Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 U m þessar mundir eru flokkar landsins að velja fólk á fram- boðslista sína fyrir sveit- arstjórnarkosningar í vor. Í Sjálfstæðisflokknum er það gert með margvíslegum hætti; uppstillingu, röðun eða prófkjöri og það sama á við um aðra flokka. Gaman er að fylgjast með því að fjöldi fólks gefur kost á sér og hefur áhuga á að fara í framboð fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og beita sér fyrir stefnu hans á sveitarstjórnarstiginu. Það er mikilvæg áskorun fyrir alla flokka að stilla upp fjölbreyttum framboðslistum. Eitt af því sem fram hefur komið í um- ræðum síðustu misseri, t.d. í tengslum við metoo-umræðuna er viðhorf til kvenna í stjórnmálum. Alltof lengi hefur verið talað niður til þeirra, þær lítilsvirtar og jafnvel haldið utan ákvarðanatöku og þeirra upplýsinga sem kjörnir fulltrúar þurfa að hafa til að sinna starfi sínu. Þetta viðhorf er sem betur fer að breytast hratt og konur láta ekki bjóða sér þannig framkomu. Annað sem hefur komið fram er að konur hika þeg- ar kemur að því að bjóða fram starfskrafta sína í stjórnmálum. Það á við um öll stig stjórnmála, störf og hlutverk innan flokka, á sveitarstjórnarstigi, í landsmálum o.s.frv. Svo virðist sem konur þurfi meiri hvatningu til að bjóða fram krafta sína í ábyrgð- arstöður. Ég vil því sérstaklega nýta tækifærið og hvetja konur til að láta til sín taka í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Þátttaka í bæjarpólitíkinni, eins og hún er stundum kölluð, er tilvalið fyrsta skref í stjórn- málum. Og það er ekki bara fyrsta skref, heldur er það mikilvægt skref og þá ekki síst fyrir bæjarfélögin sjálf. Konur þurfa að viðra skoðanir sínar, bjóða fram krafta sína og umfram allt reynslu sína og þekk- ingu. Ég fagna því að Landssamband sjálf- stæðiskvenna hafi skipað Bakvarðasveit sjálfstæðiskvenna, sem er skipuð reyndum konum sem hafa tekið þátt í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eru tilbúnar að veita ráð, styðja og hvetja konur sem leita vilja til þeirra. Með þessu vill lands- sambandið auðvelda konum að stíga sín fyrstu skref til að bjóða sig fram. Í fram- haldi af því vil ég einnig skora á karlmenn, úr öllum flokkum, til að hvetja konur áfram í stjórnmálaþátt- töku. Stjórnmálin, á öllum stigum, þurfa á því að halda að fjölbreyttar skoðanir komi fram og að ólík sjónarmið fái vægi og umræðu. Það verður aðeins gert með jafnri þátttöku kynjanna. Þannig – og aðeins þannig – náum við að kalla fram það besta í samfélaginu okkar. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Konur, sækjum fram! Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Recep TayyipErdoganTyrklands- forseti ákvað um helgina að hefja hernaðaraðgerðir gegn Kúrd- um í Sýrlandi. Sótti tyrkneski herinn fram yfir landamærin og beindist aðalsóknin að Af- rin-héraði. Tyrkneskt stór- skotalið, skriðdrekar og sprengjuflugvélar hafa þar beitt sér gegn sveitum YPG, samtaka Kúrda, sem voru helsti bandamaður Bandaríkj- anna í baráttunni gegn Ríki ísl- ams. Það kemur kannski ekki á óvart að Erdogan reyni að draga tennurnar úr Kúrdum í Sýrlandi því hann hefur nýtt sér erjur á milli Tyrkja og Kúrda til þess að tryggja stuðning sinn í heimalandinu. Þá lofaði Erdogan því fyrir nokkru, að Tyrkir myndu koma í veg fyrir fyrirhugaða stofnun heimavarðliðs, sem Banda- ríkjastjórn ætlaði að þjálfa upp, en uppistaðan í því hefði verið hersveitir Kúrda. Það sem kemur hins vegar frekar á óvart er það hversu langt Erdogan er tilbúinn að ganga til þess að tryggja hags- muni Tyrkja í Sýrlandi. Fyrir í hinu stríðshrjáða landi er her- lið frá Rússum, Írönum og Bandaríkjamönnum, þó