Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 18 þúsund karlar af erlendum uppruna verða á íslenskum vinnu- markaði í lok næsta árs og tæplega 13 þúsund erlendar konur, sam- kvæmt spá Vinnumálastofnunar. Þessi spá er meðal efnis í skýrslu stofnunarinnar um erlent vinnuafl. Gangi spáin eftir mun fjöldi er- lendra karla á vinnumarkaði tvöfald- ast á árunum 2014 til 2019. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumála- stofnun, segir eftirspurn í bygg- ingariðnaði helstu ástæðu þess að stofnunin spáir svo mikilli fjölgun erlendra karla. Stofnunin spáir líka að er- lendum konum muni fjölga. Karl segir fjölgun þjónustustarfa, m.a. í ferðaþjónustu, meðal skýringa á því. „Þegar þensla hefur staðið yfir í nokkurn tíma virðast konurnar fylgja í kjölfar karlanna. Þá eftir að þau hafa ákveðið að setjast hér að. Við sáum það eftir síðasta þenslu- skeið að konum hélt áfram að fjölga hér á vinnumarkaði allt til 2010. Það má búast við búferlaflutningum á þeim grunni. Svo er áframhaldandi eftirspurn í ýmsum greinum. Þó er heldur að hægja á fjölgun starfa.“ Hlutfallið nokkuð hátt Karl segir stofnunina ekki hafa áætlað hversu margar erlendar kon- ur muni flytjast hingað næstu ár vegna fjölskyldusameiningar. Al- mennt virðist nokkuð hátt hlutfall kvenna sem fluttu hingað síðustu 15- 20 ár hafa sest hér að. Erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði hafi fjölgað nokkuð stöðugt nema hvað fjöldinn hafi staðið í stað um skeið í kjölfar samdráttarskeiða á árunum 2003-2004 og 2010-2012. Þeim hafi þó ekki fækkað ólíkt því sem gerðist meðal erlendra karla. Það skýrist einkum af því að karlar voru mun fjölmennari í hópi þeirra sem fluttu hingað fyrir hrun og því hafi mun fleiri erlendir karlar en konur flutt úr landi eftir hrunið. Því megi gera ráð fyrir að aftur dragi saman með kynjunum þegar hægja fer á efnahagslífinu, líkt og gert sé ráð fyrir að gerist á komandi árum. Hlutfallið tvöfalt hærra en 2009 Athygli vekur að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar fór hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá í 26% í fyrra. Til samanburðar var hlutfallið 12% kreppuárið 2009. Spurður um skýringuna bendir Karl á að þegar stórum byggingar- verkefnum lýkur kunni erlendir verkamenn að missa vinnuna tíma- bundið. Þetta, ásamt fleiri þáttum, geti skýrt hátt hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá. „Langtímaatvinnuleysi meðal er- lendra ríkisborgara er ekki mikið meira en meðal íslenskra ríkisborg- ara. Það virðist því vera meiri starfs- mannavelta hjá þeim erlendu. Tungumálaerfiðleikar valda því að þeir standa verr á vinnumarkaði og fara því e.t.v. tíðar milli starfa.“ Að jafnaði þúsund starfsmenn Áætlað er í skýrslunni að um þús- und útsendir starfsmenn og starfs- menn starfsmannaleiga hafi verið á íslenskum vinnumarkaði að meðal- tali í fyrra. Karl bendir á að útsendir starfsmenn dvelji að jafnaði í þrjá mánuði á Íslandi. Starfsmenn starfs- mannaleiga séu nær því að dvelja hér í 5 til 6 mánuði. Til upprifjunar kom fram í Morgunblaðinu 30. jan- úar að 7.900 fleiri erlendir ríkis- borgarar fluttu til landsins en frá því í fyrra. Þá komu alls rúmlega 5.000 erlendir ríkisborgarar sem út- sendir starfsmenn eða starfsmenn starfsmannaleiga. „Á hverjum tíma voru því kannski um þúsund fleiri á vinnumarkaði en fram kemur í mannfjöldatölum,“ segir Karl. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vakti athygli á því í bréfi til ríkisstofnana að fjöldi háskólamenntaðra væri nú án vinnu. Til dæmis væru 150 viðskiptafræð- ingar, 54 lögfræðingar og 33 kenn- arar nú í atvinnuleit. Hátt hlutfall fer í háskólana Spurður um ástæður þessa bendir Karl á að margir hafi lokið námi í viðskiptafræði og lögfræði. Þá sé hlutfall háskólamenntaðs fólks hærra á Íslandi en í mörgum lönd- um, en hlutfallslega færri sem fara í starfstengt framhaldsnám. „Allt frá hruni hefur nokkur fjöldi viðskiptafræðinga og fólks með há- skólapróf í félagsvísindum verið án vinnu. Á það ber að líta að fólki með háskólamenntun fjölgar samhliða fjölgun fólks á vinnumarkaði. Stór hluti starfa sem hafa orðið til síð- ustu ár krefst ekki háskólamennt- unar. Þá til dæmis í ferðaþjónustu og byggingariðnaði,“ segir Karl. Fram kemur í skýrslu Vinnu- málastofnunar að um 53% atvinnu- lausra útlendinga í október höfðu unnið almenn störf verkamanna í sínu síðasta starfi og um 21% að auki almenn störf við afgreiðslu og ýmsa þjónustu. Nokkur fjöldi hefði starfað í ferðaþjónustu og við ræst- ingu. Verði orðnir 31 þúsund í árslok 2019  Vinnumálastofnun spáir áframhaldandi fjölgun erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði  Sérfræðingur segir útlit fyrir að margar erlendar konur muni fylgja mönnum sínum til Íslands Karl Sigurðsson Erlent vinnuafl á íslenskum vinnumarkaði 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 14 12 10 8 6 4 2 0 120 100 80 60 40 20 0 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Ný leyfi Framlengd Hlutfall af heildarfjölda á atvinnuleysisskrá Karlar Konur Karlar Konur Áætlun fyrir 2018 og 2019 Heimild: Vinnumálastofnun 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Fjöldi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði Þróun fjölda erlendra karla og kvenna á vinnumarkaði frá aldamótum Synjanir á umsóknum um atvinnuleyfi Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 þúsund þúsund 26% 13% 18% 4% 249 119 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 2006 til 20172014 til 2019 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 2000 til 2017 2009 til 2017 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is LÍKA FYRIR STÓRU HUNDANA – fyrir dýrin þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.