Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri hefur aldrei verið jafn hátt. Það var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þúsund krónum hærra á föstu verð- lagi en þensluárin 2006 og 2007. Þetta kemur fram í greiningu Magnúsar Árna Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Reykjavík Econo- mics, sem unnin var fyrir Íslands- banka. Magnús Árni segir íbúafjölgun og gott efnahags- ástand eiga þátt í verðhækkunum fyrir norðan. Til dæmis hafi eftir- spurn eftir leigu- íbúðum fyrir ferðamenn auk- ist síðustu misseri. Mikil tækifæri séu til að treysta enn frekar stoðir ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Þar geti Akureyri gegnt lykilhlut- verki. Svæðið sé vinsælt jafnt með- al innlendra sem erlendra ferða- manna. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands hafi verið 8,5% ávöxtun af leiguhúsnæði á Akureyri árið 2016. Það hafi verið með því mesta á landinu og til dæmis meira en í nær öllum hverf- um Reykjavíkur. Ávöxtun leigusala 2016 hafi verið mest á Norðurlandi, að undanskilinni Akureyri, eða 14,8%. Um 189 einingar í útleigu Þá bendi gögn upplýsingaveitunn- ar Airdna til að 189 einingar (íbúðir eða herbergi) hafi verið í virkri út- leigu að jafnaði frá september 2016 til nóvember 2017. Þar af séu 119 íbúðir, 68 herbergi og tvö herbergi sem deilt er með öðrum. „Mesta eftirspurnin eftir gistiplássi í Airbnb-íbúðum á Akureyri er frá júní fram í miðjan september. Tekjur af íbúðum eru mismunandi eftir gæðum og stað- setningu. Meðalútleiguverð á nóttu fyrir íbúðir er um 145 evrur en um 70 evrur fyrir herbergi,“ skrifar Magnús Árni um þennan markað. Samkvæmt útreikningum hans var fermetraverð í fjölbýli á Akureyri um 73% af fermetraverði á höfuð- borgarsvæðinu á þriðja ársfjórðungi 2017. Það sé nærri 75% að meðaltali frá 1982. Þá hafi meginþorri kaupsamn- inga á Akureyri verið undir 35 milljónum króna á tímabilinu frá apríl 2016 til mars 2017, eða 76% kaupsamninga. Það sé mun hag- stæðara verð en til dæmis á höfuð- borgarsvæðinu. Þar hafi sama hlut- fall samninga verið undir 50 milljónum króna. Á bilinu 15-30 milljónir „Um þrír fimmtu hluti kaup- samninga á Akureyri voru á verð- bilinu 15-30 milljónir. Miðað við sama hlutfall voru 60% kaupsamn- inga á höfuðborgarsvæðinu á verð- bilinu 25-45 milljónir til mars 2017,“ skrifar Magnús Árni um verðbilið. Hann bendir aðspurður á að íbú- um Akureyrar hafi fjölgað úr um 18.200 í ársbyrjun 2015 í tæplega 18.800 í byrjun þessa árs. Með sama áframhaldi verði Akureyring- ar orðnir 20.000 á næsta áratug í fyrsta sinn í sögunni. Þessi þróun eigi þátt í að byggja þurfi fleiri íbúðir á næstu árum. Til dæmis hafi mjög fáar íbúðir verið í byggingu árið 2016 og ekki færri síðan 2003. Byggja þurfi um 100 íbúðir á ári til að anna eftirspurn. Orðið hagstæðara að byggja Samkvæmt útreikningum Magn- úsar Árna er nú hagstæðara að byggja á Akureyri en áður. „Gera má ráð fyrir að bygging- arkostnaður fjölbýlis utan höfuð- borgarsvæðisins sé um 240 til 300 þúsund krónur á fermetra án bíla- geymslu. Það þýðir að meðalverð íbúðarhúsnæðis á Akureyri nægir a.m.k. í sumum hverfum bæjarins til að byggingaverktakar muni vilja hefja frekari framkvæmdir við ný- byggingar,“ skrifar Magnús Árni. Fram kemur í greiningu hans að atvinnuleysi á Akureyri var að meðaltali 1,2% frá janúar til nóv- ember í fyrra. Aldrei hafi jafn margir verið skráðir vinnandi á Norðurlandi eystra, eða 16.628 manns að jafnaði 2017 (til og með nóvember). Þar af voru 10.201 á Akureyri. Íbúðaverð aldrei hærra á Akureyri Fermetraverð í fjölbýli