Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Orðið „vinur“ þýðir allt annað ásamfélagsmiðlum en það hef- ur þýtt frá öndverðu. Nú myndi Gunnar af góðu tilefni segja: „… en meir þykir mér verð vin- átta þín, sona þinna og þúsund annarra á Fésbók“. Sumir líkja umgengni við miðlana við dóp og benda á að millj- arðamæringunum sem mala af þeim gull sé ljóst að veldi dópsala hrynji ánetjist þeir sjálfir vörunni. Páll Vilhjálmsson skrifar:    Samfélagsmiðlar eru ávanabind-andi, þeir eru beinlínis hann- aðir til að notendur verðir háðir þeim. Engir vita það betur en yfir- menn samfélagsmiðla – og þeir ýmist nota þá ekki eða setja sér strangar takmarkanir. Sama gildir um börnin þeirra.    Í grein í Guardian er samantektá viðbrögðum nokkurra yf- irmanna samfélagsmiðla, Mark Zuckerberg og niður úr, við þeirri æ almennari vitneskju að sam- félagsmiðlar eru ávanabindandi. Yfirmenn Facebook og Twitter eru ekki með viðveru á miðlum sínum líkt og almenningur. Stund- um sjá aðrir um ,,prófílinn“ fyrir yfirmennina eða að þeir sjást ekki.    Samfélagsmiðlar eru hannaðirtil að gera notendur hugraða eftir viðbrögðum, ,,lækum“ eða at- hugasemdum.    Eftir því sem umferðin á miðl-unum eykst verða þeir verð- mætari sem auglýsingamiðlar.    Yfirmennirnir hafa hvorkiáhuga á að verða sjálfir háðir framleiðslu sinni né þeirra nán- ustu.“ Páll Vilhjálmsson Mjólka, en mæta aldrei í fjósið STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -4 léttskýjað Þórshöfn 2 skýjað Ósló 6 súld Kaupmannahöfn 8 súld Stokkhólmur 3 rigning Helsinki 1 súld Lúxemborg 9 skýjað Brussel 13 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 6 skúrir London 7 rigning París 12 alskýjað Amsterdam 12 skýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 3 þoka Moskva -8 þoka Algarve 14 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 6 léttskýjað Winnipeg -10 snjókoma Montreal -9 skýjað New York 4 skýjað Chicago -2 snjókoma Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:29 16:52 ÍSAFJÖRÐUR 10:54 16:37 SIGLUFJÖRÐUR 10:38 16:19 DJÚPIVOGUR 10:03 16:17 Karlmaður var í vikunni í Héraðs- dómi Reykjaness dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn fimm ára dóttur sinni. Var manninum gert að greiða 1,5 millj. kr. í sakarkostnað og 1,7 millj. kr. í bætur til dótturinnar. Í dómnum kemur fram að barna- verndarnefnd hafi lagt fram kæru vegna málsins 2016. Hafði dóttirin greint frá því „stundum þegar hún og pabbi hennar væru tvö ein nudd- aði hún á honum typpið. Stúlkan hefði jafnframt sagt að ákærði nudd- aði á henni klobbann og stundum potaði hann fingri inn.“ Sagði stúlk- an ömmusystur sinni og móður frá þessu. Faðir stúlkunnar neitaði sök við þingfestingu, en við aðalmeðferð sagði hann að ásakanirnar væru misskilningur. Í dómnum segir aftur á móti að fyrir liggi stöðugur fram- burður stúlkunnar og telur sálfræð- ingur vandséð að hún hefði getað lýst atvikum öðruvísi en út frá eigin reynslu. Verði því ekki vefengt með skynsamlegum rökum að maðurinn hafi gerst sekur um alvarlegt brot gagnvart dóttur sinni, hvar hann hafi nýtt sér yfirburðastöðu. Dæmdur fyrir brot gegn dóttur  Stöðugur fram- burður um reynslu Vegagerðin hefur til skoðunar að lagfæra gatnamótin af Vesturlands- vegi inn á Grundartangasvæðið með hliðsjón af umferðaröryggi. Forsvarsmenn atvinnufyrirtækja á Grundartanga sendu á dögunum frá sér áskorun þess efnis og töldu að framkvæmdir væru brýnar. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að rætt hafi verið um að lýsa vega- mótin upp. Einnig að bæta að- og fráreinar og gera gatnamótin lík þeim sem eru sunnan Borgarfjarð- arbrúarinnar þar sem beygt er upp í Borgarfjörðinn. Fjármagn hefur ekki verið sett í þetta verkefni. Ekki hefur komið til tals að koma upp hringtorgi enda slík lausn ekki talin heppileg á þessum stað. Í nágrenn- inu er ekkert þéttbýli og engin önn- ur hringtorg eru nálæg. Í yfirliti frá Vegagerðinni má sjá að ekki hafa orðið mörg slys á þess- um vegamótum frá árinu 2012 til dagsins í dag. Þarna hafa orðið nokkur óhöpp vegna ísingar en G. Pétur minnir á að vetrarþjónusta á svæðinu var aukin frá og með sl. hausti og þar með hálkuvarnir. Á Grundartanga er sem kunnugt er að finna nokkur stærstu fyrirtæki landsins, þar á meðal Norðurál og Elkem. Mikil þungaumferð er um fyrrnefnd gatnamót alla daga. sisi@mbl.is Grundartangagatnamót til skoðunar  Áskorun frá fyrirtækjum á svæðinu  Vegagerðin skoðar heppilegar lausnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Dekraðu við línurnar Að vera í brjóstahaldara í réttri stærð skiptir miklu máli, gefðu þér tíma, við erum á Laugavegi 178 Misty

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.