Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.01.2018, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2018 Elsku tengda- mamma, kæra vin- kona, nú þegar leið- ir okkar skilja er mér efst í huga þakklæti til þín. Ég vil þakka þér samfylgd þína á lífsins leið sem og vináttu þína og góð- mennsku. Segja má að lífið sé dans á þyrnum en einstaka sinn- um rekst maður á rós eins og þig. Lífsleikni þín og viska hafa verið mér nokkurs konar andleg leið- sögn um það hvernig skuli bregð- ast við þegar í ölduróti lífsins koma upp erfiðar aðstæður. Ég kalla fram ímynd þína um hvern- ig þú brást við á sorgarstundum við fráfall dóttur og eiginmanns. Þó svo vindurinn hafi blásið í fangið og lífsins leið hafi legið á brattann þá brá aldrei skugga á gleði þína og jákvæðni til lífsins, hjá þér var þetta spurning um hugarfar, þú sást það fallega og góða í öllu sem að höndum bar. Þegar heilsan brast varst þú ekki tilbúin að láta undan, þú hafðir mikið stolt til að bera og vildir aldrei láta sjá á þér nein veik- leikamerki. Persónuleiki þinn og útgeislun beygðu í engu af. Vertu sæl, mín elsku tengda- mamma, þakka þér samfylgdina, þú varst sannur vin. Jón Tryggvi Kristjánsson. Meira: mbl/minningar Elsku amma Gússý, nú ertu komin í draumalandið þar sem ríkir eilíf hamingja. Til afa, Millu og allra sem biðu þín þar. Ég veit að þetta hafa verið dásamlegir endurfundir. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu, hafðir mikil áhrif á mig og kenndir mér svo mikið. Það voru forréttindi að fá að alast upp nán- ast í næsta húsi við ykkur, alltaf hægt að fara til ykkar afa og það sem það var gott. Lyktin og hlýj- an er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Þú hélst að mér litum frá því að ég var pínulítil og þú hafð- ir óbilandi trú á mér, listakona skyldi ég verða. Þegar ég kom eftir skóla til ykkar afa í Fögrukinnina beið mín alltaf heitur matur. Það besta sem ég fékk var ömmukjöt, sem þú gerðir sérstaklega fyrir mig og afa. Oftar en ekki fór ég með þér í vinnuna á Sólvang, þar sem ég fékk alls konar verkefni og lærði að umgangast aldrað fólk af virðingu. Allar ferðirnar saman í Lang- holtið. Yndislegar minningar úr Grennd og Fossholti sem mamma og þið gerðuð að ykkar griðastað, þar mun ég halda áfram að skapa minningar með mínu fólki eins og við töluðum Ágústína Berg Þorsteinsdóttir ✝ Ágústína BergÞorsteinsdóttir fæddist 18. apríl 1929. Hún andaðist 30. desember 2017 Útförin fór fram 15. janúar 2018. svo oft um. Þau voru óteljandi mörg trén sem ég gróður- setti með afa og mömmu, þar liggja rætur mínar, hver einasta helgi á hverju sumri var til- hlökkun. Við eigum svo ótal margar minn- ingar saman sem er óþarfi að skrifa um, því að við bjuggum þær til og þær munu ávallt geymast í hjarta mér. Þú talaðir alltaf um að hafa fengið mig í afmælisgjöf af því að ég kom heim af fæðingardeild- inni þann dag. Við áttum algjör- lega sérstakt samband. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Alltaf fann maður einstaka hlýju frá þér. Þú elskaðir svo mikið marga og margir elskuðu þig svo mikið. Enda varstu dug- leg að segjast elska þá sem þú elskaðir. Maður fékk að heyra það í hvert einasta skipti. Ég gæti skrifað og skrifað um hversu góð þú varst, en það er óþarfi því að þeir sem þekktu þig vita það hversu góð manneskja þú varst. „Àgústína er dýrlinga- nafn“ sagðir þú oft, þú varst líka algjör dýrlingur. Ég er svo heppin að hafa feng- ið að vera samferða þér í gegnum lífið, og heppin að hafa getað komið svo oft til þín heimsókn á Sólvang. Daginn sem þú kvaddir sá ég hversu mikil áhrif þú hafðir á fólkið í kringum þig, fjölskyld- una, vistmenn og aðstandendur þeirra og tala nú ekki um allt starfsfólkið þitt á 2. hæð, þvílík væntumþykja og ást í þinn garð. Þín verður svo sárt saknað. