Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet er að þróa hugbúnað sem sér fyrir truflanir í raforkuflutnings- kerfinu og auðveldar stjórnstöð að stýra framhjá þeim. Búnaðurinn er afrakstur stórs Evrópuverkefnis sem nefnist Garpur og er Landsnet fyrsta flutningsfyrirtækið sem getur reikn- að út áhættu í rekstri á rauntíma í stjórnstöð sinni. Hefur búnaðurinn reynst vel til þessa. „Okkur hefur vantað aðferðir til að meta áhættuna í raforkukerfinu og setja fram tölulegar upplýsingar um samfélagsleg áhrif truflana,“ segir Íris Baldursdóttir, framkvæmda- stjóri kerfisstjórnunarsviðs Lands- nets. Hún sat í framkvæmdastjórn evrópska verkefnisins og bar ábyrgð á þeim verkhluta sem snéri að þróun nýrrar aðferðafræði í áreiðanleika- greiningu fyrir stjórnstöðvar. „Við erum með mikið lestað kerfi sem oft reynir á. Við viljum lágmarka straumleysi og veita notendum eins mikið afhendingaröryggi og mögu- legt er. Krafa þeirra er að öryggið sé yfir 99,99% og það er okkar viðmið. Á sama tíma viljum við geta nýtt fjár- festinguna í kerfinu eins vel og unnt er. Þessi sjónarmið togast sífellt á,“ segir Íris. Mikill kostnaður af straumleysi Landsnet er eitt af sjö raforku- flutningsfyrirtækjum í Evrópu sem tóku þátt í rannsóknarverkefninu en það hlaut íslenska nafnið Garpur enda kom hugmyndin héðan. Einnig tóku tólf háskólar og rannsókn- arstofnanir þátt. Evrópusambandið styrkti verkefnið í 7. rammaáætlun en það kostaði tæplega 11 milljónir evra eða sem nemur tæplega 1,4 milljörðum króna. Verkefninu er nú lokið. „Þótt háspennubúnaðurinn okkar sé tiltölulega áreiðanlegur og við stöndumst fyllilega samanburð við nágrannalönd okkar, þá leiða bilanir hér á landi oftar til straumleysis hjá notendum en þekkist á hinum Norð- urlöndunum. Það er merki um að kerfið okkar er ekki eins samtengt og önnur kerfi og tengingar veikar milli landsvæða. Hefur þetta mikinn kostnað í för með sér, bæði hjá not- endum og raforkuframleiðendum,“ segir Íris. Samfélagslegur kostnaður vegna straumrofs er metinn rúmlega 1,4 milljarðar króna á ári, samkvæmt nýútgefinni skýrslu starfshóps um rekstrartruflanir á Íslandi. Mestu áhrifin eru á verslun og viðskipti. Íris bendir á að til mikils sé að vinna þeg- ar reynt er að draga úr truflunum. Samfélagið nánast lamist. Þá sé tölu- vert um keyrslu varaaflsstöðva sem ganga fyrir olíu og valda aukinni kol- efnislosun. „Rannsóknin gekk út á það að þróa aðferðafræði til að meta hættu á truflunum í rauntíma,“ segir Íris. Áhættan er metin á þjóðhagslegum grunni þar sem tekið er tillit til kostnaðar samfélagsins vegna straumleysis og kostnaðar markaðs- aðila vegna óhagkvæmni í raforku- framleiðslu og orku sem fer til spill- is.“ Aðferðafræði Garps grundvallast á líkindafræði. Íris bendir á að hér á landi hafi í þrjátíu ár verið safnað upplýsingum um truflanir, hvenær þær hafa orðið, hvar og við hvaða að- stæður. Búnaðurinn noti þessar upp- lýsingar auk upplýsinga um kostnað og möguleg viðbrögð til að koma í veg fyrir truflun. Það kemur sér einnig vel að Landsnet stendur fram- arlega við þróun hátæknilausna við stjórnun raforkukerfisins og sjálf- virkni. Niðurstöður á mínútu fresti Það var því ekki tilviljun að ákveð- ið var að taka tilraunaútgáfu hug- búnaðarins fyrst í notkun í stjórnstöð Landsnets. Búnaðurinn reiknar hættuna af truflunum út frá ótrúlegu magni upplýsinga og skilar niður- stöðum á einnar mínútu fresti. Hann má einnig nota til að prófa mismun- andi úrlausnir til að draga úr áhættu í kerfinu áður en ákveðið er hvernig skuli stýra sér frá hættunni. Það er til dæmis hægt að gera með því að færa framleiðslu á milli virkjana til að draga tímabundið úr flutningi raf- orku milli landshluta. „Við þurfum að keyra þetta kerfi til að sjá hvort það gefi réttar niður- stöður. Það hefur gengið vel til þessa. Niðurstöður hugbúnaðarins ríma við sérfræðimat starfsmanna í stjórn- stöð Landsnets. Þeir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af rekstri kerf- isins en fagna því jafnframt að fá að- gang að hugbúnaði sem gefur þeim tölulegar niðurstöður sem styðja oft á tíðum við erfiðar ákvarðanir,“ segir Íris. Garpur verður áfram í þróun og Íris segir að þörf sé á að nota gervi- greind til að bæta hugbúnaðinn enn frekar. Landsnet er að skoða mögu- leika á samstarfi við önnur flutnings- fyrirtæki og birgja um þann þátt. Staðfestir veikleika kerfisins Niðurstöður verkefnisins nýtast raforkuflutningsfyrirtækjum