Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 af Sólvallatjörninni til kælingar. En sú framkvæmd varð aldrei meira en steypt plata sem síðan hvarf í grasið í tímanna rás.    Þrátt fyrir að allmörgum lóðum væri úthlutað sl. vor, eftir að bæjar- stjórn auglýsti ókeypis lóðir, hefur aðeins eitt íbúðarhús risið en það reis líka á skömmum tíma á seinustu mánuðum ársins 2017, enda kom það tilhoggið erlendis frá og með því menn sem kunnu að púsla því sam- an. Þau sem stóðu að byggingu þessa húss eru fyrir nokkru flutt inn og þar með losnaði ein íbúð á leigu- markaðinum, sem ekki var vanþörf á.    Bæjarstjórn þykir allavega nóg um hvað mörg íbúðarhús eru nýtt til að hýsa ferðamenn og hefur gert samþykkt til að stemma stigu við frekari fjölgun ferðamannagisti- staða í íbúðarbyggð. Eigendum húsanna er samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar bannað að ráðstafa eigin húsnæði að vild sem vekur spurningar um hvers virði eignar- réttur er.    Þrátt fyrir rysjótta tíð er stöð- ug umferð ferðamanna hér í Grundarfirði og daglega rútuferðir úr Reykjavík að Kirkjufellsfossi, nema þegar allt lokast. Láki Tours hvalaskoðunarferðir eru farnar hvern dag sem gefur á sjó og yfir- leitt sjá ferðamennirnir höfrunga eða háhyrninga, allavega lunda og stundum haförn. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Verið er að byggja hátæknivætt hraðfrystihús við fiskvinnslu Grun hf. í Grundarfirði. Hraðfrystihús rís hægt ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfirði Byggingarkrani í Grundarfirði inni í miðju plássi hefur aldrei sést fyrr en einn slíkur og það af stærri gerðinni reis rétt norðan við fisk- vinnslu Grun hf. í síðasta mánuði. Þarna á óbyggðri lóðinni, sem staðið hefur ónotuð frá síðustu öld, á að fara að byggja hátæknivætt hrað- frystihús. Slík framkvæmd hleypir lífi í bæjarbúa sem keyra á hverjum degi rúntinn fram hjá byggingar- svæðinu en heldur finnst þeim hægt miða. Daginn langan má sjá tvo menn beygja járn í sífellu og kran- inn stendur og horfir á. Á síðustu öld stóð til að reisa ís- hús á svipuðum slóðum og nota ísinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur sett af stað vinnu við að endurskoða reglugerð um lyfja- skömmtun og reglugerð um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkra- húsum og öðrum heilbrigðisstofn- unum. Starfshópur sem skipaður var til verksins hélt fyrsta vinnufund sinn í vikunni. Báðar eru þessar reglugerðir komnar til ára sinna og talin þörf á að endurskoða þær með hliðsjón af breyttum aðstæðum og kröfum sem eðlilegt þykir að gera í dag varðandi þá umsýslu með lyfjum sem reglu- gerðirnar taka til, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Reglugerðin um skömmtun lyfja tekur til handskömmtunar lyfja í skammtaöskjur í lyfjabúðum eða sjúkrahúsapótekum og til vél- skömmtunar þar sem notuð er vél til að útbúa lyfjaskammta í viður- kenndar umbúðir. Efni reglugerðar- innar lýtur einkum að öryggi við framkvæmd lyfjaskömmtunarinnar og afgreiðslu lyfjanna, þ.e. að rétt lyf séu afgreidd til sjúklings, að notk- unarfyrirmæli læknis komist til skila, að rekjanleiki sé tryggður o.fl. Formaður starfshópsins er Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í velferð- arráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Kristín Lára Helgadóttir, án til- nefningar, Þórbergur Egilsson, til- nefndur af SVÞ, Gríma Huld Blængs- dóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Fjóla Péturs- dóttir, tilnefnd af Lyfjastofnun, María Fjóla Harðardóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðar- þjónustu, Magnús Már Steinþórsson, tilnefndur af Lyfjaveri, Jón Pétur Einarsson, tilnefndur af Embætti landlæknis, Helga Eyjólfsdóttir, til- nefnd af Landspítala, og Kristín Hrönn Þorbjörnsdóttir, einnig til- nefnd af Landspítala. Endurskoða á lyfjaskömmtun  Starfshópur hefur tekið til starfa Morgunblaðið/Ómar Lyf Endurskoða á reglugerðir um lyfjaskömmtun og lyfjaafgreiðslu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það þarf að koma þessu góða húsi í notkun þannig að það nýtist gestum og þeim sem þarna vinna. Þar geti verið aðstaða fyrir gesti, veitingar og söluhorn og starfsfólk geti gist á lofti,“ segir Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræðingur og menningarmiðlari, stjórnarmaður í Félagi um Listasafn Samúels í Selárdal. Félagið hefur nú hrundið af stað söfnun á Karolina Fund til að fjár- magna lokahnykkinn við endurreisn listagarðs Samúels. Félagið hefur starfað í mörg ár og unnið að lagfær- ingum á listaverkum Samúels og hús- um hans. Íbúðarhúsið er fokhelt og til þess að það nýtist þarf hjálp frá góðu fólki til að fjármagna þær framkvæmdir sem eftir eru. Kemst vel á veg Verkefni félagsins hefur tekið langan tíma en fjármagn er lítið mið- að við umfang verksins, að sögn Ólafs. Það hefur kostað viðgerðirnar með frjálsum framlögum og styrkj- um. Áætlað er að það kosti um 8 millj- ónir að koma íbúðarhúsinu í stand. Vonast félagið eftir að fá 2,5 milljónir í frjálsum framlögum á Karolina Fund. Auk þess hefur það loforð fyrir 1.200 þúsund króna styrk frá Upp- byggingarsjóði Vestfjarða í ár og annað eins á næsta ári og styrk frá menntamálaráðuneytinu. „Hægt er að koma verkinu vel á veg með þess- um framlögum,“ segir Ólafur og von- ast eftir fleiri styrkjum. Með stóra drauma Félag um Listasafn Samúels er áhugafélag og allar tekjur starfsem- innar renna beint til verkefnisins. Stjórn félagsins stýrir verkefninu samkvæmt samningi við fjármála- og efnahagsráðuneytið sem er eigandi jarðarinnar. Félagið hefur umsjón með mannvirkjunum í Selárdal og höggmyndagarðinum. Samúel lést á árinu 1969. Hann hef- ur verið kallaður listamaðurinn með barnshjartað enda alþýðumaður með stóra drauma sem margir urðu ljóslif- andi í listagarði hans í Selárdal, eins og Sólveig Ólafsdóttir, stjórnarmaður tekur til orða. Listaverk hans og hús eru víða þekkt. Hans er þó hvergi get- ið í ritum um íslenska listasögu. Fyrirhugað er að halda afmælis- helgi í ágúst til að minnast þess að 20 ár eru liðin frá því byrjað var á endur- reisn bygginga og listaverka Sam- úels. Hópfjármögnun fyrir lokahnykk Selárdalur Listaverkin hafa verið lagfærð og unnið er við íbúðarhús hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.