Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 61

Morgunblaðið - 03.01.2018, Síða 61
61 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 fram úr sjálfum sér. Eftir því sem líkamlega formið eykst þá getur maður farið að auka ákefðina í æf- ingum og jafnvel þyngdina á lóðum. Við erum öll mismunandi og þolum æfingar misvel. Sum okkar eru til dæmis jafnvel með einhver stoðkerf- isvandamál, sem sprottin eru af meiðslum eða öðrum líkamlegum vandamálum. Það á líka alltaf að vera hægt að biðja þjálfarann um að aðlaga æfinguna við þitt hæfi.“ Dags hvíld milli æfinga er góð Eðli máls samkvæmt er mismun- andi hve mikla ákefð við sýnum í ræktinni og það eru margir sem verða helst að skella sér daglega á æfingu. En er það raunhæft þegar tabata er annars vegar? Guðný hugsar sig um. „Sem þjálfari finnst mér að taka ætti dags hvíld inn á milli til að stuðla að góðri endurheimt. Almennt myndi ég segja að þrisvar til fjórum sinnum í viku væri í lagi að stunda tabata, en það fer að sjálfsögðu svo- lítið eftir einstaklingnum hverju sinni.“ Eins og jafnan í upphafi árs er landinn vakinn og sofinn yfir áform- um um að koma sér í hörkuform á nýju ári. Af nægu er að taka og Guðný Jóna kennir fjölmarga aðra hóptíma og námskeið hjá Reebok Fitness. „Á nýju ári verð ég til dæmis með námskeið sem heita Betra líf, sem er meira hugsað fyrir byrjendur og svo Betra form sem er námskeið fyrir þá sem hafa stundað líkamsrækt í ein- hvern tíma. Hóptímarnir sem ég kenni eru frekar fjölbreyttir, eins og þar má meðal annars nefna Zumba fitness, Tabata/stöðvar, Bodycom- bat, Hotbody, Trigger Point Pilates og svo Trampólín Fitness.“ Andspænis öllu þessu framboði ætti því lesendum að vera dagljóst að afsakanir duga engar á árinu 2018! Morgunblaðið/Hari Átök Þátttakendur vinna ýmist með eigin líkamsþyngd eða áhöld við æfingarnar og fjölbreytileikinn er allsráðandi þar sem skiptast á átök og stutt hvíld. Þjálfun „Í rauninni geta þetta allir, já. Tímarnir henta fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna þar sem hver og einn stjórnar sínu álagi,“ segir Guðný Jóna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.