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (höf. ókunnur) Takk fyrir allar góðu stund- irnar, elsku amma mín, og allt sem þú kenndir mér í lífinu. Takk fyrir að vera þú, þessi risa stóri karakter með „stórasta“ hjarta í heimi. Megi ferðalagið þitt sem fram undan er verða þér gott. Knús- aðu alla frá mér, hugur minn er hjá ykkur öllum. Elska þig. Þín Helma. Elsku amma Gússý. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við kveðjum þig með söknuði. Takk fyrir allt, elsku amma. Við elskum þig alltaf. Theodór Óli, Aron Snorri og Ísak Steinn. Elsku amma Gússý. Það er svo skrýtið að þú skulir vera farin. Farin á vit nýrra æv- intýra þar sem sólin alltaf skín. Sólin sem þú elskaðir. Komin til þeirra sem þú saknaðir, afa Steina og Millu. Það voru forréttindi fyrir mig að alast upp hjá þér og afa í Fögrukinninni. Ég var reyndar svo lánsöm að eiga tvö sett af ömmu og afa í sömu götunni, bara þrjú hús á milli. Það kom sér ansi vel stundum, sérstaklega ef það var eitthvað lítið spenn- andi matur á öðrum staðnum, þá var bara trítlað yfir og athugað hvort þar væri ekki eitthvað að- eins meira spennandi á boðstól- um. Alltaf talaðir þú um mig sem eina af dætrum þínum „Þú ert barnið mitt, ég á þig og elska þig,“ var setning sem ég fékk iðulega að heyra, enda áttuð þið afi helling í mér. Í dag eigið þið tvö einstakan stað í hjarta mínu. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór í mína fyrstu ferð, af nokkrum, með þér og afa til Costa del Sol, þangað sem þið afi, og síðan þú, áttir eftir að fara í ansi mörg ár. Fyrst varst það þú sem fórst með mig í kerru og svo ég með þig í „kerru“ einhverjum árum síðar. Við höfðum svo gam- an af þessum ferðum og töluðum svo oft um þær. Ég sé ykkur afa og Millu fyrir mér hönd í hönd, saman á sólar- strönd. Elsku amma, takk fyrir allar Spánarferðirnar. Takk fyrir allan súkkulaðihúðaða ananasinn. Takk fyrir allar föndurstundirn- ar. Takk fyrir allar pönnukök- urnar. Takk fyrir allar skíðasög- urnar. Takk fyrir allar grilluðu samlokurnar sem þú sendir afa alltaf með til mín í vinnuna í há- deginu. Takk fyrir að hugsa svona vel um mig. Takk fyrir allt og allt. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Við Davíð og strákarnir kveðj- um þig með söknuði. Elskum þig alltaf. Þín Svava Berglind. Vinkona mín Ágústína Berg Þorsteinsdóttir hefur kvatt þennan heim. Gússý, eins og hún var alltaf kölluð, var í raun fyrsta vinkona mín og höfum við átt ein- stakt vinasamband í yfir hálfa öld. Svo háttaði til að við bjugg- um hlið við hlið við Fögrukinn í Hafnarfirði, mín fjölskylda núm- er 9 og Gússý og hennar fjöl- skylda númer 11. Fljótlega eftir að ég fór að ganga og hafa smá vit lagði ég leið mína til Gússýar í næsta hús og urðum við miklar vinkonur. Það var eitthvað svo notalegt og skemmtilegt að koma þangað. Gússý var einstaklega hlý og góð manneskja og hafði mikla útgeislun. Hún hafði lag á að draga fram það jákvæða og einhvern veginn fór maður alltaf ríkari af fundi hennar. Gússý kenndi mér margt og ekki síst að vera jákvæð og finna það góða í fari fólks. Ljóð Heiðreks Guðmundssonar lýsir vel lífs- skoðunum hennar. