Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 32

Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is MAYDAY, MAYDAY, MAYDAY. THIS IS WESTMAN ISLANDS RADIO. ERUPTION IN THE WESTMAN ISLANDS. WE NEED HELP FOR 5000 PEOPLE. WESTMAN ISLANDS RADIO. Þannig hljóðaði neyðarkall frá Loftskeytastöð Vestmannaeyja um tvöleytið aðfaranótt 23. janúar 1973, þegar eldgos braust út á austurhluta Heimaeyjar. 5.000 íbúar eyjunnar flúðu með fiskibátum og flugvélum til fastalandsins. Hver eru viðbrögð fólks við eldgosi í túnfætinum? Engilbert Gíslason 22 ára og tvítug eiginkona hans, Bryndís Hrólfsdóttir, bjuggu í kjallaraíbúð í Fögrubrekku við Vestmannabraut þegar eldgosið braust út á Heimaey. Eftir að hafa verið vakin af húsráðanda og sagt að það væri byrjað að gjósa austur á Eyju rölti unga parið í rólegheitum heim til foreldra Engilberts. Þau töldu sér á leiðinni trú um að um jarð- elda væri að ræða sem væru ekki nærri því eins hættulegir og eldgos. Þegar unga parið kom á æskuheimili Engilberts á Vallargötunni upplifðu þau rólegheit. Húsmóðirin Elín sló upp veisluborði og saman settist fjöl- skyldan við borstofuborðið um miðja nótt. Bryndís og Engilbert sjá það í dag að viðbrögð margra Eyjamanna gosnóttina voru sérkennileg blanda af æðruleysi og óraunveruleika. Stórisinn dreginn frá ,,Ég gerði mér fyrst grein fyrir því að eitthvað óvenjulegt var á seyði þegar mamma dró frá stórisinn en það var aldrei gert, aldrei! Stuttu síð- ar komu amma og afi sem bjuggu á Austurveginum með eldgosið nánast í bakgarðinum hjá sér. Amma var há- grátandi og í kjölfarið kom Guðný systir mömmu sem bjó í austur- bænum. Guðný varð alveg galin þeg- ar hún sá okkur sitja við veisluborð og horfa út um gluggann á eldgosið. Hún sagði að búið væri að gefa það út að allir ættu að taka saman eitthvað af fötum og drífa sig niður á bryggju í bátanna,“ segir Engilbert þegar hann rifjar upp gosnóttina. ,,Ég hringdi í Gunnhildi systur sem bjó í austurbænum, hún var skelfingu lostin en gerði sér ekki meiri grein fyrir aðstæðum en svo að hún ætlaði að flýja í skjól í vesturbænum. Frá tengdaforeldrunum fórum við aftur niður á Fögrubrekku að setja föt í töskur og fórum svo um borð í Ísleif VE,“ segir Bryndís. Hrædd við jarðskjálfta Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir var 38 ára þegar gosið hófst. Hún bjó með eiginmanni sínum Gísla Sig- marssyni, ásamt fjórum börnum og ófrísk að því fimmta á Faxastíg sem tilheyrði á þeim tíma vesturhluta bæjarins. Sjöfn var ekki hrædd við eldgosið en jarðskjálftar hræddu hana og gera enn. ,,Gísli þufti að ræsa mannskapinn og gera bátinn kláran til þess að flytja fólkið í burtu. Þegar börnin voru búin að klæða sig, rak ég þau öll út úr hús- inu og læsti. Það fékk enginn að fara inn og sækja sér hluti, ég var svo hrædd um að það kæmi jarðskjálfti. Við fórum svo um borð í Elliðaey og sigldum í leiðindasjóveðri til Þorláks- hafnar.“ Sonur Sjafnar, Grímur Þór Gísla- son, var nýorðinn 8 ára, hann segist ekki hafa skilið hvað pabbi hans átti við þegar hann vakti hann um tvö- leytið. Hann vissi ekkert hvað eldgos var og vildi fara að sofa aftur. „Ég sagði pabba að það væri frí í leikfimi um morguninn og ég ætlaði að sofa lengur. Það endaði með því að pabbi tók mig upp á hnakkadrambinu og hélt á mér niður stigann, en ég gaf mig ekkert með það að það væri frí í leikfimi,“ segir Grímur. Ester Kristjánsdóttir sem var 28 ára í gosinu trúði ekki eiginmanni sín- um Sigurði Guðmundssyni þegar hann sagði henni að pakka niður í tösku. Þau þyrftu að fara niður á bryggju í bátana. „Ég man að ég pakkaði niður síð- um ballkjól, ekki veit ég af hverju,“ segir Ester. Hafdís dóttir hennar var á 11. ári og líkt og margir aðrir Eyja- menn átti hún ekki von á að farið yrði til Þorlákshafnar en hún var ánægð að sleppa við handavinnutíma morg- uninn eftir. Sjóferðin er Hafdísi í fersku minni. „Við fórum með Ísleifi VE. Mér fannst við öll liggja í hrúgu í ein- hverjum gangi og allir ælandi í poka,“ segir Hafdís. Sjöfn og Ester segjast báðar lítið hafa hugsað