Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 ✝ Halldóra Pál-ína Jóhanns- dóttir frá Hofsósi fæddist 24. apríl 1936. Hún lést 17. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Skúlason, vinnu- maður og bóndi, f. 25.12. 1866, d. 6.8. 1954, og Sigurrós Guðrún Ágústs- dóttir húsfreyja frá Vatnsenda við Hofsós, f. 25.3. 1897, d. 16.1. 1971. Eiginmaður Halldóru var Guðjón Sigurðsson, f. 21.6. 1921, d. 24.5. 2007. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Guðmundur, f. 12.1. 1955, eiginkona Guðrún Ingv- arsdóttir, f. 20.7. 1955. Börn þeirra eru Elísabet, f. 30.11. 1979, Ágúst, f. 6.3. 1982, og Jó- hann, f. 12.2. 1986. 2) Birna, f. 19.7. 1957, eiginmaður Árni Hrafnsson, f. 27.12. 1958. Birna á Guðjón Birgi Rúnarsson, f. 10.4. 1976, en börn Birnu og Árna eru Kjart- an Ingi, f. 9.5. 1986, Rósa Linda, f. 24.5. 1988, og Ásdís Eva, f. 12.1. 1992. 3) Sig- urður, f. 20.7. 1960. Börn hans eru Haf- dís, f. 25.11. 1981, Inga Dóra, f. 12.11. 1990, Guðjón, f. 14.12. 1993, og Gabríel Ísak, f. 16.10. 2009. 4) Brynja, f. 17.11. 1963. 5) Björk, f. 12.1. 1965. Barn Brynja Dís, f. 4.7. 2014. Uppeldissonur Guðjón Birgir Rúnarsson, f. 10.4. 1976, sam- býliskona Guðrún Helga Steins- dóttir, f. 6.1. 1978. Börn þeirra eru Ísak, f. 7.8. 2001, Theódór, f. 8.8. 2001, og Jóhann Daði, f. 8.7. 2012. Útför Halldóru fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 3. janúar 2018, klukkan 13. Rósin mín er gjöf til þín Ég gef þér rós frá mér Þú plantar, vökvar, hugsar um Því rós er gjöf frá mér til þín. Núna er mamma/amma farin, bestu minningarnar eru síðan úr Hjallalandinu þar sem foreldrar mínir áttu heimili í 50 ár eða frá 1967, þar ólumst við upp fimm systkini og einn uppeldissonur, Hjallalandið var miðdepill okkar allra þar sem við komum oft sam- an og áttum góðar stundir. Mamma hringdi oft í okkur og bauð okkur í mat eða pönnukökur, það var alltaf nóg til að borða. Vin- ir og vandamenn voru einnig alltaf velkomnir hvort sem þeir voru að koma í heimsókn eða í gistingu. Móðir mín hafði mikinn áhuga á garðyrkju og elskaði að vera alla daga í moldinni í garðinum sínum þar sem hún hugsaði um blómin af mikilli alúð og var hann líka þetta mikla augnayndi. Einnig ræktaði hún kartöflur, grænmeti og jurtir í garðinum og kunni hún nöfn allra blóma, trjáa og jurta. Móðir, amma og langamma fór henni einnig vel úr hendi þar sem krakk- arnir fengu að njóta alls í garð- inum og þótti þeim ásamt okkur ekki leiðinlegt að grípa í ferskt grænmetið eða smakka kartöfl- urnar hennar sem hún ræktaði sjálf. Hún var vinur vina sinna og gerði ekki greinarmun á aldri eða stétt, allir voru jafnir fyrir henni, gamlir eða ungir, fatlaðir eða heil- brigðir, allir stóðu henni jafnfætis og átti hún auðvelt með að um- gangast fólk á öllum aldri. Dóttir mín átti í góðu sambandi við ömmu sína sem vildi alltaf hitta hana hversu slöpp eða veik sem hún var þó svo að ekki væri nema að segja hæ við hana. Þær áttu góðar stundir í garðinum eða seinna meir voru þær að púsla, teikna, lesa bók og tala saman. Fótabað var eitt það mikilvæg- asta, öll barnabörnin og lang- ömmubörnin hafa líklega farið í fótabað í eldhúsvaskinum heima hjá henni. Matur var hennar áhugamál og eldaði hún mat og góðgæti af mik- illi snilld, allur matur lék í höndum hennar og veislurnar sem hún gerði og hélt, allt unnið frá grunni. Fermingarveislur okkar systkina gerði hún sjálf, ásamt skírnar- veislum nokkurra barnabarna, þorrablót voru haldin á hverju ári með hennar stæl og komust færri að en vildu. Ég var svo heppin að njóta þess kraftaverks