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini í dánarkrans. Ég minnist ótal samveru- stunda okkar en einkum er mér minnisstætt þegar hún fór með mig í Þjóðleikhúsið að sjá Kardi- mommubæinn, en móðir hennar Emilía lék Soffíu frænku. Þetta var afskaplega mikil upplifun, ekki síst að fá að fara baksviðs og hitta leikarana eftir sýningu. Það má segja að Gússý hafi líka verið minn fyrsti atvinnurek- andi því fyrsta launaða starfið mitt var að passa Pollý hundinn þeirra Steina klukkustund á dag eitt sumarið. Gússý var mikið aðventu- og jólabarn. Heimili þeirra Steina var skreytt hátt og lágt fyrir jólin og ævintýri líkast að koma þang- að á aðventunni. Við vinkonurnar skiptumst alla tíð á jólagjöfum. Á aðfangadag fór ég til hennar með pakka og tók við gjöf frá henni. Á kortið var skrifuð falleg kveðja til mín og minnar fjölskyldu og í pakkanum var gjarnan eitthvað sem Gússý hafði föndrað, málað eða valið af kostgæfni. Gússý sagði gjarnan þegar ég kvaddi: „Sigrún mín, þá geta jólin komið fyrst þú ert búin að koma.“ Þetta eru dásamlegar minningar. Nú á aðventunni heimsótti ég Gússý á Sólvang og vissum við báðar í hvað stefndi. Við ræddum ýmislegt, fórum yfir hvað þessi vinátta væri okkur dýrmæt og hvað við værum þakklátar fyrir að hafa átt hvor aðra. Gússý bað mig fyrir kveðju til míns fólks og við kvöddumst, þetta var síðasta kærleiksstund okkar saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Heiðdís, Hafdís og fjöl- skyldan öll, við fyrrverandi íbúar á Fögrukinn 9, Auður, Anna Kristín, pabbi og okkar fólk sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi yndisleg minning um Gússý lifa í hjörtum okkar allra. Sigrún Traustadóttir. Ég er á förum, komin með far- seðilinn en hef tafist aðeins. Mundu að ég elska þig og mun alltaf gera það sagði Gússý við mig í síma nokkrum dögum fyrir jól. Er hægt að hugsa sér fallegri hinstu kveðju? Ég var lengi að venjast kærleiksríkum kveðjum Gússýar eftir að ég kynntist henni fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan. Þegar ég hóf að starfa með Millu vinkonu minni og dóttur hennar varð heimili foreldra hennar opið fyrir mér. Gússý réði ríkjum í Fögrukinninni og allir sem þangað komu voru vel- komnir og kvaddir með þéttu faðmlagi, kossum á kinn, blessun og mörgum fallegum orðum. En Gússý elskaði ekki aðeins tví- fættu fjölskyldumeðlimina Steina og dæturnar þrjár og vini. Hún var með ólíkindum hun- delsk, hún virti hunda og dáði. Gússý hélt hunda í Hafnarfirði frá árinu 1958 þegar Milla dóttir hennar kom heim með íslensku tíkina Pollý. Hundahald var þá bannað í Hafnarfirði en Gússý lét það bann ekki stoppa sig og var síðar einn af stofnendum Hunda- vinafélags Íslands sem barðist gegn hundabanni í þéttbýli. Á þeim tíma sem ég kynntist Gússý var heimilishundurinn íslensk tík sem kölluð var Gala. Gala var sjálfstæð, frek og uppátækjasöm, sem Gussý fannst mjög skemmti- legt. Eitt af því sem hún lét eftir Gölu var að sitja í framsæti bif- reiðar þeirra hjóna sem Steini keyrði jafnan og Gússý fannst það bara í góðu lagi og settist sjálf í aftursætið á tveggja dyra bílnum. Gala sat hin ánægðasta í framsætinu og brosti sínu breið- asta brosi eins og íslenskum fjár- hundum er einum lagið. Þegar elsta dóttirin og hunda- þjálfarinn Milla kvartaði undan óþekkt tíkarinnar var svar Gússýar ávallt: „Þú ert bara af- brýðisöm því Gala er fegurst ykkar systra.