Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rokksveitin Pink Street Boys var stofnuð árið 2013 í Kópavogi og kenn- ir sig við Smiðjuhverfi þar í bæ, nán- ar tiltekið bleika götu. Þar æfir hún enn, um fimm árum síðar, og í nóvember í fyrra gaf hún út þriðju breiðskífuna, Smells Like Boys, eða Lyktar eins og drengir, og hefur hún að geyma grjóthart og pönkað bílskúrsrokk líkt og þær fyrri. Ein var að vísu safn af demo-upptökum og segir Jónbjörn Birgisson, gítar- og bassaleikari sveitarinnar og einn söngvara hennar, að platan nýja sé því í raun önnur „viljandi“ plata drengjanna. Hin er Hits #1. Smells Like Boys er ein af 25 plöt- um sem tilnefndar voru til Kraums- verðlaunanna í fyrra, hlaut þau ekki en engu að síður er það hrós fyrir þá drengi að komast á þann virðulega tilnefningalista. Bleikstrætisdrengir stæra sig af því að vera háværasta hljómsveit Íslands og gott betur, ef marka má fésbókarsíðu sveitarinnar, því þar stendur að hljómsveitin sé sú háværasta í heimi. Og vissulega er hún hávær. Enn sami hávaðinn Jónbjörn er spurður að því hvort eitthvað hafi dregið úr hávaðanum milli platna. „Mér finnst það ekki, þú verður bara að hækka í græjunum þínum,“ segir hann og hlær. „En ég veit það ekki, kannski er þetta orðið dýnamískara og við heyrum það al- veg að fólki finnist við orðnir popp- aðri, en ég held að það sé kjaftæði.“ –Stíllinn er ekkert að breytast? „Nei, nei, alls ekki, við erum bara að verða eldri og …“ –Vitrari? „… og vitrari. Við vitum ekki leng- ur hvað er töff.“ –Þið eruð nú ekki mjög gamlir …? „Nei, ég er að verða 28 ára, við er- um hættir að vera unglingar,“ svarar Jónbjörn en auk hans eru í hljóm- sveitinni Axel Björnsson sem leikur á gítar og syngur, Víðir Alexander Jónsson sem leikur á gítar, bassa og syngur, Einar Björn Þórarinsson sem leikur á trommur og Alfreð Óskarsson sem leikur á tambúrínu og stuð. –Þið hafið spilað býsna mikið frá stofnun hljómsveitarinnar? „Já, alltof mikið. Þegar við vorum að byrja spiluðum við nánast hverja helgi til að koma okkur á kortið.“ Textarnir bara bull –Hvernig er með textana, hafa þeir tekið breytingum milli platna? „Með nýju plötunni gáfum við út textablað af því okkur fannst textarn- ir okkar svo fyndnir. En nei, þeir hafa ekkert breyst, eru bara eitthvert bull,“ segir Jónbjörn og tekur undir með blaðamanni að í tilfelli Pink Street Boys sé tónlistin eflaust mik- ilvægari en textarnir, enda ekki alltaf hægt að greina orðaskil. –Áttuð þið ykkur fyrirmyndir þeg- ar þið voruð að byrja, ákveðnar hljómsveitir sem þið lituð til? „Já, við vorum mikið í „sixtís“- pönki, safnplötum sem heita Back from the Grave, hlustuðum mikið á þær. Svo ólumst við allir upp í „nu metal“,“ svarar Jónbjörn. Bitrari en fyrir þremur árum –Ég spjallaði við þig fyrir þremur árum og spurði þá hvort þið væruð bitur hljómsveit. Hefur biturleikinn minnkað? „Nei, nei, alls ekki, hann er bara meiri eftir að hipphoppið tók svona yfir. Fyrir þremur árum var það ekki þannig.“ –Þetta eru slæmir tímir? „Mjög slæmir.“ –Hvað er hægt að gera í þessu? „Við erum byrjaðir að semja á ís- lensku og gefum fljótlega út lag á ís- lensku og þá getur fólk kannski skilið okkur.“ –Og smám saman fellur hipp- hoppið þá í skuggann? „Já, það hlýtur að gerast bráðum. Þetta gerist á 10-15 ára fresti, vona ég,“ segir Jónbjörn kíminn. „Svo er líka bara leiðinlegt popprokk úti, það er fullt af góðu rokki líka en það er bara svo falið og grafið.“ –Þið ætlið að bæta úr þessu? „Ja, alla vega að gera „extreme“ rokk þannig að fólk sjái að rokkið er ekki bara popp.“ Morgunblaðið/Hari Í bleiku stræti Pink Street Boys í æfingahúsnæði sínu við bleika götu í Smiðjuhverfi Kópavogs. Rokk er ekki bara popp  Pink Street Boys eru háværir sem fyrr á nýrri plötu  „Vitum ekki lengur hvað er töff,“ segir Jónbjörn Birgisson Tónlistarkonan Jónína Ara leggur í tónleikaferð um landið til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, Rem- ember, sem kom út í fyrra. Í kvöld heldur hún tónleika í Pakkhúsinu í Höfn kl. 21.30, á laugardag í Vala- skjálf á Egilsstöðum kl. 21, 2. febr- úar í Arinstofunni á Siglufirði kl. 21 og 3. febrúar á R5 Bar á Akureyri kl. 21. Það tók Jónínu um þrjú ár að klára plötuna og segir hún að stemningin á plötunni sé á ljúfum nótum, sótt í poppaða alþýðutónlist og kántrírokk. Hún segir plötuna hafa fengið góðar viðtökur og þá m.a. prýðilega umfjöllun hjá út- varpsstöðinni Blues & Roots Radio (sjá www.bluesandrootsradio.com/ jonina-ara). Að tónleikaferð lokinni heldur Jónína til Írlands í enda febrúar og heldur tónleika skammt frá Galway og nokkra í Dublin. „Svo er ég að skipuleggja túr um Norðurlönd í maí. Ég ætla að fá mér húsbíl og keyra um og spila og ef vel gengur held ég því áfram fram á haust,“ segir Jónína. Hún ætli að leika á há- tíðum, börum og í skólum og muni setja inn upplýsingar um ferðalagið á www.joninamusic.com en þar má einnig finna frekari upplýsingar um tónlistarkonuna. Jónína á faraldsfæti vegna Remember Í ferðalag Jónína Ara leggur land undir fót vegna plötunnar Remember. Kvikmyndahátíðin Stockfish verð- ur haldin í fjórða sinn 1.-11. mars næstkomandi og hefur nú verið til- kynnt um nokkrar kvikmyndir sem bætast við dagskrá hennar en þeg- ar hefur verið greint frá því að Loveless, Communion, The Golden Dawn Girls og What Will People Say? verði á hátíðinni. Kvikmyndirnar sem nú hefur verið greint frá eiga sameiginlegt að hafa verið sýndar á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í fyrra og ein þeirra, rússneska kvikmyndin A Gentle Creature, eða Krotkaya á frummálinu, keppti um aðal- verðlaun hátíðarinnar, Gull- pálmann. Hinar kvikmyndirnar eru túniska myndin Beauty and the Dogs (Aala Kaf Ifrit), Before We Vanish, (Sanpo suru shinryakusha) frá Japan og The Workshop (L’Ate- lier) frá Frakklandi. Cannes-myndir sýndar á Stockfish Geimverur Úr Sanpo suru shinryakusha. Geimverur ferðast til jarðar, taka sér ból- festu í manneskjum og undirbúa innrás. Láttu birtuna ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.