Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Háafell ehf., dótturfélag Hraðfrysti- hússins – Gunnvarar hf., er að slátra regnbogasilungi upp úr síðustu sjókví sinni í Ísafjarðardjúpi. Fyr- irtækið er tilbúið með laxaseiði til að setja út í vor en hefur ekki leyfi til þess. Útlit er því fyrir að enginn fiskur verði í sjókvíum fyrirtækisins í Ísafjarðardjúpi síðar í vetur, í fyrsta skipti síðan árið 2002. „Staðan hjá okkur er sú að við er- um að slátra upp úr seinustu regn- bogasilungskvínni og er áætlað að því verði lokið fljótlega í febrúar. Samkvæmt áætlunum út frá lög- bundnum afgreiðslutíma stofnana hefðum við átt að vera komnir út í sjókvíar með lax en þar sem leyfis- mál hafa dregist úr hófi höfum við ekki getað sett laxaseiðin okkar frá Nauteyri út og þurfum að selja út- sæðið okkar í burtu,“ segir Kristján G. Jóakimsson, framkvæmdastjóri hjá HG og verkefnisstjóri Háafells. HG og Háafell hafa verið með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í að verða sextán ár, fyrst með eldi á þorski og síðan regnbogasilungi. Starfsemin er grundvölluð á seiðaeldisstöð á Nauteyri, þjónustustöð í Súðavík og vinnslu á Ísafirði og í Hnífsdal. Fyrirtækið hefur unnið að því að fá leyfi til laxeldis allar götur frá árinu 2011, eða í rúm sex ár. Um- sóknir um leyfi til að færa sig úr regnbogasilungi yfir í lax eru til af- greiðslu í stjórnkerfinu og enn eru ýmis ljón í veginum. Kristján segir að það séu mikil vonbrigði að hafa ekki getað hafið laxeldi fyrr. Helst megi skýra langt afgreiðsluferli umsókna af tveimur þáttum. Háafell hafi verið að ryðja brautina varðandi rannsóknir í Ísa- fjarðardjúpi og fengið á sig margar kærur í ferlinu. Þá hafi afgreiðslu- tími stjórnsýslustofnana lengst und- anfarin ár í kjölfar innkomu er- lendra eignaraðila að stærri fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi. Þau hafi sótt um flestöll eldissvæði sem í boði eru hér á landi og það hafi auk- ið álag á stofnanirnar. Vilja umhverfisvænt laxeldi Hafrannsóknastofnun gaf í sumar út sitt fyrsta áhættumat vegna erfðablöndunar eldisfisks við villta laxastofna. Kristján segir að grunn- hugmyndin sé ágæt; að tryggja sem best vernd villtra laxastofna, en vinna þurfi betur að aðferðafræð- inni og þróa. „Við teljum að Hafró hefði átt að taka sér meiri tíma til þess að vinna að forsendum mats- ins. Sérstaklega höfum við haldið því á lofti að Hafró taki tillit til mótvægisaðgerða sem muni minnka hættu á mögulegri erfðablöndun til muna. Það var ekki gert. Í Noregi hefur nýverið verið tekinn upp stað- all um hvernig mögulegri hættu á erfðablöndun er haldið undir hættu- mörkum og hefur það gefist vel. Við höfum verið í samtali við Hafró frá því í sumar um útfærslu á slíkum mótvægisaðgerðum og væntum ár- angurs úr þeirri vinnu fljótlega á þessu ári,“ segir Kristján. Hann segir að Háafell hafi lýst því yfir í þessum samtölum að það sé tilbúið til samvinnu um að útfæra fyrsta áfanga umhverfisvæns lax- eldis í Ísafjarðardjúpi með þeim mótvægisaðgerðum sem til þurfi til þess að halda umhverfisáhrifum undir ásættanlegum mörkum. „Við erum ekki að tala um 30 þúsund tonnna framleiðslu í einu vetfangi, eins og stundum er haldið fram. Við leggjum upp með að laxeldið í Djúp- inu fari rólega af stað á meðan að- ferðirnar eru að sanna sig og vís- indamenn sannreyna að þær séu í lagi.