Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 ✝ Dóra BergsSigmunds- dóttir fæddist 6. nóvember 1944 í Vestmannaeyjum. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 27. janúar 2018 eft- ir stutta en erfiða baráttu við krabba- mein. Móðir Dóru var Dóra Hanna Magnúsdóttir, f. 27. júní 1925, d. 30. júní 2013. Kjörfaðir Dóru var Sigmundur Andrésson, f. 20. ágúst 1922, d. 16. nóvember 2016. Blóðfaðir hennar var Sigurður Sverrir Jónsson, f. 23. apríl 1913, d. 29. maí 2001. Bræður Dóru eru Bergur Magnús, f. 1947, Andrés, f. 1975, börn þeirra eru Gabríel, f. 1998, Elmar Elí, f. 2005, og Embla Dís, f. 2010. 3) Heiðrún Björk, f. 1977, trúlofuð Vilbergi Eiríkssyni, f. 1976, börn þeirra eru Aron Ingi, f. 2007, og Arn- ar Gauti, f. 2009. 4) Andrés Bergs, f. 1980. Dóra ólst upp í Vestmanna- eyjum og bjó þar alla ævi að frátöldum nokkrum mánuðum þegar Heimaeyjargosið stóð yf- ir 1973. Hún lauk námi frá Gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum og stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Dóra vann á yngri árum við fiskvinnslu. Auk uppeldis- og heimilisstarfa vann Dóra lengst af í fjölskyldufyrirtækinu Magnúsarbakaríi í Vestmanna- eyjum sem afi hennar stofnaði 23. janúar 1923. Dóra vann einnig við ræstingar í Hamars- skólanum í Vestmannaeyjum. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu, frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 10. febrúar 2018. 1949, og Óskar, f. 1964. Þá átti Sig- urður Sverrir, blóðfaðir Dóru, þrjá syni, þeir eru Guðjón, Hörður Ernst og Agnar Ellert. Dóra giftist 31. desember 1971 Sig- mari Magnússyni, f. 25. september 1948. Börn Dóru og Sigmars eru: 1) Hlynur, f. 1969, giftur Soukainu Nigrou, f. 1990, barn þeirra er Sigdór Zacharie, f. 2014. Fyrri eig- inkona Hlyns er Svetlana Luch- yk, f. 1973, börn þeirra eru Kateryna, f. 1993, gift Matt- híasi, f. 1992, og Richard Ósk- ar, f. 2003. 2) Dóra Hanna, f. 1974, gift Sighvati Jónssyni, f. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Dóra, takk fyrir mig og allt og allt. Þinn Sigmar. Elskuleg móðir mín er látin, aðdragandinn að andláti var skammur. Hún hafði glímt við veikindi síðustu ár og einhverra hluta vegna tókst læknum ekki að finna meinið fyrr en síðast- liðið vor. Þá var það farið að herja svo mikið á að eina úrræð- ið var að draga úr einkennum og hægja á ferlinu. Því miður virt- ist það ekki duga til og hvað sem gert var virtist hafa öfug áhrif. Síðustu vikur voru henni mjög erfiðar og dró hratt af henni. Fyrir ári óraði okkur ekki fyrir hvernig myndi fara. Já, margt getur breyst á skömmum tíma, skyndilega er ekkert nema bið í vændum eftir því óumflýjanlega, leiðarlokun- um. Þegar leiðir skilur reikar hugurinn ósjálfrátt til þeirra samverustunda sem við áttum og allra bernskuminninganna. Flestar minningarnar eru frá æskuheimilinu á Illugagötunni en þar var húsið oft fullt af krökkum úr næsta nágrenni og mamma tók vel á móti þeim. Mamma var oft ein með okkur systkinin þar sem pabbi var á sjó og reyndi hún að haga vinnunni þannig að hún gæti tekið á móti okkur eftir skóla- daginn og sinnt heimilinu. Hún lagði mikla áherslu á að við sinntum lærdómnum áður en við færum að leika og að við fengj- um alltaf eitthvað gott í svang- inn með ýmsum kræsingum sem hún hafði útbúið. Hún lagði sig alla fram við að búa okkur gott líf og koma okkur til manns. Hún var fórnfús og setti ávallt fjölskylduna í forgang. Hún vildi hafa allt í röð og reglu og lagði áherslu á að við tækjum þátt í heimilisstörfunum en vildi þó hafa sinn háttinn á. Það var t.d. ekki sama hvernig hengdur var upp þvotturinn, lagt var á borð og svo framvegis. Við vorum ekki alltaf sam- mála mæðgurnar, hún lét mig alveg heyra það ef henni hugn- aðist ekki það sem ég tók mér fyrir hendur, enda kannski margt misgáfulegt eins og geng- ur og gerist. Með auknum þroska lærðist mér að virða bet- ur hennar skoðanir og þótt stundum hafi mér fundist vera komið nóg af afskiptaseminni vissi ég að bak við allt lá vænt- umþykja og ósk um að okkur farnaðist vel. Já, fjölskyldan var mömmu mikilvæg, hún