Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 50

Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Við á Matarvefnum lögðum því nokkrar spurningar fyrir Söndru og blikkuðum hana til að skella í lasagn- að góða fyrir okkur. Sandra segir að sér finnist hvað skemmtilegast að elda sushi með fjölskyldunni, hráefnismiklar súpur og gufuofninn sé í miklu uppáhaldi. „Mér finnst yndislegt að nota gufu- ofninn minn fyrir grænmetið við öll tækifæri því bragðið og áferðin er himneskt. Nota hann næstum dag- lega fyrir sætar kartöflur, brokkólí, aspas eða rósakál.“ Hvað myndir þú aldrei borða? „Ég nota ekkert próteinduft né borða próteinstykki, þar sem ég passa að fá nægilega mikið prótein úr fæðunni. Svo forðast ég allan djúp- steiktan mat og er lítið fyrir sósur.“ Sé fólk að reyna að taka upp holl- ara líferni og mataræði bendir Sandra á að hreint fæði sé lykilinn. „Minnka sykur og borða eins hreina fæðu og mögulegt er. Það er gott að byrja á að breyta einhverju sem þú getur breytt strax í dag. Setja sér einföld markmið sem raun- hæft er að ná og gleðast yfir því. Ekki byrja á því að taka út það sem þér finnst best heldur frekar það sem þú getur verið án. Mikilvægt að hugsa þannig að allar breytingar séu til þess að öðlast betri lífsstíl en ekki átak.“ Uppáhaldsveitingahús? „Veitingahúsaflóran hefur stór- aukist síðustu árin og það gleður mitt félagslega hjarta. Við fjölskyldan urðum þess heiðurs aðnjótandi að búa í Barcelona fyrir nokkru og þar hittust vinir ekki í heimahúsi heldur á veitingastað. Þó að það tíðkist e.t.v. ekki enn á Íslandi þá er aukin veit- ingahúsaflóra skref í rétta átt, bæði í verðlagi og öðrum flokkum. Hversdagslega þykir mér gott að fá mér sushi og þá myndi ég velja Sushibarinn á Suðurlandsbraut eða Sakebarinn á Laugavegi. Á tyllidög- um væri það helst Snaps með vinkon- unum eða jafnvel veitingahúsið í Marshall-húsinu með eiginmann- inum.“ Uppáhaldsléttvín? Bollinger-kampavín er klassík en yfirleitt læt ég mér nægja Cava sem er Brut Nature (minni sykur) ef hita- stigið fer yfir 10 gráður í sólinni. En yfirleitt þykir mér gott að fá mér glas af ljúfu Burgundar-rauðvíni yfir mat eða eftir mat í skammdeginu. Þá sjaldan sem maður lyftir sér upp.“ Ef þú værir forréttur, hvað værir þú? „Ensalada Caprese eða Buffalo mozzarella. Í sinni einföldustu mynd samanstendur rétturinn af ferskum mozzarella-osti, tómötum, basilíku og ólífuolíu en það er líka hægt að finna sama rétt sem Burrata en þá hefur mozzarella-osturinn verið sprautaður með rjóma til að auka fyllingu réttarins. Syndsamlega gott.“ Ljúffengt lasagna Tómatmassi 600-700 g brokkolí og blómkál. Brytja smátt niður þannig að þetta sé eins og nautahakk. Mínum börnum finnst það betra. 2 krukkur niðursoðnir tómatar - forð- ast tómatvörur úr áldósum. 2 litlar krukkur tómatpasta/ tómatpúrra - forðast tómatvörur úr ál- dósum. 3 stk. hvítlauksgeirar, pressaðir í hvít- laukspressu. Ég elska hvítlauk en það má nota minna. 1 ½ msk. basilíka, þurrkuð eða fersk. Klippi niður eina handfylli. 2 tsk. sjávarsalt. Tómatmassinn soðinn loklaust í 30 mín. Ég er alltaf að prófa mig áfram með tómatvörur. Prófaði núna sein- ast vörurnar frá Himneskt en notaði þá meira krydd. Ostamassi 2-3 hrærð egg 2 stórar dollur kotasæla ½ bolli parmesan (meira heldur en minna), rifið niður 2 msk. steinselja, þurrkuð eða fersk, þá klippi ég niður eina handfylli 1 tsk. sjávarsalt Pipar eftir smekk Hræri öllu saman í skál. Smyr eldfast mót með góðri hita- þolinni olíu, núna er ég að nota avó- kadóolíu. Tómatmassinn er aðeins meiri en ostamassinn. Ég geri oftast 3 lög af tómatmassanum á móti 2 lög- um af ostamassanum. 1 ½ pakki af lasagnaplötum, heilhveiti eða grænar (spínat). Það er líka gott að skera kúrbít (zukkini) í þunnar sneiðar, þurrka í ofni við lágan hita og nota í stað pastaplatna. Sett saman Lag af tómatmassa - raða lasagna- plötum yfir - lag af ostamassa og svo koll af kolli. Enda á tómatmassa. Rifinn mozzarella-ostur yfir eftir smekk. Sett í ofninn í 45 mín. við 180°. Gott að setja í ofninn fyrst í 15 mín. með engan ost yfir og svo setja ost- inn og aftur inn í 30 mín. tobba@mbl.is Lasagna og Fínar línur Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkraþjálfari, fyrrverandi landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum og fagstjóri hjá Hreyfingu, er hafsjór af hollri þekkingu. Sandra kennir einnig á nýju námskeiði í Hreyfingu um þessar mundir. „Námskeiðið heitir Fínar línur og er krefjandi æfingar með áherslu á miðjuna, kvið- og bakæfingar og hefst á mánudag,“ segir Sandra sem ekki er að- eins vinsæll þjálfari því hún er einnig listakokkur og ku lasagnað hennar vera guðdómlegt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grænt og vænt Ferskt krydd gerir allan mat girnilegri og betri. Hollt og gott Sandra er mikill meistari í eldhúsinu og vandar hráefnisvalið. rauðlauk og chili, kórónaður með kókós- eftir hátíðarmatinn. gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. Hollustan hefst á gottimatinn.is ferskur fiskréttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.