“ Gússý hafði ein- stakan húmor fyrir hundunum í Fögrukinninni, hún talaði alltaf fallega um þá og við þá og aldrei heyrði ég hana hasta á nokkurn hund. Eðlilega frestaði Gússý sinni hinstu ferð fram yfir jól, jól- in voru hennar tími. Þá var hún í essinu sínu og litla húsið í Fög- rukinninni breyttist í jólahús í nóvember og var skreytt út í hvert horn. Svo var boðið í jóla- kaffi og föndur og þrátt fyrir að ég afþakkaði jólagjöf ár hvert var Milla send með pakka til mín. Eitthvað fallegt sem Gússý hafði búið til og jólakort með hunda- mynd. Eftir að Gússý flutti úr Fögrukinninni á Sólvangsveg reyndi hún að halda hund en það reyndist erfitt og varð hún að biðja dóttur sína að fóstra hann. Gússý talaði opinskátt um dauð- ann og hlakkaði til endurfunda við þau feðginin, dótturina Millu og hann Steina sinn. Minningin um Gússý lifir í hjörtum okkar, því þvílíkt fágæta perlu sem Gússý er aldrei hægt að gleyma. Kæru Snorri, Hafdís, Heiðdís og fjölskylda, innilegar samúðar- kveðjur. Þórhildur Bjartmarz. Þegar sól tók að hækka á lofti þá flaug yndisleg sál til ókunnra stranda. Það var hún Gússý okk- ar sem ég var búin að þekkja frá fæðingu. Einstök og góð vinkona móður minnar. Ef einhver hefur fengið góðar móttökur þá er það Gússy. Það er á engan hallað að hún var næstum raunverulegur engill í mannsmynd sem stráði um sig kærleik og fyllti umhverfi sitt ást og umhyggju. Við bjuggum í sömu götu í Hafnarfirði, þar var lítið sam- félag og samkenndin rík. Eink- um voru móðir mín og Gússý nánar. Þær voru Reykjavíkur- dætur, sem fluttust ungar til Hafnarfjarðar, þá var það heil- mikil breyting að fara úr mið- borg höfuðborgarinnar og í lítið bæjarfélag. Þessi reynsla batt þær þeim styrku vináttuböndum sem rofnuðu ekki fyrr en með ótímabæru andláti móður minn- ar. Þá reyndist hún okkur dætr- um hennar eins vel og í hennar valdi stóð og sleppti aldrei af okkur hendinni í þau 20 ár sem liðin eru. Heimili Gússýjar, eiginmanns hennar og dætranna þriggja var ævintýraheimur, þar sem var gaman að koma. Hún var mjög listræn og bar heimilið vott um það. Þar voru allt öðru vísi munir en hjá okkur hinum í götunni. Fyrir nú utan tíkina Pollý sem hafði þar líka heimilisfesti. Hún var eins og eigandinn, alveg dásamleg. Við Milla dóttir henn- ar lékum okkur mikið saman og uppi á háalofti þar sem kenndi ýmissa grasa var undraveröld sem ungum telpum þótti forvitni- leg, mikið af skrýtnum hlutum, kjólum og fatnaði frá móður Gús- sýjar hinni frábæru, þekktu leik- konu Emelíu Jónasdóttur. Gússý hafði það yfirbragð bæði til orðs og æðis að hafa alist upp með listagyðjunni og áreiðanlega setti það mark á hana unga að árum að hafa sofið á bekk í Iðnó meðan á æfingum móður hennar stóð. Það var ekki svo lítil upphefð fyrir mig, unga telpu, að fá að fara með Millu í leikhúsið í boði ömmu hennar og fara baksviðs og kynnast töfrum og leyndar- dómum leikhússins og fá að sitja í stúku og horfa á leikrit, ekki síst „Soffiu frænku“ í Kardi- mommubænum. Gússý var mikil hvatamanneskja að því að ég fengi að fara með og fyrir það er ég óendanlega þakklát því þetta setti mikinn svip