Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Finnist þér eitthvað vera að vaxa þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að spýta í lófana og taka málin í sínar hend- ur. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er einhver losarabragur á þér og þú gætir þess ekki nógu vel að hafa hlutina á hreinu svo ekki komi til vand- ræða þín vegna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Loksins kemst hreyfing á mál sem þú hefur lengi baksað við að ýta úr vör. Þú mátt í engu slaka á viljirðu gott gengi áfram. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það fer afskaplega mikill tími í alls konar vangaveltur hjá þér. Ekki láta áhyggjur annarra hafa svo mikil áhrif á þig að þú sinnir ekki þínum málum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt erfitt með að átta þig á fólki í dag því margir virðast vera úrillir. Haltu sjálfsálitinu utan við samskiptin og þú skilur betur fólkið sem þú elskar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér verður að öllum líkindum falin aukin ábyrgð sem verður til þess að þú verður í sviðsljósinu á næstu vikum. Vertu ekki of ýtinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Fólk sem er að kynnast þér á það til að opna sig fyrir þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert að glíma við eitthvert vandamál sem veldur þér miklum heila- brotum. Hvað getur þú gert til þess að bæta aðstæðurnar í vinnunni og hvernig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast rétt við. Lukkan eltir þig á röndum næstu daga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki er allt gull sem glóir og þar sem skjótfenginn gróði virðist innan seilingar getur verið skammt í tapið. Ekki láta glepjast af gylliboðum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú eyðir tímanum með ein- hverjum sem þú vilt alls ekki vera með þá ertu í raun að eyða tíma allra til einskis. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ruglingur gærdagsins er liðinn hjá, í dag muntu afkasta miklu. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt. Pálsmessa er í dag, 25. janúar,hér er gömul vísa: Ef myrkt er loft á messu Páls má þig við því óa að heljartökin hörkubáls hylja allt með snjóa. Húsgangur hefur verið að söngla í höfðinu á mér í svefnrofunum síð- ustu morgna: Nýrisinn af náðarblund nú er hann Björn minn genginn út fyrir garð að hengja hund; hann er að þjóna sinni lund. Á „timarit.is“ sé ég að Halldóra B. Björnsson hefur skrifað um þessa vísu í „Lögberg-Heims- kringlu“. Gömul kona sagði henni að vísan væri eftir Ingibjörgu háls- skornu, förukonu á Suðurnesjum, og um Garða-Björn sem uppi var á 19. öld og kenndur við Garða á Álftanesi. Hér þykir mér rétt að segja „Úps“ eftir efninu og fara með limru eftir Helga R. Einarsson: Hannesi honum var nær að halda svona við þær. Fjórar af þeim 52 fæddu’ onum króa í gær. Og láta „(Ó) lík“ fylgja: Þekkið þið skinnið hann Skúla, með skrokk, sem er langur, sem súla og ljúfuna hans þessa lífsglaða manns. Hún er lítil, sem agnarsmá kúla. Allt er þegar þrennt er. Hér er limran „Draumórar“: Þegar úr rotinu raknaði Rögnvaldur, Gyðu hann saknaði, sem var svo góð, geistleg og rjóð, en gufaði upp er hann vaknaði. Bjarni Stefán Konráðsson yrkir á Boðnarmiði: Hún Salvör í Sóleyjarrima, sigtaði’ út piltana fima. Á ippon hún lagði átta, uns sagði: Nú er ég sko komin með svima. Ippon þýðir fullnaðarsigur í júdó. Magnús Halldórsson velur úr fréttum af olíumálum Íslendinga: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík.“ Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráð- herrabústaðnum: Í ráðherrabústaðinn rösklega sótt, reynslan af því er engu lík. Undrar nú kannski engan þótt olían lykti af pólitík. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ingibjörg hálsskorna og úps ÞETTA VAR EITT ÞAÐ INDÆLASTA SEM NOKKUR HAFÐI SAGT UM LÁTNA MÓÐUR HANS. „LÍÐUR ÞÉR BETUR? ÉG BJÓ TIL SPAGETTÍ-SAMLOKU HANDA ÞÉR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda náttfata- veislu fyrir tvo! SVO HEITT ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA MEÐ HATT SVO HEITT, SVO VANDRÆÐALEGT ÉG ER ORÐINN LEIÐUR Á AÐ KOMA HEIM OG HEYRA FÓTATAKIÐ Í LITLUM FÓTUM AÐ HLAUPA UM HÚSIÐ! VERTU KÁTUR! ÞAÐ ER BLESSUN AÐ EIGA BÖRN! ÞAÐ ERU EKKI BÖRN! ÞAÐ ER HINN LÁGVAXNI KÆRASTI KONUNNAR MINNAR AÐ HLAUPA ÚT UM BAKDYRNAR! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann AÐ MINNSTA KOSTI SKILDI HÚN EFTIR GÓÐAN ANDA. Sonur Víkverja tók upp á því íbyrjun vikunnar að veikjast. Aftur. Þetta mun víst vera eðlilegt ástand, enda strákurinn á fyrsta ári leikskóla, en þá er víst ætlast til þess af börnum að þau séu meira og minna veik öllum stundum. x x x Víkverja reiknast svo til að sonur-inn hafi ekki náð nema einu sinni að mæta tvær heilar vikur í leikskól- ann í röð. Og sá árangur náðist bara með því að troða sýklalyfjum í Vík- verja yngri, ásamt því sem hann fékk rör í eyrun. Samt var það ekki nóg, því að enn verður hann veikur. x x x Víkverja þykir orðið nóg um. Hannfór að svipast um á netinu og heima hjá sér eftir gögnum um leik- skólavistina. Víkverji er nefnilega orðinn sannfærður um að honum hafi yfirsést eitthvað, og hann hafi sent erfðaprinsinn sinn ekki á leik- skóla, heldur á veikskóla. x x x Víkverji er mikill áhugamaður umkvikmyndir, og reynir að sjá eins mikið af bíómyndum á hverju ári og hann getur. Þrátt fyrir það verður hann að viðurkenna að hann er löngu hættur að kippa sér upp við fregnir af því hver hafi fengið verð- laun eða tilnefningar eins og til Óskarsverðlaunanna, sem kynnt voru í vikunni. x x x Myndirnar sem Víkverji „fílar“best enda líka sjaldnast á því að hljóta náð fyrir augum „akademí- unnar“ sem velur myndirnar. Nú skilst Víkverja til dæmis miðað við viðbrögð vinnufélaga og ungra ætt- ingja að Paddington 2, sem nú er í bíó, eigi hreinlega að vera besta mynd sem nokkurn tímann hafi verið gerð. Gagnrýnendur hafa sömuleiðis farið ljúfum höndum um hana. x x x Víkverji vill bíða með að dæmamyndina þar til hann sér hana sjálfur. Engu að síður finnst honum afskaplega ólíklegt að myndin muni verða tilnefnd til Óskarsverðlauna. Og er það ekki smá synd? vikverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. (Sálm. 37.5) Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralage inn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt Hálkubroddar ensínbrúsar last/Blikk , 10, 20L asaljós og lugtir, 0 gerðirÍseyðir-spray á hélaðar rúður frá 1.495 r V Bílrúðusköfur frábært úrval Snjóskóflur margar gerðir frá 1.999 Startkaplar 985 Snjósköfur margar gerðir frá 1.495 frá 495 Strekkibönd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.