Morgunblaðið - 17.01.2018, Side 13

Morgunblaðið - 17.01.2018, Side 13
„samkynhneigð“ eða tvíkynhneigð“ til í orðaforða fólks í gamla daga. Þess í stað voru þær sagðar kyn- villtar eða haldnar óeðli ef lífsstíl þeirra bar á annað borð á góma. „Í Vefaranum mikla frá Kasmír, 2. út- gáfu frá 1948, talar Halldór Lax- ness um „lesbíska skrautdansa“ en annars virðast lesbíur í hugum Ís- lendinga yfirleitt konur frá eyjunni Lesbos. Orðið fékk smám saman núverandi merkingu þegar lesb- ískur femínismi kom fram á sjón- arsviðið á sjöunda og áttunda ára- tugnum,“ útskýrir Íris. En höfðu konurnar aðrar leiðir en að búa saman og fela ástarsam- bandið fyrir umhverfinu? „Það er eitt af því sem við vonumst til að leiða í ljós. Við vitum um konur í fortíðinni sem bjuggu saman og al- mennt var vitað að væru par. Af einhverjum ástæðum var það sam- þykkt af samfélaginu, að minnsta kosti voru þessar tilteknu konur ekki úthrópaðar,“ svarar Íris og vísar til þeirra Gunnþórunnar Hall- dórsdóttur leikkonu og Guðrúnar Jónasson, sem báðar fæddust á átt- unda áratug nítjándu aldar. Þær bjuggu sér heimili á Amtmannsstíg í Reykjavík, ættleiddu börn og ráku saman vefnaðarvöruverslun.“ Íris dregur í efa að hér á landi hafi á árunum áður verið nokkurs konar jaðarsamfélag lesbískra kvenna, fámennið hafi enda komið í veg fyrir slíkt. Hins vegar bendi ýmislegt til þess að svokölluð róm- antísk vinátta hafi verið þekkt með- al heldri kvenna í Reykjavík um aldamótin 1900. „Rómantísk vinátta kvenna var viðurkennd og þótti ásættanleg bæði í Evrópu og Bandaríkjunum á þessum tíma. Það þótti meira að segja frekar sniðugt að konur sem höfðu ákveðna stöðu í samfélaginu leituðu eftir nánu og innilegu vin- fengi við aðrar konur frekar en karla. Meðal rómantískra vin- kvenna voru líklega fyrrnefndar Gunnþórunn og Guðrún,“ segir Íris og bætir við að birtingamyndir kyn- hneigðar og kynverundar á ólíkum tímum sé spennandi viðfangsefni fyrir sagnfræðinga. Fyrsta kynslóð íslenskra lesbía „Saga hinsegin fólks á Íslandi er að miklu leyti óskrifuð og því er mikil vinna fyrir höndum. Fram til þessa höfum við aðallega kynnt verkefnið í hópi áhugafólks um sagnfræði og fræðimanna en okkur langar til að fá fólk utan fræða- samfélagsins til að hjálpa okkur að skrá söguna.“ Auk þess sem þær Íris, Ásta Kristín og Hafdís Erla fara í tengslum við verkefnið Hinsegin huldukonur ofan í saumana á bréf- um, dagbókum og æviminningum kvenna, skáldverkum eftir konur, manntölum og heimildum sem bera opinberri umræðu vitni ætla þær að taka 25 viðtöl, annars vegar við elstu kynslóð lesbía og fólk sem býr yfir upplýsingum um hinsegin kyn- verund kvenna á tímabilinu. Hvað er elsta kynslóð íslenskra lesbía gömul? „Fyrsta kynslóð kvenna, sem tekur sér heitið lesbía og þróar með sér lesbíska sjálfsmynd er fædd kringum 1950. Það flækir málin töluvert að þær eru svona ungar og því er erfitt er að fjalla um sögu hinsegin kvenna á Íslandi.“ Þið ætlið samt að fara aftur til ársins 1700? „Það veltur allt á því hvað við finnum og hvað okkur er bent á. Mögulega þrengist tímaramminn seinna,“ segir Íris og lætur þess getið að alltaf megi bæta hinsegin huldukonum fortíðarinnar í gagna- grunninn þótt Samtökin ’78 eigi ekki stórafmæli eins og í ár. Dans Íslenskar stúlkur dansa á túni við Esjurætur á skemmtun sem hald- in var til heiðurs er- lendum gestum á þýsku skemmti- ferðaskipi árið 1910. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Aðstandendur verkefnisins Hinsegin huldukonur kalla eftir heim- ildum, munnlegum eða rituðum, um konur á tímabilinu 1700 til 1960 sem til dæmis:  áttu í ástarsambandi við aðrar konur.  