Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 67

Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 ✝ Ingibjörg DanKristjánsdóttir fæddist á Horna- firði 15. júní 1925. Hún lést á Vífils- staðaspítala 13. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Kristján Þorgeir Jakobs- son, f. 11. janúar 1900, fórst í Atl- antshafi í sept- ember 1942, og Olga Ágústa Margrét Þórhallsdóttir, f. 31. maí 1903, d. 3. júní 1963. Systkini: Haukur Dan, f. 1923, d. 2011, Þórhallur Dan, f. 1926, d. 1975, Jóhanna Gerð- ur, f. 1928, lést í Bandaríkj- unum 2004, Heimir, f. 1931, d. 1931, Hulda Ída, f. 1933, d. 1999, Kristján Þorgeir, f. 1935, d. 2008, og Örvar, f. 1937, d. 2014. Ingibjörg giftist 5. júní 1948 Guðmundi Kr. Jóhannssyni, viðskiptafræðingi og kór- stjóra, f. 29.6. 1922, d. 27. nóv- ember 2008. Börn þeirra eru: 1) Jóhann, tannlæknir í Nor- egi, f. 18.11. 1948, maki Erla Valsdóttir sjúkraliði, f. 30.11. 1952. Börn þeirra eru: a) Orri Valur, b) Unnur Ýr, börn hennar eru Kirsten Katla og Hekla Marín og c) Daði, sam- býliskona Birna Sigurbjarts- dóttir, dóttir hans af fyrra sambandi er Erla Mjöll, börn Daða og Birnu eru Óðinn Trausti og Ylfa. Jóhann á eru a) Arnór Freyr, sambýlis- kona Karen Kristinsdóttir, b) Fannar Ingi og c) María Björg. Ingibjörg fæddist á Horna- firði. Skömmu síðar fluttust foreldar hennar til Siglu- fjarðar en hún varð eftir í fóstri hjá afa sínum og ömmu, Þórhalli Daníelssyni og Ingi- björgu Friðgeirsdóttur. Þar bjó hún til tíu ára aldurs en fluttist þá með foreldrum sín- um til Reykjavíkur. Fjórtán ára að aldri flutti hún aftur til Hornafjarðar og bjó hjá móð- ursystur sinni, Huldu Þór- hallsdóttur, og manni hennar Knúti Kristinssyni læknir. Á þeim tíma vann hún á símstöð- inni. Skömmu síðar flutti hún aftur til Reykjavíkur og þaðan til Reykhóla þar sem Knútur og Hulda bjuggu. Tveimur ár- um seinna fór hún, þá nítján ára, í Húsmæðraskólann í Reykjavík og stundaði þar nám veturinn 1944-1945. Að því búnu hélt hún til Siglu- fjarðar og fór að vinna hjá móðurbróður sínum, Daníel Þórhallssyni kaupmanni. Þar kynntist hún Guðmundi árið 1946. Þau bjuggu um skeið í Reykjavík en fluttu árið 1949 til Ólafsfjarðar þar sem Guð- mundur gegndi starfi bæjar- gjaldkera. Um mitt ár 1960 fluttist fjölskyldan til Akur- eyrar. Ingibjörg annaðist bú og börn, en vann líka úti þeg- ar börnin uxu úr grasi og þá helst við skrifstofustörf. Hún var ætíð virk í félagsmálum og var um árabil meðlimur í Lionsklúbbnum og Oddfellow- reglunni. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey 21. desember 2017. einnig d) Sunnu, maki Arnar Þór Stefánsson, börn hennar af fyrra hjónabandi eru Embla Mjöll og Sól, börn Sunnu og Arnars eru Vala og Auður, og e) Guðmund, maki Hjördís Guðlaugs- dóttir, börn þeirra eru Tekla Mist og Guðlaugur Tristan, 2) Inga tækniteiknari, f. 11.5. 1950, maki Haraldur Ó. Tómasson læknir, f. 27.8. 1947. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg Edda, maki Daníel Erlingsson, börn þeirra eru Eyrún Inga og Hjördís. b) Tumi og c) Katrín, maki Hjalti Guðmundsson, börn þeirra eru Inga Bryndís, Heiðrún og Sunneva. 3) Krist- ján Þorgeir tónlistarmaður, f. 13.6. 1952, maki Erna Margrét Viggósdóttir prentsmiður, f. 27.9. 1957. Sonur Kristjáns er Davíð Rafn, sambýliskona Dagný Berglind Gísladóttir. 4) Eydís Ýr framhaldsskólakenn- ari, f. 1.3. 1960, maki Friðrik Rafnsson þýðandi, f. 5.2. 1959. Börn þeirra eru: a) Elvar, sambýliskona Guðrún Alma Einarsdóttir, sonur þeirra er Birgir Snær og b) Helga Þór- ey, sambýlismaður Snorri Örn Daníelsson. 5) Fjölnir Freyr læknir, f. 13.2. 1966, maki Jónína Guðjónsdóttir þroska- þjálfi, f. 3.2. 