að vísu sé það síðastnefnda smátt í sniðum. Tyrkneski herinn blandar sér þó ótrauður inn í það óvissuástand, jafnvel þó að ljóst sé að YPG er í náðinni hjá Bandaríkjamönnum, sem eiga einnig að nafninu til að heita banda- menn Tyrkja. Þá hafa Erdogan og ríkisstjórn hans gefið óljósar yfirlýsingar um markmið sóknarinnar og það hversu lengi hernaðaraðgerðin, sem kennd er við ólífugrein, eigi að standa yfir. Sagði í einni yfirlýsingu Tyrkja að þær myndu enda, þegar allir flótta- menn frá Sýrlandi, sem nú haf- ast við í Tyrklandi, gætu snúið heim. Það getur þó vart verið ann- að en yfirvarp. Óljóst er hvern- ig það að herja á Kúrda færi Tyrki nær því markmiði að gera Sýrland aftur nógu frið- vænlegt til þess að flóttamenn- irnir komist aftur til heim- kynna sinna. Virðist mun líklegra að endurkoma flótta- mannanna muni dragast á lang- inn, sér í lagi þar sem Kúrdar hafa ekki í hyggju að gefa sitt eftir svo auðveldlega. Innrásin í Afrin-hérað hefur að auki teflt sambandi Tyrkja og Bandaríkjamanna í tvísýnu, sér í lagi eftir að Erdogan hót- aði því að hersveitir hans myndu einnig ráðast á Manbij, sem er ögn austar í Sýrlandi, en þar eru 2.000 bandarískir hermenn staðsettir. Láti Er- dogan verða af þeim hótunum sínum gætu aðgerðir hans hæglega orðið til þess að breikka enn frekar þá gjá sem myndast hefur á milli Tyrkja og bandamanna þeirra á Vest- urlöndum. Slík niðurstaða væri afar óæskileg fyrir báða. Tyrkir tefla á tæp- asta vað í Sýrlandi}Óæskileg þróun Traustur rekst-ur fyrirtækja er þjóðfélaginu af- ar mikilvægur og í raun grundvöllur velmegunar þjóð- arinnar. Morg- unblaðinu var þess vegna ánægja að taka þátt í því með Creditinfo að kynna í gær lista sem fyrirtækið hefur tekið saman yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Þetta eru fyrirtæki sem uppfylla ýmis skilyrði um rekstur og upplýsingagjöf og Creditinfo hefur tekið saman mörg undanfarin ár. Listinn var kynntur í sérstöku blaði sem fylgdi Morgunblaðinu í gær og í glæsilegri athöfn síð- degis voru fyrirtækjum veittar viðurkenningar fyrir fram- úrskarandi árangur. Það skiptir máli að minna með þessum hætti á þýðingu fyrirtækja í landinu og um leið er ástæða til að hlusta eftir því sem þeir sem náð hafa góðum árangri á þennan mælikvarða hafa að segja um rekstur og rekstrarumhverfi hér á landi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, bendir til dæmis á að heimatilbúin óvissa í rekstrar- umhverfi sjáv- arútvegsins geri fyrirtækjum í greininni erfitt fyrir. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins, nefnir að bókaforlögin hafi átt erfitt uppdráttar seinni árin og hafi ofan á aðra erfiðleika þurft að þola auknar opinberar álögur. Egill bindur vonir við að stað- ið verði við það á þessu ári sem fram kemur í stjórnar- sáttmálanum, að afnema skuli skatta af bókum. „Það getur komið til með að hafa grund- vallaráhrif til batnaðar fyrir bókaútgáfu í landinu,“ segir hann. Eins og þessi dæmi sýna geta aðgerðir, og stundum að- gerðaleysi, hins opinbera haft mikla þýðingu fyrir rekstur fyrirtækja. Vonandi verður rekstrarumhverfið bætt til að skapa skilyrði til að enn fleiri fyrirtæki geti skipað sér í röð Framúrskarandi fyrirtækja. Mikilvægt er að minna á þýðingu trausts rekstrar fyrirtækja } Framúrskarandi fyrirtæki Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is H in árlega viðskipta- ráðstefna Alþjóða- efnahagsráðsins, WEF, í Davos í Sviss hófst á mánudaginn, en hún hefur verið haldin þar síð- ustu vikuna í janúar ár hvert frá árinu 1971. Á gestalistanum eru framkvæmdastjórar um eitt þúsund stórfyrirtækja, sem hitta þar fyrir útvalda gesti úr alþjóðastjórn- málum og