Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018
Heilbrigði og heilsa
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Guðný Jóna kennir hjá Reebok Fit-
ness og er lærður heilsunuddari,
ÍAK einkaþjálfari og er um þessar
mundir að læra til styrktarþjálfara
hjá Keili. Þess utan á hún að baki
fleiri námskeið í líkamsþjálfun og
heilsurækt en hún treystir sér til að
telja upp að svo stöddu.
Bætir bæði þol og styrk
„Það eru komin mörg ár síðan ég
kynntist tabata-kerfinu en ég hef
kennt tabata-tíma í Reebok Fitness
núna á annað ár,“ segir Guðný,
spurð um æfingarnar. „Ég hef notað
þetta kerfi bæði í einkaþjálfun
ásamt hópþjálfun í mörg ár.“
Tabata-æfingakerfið er að sögn
Guðnýjar uppfinning japanska vís-
indamannsins dr. Izumi Tabata og
rannsóknarliðs hans við National
Institute of Fitness and Sports í
Tókýó. Tabata fann það út að þetta
æfingakerfi skilaði þátttakendum
sérstaklega miklu í að bæta þol og
styrk.
„Ein tabata-lota stendur yfir í 4
mínútur. Þessum fjórum mínútum
er skipt niður í 8 smálotur sem sam-
anstanda af hámarks ákefð og
áreynslu í 20 sekúndna vinnu á móti
10 sekúndna hvíld,“ útskýrir Guðný.
„Æfingarnar eru sambland af þol-
og styrktaræfingum, þar sem við
vinnum ýmist með lóð og stangir eða
okkar eigin líkamsþyngd. Æfing-
arnar eru til dæmis armbeygjur og
hnébeygjur – jafnvel hnébeygju-
hopp, planki, fjallaklifur, framstig
og afturstig,“ bætir hún við. „En það
eru endalausir möguleikar á æfing-
um sem hægt er að leika sér með og
nota.
Nánast allir geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi í tabata
Þegar talið berst að því hvort ta-
bata þjálfar einhvern ákveðinn
vöðvahóp eða líkamshluta öðrum
fremur segir Guðný svo ekki vera.
„Nei, þetta eru bara alhliða æfing-
ar, allt frá því að nota okkar eigin
líkamsþyngd yfir í harðkjarna lyft-
ingar. Mér finnst persónulega mjög
gott að vinna með efri og neðri hluta
líkamans í sömu æfingunni og einnig
gerum við það oft að breyta aðeins
og hendum í stöðvahring og jafnvel
aukum í 30 sekúndna vinnu á móti 15
sekúndna hvíld.“
Guðný Jóna er heldur ekki í vafa
um hvað það er sem skapar þessu
kerfi ákveðna sérstöðu og aðgreinir
það um leið frá öðrum.
„Fyrst og fremst að þetta er mjög
einfalt kerfi. Það geta nánast allir
fundið æfingu við sitt hæfi,“ segir
hún. „Það er hægt að stunda tabata
hvar sem er, hvort sem það er í
vinnunni eða heima í stofu. Eins og
ég sagði áðan þá ertu að vinna í 20
sekúndur á fullu gasi með 100%
ákefð. Ekki 60% eða 75% heldur
100%. Það halda margir eflaust að
það sé ekki hægt að halda út í 100%
ákefð í þennan tíma, en þetta eru
smálotur sem þú gefur allt sem þú
hefur. Þó að hraðinn og þyngdir
minnki eftir því sem líður á, þá ert
þú samt að gera þitt allra besta.
Mjög fjölbreytt og áhrifaríkt.“
Mikilvægt að hlusta á líkamann
Guðný Jóna segir að í raun geti
allir stundað tabata, svo fremi sem
fólk fer ekki fram úr sjálfu sér.
„Í rauninni geta þetta allir, já.
Tímarnir henta fyrir byrjendur jafnt
sem lengra komna þar sem hver og
einn stjórnar sínu álagi. Ég myndi
þó ekki mæla með því að byrjendur
fari á fullum krafti í tabata-tíma, og
það er í raun eitthvað sem á við um
öll æfingakerfi. Það er mikilvægast
að hlusta á líkamann og fara ekki
Að gefa allt
sem þú átt
Tabata er æfingakerfi sem sífellt fleiri falla fyrir
enda fjölbreytilegt og árangursríkt, eins og
Guðný Jóna Þórsdóttir segir frá. Hún hefur
kennt tabata um nokkurt skeið og segir það
í senn einfalt og óendanlega fjölbreytt.
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
Þann 19. janúar gefur
Morgunblaðið út sérblað
tileinkað þorranum
PÖNTUN AUGLÝSINGA
ER TIL 15. JANÚAR
Nánari upplýsingar gefur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