Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 4
Sex ára synjað um öskudagsskemmtun eftir að hann byrjaði í skólanum og hafi fengið meðul við því. Katla Rún segir aðstoðarskólastjórann tvisvar hafa dregið í efa við sig að hún myndi eftir að gefa drengnum lyfin, sem sé ekki rétt. Reyndi að skrá hann í frístund Katla Rún segist í upphafi annar- innar hafa reynt að skrá drenginn fimm daga vikunnar í frístundaheim- ilið Halastjörnuna, þar líði honum vel, en hafi aðeins fengið fjóra daga og því hafi hann ekki verið skráður í frístund á miðvikudögum. „Á mánudaginn var sendur tölvu- póstur frá kennara í Háteigsskóla þar sem börnum 1. bekkjar var boðið á öskudagsball í Halastjörnunni eftir kl. 12.20. Þau börn sem voru ekki skráð í frístundaheimilið á miðviku- dögum voru velkomin í fylgd með forráðamanni. Ég lét hann strax vita að við gætum farið saman á ballið og hann var svo glaður, hann var alveg í skýjunum og talaði ekki um annað.“ Þegar Katla Rún kom til að fara með hann á ballið þá sat hann einn hjá fatahenginu í skólanum og sagði: „Mamma, það er ekkert búið að kalla mig upp, átti ég ekki að fá að fara á ballið?“ Hún hafi kannað málið og fékk að vita að það væri mannekla og aðeins börn sem væru skráð í frí- stund þennan dag fengju að fara í öskudagsdagskrá sem skipulögð var í staðinn. Katla Rún vísaði í tölvu- póstinn og fékk þau svör að það hefði verið hætt við það á síðustu stundu, en hún gat ekki fengið skýringar á hvers vegna ekki var látið vita. „Drengurinn var niðurbrotinn yfir þessu, grét allt kvöldið, enda hafði verið undirbúningur um morguninn og krakkarnir í bekknum spenntir. Ég reyndi að bæta honum það upp með því að syngja saman og gefa honum smá nammi.“ Ekki náðist í forstöðumenn skól- ans við vinnslu fréttarinnar. For- stöðumaður frístundaheimilisins vís- aði á upplýsingafulltrúa skólamála hjá Reykjavíkurborg og sagði trúnað ríkja um málefni einstakra nemenda og starfsmanna í skóla- og frístunda- starfi borgarinnar. Engu barni hefði verið vísað frá heldur einungis verið tekið á móti börnum sem skráð væru á frístundaheimili, enda væri það val foreldra hvort þeir skráðu barn sitt í frístundaheimili að loknum skóla- degi. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Katla Rún Baldursdóttir, móðir sex ára drengs í Háteigsskóla, segir farir sínar ekki sléttar á Facebook-síðu sinni sl. miðvikudag, en færslan hef- ur vakið talsverða athygli. „Drengurinn minn var svo spennt- ur að byrja í skólanum í haust. En eftir mánuð fór hann að tala um hvað sér fyndist leiðinlegt og það vildi enginn leika við hann. Honum geng- ur vel í náminu en honum finnst erfitt að tengjast krökkunum.“ Drengurinn hafi verið sendur heim úr kennslunni og undir það síðasta stundum tvisvar til fjórum sinnum í viku að sögn móður hans vegna hegð- unar. Hann hafi verið greindur með ADHD og mótþróaþrjóskuröskun Morgunblaðið/Eggert Mæðgin Katla Rún Baldursdóttir með sex ára syni sínum.  Sendur heim úr kennslu oft í viku  Beið einn í fatahengi 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fulltrúar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) munu funda með Katrínu Jakobs- dóttur, forsætisráðherra, 26. febr- úar. Þar ætlar FEB m.a. að óska eftir því að skipaður verði starfs- hópur til að laga kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir. Það eru 1.700-2.000 manns sem hafa ekkert annað til framfærslu en lífeyri frá Tryggingastofnun, að sögn Gísla Jafetssonar, fram- kvæmdastjóra FEB. „Við vitnum í orð Katrínar Jakobsdóttur sem sagði 13. september 2017: „Fátækt fólk á ekki að bíða eftir réttlæt- inu“,“ sagði Gísli. Eldri borgarar dregist aftur úr Ellert B. Schram, formaður FEB, skrifaði forsætisráðherra 24. janúar Bréfið var einnig birt á Facebook-síðu FEB. Þar segir Ell- ert m.a. að þótt hæsta greiðsla Al- mannatrygginga til eldri borgara hafi hækkað upp í 300.000 krónur um áramótin og frítekjumark verið hækkað í 100.000 kr. sé enn langt í land með að kjör eldri borgara geti talist viðunandi. Ellert benti á að ríkisstjórnin hefði skipað starfshóp um kjara- ráð. Sem kunnugt er fjallar kjara- ráð um laun hópa sem ekki hafa verkfallsrétt. Hópurinn skilaði breytingatillögum í fyrradag. „Eldri borgarar hafa ekki verk- fallsrétt, eru ekki á dagskrá hjá kjaranefnd og hafa dregist aftur úr viðmiðum og framfærslupró- sentu,“ skrifaði Ellert. Bæta þarf skerðingu frá 2009 Gísli sagði að forsætisráðherra hefði boðað FEB á fund næstkom- andi mánudag. Fundinum var frestað að ósk FEB vegna fjarveru formannsins. Gísli sagði það styrkja málstað eldri borgara að í umræðunni um laun embættis- manna hefði mikið verið rætt um