fræðaheiminum, auk þess sem um 500 blaðamenn frá öll- um heimshornum greina frá helstu tíðindum. Að þessu sinni hefur þó mesta eftirvæntingin verið eftir aðalræðu- manni föstudagsins, Donald Trump, en hann verður einungis annar af forsetum Bandaríkjanna til þess að sækja fundinn á meðan hann gegn- ir embætti. Hinn er Bill Clinton. Nokkrar vangaveltur hafa ver- ið um það hvað Trump muni fjalla um í ræðu sinni á föstudaginn. Benda gagnrýnendur hans á það, að Trump hafi boðað í innsetning- arræðu sinni, sem haldin var fyrir rúmlega ári, að hann myndi setja Bandaríkin í fyrsta sæti, eða eins og hann orðaði það á móðurmáli sínu, „America first“. Trump hafi síðan sýnt það í verki á fyrsta ári sínu í embætti, meðal annars með því að hækka verndartolla á vörur á borð við sólarrafhlöður og stærri heimilistæki, líkt og hann boðaði á mánudaginn var, sem og með áherslu sinni á að landamærum Bandaríkjanna verði lokað fyrir óæskilegum innflytjendum. Fundargestir í Davos eru hins vegar flestir vel á bandi al- þjóðavæðingarinnar og því ólíklegir til þess að taka áherslum Trumps vel. Sást það til að mynda vel í um- ræðum gærdagsins, þar sem Ste- ven Mnuchin, viðskiptamálaráð- herra Bandaríkjanna, reyndi að fullvissa fundargesti um það að „Bandaríkin í fyrsta sæti“ þýddi ekki að eina risaveldi heims hygðist snúa bakinu við umheiminn. „Það þýðir bara að Trump forseti er að sinna hagsmunum Bandaríkjanna, alveg eins og aðrir þjóðarleiðtogar sinna hagsmunum sinna eigin ríkja,“ sagði Mnuchin við frétta- menn í gær. Verndarstefna ekki í boði Orð Mnuchins voru hins vegar í nokkru ósamræmi við það sem Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í sinni ræðu, þar sem hún lagði áherslu á það að verndartollar og einangrun væri ekki lausn sem gengi upp til lengdar. „Verndar- stefna er ekki svarið,“ sagði Merkel og kallaði eftir víðtækri samvinnu um úrlausn þeirra vandamála sem steðjuðu að í alþjóðamálum. Emmanuel Macron Frakk- landsforseti tók undir orð Merkel síðar um daginn, en hann sagði nauðsynlegt að gera nýja sátt í samfélaginu utan um alþjóðavæð- inguna. Sagði Macron meðal annars að svo virtist sem þróunin væri í þá átt að ríki heims væru líklegri til þess að hækka tolla á erlendan varning en að lækka þá. Varaði hann við því að sú stefna gæti end- að á að gera að engu þá miklu kosti sem alþjóðavæðingin hefði fært heimsbyggðinni. Orðum þeirra Merkel og Mac- ron var vel tekið af fundargestum í Davos og reyndu erlendir frétta- skýrendur að stilla þeim upp sem nokkurs konar „verndurum al- þjóðahyggjunnar“ gagnvart Trump. Hvort slíkur stimpill á rétt á sér kemur hugsanlega betur í ljós á morgun, þegar Trump flytur ræðu sína. Davos-fundurinn í skugga Trumps AFP Davos Fyrirhuguð koma Trumps á viðskiptaráðstefnuna í Davos hefur valdið mismikilli gleði í Sviss og hefur komu hans verið mótmælt. Ráðstefnan í Davos er nú haldin í 48. sinn, en hún er hugarfóstur viðskiptafræði- prófessorsins Klaus Schwab, sem kenndi við Háskólann í Genf. Schwab bauð þá 444 gestum frá helstu fyrirtækjum Vestur-Evrópu til fundar að sumri til, og var það markmið hans að kynna fyrir þeim helstu stjórnunaraðferðir sem þá voru notaðar vestanhafs. Ráðstefnan hefur vaxið mjög síðan þá og er fjöldi gesta nú á bilinu 2.500 til 3.000 manns. Ráðstefnan hefur hins vegar verið gagn- rýnd fyrir að vera nokkurs konar saumaklúbbur fyrir „elítuna“, sem skili litlu. Þá hafa hópar, sem andsnúnir eru alþjóðavæðingunni, gert ráðstefnuna að skotspæni sín- um á síðari árum. Hafa mót- mæli gegn ráðstefnunni því verið árviss viðburður í seinni tíð. „Leikvöllur elítunnar“ DAVOS-RÁÐSTEFNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.