hugaði ekki bara vel að okkur börnun- um heldur einnig að foreldrum sínum, sérstaklega þegar heilsu þeirra fór að hraka á seinni ár- um. Hún lagði líka áherslu á að við systkinin legðum okkar af mörkum við að aðstoða þau t.d. með sendiferðum og öðru tilfall- andi. Það má með sanni segja að hún hafi alla tíð hugsað meira um aðra en sjálfa sig. Oftar en ekki minntumst við á að hún þyrfti að fara að huga meira að sjálfri sér og hætta að hafa áhyggjur af öðrum, en ekki dugði það til. Hún reyndist barnabörnunum líka ákaflega vel, alltaf tók hún vel á móti þeim og var til staðar jafnvel þótt hún væri ekki alveg heil til heilsunnar síðustu árin. Elsku mamma, við munum hugsa til þín með hlýju og þakk- læti fyrir allt sem þú varst okk- ur, pabba, systkinunum og fjöl- skyldum. Það er skrýtið að þurfa að kveðja fyrir fullt og allt. Við sem eftir lifum yljum okkur við góðar minningar. Ég veit að hvíldin var kær- komin og að þú ert á góðum stað hjá ömmu og afa. Meira: mbl.is/minningar Þín dóttir, Heiðrún Björk. Elsku móðir mín kær, ætíð varst þú mér nær, ég sakna þín, góða mamma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga þú straukst, ef eitthvað mér bjátaði á. Við minningu um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg varst þú okkur og góð. Við kveðjum þig, mamma, og geymum í ramm í hjarta okkar minningu um þig. (Gylfi V. Óskarsson) Með þökk fyrir allt, elsku mamma. Saknaðarkveðja, þinn sonur Andrés. Elsku mamma, kallið kom óvænt þrátt fyrir að heilsu þinni hafi hrakað hratt síðustu vikur og mánuði. Þegar þú greindist með krabbamein á lokastigi bjóst ég ekki við því að við fengjum að- eins níu mánuði til viðbótar sam- an. Þú áttir erfitt með að sleppa takinu á okkur öllum og barðist hetjulega. Þú varst lengi heima þrátt fyrir mikla verki og slapp- leika og pabbi var þín stoð og stytta í gegnum raunirnar. Í samtölum okkar hjóna við þig undanfarið kom oft fram hversu erfitt þér fannst að hugsa til þess að fá ekki lengri tíma með okkur öllum, fá ekki að fylgjast áfram með lífi barna þinna og tengdabarna – og sérstaklega fannst þér sárt að fá ekki að sjá barnabörnin þín, sem þér þótti svo vænt um, vaxa úr grasi. Síðastliðin fjögur ár hafa ver- ið fjölskyldunni erfið, við höfum vakað yfir og kvatt tvær ömmur, afa og svo þig elsku mamma. Þú náðir ekki einu sinni að fylgja þinni eigin tengdamóður til graf- ar sem lést 20 dögum áður en þú kvaddir. Þér þótti miður að vera lögð inn á sjúkrahús degi fyrir útför- ina hennar Rúnu ömmu. „Mér finnst ég varla heill né hálfur maður,“ segir í texta Vil- hjálms Vilhjálmssonar við lagið Söknuður. Þau orð lýsa hversu erfitt það er að skrifa niður fallegar minn- ingar um þig því söknuðurinn er svo sár. Það er margs að minnast þeg- ar við lítum yfir farinn veg og við þökkum kærlega fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Minningin um sterka og ynd- islega mömmu og tengda- mömmu mun ávallt standa upp úr hjá okkur og hvernig þér tókst öll þessi ár að hugsa svo fallega um okkur öll. Alltaf spurðir þú frétta af öllum; börn- um, tengdabörnum og barna- börnum, varst fyrst til að hringja þegar einhver var las- inn, fyrst til að hringja á afmæl- isdögum, alltaf boðin og búin að passa, bjóða í mat eða hjálpa til á einn eða annan hátt. Einnig sinntir þú foreldrum þínum af natni allt til æviloka þeirra, þrátt fyrir að þú værir sjálf orðin veik. Við vitum að það eru fagnaðarfundir hjá ykkur núna, þrátt fyrir að þið hittist fyrr en alla grunaði. Ég hefði viljað eiga með þér fleiri ár, mamma mín, en er vita- skuld þakklát fyrir að hafa átt ömmur og afa í öll þessi ár, sem flest náðu um níræðisaldri. Ég ylja mér við allar fallegu minn- ingarnar um þig, elsku mamma, og trúi því að þú sért nú á betri stað, laus við alla verki og sjúk- dóma eftir erfiða baráttu. Mestur er missir pabba sem studdi þig af öllum sínum mætti. Þrátt fyrir hvíld frá hjúkrunar- hlutverkinu saknar hann þín sárlega eins og við öll. Elsku pabbi, hjartans þakkir fyrir hversu vel þú hugsaðir um mömmu. Ég vil þakka öllum sem komu að umönnun mömmu á einn eða annan hátt og