Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 57

Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Sérstök Soundgarden-rokkmessa verður haldin í kvöld á Gauknum til heiðurs söngvaranum og Ís- landsvininum Chris Cornell sem lést langt fyrir aldur fram í maí í fyrra. Á efnisskránni verða helstu lög Soundgarden sem Cornell fór fyr- ir á sínum tíma og var að auki helsti laga- og textahöfundur sveitarinnar. Einnig mun dúettinn Bellstop koma fram og leika lög frá sólóferli og hliðarverkefnum Cornells. Soundgarden-heiðurssveitina skipa Einar Vilberg og Franz Gunnarsson sem syngja og leika á gítara, bassaleikarinn og söngv- arinn Jón Svanur Sveinsson og trommarinn Skúli Gíslason. Í Bell- stop eru söngkonan Elín Jóns- dóttir og gítarleikarinn og söngv- arinn Rúnar Sigurbjörnsson. Húsið verður opnað kl. 21 og tónleikarn- ir hefjast kl. 23. Miðasala fer fram á tix.is. Soundgarden-rokkmessa á Gauknum Morgunblaðið/Eggert Allur Chris Cornell á tónleikum árið 2007. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning samvinnuhópsins Hard-Core , Kísildraumar, verður opnuð í gallerí- inu Harbinger á Freyjugötu 1 í dag kl. 18. Hard-Core er sprotasamstarf sem starfar frá Amsterdam, London og París, að því er fram kemur í tilkynn- ingu um sýninguna og meðlimir þess eru myndlistarmennirnir Anne de Boer, Hrafnhildur Helgadóttir, Eloise Bonneviot og Sæmundur Þór Helga- son sem njóta handleiðslu fram- kvæmdastjórans Skyler Lindenberg. Hópurinn einblínir á þróun sjálf- virkrar sýningagerðar og markmiðið er að gera „huglægt ferlið við stjórn og samsetningu sýninga fullkomlega sjálfvirkt til þess að koma á lýðræðis- legra ferli við val á listaverkum og framsetningu þeirra,“ eins og segir í tilkynningunni. Vélræn sýningarstjórnun Árið 2011 gaf hópurinn út sitt fyrsta sýningarstjóravélmenni, ASAHI, sem stýrði í kjölfarið nokkrum sýningum í Amsterdam sem áttu sameiginlega óvenjulega framsetningu listaverka og nýstárlegt samhengi milli þeirra. ASAHI er útkoma sjö ára rannsókn- arverkefnis hópsins á vélrænni sýn- ingarstjórnun, vandlega hannað vél- menni sem ögrar hinu hefðbundna og formfasta ferli sýningagerðar, eins og hópurinn lýsir því. Frá því fyrsta út- gáfa ASAHI kom út hefur hópurinn tekið þátt í og skipulagt fjölda sýninga í Hollandi, Bretlandi, Þýskalandi, Pól- landi, Sviss og á netinu og tekið þátt í fyrirlestrum og pallborðsumræðum og frá árinu 215 hafa meðlimir Hard- Core starfað sem prófessorar í mynd- listardeildinni við Gerrit Rietveld- akademíuna í Amsterdam og leitt þar áfangann Documentation and Online Presence. Verkin á sýningunni eru unnin úr sílíkoni eða kísli, efni sem mikið er not- að í hátækniiðnaði, eins og alþekkt er, vegna leiðandi eiginleika þess og efnið getur auk þess varið vélbúnað. „Við erum að vinna að okkar fjórða sýningarstjóravélmenni, ASAHI 4.0, og erum að sýna sílikonskinn sem fara utan um vélbúnaðinn og skoða mis- munandi fagurfræði hvað varðar tæknigeirann,“ segir framkvæmda- stjórinn Skyler Lindenberg. Sýningin er því á mörkum hönnunar og mynd- listar. Lindberg segir vélmennið tól til að setja upp sýningar með lýðræðis- legri hætti en fólk eigi að venjast. – Er vélmennið að setja upp þessa sýn- ingu? „Nei, þetta er hálfgerð vörukynning/tískusýning og við erum að skoða mis- munandi fagurfræði. Okkur þykir tæknimarkaður- inn mjög litaður af karlheimi og sexisma og erum að skoða hvernig er hægt að afkynja fagur- fræði tækni- geirans,“ svar- ar Lindenberg. Lýðræðislegt sýningakerfi Upphaf ASAHI má rekja til þess er fyrr- nefndir fjórir