á ýms- an annan hátt, meðal annars við eign- astýringu og kerfisþróun til fram- tíðar. „Við sjáum að aðferðafræðin getur nýst okkur við valkostagrein- ingu við ákvarðanir um fjárfestingar til framtíðar. Hugbúnaðurinn dregur skýrar fram áskoranir sem við höfum lengi vitað um. Það staðfestir fyrra mat okkar á því að truflanir á Suð- urnesjalínu hafa mestu samfélags- legu áhrifin og að byggðalínuhring- urinn er veiki hlekkurinn fyrir alla landshluta,“ segir Íris. Landsnet hef- ur einmitt unnið að undirbúningi að styrkingu Suðurnesjalínu og byggða- línunni á Norður- og Norðaustur- landi. Garpur sér fyrir bilanir  Landsnet tekur þátt í að þróa hugbúnað sem nýtist stjórnstöð til að draga úr hættu á að straumur fari af  Tilraunaútgáfan fyrst í notkun hér  Afrakstur stórs evrópsks rannsóknaverkefnis Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdastjóri Íris Baldursdóttir ber ábyrgð á rekstri flutningskerfis Landsnets og kerfisstjórnun og að alltaf sé jafnvægi á milli raforkunotkunar og raforkuvinnslu. Svið hennar er miðstöð snjallnetsvæðingar kerfisins. Stjórnandi » Íris Baldursdóttir er raf- magnsverkfræðingur frá Há- skóla Íslands og stundaði framhaldsnám við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokk- hólmi. » Hún hóf störf hjá Landsneti á árinu 2006 og hefur verið framkvæmdastjóri kerfis- stjórnunarsviðs frá árinu 2015. Raforkunotkun er oft í hámarki vikurnar fyrir jól bæði vegna kulda en fyrst og fremst vegna aukinnar verslunar og þjónustu. Á þessum tíma er líka oft slæmt veður og því geta fylgt truflanir í flutningskerf- inu. „Í desember urðum við vör við mikið álag í raforkukerfinu og sáum álagstopp sem var hærri en áður hefur mælst. Á síðustu árum hefur álagstoppurinn þó verið að færast fram í febrúar og aftur til nóvember, meðal annars vegna rafvæðingar fiskimjölsverksmiðja á landinu, og því er að lengjast sá hluti ársins þar sem raforkunotk- un er í hámarki,“ segir Íris Bald- ursdóttir. Stjórnstöð Landsnets er í góðu sambandi við Veðurstofu Íslands og byggir viðbragð á gögnum það- an og segir Íris að þau séu orðin mun nákvæmari og áreiðanlegri en áður var. Aðferðafræði Garps taki einnig inn veðurspárgögn enda hafi veðurfar töluverð áhrif á líkur á truflunum, til viðbótar öðrum þáttum eins og viðhaldi í kerfinu og ástandi búnaðar. „Við erum alltaf á vaktinni og fylgjumst vel með veðurspá og metum möguleg áhrif á kerf- isreksturinn. Garpur gerir okkur líka kleift að meta áhættuna með tölulegum hætti og miðla því áfram til okkar viðskiptavina.“ Íris segir að með bættri grein- ingu í stjórnstöð og bættum upp- lýsingum sé mögulegt með réttu viðbragði að koma í veg fyrir að bilanir valdi truflun á raf- orkuafhendingu til notenda. Í vik- unni fyrir jól gengu nokkrar lægðir yfir landið og þá var brugðist við með því að jafna flutning milli landshluta eins og hægt var og minnka þannig áhrif truflana eftir byggðalínunni. „Slíkar aðgerðir hafa oft borið árangur en að þessu sinni reyndi hins vegar ekki á þær því bilanir urðu ekki í flutnings- kerfinu. Á jólanótt varð hins vegar bilun á Sultartangalínu 3 sem ligg- ur frá Sultartangastöð og niður í Hvalfjörð. Þetta er sterkbyggð 400 kV lína, rekin á 220 kV, með mikla flutningsgetu. Kerfið á Suð- vesturlandi er hins vegar möskvað með mörgum tengingum og tóku aðrar línur við flutningi hennar þegar hún bilaði og urðu notendur því ekki varir við þessa truflun nema mögulega blikk í ljósum sem varð í skammhlaupinu. Á meðan gert var við línuna þurfti að biðja framleiðendur um að breyta fram- leiðslu sinni til að jafna aflflutning eftir þeim línum sem tóku við og koma í veg fyrir yfirlestun og frek- ari truflanir,“ segir Íris. Hærri álagstoppur en áður hefur sést fyrir jól STJÓRNSTÖÐ FYLGIST MEÐ VEÐURSPÁ Skútuvogur 1c, 104 Reykjavík | Sími 550 8500 | www.vv.is sjáu mst! Frískleg og hugvitsamleg hönnun, þau eru afar létt og þæginleg í notkun. Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi. • Ljósstyrkur: 220 lm • Drægni: 130 m • Þyngd: 93 g • Endurhlaðanlegt • Vatnsvarið: IPX6 • Stillanlegur fókus og halli • Hvítt kraftmikið LED ljós og eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón Útsölustaðir: Ísleifur Jónson, Gangleri Outfitters, Hverfisgötu 82, Rvk. Afreksvörur, Glæsibæ, Rvk. Byko Granda, Rvk. KM Þjónustan, Vesturbraut 20, Búðardal. Eins og fætur toga, Bæjarlind 4, Kópavogi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.