hafa stutt okkur fjölskylduna í veikindum hennar og í tengslum við útför hennar. Elsku mamma, við fjölskyld- an kveðjum þig nú með söknuði og sendum okkar hugljúfustu kveðjur með djúpri þökk fyrir allt – og allt. Þín dóttir og tengdasonur, Dóra Hanna og Sighvatur. Elsku mamma, okkur skilur að um tíma dauðans hönd. Þó að hvíld sé þreyttum blessun, og þægur byr að ljóssins strönd. Þó er jafnan þungt að skilja. Þokast nær mörg fögur mynd, þegar hugur krýpur klökkur, kær við minninganna lind. Sérhvert barn á mætri móður margt að þakka, er samvist dvín. Yfir brautir æskubreka okkur leiddi höndin þín. Því við bindum þöglum huga, þýtt, með hlýrri vinamund þakkarkrans, sem tregatárin tállaus vökva á kveðjustund. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. (Höf. ók.) Með þökk fyrir allt, elsku mamma og amma. Ástar- og saknaðarkveðja, Hlynur, Soukaina, Richard Óskar og Sigdór. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þínir ömmudrengir, Aron Ingi og Arnar Gauti Vilbergssynir. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun alltaf minnast þín fyrir ást þína, hlýju, stuðning og óbilandi trú á mér. Þín verður sárt saknað. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Saknaðarkveðja. Þinn Gabríel. Elsku amma. Þú varst alltaf góð amma og aldrei í fýlu út af neinu. Gerðir alltaf allt fyrir okkur og tókst líf- inu aldrei sem sjálfsögðum hlut. Takk, elsku amma mín, fyrir að vera alltaf svona ljúf og góð amma. Við kveðjum þig kæra amma með kinnar votar af tárum á ást þinni enginn vafi til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi á hamingju og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Ég á eftir að sakna þín. Þinn Elmar Elí. Elsku amma. Stundum vorum við að lita og stundum vorum við að fara yfir hver var frændi minn og hver var frænka mín. Þú gafst mér oft kökur, mand- arínur og harðfisk. Við vorum stundum að kúra saman í rúminu þínu þegar þú varst veik og horfa á eitthvað saman og líka spjalla saman. Takk, elsku amma mín, fyrir að vera skemmtileg og svo varstu alltaf svo góð við mig. Þú ert amman sem að allir þrá, alltaf mun ég elska þig og dá. Lífið þú gerir betra fyrir mig, heppin ég er að eiga þig. (Höf. ók.) Ég sakna þín. Þín Embla Dís. Laugardaginn 10. febrúar var jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum æskuvinkona mín hún Dóra Bergs og sakna ég hennar mikið. Það verður skrítið að heyra ekki í henni reglulega í síma eða hitta hana þegar ég kem til Vestmannaeyja. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kæri Sigmar og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur. Sorg- in er sár og missirinn mikill. Megi Guð vera ykkur styrkur á þessum erfiðu tímum. Um leið og ég kveð þig, með sorg í hjarta, elsku vinkona, vil ég þakka þér fyrir vináttu og hlýhug er þú sýndir mér og fjöl- skyldu minni alla tíð. Þín vinkona Þóranna og fjölskylda. Dóra Bergs Sigmundsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Í FEBRÚAR af öllum legsteinum Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Elsku pabbi okkar, MÁR MAGNÚSSON, söngvari og söngkennari, lést á sjúkrahúsi í Frankfurt am Main í Þýskalandi þriðjudaginn 13. febrúar. Útför verður tilkynnt síðar. Gunnar Karel Másson Mímir Másson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA BRYNJÓLFSDÓTTIR, áður til heimilis að Langagerði 28, lést fimmtudaginn 15. febrúar á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Boðaþingi. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 13. Kristinn Á. Guðjónsson Ómar Kristinsson Kristín Geirsdóttir Hörður Kristinsson Rut María Jóhannesdóttir Pálmi Kristinsson Salóme Tynes Svandís Kristinsdóttir Sveinn Bragason Reynir Holm barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN GUÐJÓNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, fimmtudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, föstudaginn 23. febrúar klukkan 13. Guðjón Marteinsson Edda Guðgeirsdóttir Hjörtur Marteinsson Guðbjörg Lind Jónsdóttir Valur Þór Marteinsson Guðný Pálína Sæmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.