Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 12

Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 12
AFP/Patricia De Melo Moreira Eigandi Manuela Cutileira, eigandi Brúðuspítalans, að störfum. Svipbrigði Brúðunum virðist ekkert leiðast þar sem þær bíða eftir aðgerð í hirslum frá nítjándu öld. Brúðuspítalinn, Hospital de Bonecas, í hjarta Lissabon í Portú- gal, hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í fimm kynslóðir. Marg- ar brúðurnar eru meira en eitt hundrað ára, oft mjög illa á sig komnar með fót- eða handleggsbrot, jafnvel vantar á þær út- limi og augu. Grunur leikur á að sumar hafi sætt illri meðferð af hendi forráðamanna sinna í áranna rás, væntanlega í ógáti eða af óvitaskap. Þótt biðin eftir aðgerð geti á stundum verið býsna löng fá þessar fíngerðu og brothættu brúður allra sinna meina bót á spítalanum. Í sama húsi er einnig forláta brúðusafn. Um 4.000 brúður eru í húsinu, sumar safngipir, aðrar bíða eftir aðgerð. Flest er með sama blæ og forðum þegar spítalinn var stofnaður 1830, enginn asi, ekkert óðagot. Forsagan er sú að lítil, gömul kona hafi jafnan setið og saumað tuskudúkkur fyrir framan búð þar sem hún seldi jurtir og jurtalyf. Smám saman fóru ná- grannabörnin að biðja hana um að „lækna“ brúðurnar sínar og að því kom að jurtalyfin viku af hillunum fyrir löskuðum brúðum. Og þar með var kominn vísir að brúðuspítalanum. Þegar Thomas Cabral blaðamaður og Patricia De Melo Mo- reira ljósmyndari hjá AFP-fréttaveitunni komu þar við á dög- unum hittu þau fyrir eigandann, Manuelu Cutileira, 72 ára, af- komanda litlu gömlu konunnar í fimmta lið. Hún sagði við- skiptavini innlenda og erlenda og í þeim hópi væru bæði söfn og einkasafnarar, en þó aðallega venjulegt fólk sem væri tilfinn- ingalega tengt brúðunum sínum. Á brúðuspítalanum starfa auk Cutileira þrjár konur, „skurð- læknar“ eins og þær kalla sig. Hverri brúðu fylgir sjúkra- skýrsla og að sögn gestanna meðhöndluðu konurnar þær af ein- stakri natni og kærleika. Í ferðabæklingum um Portúgal er Hospital de Bonecas sagð- ur elsti, starfandi brúðuspítalinn í Lissabon. Þótt fyrir veikar brúður á Íslandi sé kannski um of langan veg að fara, er gott að vita að spítalinn er á Praça da Figueira 7. Ef einhverjir skyldu eiga leið um. Brúður á batavegi Batnað Brúður sem hafa fengið lækningu. Læknar Á spítalanum starfa þrír skurðlæknar. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 HÓTEL 19 tveggja til þriggja manna herbergi, stór veitingasalur/veislusalur, veitingasala, setustofa, bar, sjoppa, verslun, salernisaðstaða fyrir ferðafólk, fullbúið eldhús með öllum búnaði. 6 SMÁHÝSI 6 fullbúin 20 m2. smáhýsi. ÞJÓNUSTUSKÁLI OG TJALDSVÆÐI Salernis-,eldunar og sturtuaðstaða. Góð aðstaða fyrir tjaldgesti, hjólhýsi og húsbýla. Heitt og kalt vatn. Rafmagnsinnstungur á tjaldstæði. Leiktæki fyrir börn. VEIÐI Berufjarðarvatn sem er ca. 15 hektarar er inn á landareigninni. Góð veiði í vatninu og aðstaða fyrir báta. STÓR JÖRÐ Landareignin er samtals 58,5 hektarar, þar af er Berufjarðarvatn 15. hektarar. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er við vatnið. Jörðin er mjög falleg og gróðursæl með miklu landslagi. Margar fallegar gönguleiðir. FERÐAÞJÓNUSTA Stöðugur vöxtur í fjölgun ferðamanna á Íslandi og á svæðinu. Mikil eftirspurn varðandi bókanir 2018. BJARKALUNDUR Til sölu Hótel Bjarkalundur og tilheyrandi eignir ásamt 58,5 hektara jörð á einum fallegasta stað landsins, margar náttúruperlur eru í nánasta umhverfi. Fasteignir á landareigninni eru alls 9 talsins, samtals 1.015 fm. og skiptast í hótel, þjónustumiðstöð, 6 smáhýsi og starfsmannahús. Samtals gistirými er fyrir yfir 50 manns og miklir stækkunarmöguleikar. Hótelið býður uppá fjölbreytta möguleika. Stórt bílaplan er við hótelið til að taka á móti stórum rútum. Hótel Bjarkalundur stendur við þjóðveginn aðeins 200 km. frá Reykjavík. N1 rekur bensínstöð á staðnum. Hér er um að ræða einstakan og verðmætan möguleika fyrir réttan aðila. Nánari upplýsingar Karl Jónsson hdl. Sími 896 2822 TIL SÖLUHÓTEL BJARKALUNDUR - í fögru og stórbrotnu umhverfi á sunnanverðum Vestfjörðum Verð: kr. 168 millj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.