Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hafnfirðingar hafa þrýst mjög á úr- bætur á samgöngumálum í bænum. Umferð í gegnum bæinn hefur stór- aukist, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna sem aka þar um á leið frá og til Keflavíkurflugvallar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti á síðasta fundi einróma bók- un þar sem hún lýsti yfir vonbrigð- um með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi fram- kvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Jafnframt er skorað á þingmenn að sjá til þess að fram- kvæmdum verði forgangsraðað í samræmi við öryggissjónarmið sam- gönguáætlunar og því beri að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnar- fjarðar. Hönnun vegar er tilbúin Sem fyrsta áfanga verði tryggt fjármagn á árunum 2018 og 2019 til að ljúka framkvæmdum við tvöföld- un Reykjanesbrautar frá Kaldár- selsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Hönnun á tvö- földum vegi á þessum kafla liggur fyrir og að mati sérfræðinga væri hægt að hefja framkvæmdir þar með stuttum fyrirvara. Bendir bæjarstjórnin á að ekkert annað sveitarfélag á höfuðborgar- svæðinu búi við það að þjóðvegur liggi í gegnum bæinn með aðeins eina akrein í hvora átt. Samkvæmt upplýsingum G. Pét- urs Matthíassonar, upplýsingafull- trúa Vegagerðarinnar, liggur fyrir deiliskipulag vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldársels- vegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Verkið er nánast tilbúið til útboðs en aðlaga þarf áfangaskiptingu. G. Pétur segir að í þingsályktunartillögu um sam- gönguáætlun fyrir árin 2015-2026, sem var ekki afgreidd á Alþingi, hafi verið gert ráð fyrir þessum fram- kvæmdum á 2. tímabili, þ.e. 2019- 2022. Þessi áætlun hafi hins vegar riðlast verulega. Framkvæmdin verði mögulega unnin í tveimur áföngum og verktími gæti orðið allt að fjögur ár. Gróf kostnaðaráætlun fyrir verkið er 2.000 milljónir króna. Þar sem Reykjanesbrautin er þjóðvegur ber ríkinu að fjármagna framkvæmdina. Samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföld- un Reykjanesbrautar hefur verið að störfum. Á lokafundi sínum, sem haldinn var 19. desember 2017, gerði sam- ráðshópurinn tillögu að forgangs- röðun verkefna á Reykjanesbraut í Hafnarfirði og jafnframt kostn- aðarmat þeirra. Tillögurnar voru þessar:  Brábirgðalausn gatnamóta Reykjanesbrautar/Lækjargötu/ Hlíðarbergs. Ekki er tilbúin end- anleg tillaga.  Bráðabirgðalausn í Kaplakrika. Ekki tilbúin endanleg tillaga.  Tvöföldun frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi. Kostnaður áætl- aður tveir milljarðar.  Endanleg lega frá Álftanesvegi að Lækjargötu. Kostnaður áætlaður fimm milljarðar króna.  Endanleg lega frá Krýsuvíkur- vegamótum, færsla við Straumsvík og tening við Voga-áætlun. Kostn- aðaráætlun 3,3 milljarðar. Samkvæmt þessu er kostnaðar- áætlun við að tvöfalda Reykjanes- brautina að fullu innan Hafnar- fjarðar rúmir 10 milljarðar króna. Þess skal getið til skýringar að þótt vegurinn „Álftanesvegur að Lækjargötu“ teljist ekki formlega til Reykjanesbrautar nema að hluta telst hann tilheyra henni allur í bók- haldi Vegagerðarinnar. Nafn veg- arins frá Engidal að Kaplakrika er Fjarðarhraun. Samráðshópurinn segir að gera megi ráð fyrir að hafist verði handa við tvo fyrstu liðina í sumar þ.e. bráðabirgðalausnir við gatnamót Reykjanesbrautar/Lækjargötu/ Hlíðarbergs og gatnamót Reykja- nesbrautar við Kaplakrika. Þegar tvöföldun Reykjanes- brautar að Krýsuvíkurvegi lýkur liggur næst fyrir að tvöfalda braut- ina þaðan í vesturátt út á Reykjanes. Tvöfaldi kaflinn frá Keflavík nær nokkur hundruð metra inn fyrir sveitarfélagamörk Hafnarfjarðar og Voga. Frá þeim stað að Krýsuvík- urvegi eru 5,5 kílómetrar. Deili- skipulag á þessum kafla