á Akureyri 1982-2017 300 250 200 150 100 50 0 Fermetraverð Ve rð - br ey tin g 30% 20% 10% 0% -10% -20% -30% 1982 1987 1992 1997 2002 2007 2012 2017 .000 Meðalstaðgreiðsluverð á fermetra á föstu verðlagi Raunverðsbreyting % Heimild: Þjóðskrá Íslands og Reykjavik Economics Meðalraun- verð frá árinu 2004 Hlutfall fermetraverðs í fjölbýli á Akureyri af fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu 1982-2017 1982 1987 1992 1997 2002 2007 2012 2017 85% 80% 75% 70% 65% 60% Heimild: Þjóðskrá Íslands og Reykjavik Economics Hlutfall íbúðaverðs á Akureyri af íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu Meðaltalshlutfall 1982 til 2017 86% 80% 65% 66% 70% 70% 81% 73% Magnús Árni Skúlason  Raunverð á fermetra um 35 þúsund kr. hærra en árið 2006 „Hugmyndin með þessu er að skapa hvatningu til hreyfingar og bæta líðan og lífsgæði eldri borgara,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu hjá Hafnarfjarð- arbæ, um styrki sem bæjarfélagið veitir íbúum 67 ára og eldri til íþrótta- og tómstundastarfs. Á fundi fjöl- skylduráðs bæjarins í síðustu viku var samþykkt að leggja til við bæjar- stjórn að styrkurinn verði hækkaður og fylgi framvegis þróun frístunda- styrkja fyrir börn og ungmenni. Rannveig segir að þetta þýði að mánaðarlegur íþrótta- og tómstunda- styrkur til hvers eldri borgara í Hafn- arfirði hækki í 4.000 krónur, 48 þús- und krónur á ári, en hann er nú 1.700 krónur ellefu mánuði ársins. Hún seg- ir að stuðningur af þessu tagi við eldri borgara hafi verið við lýði í Hafnar- firði frá 2011 og notið mikilla vin- sælda. Upphaflega var hann bundinn við æfingagjöld hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar en nú er hægt að nota hann hjá hvaða viðurkenndum aðila sem er. Rannveig sagðist ekki þekkja til þess hvort sambærilegur stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf eldri borgara væri í öðrum sveitarfélögum. Lausleg athugun bendir til þess að svo sé ekki. Í Langanesbyggð geta þó samtök eða hópar eldri borgara, 67 ára og eldri og öryrkja, sótt um styrki til sveitarfélagsins til greiðslu á kostnaði við íþróttaþjálfun eða tóm- stundaiðkun. Í byrjun þessa mánaðar gerði bæj- arstjórn Hafnarfjarðar samstarfs- samning við Janus heilsueflingu slf. til eins og hálfs árs í tengslum við heilsu- eflingu allt að 160 íbúa Hafnarfjarð- arbæjar á aldrinum 65 og eldri. Um er að ræða þolþjálfun sem fer fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika og styrktarþjálfun sem fram fer tvisvar í viku í heilsu- ræktarsal Reebokfitnes við Ásvalla- laug. Rannveig segir að þeir eldri borgarar sem það kjósi geti m.a. not- að styrkinn til þátttöku í þessari heilsueflingu. gudmundur@mbl.is Styrkja heilsu- rækt aldraðra í Hafnarfirði  Styrkir verða 4.000 krónur á mánuði Morgunblaðið/Kristinn Hreyfing Hvers kyns líkamsrækt bætir heilsu og líðan eldri borgara. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur kr. 99.900,- 49” kr. 129.900,- 55” Sería: 6100 • Tegund: UHD - 4K • Stærð: 49” eða 123cm • Upplausn skjás: 3840x2160 (4K) - 8M pixlar • Tegund skjás: LED • PQI: 1300 PQI (Picture Quality Index) MU6175 7 KG. 1400 SN. Eco Bubble Verð áður: 64.900,- Verð 59.900,- TM 59.90 0,- 7 KG. barkarlaus þurrkari. Varmadæla í stað elements. Verð áður: 89.900,- Verð nú: 76.415,- januar stormur FULL BÚÐ AF TILBOÐSVÖrUM - kæliskápar - Uppþvottavélar - Þvottavélar - Þurrkarar - Frystiskápar - Sjónvörp - Hljómtæki SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 samsungsetrid.islágmúla 8 - SÍmi 530 2800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.