1969. Börn þeirra Þá er komið að leiðarlokum, Ingibjörg tengdamóðir mín er sofnuð inn í ljósið eins og hún orðaði það svo fallega þegar hún frétti að einhver sem hún þekkti hefði fengið hægt and- lát. Eftir sitjum við með hug- ann fullan af minningum um yndislega manneskju sem átti merkilega ævi og skilur eftir sig myndarlegan hóp afkom- enda, fimm börn og fjölda ömmu- og langömmubarna. Ingibjörg og Guðmundur bjuggu í Háagerði á Akureyri þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur þeirra, Eydísi Ýri, fyrir næst- um fjörutíu árum. Þau tóku strákunum strax furðu vel og þær eru ófáar stundirnar sem við sátum í sumarbirtunni í stofunni hjá þeim og ræddum bókmenntir og ferðalög, það tvennt sem Ingibjörg unni best. Sjaldan hef ég kynnst mann- eskju sem hefur eins brennandi áhuga á skáldskap og Ingi- björg. Davíð Stefánsson var eitt af uppáhaldsskáldunum hennar, hún sagðist sem ung kona jafnvel hafa sofið með ljóðabók hans, „Svartar fjaðr- ir“, undir koddanum, slíkt dá- læti hafði hún á skáldskap hans. Enda voru líka gerðar kröfur til nýja tengdasonarins á heimilinu. Þegar upp komst að hann hefði ekki lesið grund- vallarrit eins og „Veröld sem var“ eftir Stefan Zweig eða söguperluna „Rauðamyrkur“ eftir Hannes Pétursson var hann eindregið en elskulega hvattur til að bæta úr því hið snarasta, ella teldist hann varla viðræðuhæfur. Úr því bætti ég snarlega og bý enn að þessum og fleiri heillaráðum Ingibjargar á sviði bókmennt- anna. Árin liðu, fjölskyldan stækk- aði og ævinlega var hápunktur hvers sumars að fara norður til Akureyrar og seinna austur í sumarbústaðinn Garð við Skjálfandafljót þar sem þau Guðmundur höfðu komið sér upp sælureit með góðu útsýni til Kinnarfjallanna í norðri og upp eftir Skjálfandafljóti til suðurs þar sem hinn ægifagri Ullarfoss blasir við. Það var alltaf notalegt að koma þangað til þeirra og fyrir börnin okk- ar, Elvar og Helgu Þóreyju, var alltaf algert ævintýri að dveljast hjá afa og ömmu í þessari náttúruparadís. Þegar ég sá Ingibjörgu síð- ast, nokkrum dögum áður en hún andaðist, var reisn yfir henni eins og ævinlega. Þrátt fyrir erfið veikindi var hún af- ar vel tilhöfð og virðuleg þar sem hún sat í hægindastól í herbergi á Vífilsstaðaspítala þar sem hún naut einstakrar umönnunar síðustu mánuðina. Þarna sat hún, dáðist að feg- urð skýjanna sem voru eins og gullbalderuð í desembersól- inni, og naut þess allt til hinstu stundar að vera til. Blessuð sé minning hennar. Friðrik Rafnsson. Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir ✝ Benedikt Guð-mundur Björnsson fæddist í Torfustaða- húsum í Miðfirði 11. júní 1943. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 12. desember 2017. Foreldrar hans voru Björn Bene- diktsson, f. 27.4. 1905, d. 5.5. 1964, og Anna María Sigurvinsdóttir, f. 20.6. 1909, d. 29.11. 2001. For- eldrar Benedikts eignuðust fjögur börn. Þau eru auk Benedikts Böðvar Sigurvin, f. 24.1. 1946, Katrín Ragnheið- Torfustöðum. Börn þeirra eru: Ármann, Kristrún og María. 2) Bogey Erna, f. 15.4. 1970, maki Axel Rúnar Guð- mundsson, f. 31.5. 1963, bú- sett í Valdarási í Fitjárdal. Dætur þeirra eru: Heiðrún Nína og Anna Elísa. 3) Drengur, f. 23.6. 1980, d. 23.6. 1980. 4) Björn Eyþór, f. 27.11. 1985, maki Katrín Ósk Guðmannsdóttir, f. 3.12. 1981, búsett í Reykjavík. Son- ur þeirra er Benedikt Kári. Fyrir átti Katrín þau Emmu Karen, Ísak Erni og Kötlu Ís- old. Á fyrsta aldursári flutti Benedikt ásamt foreldrum sínum úr Torfustaðahúsum að Neðri-Torfustöðum. Þar tóku þau Benedikt og Heiðrún við búi af móður hans árið 1966 og hafa stundað þar búskap síðan. Benedikt var jarðsunginn 21. desember 2017. ur, f. 24.7. 1949, og Guðrún Að- alheiður, f. 12.3. 1952. Auk þess ólu þau upp Hrefnu Frímanns- dóttur, f. 29.5. 1938, d. 13.5. 2007. Þann 1. sept- ember 1967 kvæntist Benedikt Heiðrúnu Brynju Guðmundsdóttur frá Urriðaá í Miðfirði, f. 1.9. 1942. Bene- dikt og Heiðrún Brynja eign- uðust fjögur börn. 1) Bjarney Alda, f. 21.6. 1967 maki Pétur Hafsteinn Sigurvaldason, f. 13.9. 