Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Björn Gunnarsson Höskuldur Björnsson Þegar verið er að skoða hugsanleg áhrif framkvæmda á grunnsævi á búsvæði fiskungviðis er mikilvægt að leggja mat á hlutfall nýliða hverrar tegundar sem þar elst upp. Vitað er að sumar tegundir eins og skarkoli og fleiri flatfiskar alast eingöngu upp á grunnslóð og ekk- ert af ungviði þeirra kemur fram í togararalli Hafrannsóknastofnunar þar sem aðeins 80 af 590 stöðvum eru á minna en 100 m dýpi, 8 minna en 50 m dýpi og sú grynnsta á 23 m dýpi. Annað dæmi um teg- und sem elst eingöngu upp á grunnsævi er ufsi. Smáufsi sést víða við bryggjur en eins árs ufsi sést varla í togararallinu og tveggja ára ufsi lítið. Smáýsa skilar sér hinsvegar í nokkrum mæli í togara- rallinu við eins árs aldur og þorsk- ur liggur á milli ýsu og ufsa. Aldursaflagreiningu má nota til að fá fram hugmyndir um hlutdeild grunnslóðar í uppeldissvæði þorsks. Er þá stærð árgangs samkvæmt stofnmati borin saman við vísitölu sama árgangs í stofnmælingu við eins árs aldur. Ef lína, sem dregin er í gegnum gögnin, sker y-ásinn langt frá núllpunktinum bendir það til að verulegur hluti stofnsins sé á svæði sem stofnmælingin nær ekki yfir. Fyrir þorsk er skurðpunktur- inn í sambandi stærðar árgangs og vísitölu eins árs fisks nálægt 70 milljónum nýliða sem er um 50% af meðalárgangi síðustu þriggja ára- tuga en hjá ýsu er skurðpunkturinn nálægt núlli. Stærstu þorskstofnar í Atlants- hafinu í dag eru sá íslenski og þorskstofninn í Barentshafi sem er rúmlega þrefalt stærri en sá fyrr- nefndi. Á báðum hafsvæðunum fara fram stofnmælingar með botnvörpu snemma árs. Samanburður á lengd- ardreifingum bendir til að verulega meira, hlutfallslega, sé af smá- þorski á landgrunninu í Barents- hafinu en við Ísland. Hér ber að hafa í huga að veiðarfærið sem not- að er í Barentshafi veiðir smá- þorskinn hugsanlega betur. Hins- vegar er metið sjálfrán þorsks í Barentshafi jafnan töluvert meira en á rallslóðinni við Ísland1). Það rennir frekari stoðum undir þá kenningu að ungviðið við Ísland haldi sig að hluta annarsstaðar en fullorðni þorskurinn. Einu kerfisbundnu rannsóknir Hafrannsóknastofnunar inni á fjörðum og flóum landsins, þar sem þorskungviði kemur við sögu, eru rækjuleiðangrar á grunnslóð sem farið hafa fram í meira en 30 ár á fjörðum norðan- og norðvestan- lands. Í rækjuleiðöngrunum fæst talsvert af þorski og ýsu en mjög lítið af ufsa. Þessi gögn eru þó þeim annmörkum háð að flestar stöðvar eru á leirkenndum sléttum botni á 65-130 m dýpi. Rannsóknir fara því ekki fram nema að litlu leyti á svæðum sem hægt er að heimfæra á eiginlegt grunnsævi. Lengdardreifing þorsks úr þessum leiðöngrum sýnir mikinn fjölda þorsks á fyrsta ári rétt eins og í Barentshafi. Niðurstöður þessara athugana benda til þess að verulegur hluti þorskstofnsins og margra annarra nytjastofna alist upp inni á fjörðum og flóum hér við land. Mikil óvissa er hins vegar um hve stór hluti það er. Grunnsævið (minna en 50 m dýpi) hér við land er lítt kannað og kortlagt. Flatarmál þess er um 20 þúsund km2. Þar af um 5000 km2 minna en 20 m dýpi sem er að lík- indum mikilvægasta búsvæði seiða margra tegunda. Til samanburðar er íslenska landgrunnið, á minna en 200 m dýpi, um 120 þúsund km2. Stærð heppilegra búsvæða getur verið takmarkandi þáttur í af- rakstri margra fiskistofna 2),3),4),5),6) og því er afar brýnt að umgangast þau af varúð. Heimildir: 1) Yaragina o.fl., 2009 2) Seitz o.fl., 2014 3) Juanes, 2007 4) Le Pape, 2003 5) Gibson, 1994 6) Rijnsdorp o.fl., 1992 Firðir og flóar – búsvæði þorskungviðis Höfundar fjalla um út- breiðslu þorskungviðis við Ísland, bera saman við Barentshaf og leiða líkur að því að umtals- verður hluti íslenska þorskstofnsins hafi alist upp á grunnsævi. Höfundar eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar. Ísland, meðaltal 2013-2017 Barentshaf, árið 2017 7,5 17,5 27,5 37,5 47,5 57,5 67,5 77,5 87,5 97,5 107,5 117,5 127,5 300 250 200 150 100 50 0 Vísitölur þorsks í stofnmælingum lengd, cm 300 250 200 150 100 50 0 ’85 ’87 ’89 ’91 ’93 ’95 ’97 ’99 ’01 ’03 ’05 ’07 ’09 ’11 ’13 Vísitala eins árs fisks á móti stærð árgangs Stærð árgangs samkvæmt aldurs- aflagreiningu 1984-2013, milljónir fiska Þorskur Ýsa Vísitala eins árs fisks í stofnmælingu Þorskur Ýsa Meðalfjöldi þorsks eftir lengd 1988-2017 50 40 30 20 10 0 .000 0 2 4 6 8 10 12 16 20 30 40 50 60 cm lengd Meðalfjöldi á stöð í rækjuleiðöngrum á grunnslóð við Ísland 1988 til 2017 Heildarfjöldi eins árs þorsks, ýsu og ufsa Í togararalli 1985-2017, þúsundir 600 500 400 300 200 100 0 .000 Þorskur Ýsa Ufsi 130 0,61 658 Höskuldur Björnsson Björn Gunnarsson Ljósmynd/Erlendur Bogason Uppeldi Þorskseiði í þaraskógi. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.