að bæta þyrfti þeim kjaraskerð- ingu frá 2009. „Kjör eldri borgara voru einnig skert verulega 2009. Lofað var lagfæringum þar á árið 2013 og gerðar ákveðnar lagfæringar, en þær voru ekki afturvirkar eins og aðrir annaðhvort fengu eða kalla eftir að fá,“ sagði Gísli. Hann sagði þorra þeirra sem fá lífeyri frá Tryggingastofnun vera undir mörkum um lágmarksfram- færslu, sem er tæplega 350.000 kr. á mánuði. Gísli bendir á að vel- ferðarráðuneytið gefi út hvert framfærsluviðmið skuli vera í landinu og ákveði einnig upphæð lífeyrisins. Þar muni töluverðri upphæð. Frá 1. janúar 2018 hafi lágmarkslífeyrir verið hækkaður í 300.000 kr. fyrir einhleypa sem eru um 26% lífeyrisþega í landinu. Hjón og sambúðarfólk fái töluvert minna á mann. Um er að ræða upphæðir fyrir skatta. Gísli bendir einnig á að ákveðið hafi verið í desember 2017 að hækka lífeyri um 4,7%. Sú hækkun hafi verið felld inn í hækkun lág- markslífeyris upp í 300.000 kr. frá 1. janúar, sem var ákveðin með lögum í október 2016. Eðlilegra hefði verið að hækka lífeyrinn í 300.000 kr. og bæta svo 4,7% hækkuninni við, að mati Gísla. Vilja starfs- hóp um kjör eldri borgara  1.700-2.000 eldri borgarar hafa ekkert nema lífeyri frá TR Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Sumir hafa lítið. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Margrét Sölvadóttir er 73 ára gömul og hefur unnið í rúm 60 ár, eða síðan hún var 13 ára gömul. Hún býr nú heima hjá syni sínum og fær greidd- ar tæplega 230 þús. kr. mánaðarlega í ellilífeyri til að lifa af en slíkt dugar skammt til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. „Mestöll mín vinna var í sambandi við Verzlunarmannafélagið og á ég lífeyrissjóð í Verzlunarmannafélag- inu. Ég byrjaði að vinna þegar ég var 13 ára en þá fórum við öll í fisk og vorum við að bjarga verðmætum hérna í gamla daga,“ segir Margrét, en hún greiddi í Lífeyrissjóð verzl- unarmanna er hún varð eldri og fær greiddar 55 þús. kr. á mánuði úr sjóðnum ofan á lífeyri frá Trygg- ingastofnun. „Minn réttur er 225 þúsund, því ég er á vergangi og bý hjá syni mínum, þannig að ég fæ ekki neina heimilis- uppbót. Það er svo tekinn 38% skatt- ur af þessu þannig að ég fæ útborg- aðar tæpar 175 þúsund krónur á mánuði.“ Ofan á það leggjast svo greiðslurnar frá Lífeyrissjóði verzl- unarmanna og eru því heildar- greiðslur til Margrétar um 230 þús. kr. Margrét vann í Bandaríkjunum síðustu árin á vinnumarkaði og reyndi að fjárfesta í húsnæði við heimkomuna. „Þegar ég flutti heim þá hafði ég safnað smá til að kaupa mér íbúð og þó að ég hefði kannski getað náð saman fyrir útborgun hefði ég aldrei fengið lán því ég er ekki lánshæf.“ Segir hún sögu sína ekki einstaka og vonar að hún nái einhvern tíma að flytja út frá syni sínum en slíkt gæti reynst þrautin þyngri. „Leigumarkaðurinn er þannig að það er alveg glatað. Ég prófaði að skrifa mig á þessar íbúðir sem er verið að byggja fyrir aldraða en þú verður að borga 10 milljónir til að komast inn og svo þarf að borga 150 þúsund krónur bara fyrir að vera á staðnum. Ef ég ætti 10 milljónir til að borga mig inn myndi ég miklu frekar reyna að eignast eitthvað. Það kemst enginn í svona nema það gamla fólk sem á íbúð sem það getur selt.“ Vill eiga sitt ævikvöld Margrét hætti að vinna fyrir tveimur árum og segir að það borgi sig ekki að vinna á þessum aldri bæði vegna skerðinga og einnig vegna þess að eftir 60 ár af vinnu vill hún eiga sitt ævikvöld. „Ég er 73 ára gömul og mig langar ekkert að vinna lengur. Ég er fædd rétt eftir stríð og þá var ekkert hús- næði hérna, maður ólst upp í ísköld- um hermannabragga. Það voru skömmtunarseðlar fyrir mjólkinni, það varð að standa í biðröð ef þú ætl- aðir að kaupa skó,“ segir Margrét og bætir við að kynslóðin eftir stríð eigi stóran þátt í þeirri velgengni sem náðst hefur á Íslandi. „Alltaf var maður að vinna og maður hefur unnið alla tíð. Mér finnst að ekki sé borin nokkur virð- ing fyrir þessari kynslóð. Ég vil meina að við höfum lagt grunninn að þessari velgengni sem hér er og við erum ekki að fá virðingu fyrir það, hvað þá að greiða okkur laun sem við getum lifað af,“ segir Margrét og bætir við að hún sé ekki eini eldri borgarinn sem upplifi þetta. „Ég skil vel að unga fólkið átti sig ekki á þessu. Öllu því gamla fólki sem ég tala við sárnar svo mikið hvað það er lítils virði í þessu þjóðfélagi.“ Morgunblaðið/Eggert Ellilífeyrisþegi Margrét Sölvadóttir hefur unnið í rúm 60 ár. Hún þarf að lifa af 230 þúsund krónum á mánuði. Lítil virðing borin fyrir eldri kynslóðinni  73 ára ellilífeyrisþegi þarf að búa heima hjá syni sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.