Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Lítil heildverslun sem er að vaxa mjög hratt í spennandi merkjum í mat- og drykkjarvörum leitar að meðfjárfesti sem getur gert henni kleift að ná metnaðarfullum markmiðum sínum í sölu. • Leiðandi fyrirtæki í sölu á legsteinum og tengdum vörum. Ársvelta 160 mkr. og mjög góð afkoma. • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta yfir 300 mkr. • Vel innréttað kaffihús á góðum stað í Reykjavík. Tækifæri fyrir öfluga aðila að byggja enn frekar upp. • Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt hagnaðarhlutfall. • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri. • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hornsteinar arkitektar ehf. hafa lagt fram umsókn til Reykjavíkur- borgar um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógar- hlíð. Á þessari lóð stendur þekkt hús í burstabæjarstíl, Þóroddsstaðir. Hér er því um að ræða nýjan þétt- ingarreit í borginni. Í breytingunni felst að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbygging- unni. Útlit á að taka mið af formgerð Þóroddsstaða. Miðað er við að íbúð- irnar verði litlar. Umhverfis- og skipulagsráð sam- þykkti að auglýsa framlagða tillögu en vísaði málinu áfram til borgar- ráðs. Ráðið tók málið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn en frestaði afreiðslu þess. Deiliskipulagssvæðið allt afmark- ast af Litluhlíð til suðausturs, Miklu- braut til norðvesturs, Eskihlíð og lóðum Eskihlíðarblokka (Skógar- hlíð) til norðausturs og Bústaðavegi til suðvesturs. Breyting á núgildandi deiliskipulagi (frá 2001) lítur að lóð- inni Skógarhlíð 22 (áður Eskihlíð 28) og er alls um 1.397 fermetar að stærð. Í greinargerð kemur fram að á lóðinni stendur eitt hús, Þórodds- staðir; hluti af gömlu býli frá fyrsta fjórðungi síðustu aldar, sem í dag er nýtt fyrir blandaða starfsemi. Húsið er 499 fermetrar að stærð. Þóroddsstaðir eru í rauðum flokki Húsverndarskrár Reykjavíkur, en rauður flokkur er skilgreindur sem „Einstök hús, húsaraðir og götu- myndir sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi vegna byggingarlistarlegrar, menningar- sögulegrar og/eða umhverfislegrar sérstöðu þeirra“. Þóroddsstaðir eru þrílyft steinhús í burstabæjarstíl reist árið 1927 sem erfðafestubýli. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíðina samfara breyttri notkun þess. Setuliðið tók húsið yfir árið 1942 og breytti fjósinu og hlöðunni í baðhús. Eftir stríð var trésmíðaverkstæði starfrækt í húsinu í langan tíma. Síð- ustu árin hafa Þóroddsstaðir verið nýttir undir ýmiss konar þjónustu. „Guðmundur H. Þorláksson bygg- ingameistari teiknaði húsið og er það í burstabæjarstíl, en í byrjun steinsteypualdar (1915-1930) voru gerðar ýmsar tillögur að stein- steyptum húsum sem sóttu fyrir- mynd í hinn íslenska burstabæ og eru Þóroddsstaðir eitt þekktasta dæmið,“ segir í greinargerðinni. Vilja byggja 12 íbúða hús við Þóroddsstaði  Er eitt þekktasta dæmið um hús í burstabæjarstíl Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þóroddsstaðir Þrílyft steinhús í burstabæjarstíl sem reist var árið 1927. Tölvumynd/Hornsteinar Tillagan Nýbyggingin á að verða í vinkil við Þóroddsstaði og verður með sömu formgerð. Húsið verður þrjár hæðir. Sena Live hefur gengið frá kaupum á Iceland Airwaves-tónlistarhátíð- inni af Icelandair og mun sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá. Fyrirtækin hafa gert með sér samning um að Icelandair verði áfram helsti styrktaraðili hátíðar- innar og mun styðja við markaðs- setningu hennar. Iceland Airwaves verður haldin dagana 7.-11. nóvember 2018 og er miðasala hafin. Stefnt er að því að opna 1. mars fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk sem vill koma þar fram. Hátíðin hefur verið haldin í Reykja- vík frá árinu 1999 og verður næsta hátíð sú tuttugasta í röðinni. Hátíðin hefur vaxið mikið á þessum tíma. Í fréttatilkynningu segir að markmið hátíðarinnar hafi verið að halda tón- listarhátíð á heimsmælikvarða, fjölga ferðamönnum utan háanna- tíma á Íslandi og efla útflutning ís- lenskrar tónlistar. ÚTÓN, útflutningsskrifstofa ís- lenskrar tónlistar, mun áfram sjá um ráðgjöf varðandi erlenda fjöl- miðla og fagaðila og sjá um ráð- stefnuhluta hátíðarinnar og tengsla- myndun þar sem íslenskum tón- listarmönnum gefst kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tón- listargeirans sem sækja hátíðina, en á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið umræður, fyrirlestrar og fleira tengt viðskiptum með tónlist sam- kvæmt tilkynningunni. Sena Live tekur við Iceland Airwaves  Næsta hátíð verður sú tuttugasta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Airwaves 2017 Lido Pimienta var meðal þeirra sem þar komu fram. Febrúar er nú hálfnaður og hefur hann verið nokkuð kaldur miðað við hin síðari ár og jafnframt illviðra- samur. Þetta kemur fram í yfirliti sem Trausti Jónsson veðurfræð- ingur hefur tekið saman. Tiltölulega lágur hiti, snjór og hvassir vindar hafa valdið því að skafrenningur er trúlega með meira móti – sérstaklega á fjallvegum, seg- ir Trausti. Vegir hafa ítrekað lokast eins og fram hefur komið í fréttum. Úrkoma hefur verið í meira lagi í febrúar, hefur mælst um 57 milli- metrar í Reykjavík (20% umfram meðallag síðustu 10 ára), en 47 mm á Akureyri og er það um 70% umfram meðallag. Meðalhiti í Reykjavík er -0,7 stig, -0,3 stigum neðan meðallagsins 1961-1990, en -1,8 undir meðallagi síðustu tíu ára. Hann er í 14. hlýj- asta sæti (af 18) á öldinni. Sömu dag- ar voru mun kaldari bæði 2002 og 2009 og auk þess voru þeir líka kald- ari en nú 2008 og 2016. Sé lítið til lengri tíma er mánuð- urinn hingað til í 83. sæti af 144 á langa listanum. Fyrri hluti febrúar var hlýjastur 1932, meðalhiti var þá +4,5 stig, en kaldast var 1881, með- alhiti -5,9 stig. Á Akureyri er meðalhiti það sem af er mánuði -0.8 stig, +1,7 stigum ofan meðallags 1961-1990, en -0,8 neðan meðallags síðustu tíu ára. Samkvæmt spám Veðurstofunnar hlýnar í bili. Á mánudaginn er því spáð að hiti verði 2 til 7 stig. Hins vegar má búast við að næsta vika verði umhleypingasöm á landinu. sisi@mbl.is Kaldur og illviðrasamur Morgunblaðið/Hari Illviðri Björgunarsveitir hafa komið mörgum bíleigendum til aðstoðar.  Skafrenningur með meira móti í þessum mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.