ná- lægt okkur. Sam- kvæmt þessari skilgreiningu sem fólk notar í dag, þar sem ef tungl- ið er innan við 90% frá nálæg- asta punkti sínum frá jörðu, þá er fulla tunglið 31. jan líka ofurmáni,“ segir Sævar og bætir við að enginn sjáanlegur mun- ur verði á tunglunum tveimur. „Munurinn á því er bara 1% þannig að enginn mun sjá muninn á tungl- inu í fyrradag og því sem kemur 31. janúar.“ Þegar fullt tungl birtist 2. janúar er það jafnframt kallað úlfamáni. „Oftast eru þessi tunglheiti sem við heyrum frá Evrópu eða Norður- Ameríku, en svo eigum við okkar nöfn líka eins og jólatunglið og þorratunglið,“ segir Sævar spurður um uppruna heitisins. Næstu þrír ofurmánar, á eftir þeim sem birtist í lok mánaðarins, verða í janúar, febr- úar og mars á næsta ári. Minnsta tungl ársins 2018 verður síðan í kringum sumarið þegar fjarlægð tunglsins er mest. Morgunblaðið/Golli Fullt tungl Næsta fulla tungl ársins verður 31. janúar. Samkvæmt skilgreiningu telst það einnig til ofurmána. Þrettán full tungl verða á árinu 2018  Ekkert fullt tungl í febrúar  Gerðist síðast árið 1999 Sævar Helgi Bragason Sævar segir að helstu áhrifin af því að þrettán full tungl verði á árinu séu að tungl- birtan muni skerða sýn á norðurljósin. „Þetta hefur engin áhrif á okkur. Það eina sem gerist er að birtan frá tunglinu er mikil þegar tunglið er fullt og þegar norðurljósavirknin er tiltölulega lítil, eins og hefur verið síðustu daga, hverfa norðurljós, sem ella sæjust ágætlega, í birtunni af tunglinu.“ Þetta gæti haft einhver áhrif á norðurljósaferðir fyrir ferðamenn á Íslandi en þar sem ekkert fullt tungl verður í febrúar á þessu ári ætti það að vera kjörinn tími til að sjá norðurljósin ef virknin leyfir. Hefur áhrif á norðurljós TUNGLBIRTAN TRUFLAR ORNIKA - Treggingsbuxurnar vinsælu Þær eru loksins komnar aftur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 VERSLUN SALEWA LAUGAVEGI 91 SALEWA VERSLUN ÍTALSKUR HÁGÆÐA FATNAÐUR FYRIR DÖMUR OG HERRA Aðalfundur Félags grunnskólakenn- ara hefur verið boðaður dagana 17. og 18. maí næstkomandi. Þar verður nýr formaður samtakanna kynntur til leiks. Ólafur Loftsson, sem gegnt hefur embættinu allt frá árinu 2005 hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. Félagsmenn í Félagi grunnskóla- kennara munu greiða atkvæði um nýjan formann í rafrænni atkvæða- greiðslu sem standa mun yfir 17. til 22. janúar næstkomandi. Framboðsfrestur í kjörinu rann út 28. desember síðastliðinn og skiluðu fimm einstaklingar inn framboði. Það eru þau Hjördís Albertsdóttir, umsjónarkennari í Reykjahlíðar- skóla í Mývatnssveit, Kjartan Ólafs- son, grunnskólakennari í Vatns- endaskóla í Reykjavík, Kristján Arnar Ingason, umsjónarkennari í Fellaskóla, Rósa Ingvarsdóttir, stærðfræðikennari í Rimaskóla og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari í Árbæjarskóla. Fimm vilja fara fyrir grunnskólakennurum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.