á æsku mína. Nú er farsælu lífi öndvegis- konunnar Gússýjar lokið, en hún fór líka oft í gegnum dimman dal á sinni vegferð, sérstaklega þeg- ar hún missti Millu dóttur sína í blóma lífsins. Það sár greri aldr- ei. Samúð mín og systra minna, Hildar og Helgu, er með ykkur elsku Heiðdís og Hafdís en „hvað er engill í Paradís hjá góðri og göfugri móður“. Minningarnar um hana munu lýsa ykkur og við minnumst hennar með óendan- legri hlýju. Lilja Hilmarsdóttir. Ágústína Berg Þorsteinsdótt- ir, sem ávallt var kölluð Gússý af samferðafólki, er fallin frá 88 ára gömul. Gússý fluttist ung kona til Hafnarfjarðar og varð um leið Gaflari eins og þeir gerast bestir. Fólkið í bænum og hagur þess var hennar hjartans mál. Hún var og enda afar vel látin í heimabæ sínum. Það þekktu allir Hafnfirðingar af eldri kynslóð- inni hana Gússý – og það að góðu einu. Við samfundi streymdi ávallt frá henni hlýja og kærleikur. Henni þótt vænt um fólk og því um hana. Bros hennar, hæglátt fasið, hlýleiki og stór faðmurinn skapaði andrúmsloft gagn- kvæmrar væntumþykju og ró- semdar. Þannig var að vera sam- vistum við Gússý. En Gússý var langt í frá skap- laus og viljastyrkur hennar og eljusemi, í blíðu og stríðu, var sannarlega til staðar og til eft- irbreytni. Hún átti gott líf og samheldna fjölskyldu; elskulegan eigin- mann, Sigurstein Jónsson og dæturnar þrjár, Emelíu (Millu) og tvíburana, Heiðdísi og Haf- dísi. Og var svo líka sannarlega vinamörg. Gússý starfaði við iðjuþjálfun og lengi á Sólvangi, dvalarheimili eldri borgara í Hafnarfirði. Þar var hún aldeilis á heimavelli. En líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Andlát elstu dóttur hennar, Emelíu (Millu) árið 2004 var henni og fólkinu hennar þung raun. Eins sá hún á eftir Steina sínum, sem lést árið 2008. En hún hélt áfram með æðruleysi hugans og kær- leika í farteskinu; buguð en ekki brotin. Hún var baráttukona, sem hafði lærst það á langri ævi, að lífið er ekki alltaf beinn og breiður vegur, heldur þröngt ein- stigi með ýmsum hindrunum. Við sem þetta ritum viljum sérstaklega þakka Gússý fyrir baráttu hennar og stuðning við Alþýðuflokkinn og síðar Sam- fylkinguna í gegnum tíðina. Hún var jafnaðarmaður eins og þeir gerast bestir. Var eðalkrati. Lét sig hag og hamingju annarra varða og vildi jöfnuð og réttlæti í samfélagi manna. Um áratuga skeið var Gússý í framvarðasveit Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og lét þar til sín taka með góð- mennsku og sanngirni að vopni. Á hana var hlustað, þegar hún lagði til umræðunnar. Við und- irritaðir eigum henni margt að þakka í hinni pólitísku baráttu; hún var ævinlega mætt til leiks, áköf og dugleg, þegar á þurfti að halda. Að njóta vináttu hennar og hjálpsemi var ómetanlegt. Eftirlifandi dætrum, Heiðdísi og Hafdísi, og allri fjölskyldunni sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Góð kona hefur kvatt, en lif- Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Höfðavegi 10, Húsavík, lést föstudaginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 20. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Ívar Júlíusson Júlíus Ívarsson Guðrún Elsa Finnbogadóttir Aðalbjörg Ívarsdóttir Gylfi Sigurðsson Skarphéðinn Ívarsson Arnhildur Pálmadóttir Elín Ívarsdóttir Benedikt Kristjánsson Hrönn Ívarsdóttir Hafsteinn S. Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.