mynd- listarmenn komu saman í Amsterdam þegar þeir voru þar í námi og fannst skorta umræðu um stafræna myndlist. Þeir fóru að skoða list hver annars, langaði að halda sýningu saman en þekktu enga sýningarstjóra. Úr varð að þeir bjuggu sér til kerfi sem kom í stað sýningarstjóra. Lindenberg segir að þá hafi myndlistarmenn- irnir fundið fyrir þörf til að þróa áfram slík kerfi, handahófskennd kerfi til að stilla upp verkum hér og þar í sýningarrýminu. „Fólk getur halað upp prófíl í gagnagrunn sem við erum með á asahi4.com og þá hefur það mögu- leika á að vera valið í sýningar sem er stýrt af þessu vélmenni. Þannig að fólk af öllum stigum getur sýnt sam- an, lengra komið og þeir sem eru jafnvel enn að læra eða að mála í frístundum,“ útskýrir Lindenberg. Hard-Core verður með listamannaspjall í Harbinger á morg- un, 18. febrúar, klukkan15. Kísil- draumar eru hluti sýningaraðarinnar Við endimörk alvarleikans sem er styrkt af Mynd- listarsjóði. Kísildraumur Kísill, eða sílikon, getur tekið á sig ýmsar myndir og form og hér má sjá dæmi tengt sýningunni sem opnuð verður í Harbinger í dag. Vilja afkynja fagur- fræði tæknigeirans  Sílikonskinn sýningarstjórnarvélmennis í Harbinger Skyler Lindenberg Sýning á nýjum verkum eftir Kees Visser, Crux, verður opnuð í Nes- kirkju eftir messu sem hefst kl. 11 á morgun, sunnudag. Listamaðurinn verður viðstaddur opnunina. Undanfarin ár hafa verið settar upp áhugaverðar og metnaðar- fullar sýningar á Torgi kirkjunnar og nú hefur Kees, sem hefur búið og starfað hér á landi í áratugi og haldið hér fjölda sýninga, unnið röð nýrra verka sérstaklega fyrir sýn- inguna í Neskirkju. Um er að ræða verk á pappír þar sem hann vinnur út frá krossinum í málverkum virtra listamanna fyrri alda, meðal annars eftir Giovanni Bellini, Jordaens, El Greco, Sebastiano del Piombo og Jan Sanders van Hemes- sen. Kees Visser var á sínum tíma einn stofnfélaga Nýlistasafnsins ár- ið 1978 en hann var búsettur hér á landi í um tvo áratugi. Hann sýnir enn reglulega hér en jafnframt víða um Evrópu. Listamaðurinn Kees Visser hefur unn- ið út frá krossum í gömlum málverkum. Verk eftir Kees Visser í Neskirkju Músíktilraunir 2018 verða haldnar í Norðurljósasal Hörpu í næsta mán- uði og þeir sem vilja skrá sig í keppnina geta gert það frá og með deginum í dag til 5. mars á vef til- raunanna, musiktilraunir.is. Undankvöldin verða frá 18. til 21. mars og úrslitakvöldið laugardag- inn 24. mars. „Þetta er frábært tækifæri fyrir tónelska og tryllta til að taka þátt í skemmtilegum og spennandi við- burði í glæsilegu umhverfi og kynna sig og kynnast öðrum í leið- inni,“ segir í tilkynningu frá Músík- tilraunum. Keppnin er ætluð ungu fólki á aldrinum 13-25 ára. Upphaf tilraunanna má rekja til- samstarfs Tónabæjar og SATT (Sambands alþýðuskálda og tón- listarmanna) sem m.a. stóðu fyrir maraþontónleikum í kjallara Tóna- bæjar í nóvember 1982. Sigruðu Between Mountains fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum í fyrra. Skráning hefst í Músíktilraunir Morgunblaðið/Freyja Gylfa ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 8, 10.15 ÓDÝRT Í BÍÓ TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA. ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU. Sýnd kl. 5, 7.50, 10.35 Sýnd kl. 10.30Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 2, 3.50, 6Sýnd kl. 1.40, 2.30, 3.50, 5.35 SÉRBLAÐ Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 16. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 12. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.