Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 59

Morgunblaðið - 03.01.2018, Side 59
59 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Margir ganga með þann draum í maganum að verða flinkir í bar- dagalistum og geta sparkað og kýlt eins og hetjurnar í bíómyndunum. Hjá sumum kviknaði draumurinn þegar Ralph Macchio lét fantana kenna á því í Karate Kid, eða þegar Uma Thurman lumbraði á David Carradine í Kill Bill. Fyrirmyndin gæti líka verið Keanu Reeves í Mat- rix, eða hinn fótafimi Jean-Claude Van Damme í Kickboxer. Það skal ósagt látið hvort raun- veruleikinn á mikið skylt við kvik- myndirnar, en bardagaíþróttir geta verið af- skaplega góð lík- amsrækt og gott veganesti út í líf- ið. Halldór Stef- ánsson er þjálfari hjá Karatefélagi Reykjavíkur og segir hann hægt að fara ýmsar leiðir þegar fólk leggur stund á japönsku bardaga- listina karate: „Það má stunda karate sem n.k. listform, sem á sér fornar rætur í bardagalistum Asíu. Þá má líka æfa karate sem sjálfsvarnaríþrótt, eða einfaldlega sem líkamsrækt sem eykur styrk, úthald og liðleika. Loks er hægt að æfa karate sem keppnisíþrótt. Hjá félaginu æfir fjölbreyttur hópur fólks, á öllum aldri, og stundar karate eftir eigin áherslum.“ Fullkomið vald á líkamanum Þeir sem þekkja bardagalistir bara úr bíómyndunum vita oft ekki hvers má vænta á karateæfingum. Er nokkur hætta á því að koma heim með glóðarauga eða brotið nef eftir fyrstu æfingu? Þvert á móti, segir Halldór: „Í karate er einmitt lögð megináhersla á að ná fullkom- inni stjórn á hreyfingum líkamans með það fyrir augum að snerta ekki andstæðinginn. Eflaust er leitun að þeirri íþrótt hér á landi þar sem slysin á keppnismótum eru fátíðari en í karate.“ Karate er líka aðgengileg íþrótt, og þurfa byrjendur ekki að vera kattliðugir, þvengmjóir eða með krafta í kögglum. „Á æfingum æfir hver og einn eins og hann getur, á sínum forsendum. Eftir því sem íþróttin er stunduð lengur kemst fólk í meiri skilning um tilgang æf- inga sem kemur iðkendum í betra form, og eins og í mörgum ein- staklingsíþróttum ræður þolin- mæðin töluverðu um það hversu langt hver og einn nær í íþróttinni.“ Galli innifalinn í æfingagjöldum Karatefélag Reykjavíkur er til húsa í kjallara Laugardalslaugar og hefur þar tvo rúmgóða æfingasali og lítinn tækjasal auk þess að iðk- endur fá að nota þá aðstöðu sem Laugardalslaugin býður upp á. Að vanda býður félagið upp á byrjendanámskeið fyrir börn, ung- linga og fullorðna í janúar en árið um kring er tekið vel á móti nýlið- um. Halldór segir ekki þurfa að mæta í karate-galla í fyrsta tímann og geti fólk komið í þeim íþrótta- fatnaði sem því þykir þægilegastur en karategalli er innifalinn í æfinga- gjaldi allra byrjenda. Bardagaíþróttir eins og karate snúast ekki aðeins um úthugsaðar hreyfingar og fimi heldur um þann aga og lífsstíl sem fylgja íþróttinni. „Í kringum æfingarnar er lögð áhersla á virðingu gagnvart íþrótt- inni og þeim hefðum sem henni fylgja, en þar með er ekki sagt að ekki ríki léttleiki og gleði í salnum.“ Foreldrar sjá þennan aga oft í hyllingum og vænta þess að með því að læra karate tileinki börnin sér betri hegðun. Halldór segir karate enga töfralausn í þeim efnum, en enginn vafi sé á að íþróttin geri ungviðinu gott. „Sjálfur á ég fjögur börn sem æfa karate af miklu kappi og hafa náð mjög góðum árangri í íþróttinni eins og reyndar lang- flestir sem koma og æfa hjá okkur.“ Morgunblaðið/Golli Halldór Stefánsson Einbeiting Beltaprófin kalla á góðan undirbúning og aga. Aðgengileg íþrótt sem æfa má á eigin forsendum Slysin eru sjaldgæf í karate enda ganga æfing- arnar út á að ná fullkomnu valdi á hreyfingum líkamans og snerta ekki andstæðinginn. Kraftur Börn á karate- móti. Janúar er góður tími til að byrja og gæti jafnvel tekist að krækja í nýtt belti fyrir sumarið ef íþróttin er stunduð samviskusamlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.