Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 70

Morgunblaðið - 03.01.2018, Page 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Linda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún ersjúkraþjálfari á Grensás og hreyfistjóri og vinnur einnig viðendurhæfingu á HL-stöðinni. Í fyrra dreif hún sig í nám hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og lauk þar diplómanámi á meist- arastigi í jákvæðri sálfræði. Linda er spurð hvernig árin leggist í hana: „Mjög vel. Þetta er gangur lífsins. Ég er bara spennt fyrir seinni hálfleik og þakklát fyrir það sem á undan er gengið, góða heilsu og yndislega fjölskyldu.“ Eiginmaður Lindu er Bergþór Magnússon, lögfræðingur hjá utan- ríkisráðuneytinu. Vegna starfa hans bjuggu þau í Sviss á árunum 2002-2007. Þá var Linda með börnin lítil og eignaðist reyndar það yngsta þar í landi en börn þeirra eru Sigríður Hrönn nýstúdent, f. 1998; Trausti Þór, f. 2001, og Telma Ósk, f. 2006. En hvað á að gera í tilefni afmælisins? „Fyrir fimm árum varð eiginmaðurinn fimmtugur en ég 45 ára. Þá heimsóttum við systur mína til Rio de Janeiro. Á gamlárskvöld klæddu sig allir upp, fólkið var áberandi hvítklætt og gekk í hægðum sínum niður að Copacabana-ströndinni, horfði út á hafið og fylgdist með glæsilegum flugeldasýningum. Sumir köstuðu blómum í sjóinn. Þetta er ógleymanlegt gamlárskvöld sem og afmælin okkar, en nú verð ég með kósí veislu hér heima fyrir vini og vandamenn.“ Hjónin Linda og Bergþór Magnússon í veðurblíðunni á Þingvöllum. Með kósí veislu fyr- ir vini og fjölskyldu Linda Laufdal Traustadóttir er 50 ára V ilhelm Anton Jónsson fæddist Reykjavík 3.1. 1978 og bjó að Laugum í Reykjadal frá þriggja ára aldri þar sem faðir hans var skólastjóri og móðir hans kennari við Litlulaugaskóla, þar sem Vilhelm og bróðir hans gengu í skóla. Þegar Vilhelm var níu ára flutti sjöl- skyldan til Glasgow í Skotlandi, eftir ár þar og annað til á Laugum flutti fjölskyldan til Akureyrar þar sem Vil- helm fór í Lundarskóla, þá Gagn- fræðaskóla Akureyrar, útskrifaðist úr Slysavarnaskóla SVFÍ 1996, lauk stúdentsprófi frá MA 1998 og lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ 2002. Villi hefur verið sjálfstætt starfandi við dagskrárgerð, skipulags og hug- myndavinnu af ýmsum toga og hefur auk þess brennandi áhuga á sköpun, matargerð og veiðum. Villi hafði umsjón með unglinga- þáttunum At, sem sýndir voru á RÚV Vilhelm Anton Jónsson, tónlistarm., leikari og rithöfundur – 40 ára Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Vísinda Villi Vilhelm setur á svið Vísindavilla í Borgarleikhúsinu þar sem hann var höfundur og leikari 2013-2017. Að skapa, skoða og vekja áhuga á furðum heimsins Morgunblaðið/Eggert Tveir hressir og vinsælir Sveppi og Villi með börnunum í Bíó Paradís Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.