Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 54

Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 54
Önnur lög sem voru nálægt því að komast á lista voru B.O.B.A. með Jóa Pé og Króla, sem áttu vægast sagt magnaða innkomu á tónlistarsviðið í ár. Ég vil það með Chase og Jóa Pé naut einnig mikilla vinsælda. Þá sendi Nýdönsk frá sér nýja plötu á árinu og hef- ur smáskífan Stundum notið mikilla vinsælda á stöðinni. Védís Hervör með lagið Blow My Mind var einnig ofarlega á lista. Lag Júníusar Meyvants, Mr. Minister Great, naut sömu- leiðis mikilla vinsælda. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Morgunblaðið/Ófeigur Mögnuð inn- koma Jói Pé og Króli áttu sterka innkomu á tón- listarsviðið í ár. Vinsælustu íslensku lögin á K100 Íslensk tónlist var sem fyrr í miklum blóma á árinu. Íslendingar héldu áfram að slá í gegn á erlendri grundu og varð hljómsveitin Kaleo t.d. endanlega heimsfræg á árinu og söngkonan Glowie skrifaði undir samn- ing við erlenda útgáfurisann Columbia. Rappið hélt áfram að tröllríða landanum og litu nokkrar nýjar rappstjörnur dagsins ljós á árinu. Einn dans Páll Óskar hélt stórtónleika í Laugardalshöll á árinu og átti einnig eitt vin- sælasta lag ársins. Sigurvegari Svala Björgvins var sigur- vegari Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Vinsælastur Friðrik Dór hélt á árinu tónleika ásamt hljómsveit í Eldborg í Hörpu sem mæltust vel fyrir. Hann á vinsælasta lagið á K100 í ár. Morgunblaðið/Eggert 1. Hringdu í mig – Friðrik Dór Samstarf Friðrik Dórs og tónlistargengisins StopWait- Go ætlar að reynast farsælt. Árið 2016 gerðu þeir lagið Dönsum eins og hálfvitar, sem varð eitt vinsælasta lag þess árs, og í ár var það smellurinn Hringdu í mig sem leit dagsins ljós. Landsmenn voru duglegir að syngja með þessu grípandi lagi sem trónir efst á lista yfir þau ís- lensku lög sem fengu mesta spilun á árinu. 2. Einn dans – Páll Óskar Árið 2017 var annasamt hjá poppstjörnu Íslands. Palli sendi m.a. frá sér nýja plötu og hélt eina stærstu tónleika sem hafa verið haldnir hér á landi í Laugardalshöllinni í september og desember. Lagið Einn dans kom út á vor- mánuðum og sló strax í gegn en með Palla í laginu eru áðurnefnd tónlistarséní í StopWaitGo. 3. Paper – Svala Svala naut mikilla vinsælda á árinu eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem hún vann með miklum glæsibrag. Hún hefur verið mikið hér á landi á árinu en hún er ennþá búsett í Los Angeles ásamt manni sínum, Einari Egilssyni. Svala söng sig inn í hug og hjarta þjóð- arinnar með lagið Paper og kemur ekki óvart að það sé ofarlega á lista þegar árið er gert upp. 4. Grenja (ásamt Sölku Sól) – Baggalútur Baggalútsmenn spruttu fram með óvæntan sumarsmell ásamt hinni hæfileikaríku Sölku Sól á árinu. Texti lags- ins er grípandi og smellinn, eins og yfirleitt þegar Baggalútur er annars vegar, og varð „viltu ekki bara fara að grenja?“ einn af frösum ársins. 5. Hvað með það – Daði Freyr Glæný poppstjarna fæddist á árinu í Söngvakeppni Sjón- varpsins. Hávaxni sjarmörinn Daði Freyr bræddi hjörtu landsmanna með óvenjulegri sviðsframkomu og ein- lægni. Lenti Daði í öðru sæti í keppninni og lifði lagið, Hvað með það, góðu lífi eftir hana. ÚTSALA af útsölu- vörum í eftirtöldum verslunum 30-50% AFSLÁTTUR 2. - 21. JANÚAR GÍSL Úlpa Áður kr. 15.990 I kr. 7.995.- 50% kr. 6.650.- 30%VIKTOR/VIGDÍSSoftshell jakki Áður kr. 9.500 BJARKE Dúnjakk m/hettu Áður kr. 12.990 i kr. 6.495.- 50% kr. 6.495.- 50%BJARKEDúnjakkián/hettu Áður kr. 12.990 BIRGIT Dúnjakki m/hettu Áður kr. 12.990kr. 6.495.- 50% kr. 6.495.- 50%BIRGITDúnjakkián/hettu Áður kr. 12.990 kr. 9.995.- 50%ASOLO SHIVERGönguferðir ogdagleg not. Áður kr. 19.990 Að auki eru fleiri ASOLO skór á 30-50% afslætti ASOLO Shiver Blu Aster og Passion litir á 50% afslætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.