1964, búsett á Neðri- Elsku afi, kveðjustundin sem kom of fljótt er verulega þung- bær. Mikill missir er að góð- mennsku þinni og því fordæmi sem þú leiddir með. Þakklæti er mér þó ofarlega í huga. Þakklæti fyrir allar þær fjölmörgu samverustundir sem við áttum frá því ég fæddist og að þú hafir getað sinnt búskapn- um sem þér var svo hjartfólginn alla tíð. Allt frá barnæsku kenndir þú okkur systkinunum að vanda til verka og taka ábyrgð. Þolin- mæðin og hvatningin voru alltaf í fyrirrúmi. Þau gildi sem við námum koma til með að fylgja okkur alla tíð. Þegar ég komst til vits og ára var gott að geta end- urgoldið þó ekki nema hluta af þeirri kennslu í formi tölvu- kennslu og leiðbeininga. Merki- legt þótti mér að sama hlutinn þurfti ég sjaldan að kenna oftar en tvisvar, þú varst alltaf tilbú- inn að læra og tileinka þér nýj- ungar. Heimili ykkar ömmu var líkt og annað heimili okkar og minn- ingarnar um hringsólandi hafra- graut með súru slátri fleytt um á mjólk eftir að morgunverkunum í fjárhúsunum var lokið eru hlýj- ar. Takk fyrir allt, afi. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum.) Ármann Pétursson. Benedikt Guð- mundur Björnsson Pedro Ólafs- son Riba ✝ Pedro Ólafsson Riba, PéturÓlafsson, fæddist 22. októ- ber 1935. Hann lést 17. desem- ber 2017. Útförin fór fram 27. desem- ber 2017. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar ✝ Joseph PeterHubert fæddist. 3. júlí 1931 í Duluth, Minnesota. Hann andaðist eftir stutta sjúkdómslegu 13. október 2017 í Du- luth, Minnesota. Foreldrar Joe voru Joseph og Alma (Peterson) Hubert. Systkini Joe eru Wanda Ben- son Emanuel, Jeanne Sederberg og Elísabet. Joe var rithöfundur, skrifaði bókina Salmon-Salmon: With a chapter on Iceland. Hann afhenti forseta Ís- lands eintak númer eitt. Fyrstu 10 ein- tökin voru ánöfnuð og var eintak númer tvö afhent Philip Bretaprins, númer þrjú ekkju Eisenho- wer, forseta Banda- ríkjanna, og númer fjögur Haraldi Stef- ánssyni. Joe heill- aðist af Íslandi og veiddi í 40 laxveiðiám hérlendis. Joe var jarðsettur 19. október 2017 frá St. Paul Episcopal- kirkjunni í Minnesota. Vinur minn Joseph P. Hubert er látinn. Hann lést 13. október 2017 í Duluth, Minnesota. Joe var jarðfræðingur, rithöfundur og laxveiðimaður. Allt sem Joe gerði var af einstakri snilld. Við Joe veiddum lax saman í fjölda ára í helstu laxveiðiám Íslands og verð ég að segja að Joe var yfirburða veiðimaður, hann tók laxinn á gömlu ensku flugurnar þannig að fiskurinn tók mjög grimmt hjá Joe, betur en hjá öðrum veiði- mönnum. Joe skrifaði laxveiði- bók, Salmon-Salmon – With a chapter on Iceland. Eintak núm- er eitt er í höndum forseta Ís- lands, númer tvö hjá Philip Bretaprins, númer þrjú hjá ekkju Eisenhowers, fyrrum forseta USA. Númer fjögur hjá þeim sem þetta ritar. 90 eintök voru seld og 10 ánöfnuð. Joe var mikill Íslandsvinur og dáði fegurð landsins. Minning Mr. Joseph Hubert mun lifa. Guð blessi minningu hans. Haraldur Stefánsson Joseph Peter Hubert Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, ELSA I. HANSEN frá Skálabergi í Hafnarfirði, lést 26. desember á hjúkrunarheimilinu Eiri. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 4. janúar klukkan 15. Ann-Mari Hansen Mariann Setterström Hansen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ELÍSA BJÖRG WÍUM, Aratúni 26, Garðabæ, lést laugardaginn 23. desember. Útför hennar fer fram 8. janúar klukkan 13 frá Garðakirkju. Guðfinna N. Gunnarsdóttir Jóhann Ingi Gunnarsson Guðmundur R. Gunnarsson Margrét Káradóttir Dóra Sif Wíum ömmu- og langömmubörn Ástkær sambýliskona og móðir, SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Otrateigi 3, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 20. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, Reykjavík, fimmtudaginn 4. janúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Björn Sævarr Ingvarsson Svanhvít Ada Björnsdóttir Sigrún Sif Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÓTTIR, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, Suðurlandsbraut 62, lést á Landspítalanum hinn 31. desember. Útför verður auglýst síðar. Ragnheiður Guðmundsdóttir Birgir Guðmundsson Gunnar Bragi Guðmundsson Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.