Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Danskur lakkrís með súkkulaði og lakkrískurli Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hafðu varann á í samningaviðræðum og viðskiptum. Þú ættir að gera meira af því að hvíla þig. Góður svefn er gulli betri. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þjarkar og þrælar en þegar upp er staðið eru það litlu hlutirnir sem skipta máli. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að tjá hug þinn, fólk les alla jafna ekki hugsanir. Vinur þinn kemur þér á óvart í vikunni. Borðaðu kökuna, kauptu skóna, lífið er stutt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allar breytingar eru eðlilegur þáttur af tilverunni svo taktu þeim fagnandi. Eyddu peningum þínum vegna eigin langana, ekki annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hætt við erfiðleikum í nánustu samböndum þínum á næstunni. En vanda- mál eru til að leysa þau, þú ferð létt með það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Jafnvel flóknasta viðfangsefni, eins og að láta samband ganga upp, er gert með litlum en raunhæfum skrefum. Einhver hrós- ar þér, þakkaðu fyrir það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kurteisi kostar ekki neitt. Vertu þolin- móð/ur og þá muntu ná markmiðum þínum. Allir hafa gott af einveru af og til. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk heldur oft að það viti hvað öðrum er fyrir bestu en ekki þú. Þú berð virðingu fyrir öðrum og þeirra ákvörðunum. Ekki láta stjórna þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Búðu þig undir reglulega ánægjulegan dag þar sem allt fer sam- kvæmt áætlun. Vertu örlát/ur við vini og vandamenn, greiði eða símtal slær alltaf í gegn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú mátt alveg reikna með því að stíga ofan á tærnar á einhverjum þegar þú berst fyrir framgangi máls þíns. Ekki fresta framkvæmdum heima, hálfnað er verk þá hafið er. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fortíðinni fær enginn breytt og umfram allt verða menn að sætta sig við orðinn hlut. Ef þú stendur sjálfa/n þig að því að dreyma um eitthvað haltu þeim draumi vakandi, hann rætist einn góðan veðurdag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Endaðu vikuna á að gera eitthvað óvenjulegt. Þú ert harður/hörð í horn að taka þegar þú bítur eitthvað í þig. Stattu fast á þínu. Gátan er sem endranær eftir Guð-mund Arnfinnsson: Kalla má það krakkaskinn. Kannski er það sauðurinn. Sama öll við erum kyn. Ærin sú er næsta lin. Knútur H. Ólafsson en ekki Ósk- arsson eins og misritaðist fyrir viku sendi þessa ráðningu: Blessuð veri barnkindin, besta fæða sauðkindin, miklu skartar mannkindin, en mesta hörmung linkindin. Helgi Seljan svarar: Þetta kalla ég krakka má, kennda við sauðinn finn ég á. „Gjörvöll mannkind“ í sálmi sá, svoddan linkind er af og frá. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Kind er lítið krakkaskinn. Kind er líka sauðurinn. Mannkind síðan erum öll. Ei mun linkind klífa fjöll. Þá er limra: Menn telja, að Egill á Teigi talsvert af lausafé eigi, hann á kindur og kú og kynduga frú og hlöðu, sem full er af heyi. Og síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund: Árla dags úr rekkju rís, rekinn úr drauma paradís hef nú gátu saman sett, sú mun þykja býsna létt: Dauði manns og dýrs er það. Dramb er jafnan þessu næst. Hreyfing sjávar sitt og hvað. Svo við messu getur bæst. Ármann Þorgrímsson var nú í vik- unni upptekinn við „morgunverkin“: Elliglöp ég á mér finn annar týndur sokkurinn hefur linast hugur minn hættur að segja andskotinn. Davíð Hjálmar Haraldsson gaf honum holl ráð: Ákall til fjandans forðast má. Fáðu þér heldur sæti og gáðu hvort báðir eru á einum og sama fæti. Páll Vídalín orti: Fyrir þreyttum ferðasegg fölskvast ljósin brúna. Ráði Guð fyrir oddi og egg, ekkert rata ég núna. Þangskála-Lilja orti: Kviknar gaman, konan ber kaffi, brauð og sykur, allt í sama sjóðinn fer sem er framan til á mér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margt er kvikra kinda kyn Í klípu „MANNESKJAN SEM VAR AÐ ÞRÓA ÁFRAM TRYGGÐARKLÚBBINN OKKAR VAR AÐ HÆTTA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ VERA VAKINN Í FYRRAMÁLIÐ, HERRA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vilja að þessi stund endist að eilífu. ÉG ER GÓÐUR Í ÞVÍ SEM ÉG GERI Ó, ÉG LÍKA ÞETTA ER ÞAÐ SEM VIÐ GERUM FYRIR MÍNA SÖNNU ÁST! GISP HRÓLFUR, ERTU MEÐ SEKTARKENND YFIR EINHVERJU? MEINARÐU EINHVERJU ÖÐRU EN AÐ STELA BLÓMUNUM? Víkverja finnst hann ekki mjöggamall en hann man samt eftir öskupokum og bolluvöndum. Það var fastur liður að föndra bolluvendi sem síðan voru notaðir til að vekja foreldrana eldsnemma á bolludag- inn. Núna er þetta öfugt og foreldr- arnir þurfa að vekja börnin, reyndar með hefðbundnum aðferðum, enda börnin vansvefta ef eitthvað er að marka nýjustu rannsóknir. x x x Víkverji minnist með ánægjuöskudagsskemmtana æskunnar en verslunin Kjöt og fiskur í Selja- hverfi stóð jafnan fyrir skemmti- legum viðburðum á þessum dagi. Þá fór maður í búning en var líka með tilbúna öskupoka til að festa í grun- lausa gesti. Krakkar fara mikils á mis af því að þekkja ekki öskupoka. Krökkum finnst nefnilega svona laumupúkastand svo skemmtilegt, sérstaklega þegar fullorðna fólkið spilar með og þykist ekki taka eftir neinu. x x x Öskupokasiðurinn er nú að mestuhorfinn en börn klæða sig í bún- ing á þessum degi og fara út að sníkja nammi, oftar en ekki sam- hliða söng. Öskudagur hefur því á einhvern hátt runnið saman við hefðir hrekkjavökunnar eins og þær eru í Bandaríkjunum. Nema núna eru íslenskir krakkar líka farnir að halda upp á hrekkjavökuna að bandarískum sið með því að klæða sig í grímubúning og sníkja nammi. Íslensk börn fá því tvennt af þessu enda er allt mest og best (að minnsta kosti miðað við höfðatölu) hér á landi. Þetta hefur gert það að verk- um að meira er lagt upp úr hryllileg- um búningum hér á hrekkjavöku en börn í Bandaríkjunum klæða sig á ýmsa frumlega vegu á þessum degi. x x x Fleiri en Víkverji vilja halda viðöskupokahefðinni en á Facebook er að finna síðuna „Öskupokinn snýr aftur“. Í lýsingu síðunnar stendur að komið sé að upprisu öskupokans og hingað til hafi sú gróusaga gengið að títuprjónar bogni ekki lengur en hver saumakona viti að það sé ekki satt. vikverji@mbl.is Víkverji Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljóm- andi málmur eða hvellandi bjalla (Fyrra Korintubréf 13.1)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.