“ Huga þarf að sjúkdómamálum Háafell sagði sig úr Landssam- bandi fiskeldisstöðva í sumar vegna ágreinings um stefnumótun í fisk- eldi. „Í þeirri skýrslu [tillögu að stefnumótun] fannst okkur heldur fátæklega farið yfir helstu áskor- unina sem allar fiskeldisþjóðir standa frammi fyrir en það eru heil- brigðis- og sjúkdómamál,“ segir Kristján. Hann getur þess að Háafell hafi viðrað við stjórnvöld þá tillögu að eldissvæðum verði skipt upp í fram- leiðslusvæði með ákveðnum smit- þröskuldum. Ísafjarðardjúp yrði þá skilgreint sem lokað framleiðslu- svæði þar sem öll umferð eldisbáta frá öðrum fjörðum eða löndum yrði bönnuð og sömuleiðis flutningur seiða og stærri fisks á milli svæða.“ Áætlanir um uppbyggingu Háafell er tilbúið með stór og heilbrigð laxaseiði sem hægt er að setja út strax í vor, ef leyfi fengist. Kristján segir að tilbúnar séu áætl- anir um uppbyggingu fiskeldisins. Um leið og leyfi fást til laxeldis er áætlað að stækka seiðastöðina á Nauteyri. Undirbúningi fyrir það er að mestu lokið. Ætlunin er að færa alla fiskvinnslu HG og Háafells á einn stað í nýrri byggingu við Ísa- fjarðarhöfn eftir þrjú til fjögur ár. „Eftir langt og strangt ferli erum við tilbúnir að hefja uppbygginguna. Það hafa verið byggðar upp miklar væntingar vegna fiskeldis hér í samfélaginu við Djúp. Þær koma eins og ákveðinn lífsneisti eftir langt varnartímabil á norðan- verðum Vestfjörðum. Ég tel að bæði við og stjórnvöld skuldum íbúum svæðisins það að koma hlutunum á hreyfingu og hefja uppbyggingu í sátt við náttúru og menn,“ segir Kristján. Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun, segir að stofnunin sé að skoða það með Landssambandi fiskeldisstöðva og Háafelli sem stendur utan samtakanna hvaða áhrif tilteknar mótvægis- aðgerðir í sjókvíaeldi hafi. Hann nefnir hugmyndina um að setja eingöngu út stór laxaseiði. Rann- sóknir virðist sýna að þau rati síður upp í árnar en minni seiðin. Þá virðist það draga mikið úr stroki úr laxeldiskvíum þegar öll seiðin eru yfir ákveð- inni stærð. Þá sé verið að skoða áhrif ljósastýringar til að auka vöxt fisks- ins án þess að flýta kynþroska. Ragnar segir enn of snemmt að segja til um það hvort þær mótvægis- aðgerðir sem rætt hefur verið um breyti forsendum áhættumats um bann við laxeldi í tilteknum fjörðum. „Við þurfum að vera öruggir með að erfðablöndun verði undir því 4% marki sem sett er. Ef hægt er að tryggja það við eldi í Ísafjarðardjúpi og annars staðar, þá er hægt að leyfa það,“ segir Ragnar. Skoða mótvægisaðgerðir HAFRANNSÓKNASTOFNUN Slátrað upp úr síðustu kvínni  Sextán ára sögu fiskeldis HG í Ísafjarðardjúpi lokið í bili  Stór og heilbrigð seiði tilbúin til útsetningar í vor en það strandar á leyfum  Stefnt að umhverfisvænu fiskeldi í Djúpinu Álftafjörður Brunnbáturinn Papey við eldiskví Háafells. Nú er verið að ljúka við að slátra upp regnbogasilungi en ekki hafa fengist leyfi til að ala lax. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Verkefni Kristján G. Jóakimsson hefur stýrt fiskeldi HG frá upphafi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.