Morgunblaðið - 17.01.2018, Síða 25

Morgunblaðið - 17.01.2018, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is ROYAL VANILLUBÚÐINGUR ... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS A�taf góður! Fjöldi sveitarfélaga er nú að rýna niður- stöður þjónustukönn- unar Gallup. Sveitar- stjórninar hafa keypt niðurgreindar niður- stöður fyrir sitt sveit- arfélag til að fá upp- lýsingar um viðhorf íbúa til þjónustunnar og umhverfisins sem þeir búa við. Bæjar- stjóri á höfuðborgarsvæðinu sem ég átti samtal við notar til dæmis niðurstöðurnar til að gera betur og hefur stofnað rýnihópa um hvernig má bæta og bregðast við. En sorg- lega staðreyndin er sú að það á þetta ekki við um stærsta sveitar- félagið, Reykjavík. Fyrir tveimur árum tók meiri- hlutinn í borginni þá skammarlegu ákvörðun að kaupa ekki lengur þessar niðurstöður. Niðurstöð- urnar voru óþægilegar og nei- kvæðar og erfiðar fyrir meirihlut- ann. Niðurstöðurnar voru á þann veg að Reykvíkingar gáfu mikilvægri grunnþjónustu algjöra falleinkunn. Af 19 sveitarfélögum voru íbúar Reykjavíkur óánægðastir og ráku lestina hvað varðar ánægju með þjón- ustuna í skipulags- málum, sorphirðu, grunnskóla, leikskóla, þjónustu við eldri borgara, þjónustu við fatlaða og þjónustu til íþróttaiðkunar. Meirihlutinn ákvað að skella við skollaeyrum, gera lítið úr við- horfum borgarbúa og svo sem ekki í fyrsta sinn. Haldnar voru ræður sem gengu út á að gera lítið úr að- ferðafræðinni sem sérfræðingar Gallup nota og meðal annars var því haldið fram að íbúar borgar- innar væru bara of kröfuharðir! Borgarbúar vita að það er ósann- gjarn málflutningur. Staðreyndin er sú að ef viðhorf borgarbúa er að þjónustan sé svona léleg, þá er það einfaldlega vegna þess að hún er ekki eins góð og hún getur ver- ið. Meirihlutinn ákvað hins vegar að fara bara sínar eigin leiðir. Ákveðið var að fara í sérstakar mælingar með klæðskerasniðnum aðferðum. Margt er varhugavert við þá afstöðu. Meðal annars að þeir sem njóta þjónustu eru síður til í að segja sjálfum þjónustuað- ilanum frá óánægju sinni þar sem þeir eru honum háðir um þjón- ustuna. Í slíku mælingum er ekki leitað sérstaklega að þeim sem ekki hafa fengið þjónustu og þann- ig má lækka niður í áhrifum hóps- ins sem ekkert fær eða er óánægð- ur. Svo auðvitað að því sem athyglisverðast og marktækast er, eða samanburðinum við önnur sveitarfélög, er þá auðvitað sleppt. Það er eindregin skoðun mín að meirihlutinn í Reykjavík ætti að leggja af þessu vondu vinnubrögð og byrja í staðinn að vinna að hagsmunum borgarbúa. Það er ekki of seint að leggja af þann leiða sið að stinga upplýsingum undir teppið eða fara í einhvers konar feluleik um óþægileg gögn. Á síðasta borgarstjórnarfundi lagði ég til að borgarstjórn tæki á dagskrá tillögu um kaup á þessum mikilvægu niðurstöðum fyrir Reykjavík. Málið er nefnilega svo að þó að ég eða aðrir myndu gjarnan vilja, megum við ekki kaupa þessar upplýsingar sem svo sannarlega eiga heima fyrir augum borgarbúa þar sem einungis meiri- hlutinn í Reykjavík hefur rétt til að ákveða þau kaup. Meirihlutinn þæfði þá tillögu mína eins og flest- ar ef ekki allar þær tillögur sem þau meta sem erfiðar. Auðvitað vita þau að þá er erfiðara fyrir okkur hin að koma afgreiðslu málsins í fjölmiðla. Svona eru vinnubrögðin í Ráð- húsinu um þessar mundir og hafa verið um of langt skeið. Það hins vegar breytir því ekki að þó að meirihlutinn velji feluleikinn, finna borgarbúar á eigin skinni að grunnþjónusta borgarinnar er ekki nógu góð. Það er vond stað- reynd en það er huggun harmi gegn að í næstu kosningum er hægt að breyta um forystu í borgarmálunum sem ætlar að leggja áherslu á þjónustu við borgarbúa í staðinn fyrir glimm- erprýdda loftkastala á fallegum kynningarfundum. Þjónusta við borgarbúa á að vera forgangs- atriði og þar er hægt að gera miklu betur. Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur »Meirihlutinn ákvað að skella við skolla- eyrum, gera lítið úr við- horfum borgarbúa og svo sem ekki í fyrsta sinn. Áslaug María Friðriksdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtoga- prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Borgarstjórn felur óþægileg gögn Á toppi hagsveifl- unnar á að skapa rými til lækkunar skatta. Það auðveldar fólki að greiða niður húsnæð- islán og spara til mögru áranna. Enn og aftur virðast stjórn- málamenn telja að fjármunum lands- manna sé betur borgið í þeirra umsjón en hjá þeim sem afla þeirra. Ríki og sveitarfélög hafa stundað þensluhvetjandi fjár- málastefnu síðastliðin ár, skatt- tekjur hafa þanist út í miklum upp- gangi í efnahagslífinu en útgjöld hins opinbera hafa aukist jafnharðan. Það er dapurlegt að fjár- málaráðherra telji að skattalækk- anir séu ekki brýnasta málið nú vegna efnahagsuppsveiflunnar. Það er mikilvægt að minna á að af hverj- um 100 krónum sem verða til í efna- hagslífinu er 45 krónum ráðstafað af hinu opinbera, skv. upplýsingum Hagstofu Íslands. Útsvarstekjur sveitarfélaga hafa aukist um 53 millj- arða á fjórum árum en hverri krónu er eytt jafnharðan. Tekjur af fast- eignagjöldum eru sér kapítuli. Stað- an er þessi: Nánast hvergi innan OECD hefur hið opinbera hærri skatttekjur en á Íslandi. Í núverandi uppsveiflu hefur nánast engin áhersla verið á aðhald eða forgangs- röðun í ríkisrekstri heldur fyrst og fremst á ráðstöfun þeirra gífurlegu fjármuna sem hinu opinbera hafa áskotnast. Skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki vörðuðu leiðina að halla- lausum rekstri ríkissjóðs. Þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar. Í fjárlögum 2018 eru boð- aðar frekari skattahækkanir en eng- ar skattalækkanir eru í hendi. Ekki verður bet- ur séð en á fyrstu fimm- tíu dögum nýrrar rík- isstjórnar sé enn frekar verið að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Villutrúin er að auknar ráðstöfunartekjur fyr- irtækja og heimila hvetji til þenslu en að fjármunir til eyðslu rík- is og sveitarfélaga hafi ekki slík áhrif. Skilaboð atvinnulífs- ins til stjórnvalda eru einföld. Í einni lengstu uppsveiflu Ís- landssögunnar þarf að draga úr út- gjöldum til að lækka álögur á lands- menn. Slík nálgun reynir bæði á framtíðarsýni og stefnufestu. Að halda áfram á sömu braut mun óhjá- kvæmilega kalla á sársaukafullan niðurskurð þegar sömu tekjustofnar dragast saman í næstu niðursveiflu. Rétt’upp hönd sá sem trúir því að í niðursveiflunni skapist dauðafæri til skattalækkana. Það er brýnast að lækka skatta Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Í núverandi upp- sveiflu hefur nánast engin áhersla verið á að- hald eða forgangsröðun í ríkisrekstri heldur fyrst og fremst á ráð- stöfun þeirra gífurlegu fjármuna sem hinu op- inbera hafa áskotnast. Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.