á leiðinni upp á land ann- að en að aðstoða börnin. „Þegar ég stóð á bryggjunni í Þor- lákshöfn ófrísk með fjögur börn þá hugsaði ég með mér: ég er ekkert með, ekkert, ég hafði skilið allt eftir heima,“ segir Sjöfn Síðasti bátur frá Eyjum Engilbert segir að sér hafi liðið eins og aumingja að flýja um borð í bát með konum, börnum og gömlum körlum. „Ég var ekki sáttur við sjálfan mig en vildi ekki yfirgefa eiginkonuna. Ég hefði heldur ekki komist frá borði. Það voru allir ungir sem gamlir rekn- ir um borð í bátana aftur. ,,Í minningunni vorum við síðasti bátur til þess að yfirgefa Eyjarnar. Það þurfti bæði að setja glussa á stýr- ið og svo var okkur bannað fara fyrr en varnarliðið hefði flutt alla af sjúkrahúsinu og elliheimilinu með flugi frá Eyjum,“ segir Engilbert. Hann minnist þess að ösku og glóandi litlum molum hafi rignt yfir hann þegar siglt var út úr höfninni. Bryn- dís minnist þess að í Þorlákshöfn hafi þurft að sæta lagi til þess að komast frá borði úr bátunum vegna þess að sjór gekk yfir hafnargarðana. Síðan tók við strætisvagnaferð til Reykja- víkur í fullum vagni. ,,Konurnar fengu sæti, en ég ekki. Ég hugsa alltaf hlýlega til Jónasar Guðmundssonar trésmíðameistara sem kallaði í mig: ,,Engilbert minn, komdu og sestu hjá mér á sængina mína.“ Saman sátum við á gólfinu fremst í vagninum á poka með sæng Jónasar,“ rifjar Engilbert upp. Engilbert fór til Eyja rúmum sólarhring síðar. Hann segir að í raun hafi hann ekkert vitað hvað hann var að fara að gera. Engilbert var starfs- maður Útvegsbankans og var með samviskubit yfir því að vera ekki í vinnu. Hann hafði ekkert séð af sam- starfmönnum sínum á leiðinni upp á land og hélt að þeir hefðu mætt í vinnu í bankann í Eyjum klukkan níu morguninn eftir. ,,Á leiðinni í Þorlákshöfn kom beiðni í útvarpinu frá Ólafi Helgasyni, bankastjóra að starfsmenn hefðu samband. Ég fékk að hringja eins og svo margir aðrir í Meitlinum í Þor- lákshöfn. Ég sagði Ólafi hálfskömm- ustulegur að ég væri í Þorlákshöfn á leiðinni til Eyja. Ólafi fannst það hið besta mál og spurði hvort ég ætti bor- vél. Ég hélt það nú, nýbúinn að eign- ast splunkunýja vél. Gott mál, svaraði Ólafur, farðu í bankann með borvél- ina og boraðu upp öryggishólfin og komdu með innihaldið suður,“ segir Engilbert og bætir við að hann hafi siglt með Heklunni til Eyja og þegar komið var að Eyjum sá hann Kirkju- ból í ljósum logum. „Ég segi við útlending sem stóð við hliðina á mér, þetta er eins og stríð. Einhverju síðar skrifaði blaðamaður um gosið og vitnaði í orð mín. It,s like a war of nature.“ Grét í Eldheimum Það er skrýtið að tala um þetta núna, þetta hreyfir við einhverri taug. Þetta er eins og þegar ég kom í Eld- heima í fyrsta skipti, ég fór að gráta um leið og ég kom inn á þann hluta sýningarinnar sem byggist á lifandi myndum og goshljóðum. Ég áttaði mig fyrst þá á því hvað eldgosið hafði mikil áhrif og upplifði gosið aftur þeg- ar ég heyrði hávaðann. Ég stóð heil- lengi einn með sjálfum mér og grét. Gunna systir sagði að ég væri ekki fyrsti karlmaðurinn sem gréti í Eld- heimum.“ Þegar Engilbert kom til Eyja taldi hann rétt að koma við á lögreglustöð- inni og láta vita hvert erindin hans var í bankann, vopnaður borvél um miðja nótt. „Borvélin dugði engan veginn á þykkar hurðirnar á öryggishólfinu, ég náði ekki einu sinni að rispa lakkið. Það þurfti rándýra iðnaðarmenn úr Reykjavík til þess að bora sílendrana Doði, kvíði og varnarleysi  5.000 manns flúðu heimili sín  Tók síðan ballkjól með  Kvikt samfélag í Eyjum  Strengurinn þaninn til hins ýtrasta  Grín notað sem áfallahjálp  Eyjamenn bera virðingu fyrir náttúruöflum Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjamenn Engilbert Gíslason og Bryndís Hrólfsdóttir þráðu ekkert heitara en að flytja til Eyja að loknu gosi, sem þau gerðu. Nú búa þau á Álftanesi. Eldgos á Heimaey Sjónarhorn Engilberts og Bryndísar þegar búið var að draga stórisinn frá gosnóttina. Myndin sjálf er tekin í fyrstu viku febrúar.  SJÁ SÍÐU 34 EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.