áttu í tilfinningaríku vinasambandi við aðrar konur.  bjuggu með öðrum konum til lengri eða skemmri tíma.  ögruðu viðteknum hugmyndum um kvenleika, t.d. með klæðaburði, útliti, hegðun, fasi o.s.frv.  voru á annan hátt á skjön við hefðir og venjur samfélagsins á þeim tíma hvað varðar kyngervi, kynhegðun, kynhneigð eða kynverund. Þátttakendur í heimildaleitinni þurfa að gefa upp nafn svo hægt verði að hafa samband við þá ef þörf krefur. Þátttakan felur ekki í sér skuldbindingar af neinu tagi. Farið verður með allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að rekja einstök svör. Nánari upplýsingar og eyðublað: www.hinsegin.wordpress.com Hinsegin kynverund íslenskra kvenna frá 1700 til 1960 HEFUR ÞÚ FRÁ EINHVERJU AÐ SEGJA? Ein frásögn sem segir berum orðum frá samlífi tveggja kvenna er í æviminningum séra Friðriks Eggertz (1802- 1894), Úr fylgsnum fyrri aldar, sem kom út árið 1950. Þar segir hann frá Þuríði nokkurri Jónsdóttur sem átti „vinkonu“, Kristínu Einarsdóttur, en báðar voru vinnu- konur á Ballará. Þær sváfu „saman og þótti vinfengi þeirra nokkuð óeðlilegt, og því var hún kölluð af sumum Þuríður graða. Þær áttu ekki börn og voru saman meðan þær lifðu og voru í Vík á vorin,“ segir séra Friðrik um samband þeirra Þuríðar og Kristínar í bókinni. Þrátt fyrir að textinn sé knappur, eru Íris, Hafdís Erla og Ásta Kristín sammála um að hann veki ótal spurn- ingar sem líklegast verði aldrei hægt að svara. Hann sé einstaklega afdráttarlaus um óvenjulegt einkalíf kvennanna, og ólíkt flestum þeim heimildum sem verk- efnið hafi undir höndum, sé sagt tæpitungulaust frá ást- ar- og kynferðissambandi tveggja kvenna. Lítið er annað sagt um Þuríði en að hún hafði sérstakt yndi af því að róa út frá Dritvík og vildi helst hvergi ann- ars staðar róa. Á hún oft að hafa raulað eftirfarandi stúf fyrir munni sér: Í Vík að róa víst er mak Vík er nóg af dyggðum rík Í Vík á drottinn vænt skak Vík er paradísu lík. Að mati þeirra Írisar, Hafdísar Erlu og Ástu Kristínar skeytir Séra Friðrik býsna athyglisverðri frásögn við heldur snubbótta kynningu á Þuríði og Kristínu. Kemur þar við sögu þriðja vinnukonan, Guðrún Jónsdóttir, ekkja Kolbeins í Frakkanesi, sem var að dómi Friðriks „væn kona“. Fyrir eggjan Þuríðar og Kristínar, sótti Guð- rún hart eftir að róa út frá Dritvík, og þegar húsbændur hennar loksins létu það með semingi eftir henni, fórst hún í fyrsta róðrinum og var öllum harmdauði þar eð hún var „dugleg, skikkanleg og skemmtin“. „Ef til vill þjónar þessi saga þeim tilgangi að segja frá vitrun séra Friðriks, sem þá var aðeins 18 ára, en hann taldi sig hafa séð skipskaðann fyrir. Hinn túlkunarmögu- leikinn er svo sá að þarna hafi verið tilraun til að búa til varasamar sögupersónur úr Þuríði og Kristínu sem leiða aðrar konur í glötun ef þær fara að ráðum þeirra,“ segja þær. Þuríður graða ÚR GAGNAGRUNNINUM – TÆPITUNGULAUS FRÁSÖGN UM SAMLÍF TVEGGJA KVENNA Á 19. ÖLD Þórarinn Eldjárn les úr ljóðum Sig- urðar Pálssonar sem og sínum eigin ljóðum kl. 12.15 í dag, miðvikudaginn 17. janúar, í Bóka- safni Kópavogs. Yfirskrift upplest- ursins er Orð og draumar og er hún liður í við- burðaröðinni Menning á mið- vikudögum. Þórarinn og Sigurður voru vin- ir og skáldfélagar um áratuga skeið og ætlar Þórarinn ásamt því að lesa úr ljóðum að segja sögur af vinskap þeirra og skáld- skapnum. Menningarstundin er hluti af Dög- um ljóðsins í Kópavogi, sem er árleg ljóðahátíð haldin í kringum afhend- ingu Ljóðstafs Jón úr Vör. Menning á miðvikudögum Morgunblaðið/Einar Falur Skáld Sigurður Pálsson (1948-1917). Orð og draumar í Kópavogi Þórarinn Eldjárn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.