að fæða barn og þeg- ar barn dregur andann í fyrsta skipti er það það dásamlegasta sem þú verður vitni að. Ég varð einnig vitni að því þegar móðir mín dró andann í síðasta skipti sem var í raun dásamlegt en einn- ig það sorglegasta sem ég hef upp- lifað, hún var umvafin börnum sín- um alveg eins og hún vildi hafa það, að vera umvafin fjölskyldunni sinni sem var henni mjög kær. Við fundum það alla tíð í uppvextinum hversu fjölskylduvæn hún var og hélt góðu sambandi við ættmenni sín, ásamt sínum góðu vinkonum. Núna líður henni vel og er eng- ill á himni eins og afi Guðjón, blessuð sé minning þeirra. Guð geymi þig mamma/amma mín/ okkar, þín er sárt saknað en minn- ingin um þig varir alltaf. Björk og Brynja Dís. Látin er í Reykjavík Halldóra Jóhannsdóttir. Fyrstu kynni mín af Dóru voru er hún kom í sínar fyrstu ferðir að Sauðhúsvelli í fylgd Gauja frænda. Bílaumferð undir Eyjafjöllum, í samanburði við það sem nú er, svo framandi, að nánast var tiltökumál. Kaiser-- drossía renndi í hlað. Þvílík sjón, þvílík upplifun. Fólk var að koma úr Reykjavík. Sveitasíminn hafði ekki hringt og ekki látið vita að burtfluttur Guð- jón væri að koma í sumarferð. Það hafði heldur ekki verið látið vita að Gaui frændi væri að koma með kærustu, konuefni! Alveg óvart! Fyrir ungum dreng sem stóð á hlaðinu á Sauðhúsvelli, var það í fyrstu Kaiserinn sem skipti máli. Gaui frændi, jú stjarna í mín- um augum, leigubílstjórinn í Reykjavík. En með honum var farþegi „önnur stjarna“, Dóra. Og er síðar varð, oft svo náin kær- leiksrík nærvera. Hvers vegna skyldi maður muna það? Sæt kona, fjörug, heilsteypt mann- gerð, samkvæm sjálfri sér, og staðföst í afstöðu sinni ef hún tók hana á annað borð. Heimboðin, svignandi veisluborð. Allt af öllum myndarskap, nánast töfrum líkt. Töfrum sem Dóra beitti allskostar í umgengni við víðfeðma vinafjöld. Sauðhúsvallarætt og allt er henni viðkom var Dóru ríkulegur eld- móður og sameiningartákn í virð- ingu við Gauja, sinn samtaka eig- inmann. Við munum þetta allt er við þökkum samfylgd og kveðjum í verðugri þakkarskuld. Afkomend- um, ættingjum og venslafólki vott- um við samúð. Margrét Jóna og Þorberg. Í dag kveðjum við kæra vin- konu. Saman kölluðum við okkur spilasystur. Ein af okkur kunni brids og Dóra stakk upp á að hún kenndi okkur og það varð úr. Við fórum saman á nokkur námskeið í brids til að fullnuma okkur. Við hittumst heima hjá hver annarri til skiptis og það voru sannkallaðir hátíðisdagar. Við klæddum okkur upp á, eins og sagt var. Við tókum daginn snemma, hittumst á há- degi og vorum að langt fram á kvöld. Mikið var spilað, svo ekki sé talað um kræsingarnar sem voru á borðum. Við fórum einnig í nokkr- ar spilaferðir í sumarbústaði og vorum í þrjá til fjóra daga í einu. Þar var Dóra hrókur alls fagnaðar og heldur betur liðtæk í eldhúsinu. Þessara daga nutum við í botn. Við þökkum henni samfylgdina, hennar verður sárt saknað. Við sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnheiður (Ragga), Fríða og Anna Lilja. Halldóra Pálína Jóhannsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR INGIMARSSON bóndi, Flugumýri, Skagafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 21. desember. Útför hans fer fram frá Flugumýrarkirkju laugardaginn 6. janúar klukkan 14. Ásta Kristín Sigurbjörnsdóttir Sigrún Inga Sigurðardóttir Oddgeir Þórðarson Eyrún Anna Sigurðardóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI SCHEVING STEFÁNSSON frá Firði, Seyðisfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð, Seyðisfirði mánudaginn 