Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Björn Gunnarsson
Höskuldur Björnsson
Þegar verið er að skoða hugsanleg
áhrif framkvæmda á grunnsævi á
búsvæði fiskungviðis er mikilvægt
að leggja mat á hlutfall nýliða
hverrar tegundar sem þar elst upp.
Vitað er að sumar tegundir eins og
skarkoli og fleiri flatfiskar alast
eingöngu upp á grunnslóð og ekk-
ert af ungviði þeirra kemur fram í
togararalli Hafrannsóknastofnunar
þar sem aðeins 80 af 590 stöðvum
eru á minna en 100 m dýpi, 8
minna en 50 m dýpi og sú grynnsta
á 23 m dýpi. Annað dæmi um teg-
und sem elst eingöngu upp á
grunnsævi er ufsi. Smáufsi sést
víða við bryggjur en eins árs ufsi
sést varla í togararallinu og tveggja
ára ufsi lítið. Smáýsa skilar sér
hinsvegar í nokkrum mæli í togara-
rallinu við eins árs aldur og þorsk-
ur liggur á milli ýsu og ufsa.
Aldursaflagreiningu má nota til
að fá fram hugmyndir um hlutdeild
grunnslóðar í uppeldissvæði þorsks.
Er þá stærð árgangs samkvæmt
stofnmati borin saman við vísitölu
sama árgangs í stofnmælingu við
eins árs aldur. Ef lína, sem dregin
er í gegnum gögnin, sker y-ásinn
langt frá núllpunktinum bendir það
til að verulegur hluti stofnsins sé á
svæði sem stofnmælingin nær ekki
yfir. Fyrir þorsk er skurðpunktur-
inn í sambandi stærðar árgangs og
vísitölu eins árs fisks nálægt 70
milljónum nýliða sem er um 50% af
meðalárgangi síðustu þriggja ára-
tuga en hjá ýsu er skurðpunkturinn
nálægt núlli.
Stærstu þorskstofnar í Atlants-
hafinu í dag eru sá íslenski og
þorskstofninn í Barentshafi sem er
rúmlega þrefalt stærri en sá fyrr-
nefndi. Á báðum hafsvæðunum fara
fram stofnmælingar með botnvörpu
snemma árs. Samanburður á lengd-
ardreifingum bendir til að verulega
meira, hlutfallslega, sé af smá-
þorski á landgrunninu í Barents-
hafinu en við Ísland. Hér ber að
hafa í huga að veiðarfærið sem not-
að er í Barentshafi veiðir smá-
þorskinn hugsanlega betur. Hins-
vegar er metið sjálfrán þorsks í
Barentshafi jafnan töluvert meira
en á rallslóðinni við Ísland1). Það
rennir frekari stoðum undir þá
kenningu að ungviðið við Ísland
haldi sig að hluta annarsstaðar en
fullorðni þorskurinn.
Einu kerfisbundnu rannsóknir
Hafrannsóknastofnunar inni á
fjörðum og flóum landsins, þar sem
þorskungviði kemur við sögu, eru
rækjuleiðangrar á grunnslóð sem
farið hafa fram í meira en 30 ár á
fjörðum norðan- og norðvestan-
lands. Í rækjuleiðöngrunum fæst
talsvert af þorski og ýsu en mjög
lítið af ufsa. Þessi gögn eru þó
þeim annmörkum háð að flestar
stöðvar eru á leirkenndum sléttum
botni á 65-130 m dýpi. Rannsóknir
fara því ekki fram nema að litlu
leyti á svæðum sem hægt er að
heimfæra á eiginlegt grunnsævi.
Lengdardreifing þorsks úr þessum
leiðöngrum sýnir mikinn fjölda
þorsks á fyrsta ári rétt eins og í
Barentshafi.
Niðurstöður þessara athugana
benda til þess að verulegur hluti
þorskstofnsins og margra annarra
nytjastofna alist upp inni á fjörðum
og flóum hér við land. Mikil óvissa
er hins vegar um hve stór hluti það
er.
Grunnsævið (minna en 50 m
dýpi) hér við land er lítt kannað og
kortlagt. Flatarmál þess er um 20
þúsund km2. Þar af um 5000 km2
minna en 20 m dýpi sem er að lík-
indum mikilvægasta búsvæði seiða
margra tegunda. Til samanburðar
er íslenska landgrunnið, á minna en
200 m dýpi, um 120 þúsund km2.
Stærð heppilegra búsvæða getur
verið takmarkandi þáttur í af-
rakstri margra fiskistofna 2),3),4),5),6)
og því er afar brýnt að umgangast
þau af varúð.
Heimildir:
1) Yaragina o.fl., 2009
2) Seitz o.fl., 2014
3) Juanes, 2007
4) Le Pape, 2003
5) Gibson, 1994
6) Rijnsdorp o.fl., 1992
Firðir og flóar – búsvæði þorskungviðis
Höfundar fjalla um út-
breiðslu þorskungviðis
við Ísland, bera saman
við Barentshaf og leiða
líkur að því að umtals-
verður hluti íslenska
þorskstofnsins hafi alist
upp á grunnsævi.
Höfundar eru starfsmenn
Hafrannsóknastofnunar.
Ísland, meðaltal 2013-2017
Barentshaf, árið 2017
7,5 17,5 27,5 37,5 47,5 57,5 67,5 77,5 87,5 97,5 107,5 117,5 127,5
300
250
200
150
100
50
0
Vísitölur þorsks í stofnmælingum
lengd, cm
300
250
200
150
100
50
0
’85 ’87 ’89 ’91 ’93 ’95 ’97 ’99 ’01 ’03 ’05 ’07 ’09 ’11 ’13
Vísitala eins árs fisks á móti stærð árgangs
Stærð árgangs samkvæmt aldurs-
aflagreiningu 1984-2013, milljónir fiska
Þorskur Ýsa
Vísitala eins árs fisks í stofnmælingu
Þorskur Ýsa
Meðalfjöldi þorsks eftir lengd 1988-2017
50
40
30
20
10
0
.000
0 2 4 6 8 10 12 16 20 30 40 50 60 cm
lengd
Meðalfjöldi á stöð í rækjuleiðöngrum
á grunnslóð við Ísland 1988 til 2017
Heildarfjöldi eins árs
þorsks, ýsu og ufsa
Í togararalli 1985-2017, þúsundir
600
500
400
300
200
100
0
.000
Þorskur Ýsa Ufsi
130 0,61
658
Höskuldur
Björnsson
Björn
Gunnarsson
Ljósmynd/Erlendur Bogason
Uppeldi
Þorskseiði í
þaraskógi.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?