Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 FORD EDGE AWD VERÐ FRÁ: Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 KR. Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford EDGE AWD! 6.990.000 STÆRSTUR! Ford Edge er sterkur, stæðilegur og gríðarlega rúmgóður jeppi. Stærstur í sínum flokki ogmeð 20 cm veghæð. Einstaklega rúmgóður, gott pláss fyrir alla fjölskylduna og einnig fyrir heilmikið af farangri. Hann er meðal annars búinn SYNC raddstýrðu samskiptakerfimeð neyðarhringingu í 112, 8“ snertiskjá, Applink og Apple CarPlay, regnskynjara í framrúðu, hraðastilli, 230V tengli o.m.fl. Þú nýtur þess að ferðast hvert á land sem er í Edge. ford.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ástandið síðustu vikur er nánast fordæmalaust,“ segir Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlands- sviðs hjá Rauða krossinum. Mikið annríki hefur verið hjá fjöldahjálparteymi Rauða krossins í vetur vegna ófærðar, stórra slysa og bruna svo eitthvað sé nefnt. Síðustu tíu daga eða svo hef- ur keyrt um þverbak vegna veðurs og opna hefur þurft fjöldahjálpar- stöðvar átta sinnum á suð- vesturhorninu á þeim tíma. „Þessar lokanir á vegum á suð- vesturhorninu eru eiginlega án for- dæma,“ segir Jón Brynjar, sem seg- ir margt spila inn í, veðrið og þunga færð en ekki síður mikla aukningu í vetrarferðamennsku hér á landi. Álagspunktar í starfinu gera ekki boð á undan sér. Mikil reynsla hefur safnast upp og Jón Brynjar og hans fólk er viðbúið öllu. „Við eigum til bedda og teppi fyr- ir mörg hundruð manns. Svo höfum við yfir 100 byggingar á landinu sem eru skráðar sem fjöldahjálpar- stöðvar sem hægt er að grípa til. Alla jafna dugar okkur að vera með 5-10 sjálfboðaliða á hverri fjöldahjálparstöð, til að mynda þeg- ar lokað er vegna veðurs. Þá erum við enda ekki að veita mjög flókna þjónustu. Við bjóðum upp á veiting- ar og svo bedda svo fólk geti hallað sér. Þegar hins vegar verða stór slys eða náttúruhamfarir þurfum við á fleira fólki að halda. Þá er þetta allt flóknara og við þurfum jafnvel að senda áfallahjálpar- teymi.“ 30 manna viðbragðshópur Jón Brynjar segir að um land allt séu sjálfboðaliðar tilbúnir til starfa. „Við erum með um 700 manns um allt land tengda þessum fjöldahjálp- arstöðvum. Þeir hafa flestir sótt stutt námskeið til undirbúnings en svo eru sumir með meiri þjálfun. Á höfuðborgarsvæðinu erum við með svokallaðan viðbragðshóp sem skiptir á milli sín vöktum. Þetta er 30 manna hópur af vel þjálfuðu fólki og það eru að jafnaði 3-4 á vakt hverju sinni, viku í senn. Það fólk er með tetrastöðvar svo við getum ver- ið snögg að kalla það út. Sama fyrir- komulag er með áfallahjálpar- teymið. Það eru 2-3 á vakt í senn, meira og minna sálfræðingar. Annars vinnum við þetta í gegnum Neyðarlínuna. Þar getum við skráð inn hópa og fólk og hægt er að boða fólk með SMS. Það er sama kerfi og björgunarsveitir eru kallaðar út eftir,“ segir Jón Brynjar, sem viður- kennir að starfið hafi breyst að und- anförnu. „Það sem hefur breyst er að út- köllum hefur fjölgað. Þetta hefur farið frá því að vera sofandi risi í að það er eitthvað að gerast í hverri viku. Það eru alls konar mál sem þarf að sinna; þessi veðurútköll, það þarf áfallateymi vegna vinnuslysa og fleira slíkt. Þetta er oft í viku og sjaldnast á síðum blaðanna. Þetta hefur undið mjög upp á sig og við höfum þurft að auka þjálfun. En það er það sem sjálfboðaliðar vilja; það er ekkert gaman þegar maður er sárasjaldan kallaður út. Fyrir vikið erum við líka betri í störfum okkar.“ Með 700 manns í viðbragðs- stöðu og útköll í hverri viku  Opna hefur þurft fjöldahjálparstöðvar átta sinnum á síðustu tíu dögum vegna veðurs  Alltaf eru 3-4 á vakt hjá Rauða krossinum og hægt að kalla út áfallahjálp Jón Brynjar Birgisson Veitingar Í fjöldahjálparstöðvum er boðið upp á mat og bedda. Morgunblaðið/Ófeigur Fjöldahjálparstöð Hægt er að opna fjöldahjálparstöðvar á um 100 stöðum á landinu með litlum fyrirvara. Sykursýki fer vaxandi jafnt og þétt á heimsvísu og hér á landi hefur notk- un sykursýkislyfja þrefaldast það sem af er þessari öld. Í baráttunni við þennan far- aldur er þörf á úrræðum og hef- ur Lionshreyf- ingin ákveðið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar næstu árin, segir í tilkynningu. Af því tilefni verður efnt til op- ins málþings þriðjudaginn 20. febrúar kl. 16.30-18.30 í húsakynn- um Verkís í Ofanleiti 2. Þar mun Guðrún Björt Yngva- dóttir, verðandi alþjóðaforseti Lions, segja frá verkefnum Lions á þessu sviði. Guðrún tekur við emb- ætti alþjóðaforseta næsta sumar og verður fyrsta konan og fyrsti Íslend- ingurinn til að gegna þeirri stöðu. Einnig munu sérfræðingar segja frá rannsóknum og þróun sykursýki á Íslandi: annars vegar Rafn Bene- diktsson, prófessor og yfirlæknir innkirtlalækninga á LSH, og hins vegar Ragnar Bjarnason, yfirlæknir barnalækninga á LSH. Sigríður Jóhannsdóttir, formaður samtaka sykursjúkra, og Jón Páll Gestsson, formaður Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, segja frá starfsemi þessara tveggja stuðningsfélaga. Lions held- ur fund um sykursýki Guðrún Björt Yngvadóttir Þrjú þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í vik- unni. Brotist var inn í dósasöfn- unarkassa skátafélags en ekki er vitað um verðmæti þess magns sem stolið var, segir lögreglan. Þá var tilkynnt um þjófnað á nær 130 þúsunda króna úlpu úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Loks var brotist inn í bílskúr og þaðan stolið hjólsög og tveimur borvélum. Stolið frá skátum á Suðurnesjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.