1. janúar. Jarðarförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju mánudaginn 8. janúar kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans láti Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði njóta þess. Ingibjörg Rafnsdóttir Ásdís Benediktsdóttir Bergur Tómasson Anna Dóra Árnadóttir Magnús Guðmundsson Guðrún Katrín Árnadóttir Sigurður Gunnarsson Stefán Árnason Bryndís Egilson Rafn Árnason Arndís Pálsdóttir Ragnhildur Billa Árnadóttir Jóhann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn,faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OTTÓ M. ÞORGILSSON frá Hrísey lést að kvöldi annars dags jóla. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. janúar klukkan 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð Akureyri. Svandís Gunnarsdóttir Hafdís Hrönn Ottósdóttir Sigurður Leópoldsson Fjóla Björk Ottósdóttir Gunnhildur Ottósdóttir Elías Björnsson og afabörnin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést 28. desember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 9. janúar klukkan 13. Ástvinir þakka starfsfólki Báruhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýhug í garð hennar og okkar allra. Jón Harðarson Páll Harðarson Valdís Andersen Kristín Harðardóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BÖÐVAR SIGVALDASON, Barði, Miðfirði, lést laugardaginn 23. desember á Landspítala Fossvogi. Hann verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju í Miðfirði föstudaginn 5. janúar klukkan 14. Eva Thorstensen Anna Rósa Böðvarsdóttir Sigurður Benedikt Stefánsson Sigríður Klara Böðvarsdóttir Steindór J. Erlingsson Sigvaldi Vilmar Böðvarsson Tina Jeanette Holm Þorvaldur Óli Böðvarsson Louise Skovholm Christiansen og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA KRISTÍN ÞORLÁKSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 27. desember. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 5. janúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Gylfi Guðbjörn Guðjónsson Þorbjörg Magnúsdóttir Guðjón Guðjónsson Guðrún Soffía Pétursdóttir Hjálmfríður Guðjónsdóttir Sævar Berg Ólafsson Bryndís Björk Guðjónsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Anna Dröfn Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN FANNEY ÞORVALDSDÓTTIR frá Vatnsenda, Héðinsfirði, lést þriðjudaginn 26. desember á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 5. janúar klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurgeir Helgi Guðjónsson Ólína Þórey Guðjónsdóttir Ólafur Kárason Hulda Björk Guðjónsdóttir Ólafur Ragnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma, systir og mágkona, ÞÓRUNN ÓLAFÍA KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, (Þóra Sigurðardóttir), verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, þeim sem vildu minnast hennar er bent á sambýlið Svöluhrauni 19, kt. 4706012640, reikn. 536-26-6684. Sigríður Pétursdóttir Jónas Már Ragnarsson Þorgerður R. Pétursdóttir Öyvind Glömmi Bjarni Júlíus Einarsson Gísli Pétursson Rúna Pétursdóttir Egill Lárusson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Guðrún Sigurðardóttir Bragi Guðnason Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, HAUKUR ÞÓR BERGMANN tölvunarfræðingur, Kögurseli 1, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 29. desember. Útförin verður auglýst síðar. Aðalheiður Kristjánsdóttir Halldóra Rún Bergmann Þóra Lilja Bergmann Hekla Lind Bergmann Þóra Jónsdóttir Sigurður Bergmann Sólveig St. Guðmundsdóttir Halldóra Gísladóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.