Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Vatnajökull Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi á því eru skálar Jöklarannsóknafélags Íslands. Í fjarska sér til Heklu sem ber við himin hægra megin. RAX Lái mér hver sem vill. Ég hef áhyggjur af því hvernig margir nálgast umræðu um skattheimtu ríkisins. Hugmyndafræðin sem liggur þar að baki er mér ekki aðeins óskilj- anleg heldur gengur hún gegn öllum hug- myndum mínum um frelsi einstaklinga til orðs og athafna, eignarrétt og tilgang ríkisvaldsins. Alþingi afgreiddi fjárlög fyrir árið sem nú er gengið í garð síðastliðinn föstudag. Aldrei hafa tekjur ríkisins verið áætlaðar hærri og hið sama á við um útgjöldin. Heildargjöld ríkis- ins samkvæmt fjárlögum verða rúm- lega 807 milljarðar króna en út- gjöldin hækkuðu um liðlega tvo milljarða í meðförum þingsins. Heild- artekjur verða 840 milljarðar gangi frumvarpið eftir – um 64 milljörðum krónum hærri en fjárlög síðasta árs en rúmlega 25 milljörðum hærri en endurmetin tekjuáætlun ríkissjóðs. Á þessu ári gera fjárlög ráð fyrir að skatttekjur og tryggingagjald verði yfir 35 milljörðum hærri en endur- skoðuð áætlun fyrir síðasta ár gerir ráð fyrir. Á móti lækka arðgreiðslur til ríkissjóðs verulega. Á þessu ári er gert ráð fyrir að arð- greiðslur til ríkissjóðs verði um 18,7 millj- arðar en á síðasta ári námu arðgreiðslur um 39,8 milljörðum, langt umfram það sem reikn- að var með. Munaði þar mest um háar arð- greiðslur frá bönk- unum. Ríkissjóður hefur fitnað ágætlega á síð- ustu árum – hann hefur fengið að njóta hag- vaxtar líkt og flestir landsmenn. Þrátt fyrir að slakað hafi verið á skattaklónni undir forystu Sjálfstæð- isflokksins – almenn vörugjöld af- numin, tollar felldir niður af flestum vörum, tekjuskattur einstaklinga lækkaður, milliþrep afnumið og tryggingagjald lækkað – verða skatt- tekjur og tryggingagjald rúmlega 187 milljörðum krónum hærri á þessu ári að nafnverði en árið 2013. Á föstu verðlagi er hækkunin um 150 milljarðar króna eða yfir 27%. „Getuleysi“ við tekjuöflun Þessi gríðarlega tekjuaukning er ekki nægjanleg í huga þeirra sem kalla á aukna skattheimtu. Í um- ræðum um fjárlög var ríkisstjórnin sökuð um „getuleysi“ til að afla tekna. „Milljarðar tekna eru gefnir eftir í frumvarpinu,“ sagði formaður Samfylkingarinnar í þingræðu. Fé- lagi hans og fulltrúi í fjárlaganefnd var sama sinnis: „Tekjuleiðirnar eru svo sannarlega fyrir hendi. Þær eru bara ekki nýttar.“ Af málflutningi flestra þingmanna stjórnarandstöðunnar um fjárlög var ekki hægt að draga aðra ályktun en að ríkisstjórnin væri að boða um- fangsmikla lækkun skatta. Fátt var fjær sannleikanum (því miður). Kol- efnisgjöld voru hækkuð um 50% og fjármagnstekjuskattur hækkaður úr 20% í 22% (en á móti var frítekju- mark vaxtatekna hækkað). Flest gjöld voru hækkuð til samræmis við spá um þróun verðlags. Það var helst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, sem gerði athugasemdir við fyr- irhugaðar hækkanir. Logi Einarsson botnaði ekkert í þeim athuga- semdum: „Ég skildi ekki alveg hvað hann [Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son] var að tala um vegna þess að nettóeftirgjöf tekna í fjárlögunum frá fjárlögum Benedikts Jóhannes- sonar er um 15 milljarðar og það á að gefa frekar eftir.“ „Eftirgjöfin“ sem formaður Sam- fylkingarinnar kallaði svo var meðal annars fólgin í því að hækka ekki kol- efnisgjöld um 100% heldur „aðeins“ um 50%. Í frumvarpi sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármála- ráðherra, lagði fram í september síð- astliðnum var tillaga um tvöföldun kolefnisgjaldsins. Rétt er að taka fram að í umræðum um frumvarpið, sem aldrei náði fram að ganga þar sem ríkisstjórnin sprakk, lýsti ég yf- ir andstöðu við slíka hækkun og var ekki einn meðal stjórnarþingmanna í andstöðunni. Eitthvað er öfugsnúið En 50% hækkun skatta er engu að síður „eftirgjöf“ á tekjum í huga skattaglaðra stjórnamálamanna. Þegar Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaga- nefnd, gerði grein fyrir nefndaráliti sagði hann meðal annars: „Við erum núna í dag eða vorum að greiða atkvæði um í morgun að ekki ætti að hækka kolefnisgjaldið eins og til stóð. Það eru tveir millj- arðar sem ríkisstjórn Vinstri- grænna er að afsala sér.“ Í andsvörum við Willum Þór Þórs- son, formann fjárlaganefndar, sagði Ágúst Ólafur að með því að ýta á „einn takka“ hefðu tveir milljarðar farið frá ríkinu: „Hið sama má segja um fjár- magnstekjuskattinn. Við ýttum á einn takka og ákváðum að fjár- magnstekjuskatturinn yrði 22%. Af hverju ekki 25%? Auðlegðarskatt- urinn er ekki flókið framlag. Við vor- um með auðlegðarskatt sem gaf 5-10 milljarða, allt eftir því hvernig áraði. Þetta er ekkert svo flókið, það sem skortir er pólitískur vilji þessara blessuðu stjórnarflokka.“ Það er eitthvað öfugsnúið við þá röksemdafærslu að ríkissjóður sé að „afsala“ sér tekjum með því að hækka ekki skatta og álögur meira en lagt er til. Að þingmenn setjist niður og reikni hve „nettóeftirgjöf tekna“ er mikil vegna þess að skatt- heimta á fyrirtæki og einstaklinga er ekki eins þung og þeir vilja er áhyggjuefni – ekki aðeins fyrir mig sem hægrimann heldur fyrir allt launafólk. Virðingin fyrir sjálfsaflafé og eignum einstaklinga er lítil. Engu er líkara en hinir skattaglöðu stjórn- málamenn líti svo á að ríkið eigi rétt á öllu því sem einstaklingurinn aflar og að ríkið „afsali sér“ því sem hann fær að halda eftir þegar búið er að greiða skatta – veiti „nettóeftirgjöf“ í góðsemi sinni. Eftir Óla Björn Kárason »Það er eitthvað öfugsnúið við þá röksemdafærslu að ríkissjóður sé að „afsala“ sér tekjum með því að hækka ekki skatta og álögur meira en lagt er til. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Að afsala sér tekjum annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.