Morgunblaðið - 17.01.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 17.01.2018, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Perris, Kaliforníu. AFP.| Lögregluyf- irvöld í borginni Perris, sem er um 110 kílómetra suðaustan við Los Angeles, héldu áfram rannsókn sinni í gær á því hvernig hinn 57 ára gamli David Allen Turpin og kona hans, Louise Anna Turpin, hefðu getað haldið afkvæmum sínum þrettán föngnum á heimili sínu án þess að nokkur yrði þess var. Hjónin voru handtekin eftir að 17 ára dóttir þeirra náði að sleppa og hringja í neyðarlínuna á sunnudags- morguninn. Sagði í fréttatilkynningu lögreglunnar að lögreglumennirnir sem sendir voru á vettvang hefðu fyrst talið að stúlkan sem hringdi gæti ekki verið eldri en tíu ára vegna þess hversu vannærð hún var. Við nánari húsleit fundu lögreglu- mennirnir hin tólf afkvæmi Turpin- hjónanna, á aldrinum tveggja til 29 ára, og voru sum þeirra hlekkjuð við rúm sín þegar lögregluna bar að garði. Voru aðstæður allar sagðar skítugar og hörmulegar og sagði í til- kynningu lögreglunnar að foreldr- arnir hefðu ekki „veitt neinar rök- réttar skýringar á því hvers vegna börn þeirra væru hlekkjuð“. Virtist sem að öll börnin þrettán væru mjög illa haldin og sögðust þau vera ban- hungruð. Kom aðstandendum á óvart Foreldrar Davids Turpin sögðu við bandaríska fjölmiðla að þau væru slegin vegna málsins, en þau hafa ekki séð son sinn eða barnabörnin í um það bil fimm ár. Þá lýstu ná- grannar hjónanna allir undrun sinni á málavöxtum og hafði engan þeirra grunað að börnin, sem sáust sjaldan utandyra, þyrftu að búa við jafn- vondar aðstæður og lýst hefur verið. Á Facebook-síðu hjónanna mátti finna margar myndir af þeim ásamt börnum sínum við ýmis gleðileg til- efni. Var þar meðal annars mynd af ferð Turpin-fjölskyldunnar til Disneyland og voru afkvæmin öll klædd í eins föt og brostu dauflega. Þá mátti einnig finna myndir af fjölskyldunni í Las Vegas ásamt Elv- is-eftirhermu, sem mun hafa gefið hjónin saman að nýju. Virðist því sem að Turpin-hjónin hafi gengið ansi langt til þess að fela hinar öm- urlegu aðstæður sem þau bjuggu börnum sínum. Hlekkjuðu börn við rúmin  Hjón í Kaliforníu sögð hafa vanrækt þrettán börn sín og misþyrmt þeim AFP Sakamál Fjölmiðlafólk hópaðist saman við heimili Turpin-hjónanna. Frans páfi heimsótti Síle í gær, en það var fyrsta heim- sókn hans til landsins síðan hann tók við embætti. Baðst páfinn afsökunar á þeim kynferðislegu hneykslis- málum sem hafa skekið kaþólsku kirkjuna í Síle á síð- ustu árum. Ekki voru þó allir sáttir við komu páfans og brutust út skærur á milli lögreglunnar og fólks sem vildi mótmæla komu páfa. Þeir voru þó heldur fleiri sem tóku páfanum opnum örmum. AFP Komu páfa mótmælt í Síle Jafnaðarmanna- flokkur Rúmeníu lagði til að Evr- ópuþingmað- urinn Viorica Dancila yrði gerður að næsta forsætisráðherra landsins, eftir að Mihai Tudose sagði af sér í fyrradag. Hafði hann misst stuðn- ing meðal samflokksmanna sinna vegna innanflokkserja. Dancila hefur setið á Evrópu- þinginu frá árinu 2009 og myndi út- nefning hennar vera líkleg til þess að styrkja tengsl Rúmeníu við Evr- ópusambandið. Gert er ráð fyrir að Klaus Iohannis, forseti landsins, muni taka afstöðu til þess í dag hvort hann skipi Dancilu í emb- ættið. Yrði hún þar með fyrsta kon- an til þess að gegna embætti for- sætisráðherra í Rúmeníu, en það er næstfátækasta ríki