liggur ekki fyrir ennþá. Vegi breytt við Straumsvík G. Pétur Matthíasson segir að að- alskipulag Hafnarfjarðar geri ráð fyrir flutningi vegarins þannig að hann liggi ekki í gegnum land ál- versins í Straumsvík. Ekki liggur fyrir samkomulag milli bæjarins og Vegagerðarinnar um kostnaðar- skiptingu verði vegurinn fluttur. Í þingsályktunartillögu um sam- gönguáætlun fyrir 2015-2026, sem var ekki afgreidd, var gert ráð fyrir þessum framkvæmdum á 2. tímabili, þ.e. 2019-2022. Þessi áætlun hefur riðlast verulega, segir G. Pétur. Sem fyrr segir liggur fyrir sam- þykkt deiliskipulag fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Kald- árselsvegi að Krýsuvíkurvegi. Þessi kafli brautarinnar er um þrír kílómetrar. Frá Áslandi að Krýsuvíkurvegi verður Reykjanesbrautin lækkuð miðað við núverandi legu. Brautin verður sprengd niður á nokkrum köflum. Ráðist verður í hefðbundnar mótvægisaðgerðir gegn umferð- arhávaða, m.a. með mönum, jarð- vegshólfum og hljóðveggjum. Stóraukin umferð um Fjörðinn  Hafnfirðingar þrýsta á úrbætur í samgöngumálum  Fjármagn verði tryggt í ár til að ljúka tvö- földun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi  Verkið er nánast tilbúið til útboðs Morgunblaðið/RAX Borðaklipping Ný mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar voru tekin í notkun í desember sl. Breikkun Reykjanesbrautar H A F N A R FJ Ö R Ð U R Hvaleyri Setberg Kort: openstreetmap.com Gatnamót við Krýsuvíkurveg Gatnamót við Kaldárselsveg Breikkun, um 3 km Reyk janes brau t Kaflar á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar hafa verið tvö- faldaðir en það hefur ekki nægt til að umferð gangi óhindrað. Vegna mikillar og aukinnar um- ferðar hafa myndast stíflur við hringtorg á þessum köflum, að- allega á háannatímum á morgn- ana og síðdegis. Fram kemur í skýrslu sam- ráðshóps Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar að Vega- gerðin sé búin að vinna tillögu að lagfæringum á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðar- hrauns við Kaplakrika. Tillagan miðar að tvöföldun á hægri- beygju á Reykjanesbraut og vinstribeygju á Fjarðarhrauni. Verkfræðistofur hafa verið fengnar til að skoða breytingar á hringtorginu Reykjanesbraut/ Lækjargata/Hlíðarberg (Hlíðartorg). Til skoðunar er að koma á ljósastýringum að hluta eða öllu leyti. Í minnisblaði VSÓ-ráðgjafar kemur m.a. fram að umferð um Hlíðartorg sé nú um 37 þúsund bílar á sólarhring, samkvæmt talningu Vegagerðarinnar. Há- marksafköst tveggja akreina hringtorgs eru talin vera 40 þúsund bílar á sólarhring. Um- ferð þurfi því aðeins að aukast um 8% til að mettun sé náð. Talningar á annatíma hafa sýnt að umferðin af Reykjanes- braut inn á Hlíðartorg er um 51% af allri umferð inn á torgið. Af þessu má ráða að umferð í gegnum Hafnarfjörð, þ.e. til og frá Suðurnesjum, sé að stórum hluta sú umferð sem fer um þetta svæði. Stíflur við- hringtorg á annatímum UMFERÐ Í HAFNARFIRÐI Morgunblaðið/Golli Boðað verður til nýs verkfalls á hendur Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi félagsins hér á landi. Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands sam- þykkti einróma á fundi sínum að hefja þegar undirbúning að verk- falli. „Sérstaklega verði hugað að því að velja þann tíma ársins til verkfallsaðgerða sem ætla má að rekstur Primera sé í hámarki hér á landi.“ Þetta kemur fram í tilkynn- ingu. Á umræddum fundi var jafnframt formanni FFÍ og Al- þýðusambandi Íslands veitt heim- ild til að leita allra úrræða til þess að tryggja að íslensk stjórn- völd grípi nú þegar til þeirra að- gerða sem þeim er heimilt til þess að stöðva ólöglega starfsemi og félagsleg undirboð Primera á íslenskum vinnumarkaði. Boða til nýs verk- falls hjá Primera Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.