Evrópusam- bandsins á eftir Búlgaríu. Þrír ráðherrar í for- sæti á sjö mánuðum Viorica Dancila RÚMENÍA Kósóvó- serbneski stjórn- málamaðurinn Oliver Ivanovic var skotinn í gærmorgun til bana úti á miðri götu í borginni Mitrovica í Kós- óvó. Hann lést samstundis. Ivanovic var umdeildur í heima- landi sínu en hann beið þess að rétt- að yrði á ný í máli þar sem hann var sakaður um að hafa framið stríðs- glæpi í átökunum í Kósóvó á tíunda áratug 20. aldar. Morðið er einnig talið líklegt til þess að spilla fyrir viðræðum á milli stjórnvalda í Serbíu og í Kósóvó um bætt samskipti en þær hófust í gær eftir meira en eins árs bið. Þykir líklegt að morðið muni ýfa upp spennu á milli Kósóvó-Serba og Kósóvó-Albana, en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð á verknaðinum. Stjórnmálamaður skotinn á miðri götu Oliver Ivanovic KÓSÓVÓ Leiðtogar Evrópusambandsins skjölluðu Breta í gær og lýstu því yfir að ennþá væri möguleiki til þess að hætta við útgönguferlið úr samband- inu, sem kennt er við Brexit. Nokkur umræða hefur verið í Bretlandi á síð- ustu vikum um það hvort að rétt væri að boða til annarrar þjóðaratkvæða- greiðslu um útgönguna og hefur Nig- el Farage, fyrrverandi formaður flokks breskra sjálfstæðissinna, UKIP, meðal annars lýst því yfir að hann sé opinn fyrir hugmyndinni. Nokkur umræða spannst um þetta á fundi Evrópuþingsins í gær, og sagði Donald Tusk, forseti Evrópu- sambandsins, meðal annars að „við á meginlandinu höfum ekki skipt um skoðun. Hjörtu okkar eru ennþá opin gagnvart ykkur“, og beindi orðum sínum að Bretum. Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, tók í sama streng og bað bresk stjórnvöld um að hlusta á ákall Tusks um að vera áfram innan sambandsins. Að öllu óbreyttu munu Bretar yfir- gefa Evrópusambandið í mars á næsta ári, en 52% kjósenda greiddu atkvæði með útgöngu í Brexit-at- kvæðagreiðslunni í júní 2016. Ekki sögð á borðinu Farage, sem barðist fyrir útgöngu Breta með kjafti og klóm á sínum tíma, kom mörgum á óvart þegar hann sagðist opinn fyrir annarri at- kvæðagreiðslu, þar sem hún gæti þaggað endanlega niður í þeim Bret- um sem ennþá þráist við útgönguferl- inu. Talsmaður Theresu May, forsætis- ráðherra Breta, sagði hins vegar að önnur atkvæðagreiðsla væri ekki í boði. Kjósendur hefðu sagt vilja sinn og hann bæri að virða. „Hjörtu okkar ennþá opin“  Tusk opnar á að hætt verði við útgöngu Breta AFP Brexit Nigel Farage hefur talað fyrir annarri atkvæðagreiðslu. Stjórnvöld í Búrma og Bangladess hafa gert með sér samkomulag um að fjölda fólks af ættbálki Róhingja verði gert kleift að snúa aftur heim til sín á næstu tveimur árum. Samkomulagið nær til um 750.000 manns sem flúðu heimili sín þegar her- inn í Búrma hóf aðgerðir sínar gegn Róhingjum síðasta haust. Þeim að- gerðum var ætlað að svara árásum öfgamanna á herstöðvar, en aðförum hersins hefur m.a verið lýst af bæði Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkja- stjórn sem þjóðarmorði. Samkomulag- ið nær hins vegar ekki til um 200.000 manns sem flúið höfðu yfir landamær- in til Bangladess fyrir október 2016. Stjórnvöld í Búrma sögðu í yfirlýs- ingu að ferlið myndi hefjast 23. janúar næstkomandi og standa yfir í tvö ár frá þeim tíma. Munu viðkomandi þurfa að fylla út eyðublað til þess að geta snúið aftur heim. Fá að snúa aftur heim til sín  Samkomulag um Róhingja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.